SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Blaðsíða 43
18. september 2011 43
svo mikið saman sjálf og fóru að leita, að
reyna að þróa sinn eigin persónulega stíl
og þá ekki beinlínis sem hópur.“
Áhugavert umburðarlyndi
„Eitt af því sem er einmitt mjög áberandi á
þessum tíma er bæði náttúrlega hvað
verkin, jafnvel verk einstakra listamanna,
gátu verið fjölbreytt, fólk var að prófa sig á
ýmsu en líka hvað það var mikið umburð-
arlyndi í gangi í þessum hópi. Það sést vel
t.d. á sýningum; útisýningarnar á Skóla-
vörðuholti sem voru haldnar ’68, ’69 og
’70, skúlptúrsýningar úti á víðavangi. Þar
voru hefðbundnar brjóstmyndir við hlið-
ina á popplist og við hliðina á algjörum
flúxus-verkum eins og brauðvörðunni
sem Kristján Guðmundsson hlóð og vakti
mikla hneykslun og heilbrigðisyfirvöld
létu fjarlægja. Þetta umburðarlyndi var
nokkuð sem hefði verið óhugsandi tíu ár-
um fyrr þar sem fólk vildi hafa hreina
hugsun í hlutunum og hefði þótt voðalega
skrítið að blanda saman á sýningu svona
ólíkum stefnum.“
Jón segir að líklega hafi verið erfitt fyrir
eldri kynslóðir myndlistarmanna að
kyngja því sem grasrótin var að gera en
það hafi ekki átt við um alla. Svavar
Guðnason hafi t.d. tekið vel í tilrauna-
mennskuna enda hafði hann sjálfur gengið
í gegnum mikið uppreisnartímabil og ver-
ið í innsta hring tilraunalistamanna á
stríðsárunum. „Partur af þessari sýningu
eru allítarleg viðtöl við nokkra listamenn
þar sem þeir rifja upp þennan tíma og það
er mjög gaman að hlusta á þau rifja upp,
kannski sérstaklega þessi samskipti við
eldri listamennina, fyrir 45 árum. Fólk
horfir kannski svolítið öðruvísi á þetta
eftir svona langan tíma en þau eru öll mjög
skilningsrík í garð eldri listamannanna, að
það hafi verið erfitt að taka á einhverri
svona hreyfingu.“
Grasrótin fær að vaxa
Jón segir margt ná að spretta fram á milli-
bilstímum á borð við þann sem tekinn er
fyrir á sýningunni, tímum sem einkennist
ekki af einni hugmynd heldur frekar leit.
„Ég hef mjög gaman af svona verkum. Það
er ákveðin dirfska, leit, blöndun bæði í stíl
og hugsun og ákveðinn áhugi á því sem er
að gerast á jaðrinum. Grasrótin nær frekar
að vaxa og fá einhverja athygli. Þegar ein
stefna er ráðandi hverfur yfirleitt allt dá-
lítið í skuggann af henni. Þarna er um að
ræða einhverja opnun og þetta er auðvitað
sú opnun sem við búum kannski ennþá að
í myndlist. Upp úr þessum tíma þróast svo
margt, ekki bara SÚM, þó við höfum til-
hneigingu til að horfa dálítið stíft á SÚM,
heldur líka alveg ný vefnaðarlist,“ segir
Jón og nefnir þar til dæmis verk Hildar
Hákonardóttur. Þá hafi grafíklistin einnig
verið endurvakin, leirlist sem listform og
áhrifa gætt í tónlist, bókmenntum og leik-
list. „Musica nova er stofnað, félag fram-
sækinna, ungra tónskálda og í bók-
menntum koma fram nýir höfundar:
Guðbergur, Steinar, Dagur Sigurðarson,
Nína Björk o.fl. Allir þekktust, hittust á
Naustinu og spjölluðu, tónskáldin tengd-
ust myndlistarmönnunum o.s.frv. Þetta
gerist líka og ekki síst í leikhúsinu, leik-
félagið Gríma var t.d. stofnað. Og á þessari
sýningu verðum við með umræðupró-
gramm á sunnudögum, þá ætla ég að fá til
mín fólk til að ræða um þessa hluti,“ segir
Jón. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi
forseti Íslands, muni m.a. koma og ræða
um tilraunaleikhúsið á þessum tíma sem
hún tók þátt í; dr. Bjarki Sveinbjörnsson
frá Tónlistarsafni Íslands muni koma og
fjalla um tónlistina og Dagný Kristjáns-
dóttir, prófessor í bókmenntum og sér-
fræðingur í þessu tímabili, muni einnig
koma og halda tölu. Síðast en ekki síst
muni Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari
flytja tónlist frá þessum tíma. „Við erum
að reyna að vekja upp stemningu og rifja
upp hvernig gæti hafa verið að upplifa
þetta,“ segir Jón að lokum. Sýningin
stendur til 6. nóvember.
’
Það er ákveðin dirfska, leit,
blöndun bæði í stíl og hugsun og
ákveðinn áhugi á því sem er að
gerast á jaðrinum. Grasrótin nær frek-
ar að vaxa og fá einhverja athygli. Þeg-
ar ein stefna er ráðandi hverfur yfirleitt
allt dálítið í skuggann af henni.
Jón Proppe á Kjarvalstöðum með verk eftir Magnús Pálsson í bakgrunni, Ferð/Veggfóður frá árinu 1965 en það var endurgert árið 1994. Verkið vann Magnús á ammóníakljósritunarvél, þ.e.
lýsti á ljósnæman pappír í rúllum og framkallaði í ammóníakgufum. Magnús sýndi verkið á fyrstu einkasýningu sinni árið 1966 og seldi myndir í metravís líkt og um veggfóður væri að ræða.
Liggjandi kona eftir Magnús Tómasson, 1969. Á veggnum Homo Techni-
cus - Að hverjum beinast broddarnir eftir Jón Gunnar Árnason, 1969.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frá vinstri: Kyrralífsmynd (Blómakarfan) eftir Sigurð Guðmundsson frá árinu 1968,Poet Sigurðarson eftir Al-
freð Flóka frá árinu 1960 og grafíkmynd eftir Dag Sigurðarson, Án titils (6) frá árinu 1961.