SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Blaðsíða 21
18. september 2011 21
ótrúlegt að hægt væri að taka gallblöðru í
gegnum smágöt á kviðnum með því að
stjórna tækjum eftir sjónvarpsskjá.“
Þess má geta að í Morgunblaðinu 29.
september 1991 birtist grein eftir undirrit-
aðan blaðamann sem horfði á og skrifaði
um það þegar Sigurgeir tók í þriðja sinn
gallblöðru með umræddri aðferð. Þá var
sjúklingurinn Vilhelmína R. Ólafsson, ung
kona sem sagði fáeinum klukkustundum
eftir aðgerðina: „„Ég neita því ekki að ég
fékk aðeins sting í magann í gærkvöldi við
að hugsa um að fara í eitthvað sem ég vissi
ekki hvað væri, en sú hugsun hélt ekki
fyrir mér vöku. Það er mikill munur að
vera laus við kvalirnar … Slík köst eru
sárari en allt sem sárt er, fæðingarhríðar
eru barnaleikur hjá þeim … Í síðasta kast-
inu lá ég uppi í sófa og gat engan veginn
verið, tárin trilluðu niður kinnarnar á
mér … Núna líður mér bara vel, það er
meira að segja búið að bjóða mér upp á kaffi
sem ég ætla að fara að gæða mér á.“ Í stuttu
spjalli við Sigurgeir eftir umrædda aðgerð
kom fram að aðgerð sem þessi fækkaði
legudögum um allt að fimm dögum. Í stað
15 sentimetra holskurðs eru bara gerð 3 til
4 stungugöt um 1 sentimetri að lengd. Þessi
aðgerð tók um 60 mínútur.“
Fannst tilveran tómleg
Ég spyr Sigurgeir nú hvernig á því hafi
staðið að læknir af Keflavíkurflugvelli hafi
verið við þessa aðgerð?
„Tom Macill, John Livingstone og fleiri
læknum á Vellinum fannst tilveran þar
tómleg og skammt duga til viðhalds
læknakunnáttunni að gera við eitt og eitt
kviðslit eða þess háttar. Þeir stunduðu því
að fá að koma og vinna við hlið mér við að-
gerðir á Landakotsspítala. Þar voru alvöru
aðgerðir í gangi. Lengsta samstarfið af
þessu tagi átti ég við Livingstone. Hann er
nú starfandi skurðlæknir í Boise, Idaho.
Hann fór þangað eftir að hann var læknir á
Keflavíkurflugvelli og þá var einmitt þessi
nýja tækni, holsjáraðgerðir, að koma fram.
Hann bauð mér að koma í 10 daga og fylgj-
ast með þessari nýjung og æfa mig í slíkum
aðgerðum. Þetta var sérstakt í Bandaríkj-
unum, þar eru læknar mjög varir um sig og
vilja ekki aukafólk á skurðstofu, það gæti
skapað tortryggni og jafnvel málaferli. En
Idaho var tiltölulega ungt ríki og þar var
víðsýni meiri í þessum efnum.“
En hvað með tækjakaup?
„Ég leitaði eftir kaupum á tækjum til
holsjáraðgerða frá Þýskalandi en var sagt
að Landspítalinn og Borgarspítalinn
myndu ganga fyrir í þessum efnum hvað
fjárveitingar snerti. En svo komst ég í sam-
band við Sigurveigu Sigurðardóttur hjúkr-
unarfræðing sem starfaði þá hjá kvenna-
deild Rauða krossins. Hún spurði hve
mikið fé Landakotsspítala vantaði til að
fjárfesta í tækjum til holsjáraðgerða og út-
vegaði svo þá peninga. Ég var ekki höndum
seinni að panta tæki frá Ítalíu og fyrr en
varði voru þau komin og allt tilbúið fyrir
fyrstu aðgerðina. Við gerðum fyrst bara
gallblöðruaðgerðir á þennan hátt. Satt að
segja breytti umfjöllunin í Morgunblaðinu
talsverðu, aðstreymi sjúklinga í svona að-
gerð jókst mjög mikið eftir að sagt var frá
henni þar, biðlistar beinlínis tæmdust.
Ekki var farið að gera svona aðgerðir fyrr
en um tveimur mánuðum síðar á Landspít-
ala og Borgarspítala. Þá fengu læknar þar
holsjártæki og gátu byrjað.
Síðar fórum við á Landakoti að taka
botnlanga með holsjártækni. Ég hafði þeg-
ar þarna var komið sögu tekið botnlanga
með gömlu aðferðinni í 20 ár og ég ætla
ekki að bera saman hve sjúklingunum
farnaðist miklu betur sem fóru í holsjár-
aðgerð. Holskurðum fylgir alltaf áhætta,
raunar fylgir hún öllum aðgerðum. Ég
gerði aðeins fáar aðgerðir við bakflæði með
holsjártækni. Slíkar aðgerðir komust ekki í
fullan gang fyrr en Margrét Oddsdóttir
kom til skjalanna eftir sérnám á þessu
sviði, – hún hafði áður verið aðstoð-
arlæknir hjá mér um tíma. Margrét lést
langt um aldur fram.
