SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Blaðsíða 6
6 18. september 2011 Jacqueline Kennedy talar afar vel um eiginmann sinn í upptökunum sem gerðar voru opinberar í vikunni. New York Times birti nokkra kafla.  Um eiginmanninn: Hann var, segir hún vin- gjarnalega, maður sátta, sannur herramaður sem hafði smekk fyrir fólki, húsgögnum, bókum. Hún rifj- ar upp, blíðlega, að hann var sílesandi; á göngu, meðan hann snæddi, í baði og jafnvel á meðan hann batt bindishnútinn. Og hún rifjar upp, og er greini- lega skemmt, að hann fór jafnan í náttföt áður en hann fékk sér 45 mínútna blund síðdegis þegar hann var í Hvíta húsinu.  Um hjónaband þeirra: Það var, segir hún, „ægi- lega viktoríanskt eða asískt“ (sem í dag yrði líklega sagt einkennast af gamaldags viðhorfum eða þröng- sýni). Hún hefði viljað sjá til þess að á heimilinu ríkti kærleikur, þar væri ró og næði og börnin í góðu skapi. Hún segir þau hjón nær aldrei hafa rifist og fullyrðir að hún hafi ekki haft sjálfstæðar skoðanir. „Ég hefði aldrei getað hugsað að mér að vera á móti einhverju sem eiginmaður minn var hlynntur.“ Ekki eitt styggðaryrði um eiginmanninn Kennedy-hjónin, John Fitzgerald og Jacqueline, með de Gaulle, forseta Frakklands, á tröppum Elysée-hallar. N ærri hálfrar aldar gömul ummæli Jac- queline Kennedy, ekkju Johns Fitzger- alds, forseta Bandaríkjanna, voru gerð opinber í vikunni og hafa vakið mikla athygli. Ekki síst hve lítið álit hún hafði á blökku- mannaleiðtoganum Martin Luther King sem hún segir „hræðilegan“ mann. Forsetinn var myrtur í nóvember 1963. Fjórum mánuðum síðar hljóðritaði sagnfræðingurinn Arth- ur M. Schlesinger yngri viðtöl við Jacqueline þar sem hún er afar opinská og ber þess að geta að hún setti það sem skilyrði að efni viðtalanna yrði ekki gert opinbert fyrr en hálfri öld eftir að hún félli frá. Schlesinger var fyrrverandi samstarfsmaður Kennedys forseta og þeim Jacqueline var vel til vina. Hún var einungis 34 ára á þessum tíma. Jacqueline lést árið 1994, fyrir 17 árum, þannig að viðtölin hefði ekki átt að birta fyrr en 2044, en Car- oline, dóttir forsetahjónanna, taldi það tímabært nú. Hún stendur að útgáfu bókar sem kom út í vik- unni; Jacqueline Kennedy: Söguleg viðtöl um lífið með John F. Kennedy. Bókinni fylgja átta hljóð- diskar þar sem viðtölin er að finna, óklippt að sögn. Caroline hefur gefið þá skýringu á útgáfunni að 50 ár eru á árinu síðan faðir hennar tók við forseta- embættinu. Útgáfunnar var beðið með mikilli eftirvæntingu og átta milljónir manna fylgdust með viðtali sjón- varpskonunnar Diane Saywer við Caroline á þriðu- dagskvöldið, en síðustu fimm ár hafa ekki fleiri horft á neina útsendingu ABC í einu, ef frá eru taldir íþróttaviðburðir. Jacqueline segir á upptökunum að Winston Churchill sé „klikkaður“ en Kennedy hitti þennan frægasta forsætisráðherra Breta á sjötta áratugnum. Hún segir Charles de Gaulle, forseta Frakklands, vera „sjálfselskan“ mann og „illkvittinn“ og um Indiru Gandhi, sem síðar varð forsætisráðherra Indlands, segir Jacqueline: „Bitur, frek og hræðileg kona.“ Ekkja forsetans sagði jafnframt í viðtölunum, um blökkumannaleiðtogann Martin Luther King, hinn mikla baráttumann fyrir auknum réttindum þel- dökkra, að hann væri loddari. Kvöldið sem hann hélt hina frægu Ég á mér draum-ræðu í Wash- ington hefði hann legið í símanum í því skyni að smala saman konum á skemmtun með sér og fleiri körlum á hótelherbergi þar í borg. „Einhvers konar kynsvall,“ segir Jacqueline Kennedy. Þá hafði hún eftir Robert Kennedy, bróður forsetans, að King hefði mætt drukkinn í útför forsetans og farið niðr- andi orðum um hinn látna. „Ég get ekki horft á mynd af Martin Luther King án þess að hugsa sem svo að þessi maður sé hræðilegur.“ Talið er ljóst að upplýsingarnar um King hafi ekkja forsetans fengið frá J. Edgar Hoover, hinum umdeilda forstjóra FBI, bandarísku alríkislögregl- unnar, sem ku hafa látið hlera símtöl Kings. Athyglisvert er reyndar að annars staðar í viðtöl- unum segir Jacqueline frá því að eiginmaður henn- ar hafi ekki verið ánægður með framgöngu Hoovers í starfi og helst viljað koma honum frá. Bent hefur verið á tvískinnunginn í orðum ekkju forsetans því Kennedy var alræmdur fyrir framhjá- hald, en hún bersýnilega viljað hafa allt slétt og fellt á yfirborðinu. Þá vakti gamall vinur og samstarfsmaður Kings athygli á því í vikunni að hann legði ekki trúnað á orð ekkju forsetans um þann mikla baráttumann. Martin Luther King hefði dýrkað og dáð Kennedy og aldrei talað illa um forsetann. Hoover hefði hins vegar óttast blökkumannaleiðtogann og viljað eyðileggja mannorð hans. Reuters Illmælgi eða ískalt mat? Hálfrar aldar ummæli Jacquel- ine Kennedy vekja athygli Vikuspegill Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Indira Gandhi. Marthin Luther King. Jacqueline Kennedy við útför eiginmannsins, ásamt Robert dóms- málaráðherra, yngri bróður Johns, og syninum John, þriggja ára.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.