Þá má geta þess að ég tók góðkynja æxli
úr lifur með holsjártækni, áður var lifrin þá
skoðuð með sneiðmyndavél. Mikill munur
var á eftir að sú tækni kom fram. Áður kom
manni stundum ýmislegt á óvart þegar
sjúklingur var opnaður.“
Tók ristil úr miklum fjölda
Sigurgeir gerði á sínum starfsferli mikinn
fjölda stórra og vandasamra aðgerða. Rist-
ilbrottnám var þar á meðal. „Ég tók ristil úr
miklum fjölda fólks og oft var þá um
krabbamein að ræða. Ristilkrabbamein er
oft erfitt að finna á byrjunarstigi, einkenni
þess fara hljótt,“ segir Sigurgeir. Þannig
háttaði til þegar Halla konan hans veiktist.
Hún greindist með krabbamein í ristli og
lést úr þeim sjúkdómi. „Því miður greind-
ist meinið of seint og því fór sem fór. Mér
leið mjög illa eftir að Halla dó, en svona er
þetta, jafnvel þótt maður hafi þekkinguna
þá dugar það ekki til í sumum tilvikum.
Andlát hennar var mér þungt áfall.“
Sigurgeir var 65 ára þegar hann missti
eiginkonu sína. Eftir lát hennar tók hann
upp samband við Hildi Stefánsdóttur
hjúkrunarfræðing, sem hann þekkti áður
sem samstarfskonu frá Landakoti.
„Við Hildur giftumst og áttum saman
dásamleg ár og ég var farinn að hlakka til
starfsloka þegar ég yrði sjötugur þegar
ógæfan dundi yfir. Þá var ég læknir á
skurðdeild Landspítala. Landakoti var lok-
að eftir að ég hafði starfað þar í 25 góð ár,
það var sárt fyrir starfsfólkið. Eftir það var
ég fimm ár læknir á Borgarspítala og síðan á
LSH sem fyrr gat. Við Hildur vorum að
byggja okkur hús. Ég var vanur handverki
frá uppvextinum og sumarbústaðnum
mínum og var við smíðar í nýbyggingunni
þegar ég féll af stillansi, skriplaði fótur og
datt niður um eina hæð. Ég hafði unnið í 80
metra hæð í símamöstrunum og fannst
ótrúlegt það sem gerðist. Ég lenti illa og
gipsplata kom ofan á bakið. Ég fann strax
að ég var lamaður, missti alla tilfinningu og
hreyfigetu í fótunum frá mjöðmum. „Þetta
er varanlegur mænuskaði,“ hugsaði ég þar
sem ég lá á jörðinni. Ég var satt að segja þá
stundina að vona að ég hefði fengið slíkt
höfuðhögg að ég myndi ekki lifa af. En svo
var ekki. Ég var einmitt á bakvakt hjá
slysadeildinni þegar slysið varð en skjótt
skipast veður í lofti – ég var kominn í að-
gerð hjá Aroni Björnssyni og hans fólki
undra skömmu síðar. Fékk eins skjóta og
góða þjónustu og frekast var unnt hjá góðu
fagfólki, læknum sem hjúkrunarliði. En ég
vissi að það myndi ekki þýða neitt. Skaðinn
var skeður. Ég læt ekki glepjast af gylli-
vonum. Ég veit að ekkert getur breytt
þessu. Ég er lamaður og verð í hjólastól
meðan ég lifi. Fyrir nokkru fékk ég svo
hjartaáfall og þurfti að fara í hjáveituaðgerð
hjá Bjarna Torfasyni, áður nemanda mín-
um og Þórarni Arnórssyni samverkamanni
mínum á Landakoti svo árum skipti.
Hjartaaðgerðin gekk vonum framar og ég
er stálsleginn hvað það snertir.
Allt tók þetta mjög á. Ég var orðinn
hjúkrunarsjúklingur og það er ekkert
öðruvísi fyrir lækni en annað fólk. Ég hef
aldrei verið trúmaður en eftir þessi áföll
fóru menn að tala um það við mig að
kannski gæti trúin gætt líf mitt meira inni-
haldi. En því miður – ég átti aldrei barnatrú
hvað þá að ég gæti orðið trúmaður eftir
þetta.
En áföllin voru ekki yfirstaðin. Við Hild-
ur seldum húsið sem við höfðum verið að
reisa og keyptum einbýlishúsið hér, sem er
á einni hæð og mjög hentugt fyrir mann í
hjólastól. En svo kom fljótlega í ljós að í
þaki hússins var raki og sveppagróður.
Heilsa Hildar leyfði ekki að hún byggi við
þær aðstæður. Hildur varð fyrir eitrun í
starfi sínu við speglunaraðgerðir og hefur
ekki beðið þess bætur. Það mál fór fyrir
dóm og hún fékk bætur.
Nú er ljóst að sambúð okkar Hildar er
lokið. Þótt viðskilnaður okkar væri þrátt
fyrir allt í kærleika gerður eru mér þetta
óneitanlega sár málalok. En þegar ég hugsa
um lífshlaup mitt fyllist ég eigi að síður,
mitt í dapurleikanum, ákveðinni gleði. –
Ég átti lengi gott líf og fyrir það er ég þakk-
látur.“
Sigurgeir Kjart-
ansson læknir ásamt
heimilishundinum
Pontu.
Morgunblaðið/Ernir
Holsjáraðgerðaliðið. F.v. Þóra Guðjónsdóttir, Soffía Níelsdóttir, Anna Gunn-
arsdóttir. Sigurgeir Kjartansson, Tom Mcgill og Þorvaldur Ingvarsson.
’
Í síðasta kastinu lá
ég uppi í sófa og
gat engan veginn
verið, tárin trilluðu nið-
ur kinnarnar á mér …
Holsjáraðgerð í fullum gangi á Landakoti haustið 1991.