SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Blaðsíða 32
32 18. september 2011
S
eglskútan Cielita er
auðfundin í Snarfara-
höfn. Bandaríski fáninn
blaktir við hún. Skip-
stjórinn sjálfur, Ned Cabot, tek-
ur glaðbeittur á móti okkur
Ragnari Axelssyni ljósmyndara
á dekkinu ásamt einum háset-
anna, Finn Perry, og vísar okk-
ur til káetu, þar sem hinn helm-
ingur áhafnarinnar, hjónin Rick
og Nonnie Burnes, bíður eftir
okkur.
Cielita er hingað komin frá
Færeyjum og mun hafa vet-
ursetu í Reykjavík. Fjórmenn-
ingarnir ætla á hinn bóginn að
fljúga heim til Boston. Ned mun
svo sækja skútuna næsta vor en
þá er förinni heitið til Græn-
lands. „Ég flaug hingað ásamt
frúnni í mars til að kanna hvort
hægt væri að skilja skútuna eftir
nú í haust og menn héldu það
nú. Mér var alls staðar vel tekið
og Cielita verður í góðum hönd-
um í vetur,“ segir Ned.
Ferðalagið hefur í alla staði
verið ánægjulegt. „Siglingin frá
Færeyjum gekk einstaklega
vel,“ upplýsir Rick Burnes. „Við
sigldum fyrst til Reyðarfjarðar.
Það er fallegt þarna fyrir austan.
Síðan héldum við sem leið lá til
DJ-fjarðar.“
Nú reka bátsgestir upp stór
augu. Ég horfi á Ragnar sem
þekkir landið okkar eins og lóf-
ann á sér. Hann kemur bersýni-
lega af fjöllum líka. „Æi, þið vit-
ið,“ byrjar Rick, þegar hann sér
undrunina í andlitum okkar og
skellir stóru landakorti á borðið.
„Það er útilokað fyrir útlend-
inga að bera þetta nafn fram,“
segir hann og bendir á staðinn.
Ó, Djúpivogur, ljúkum við
Ragnar sundur einum munni.
„Einmitt.“
Dátt er hlegið.
Útsýnið engu líkt
Áhöfnin er á einu máli um að
siglingin meðfram suðurströnd
landsins hafi verið stórfengleg.
„Útsýnið var engu líkt,“ segir
Rick, „allir þessir jöklar. Þið er-
uð rík þjóð, að eiga þessa nátt-
úru.“
Rick Burnes er einn stofnenda
fjárfestingafyrirtækis Charles
River Ventures í Boston og Non-
nie Burnes er fyrrverandi dóm-
ari og núverandi háskólakenn-
ari í Massachusetts. Þau eru ekki
að koma til Íslands í fyrsta sinn,
þau sigldu hingað fyrir 26 árum
ásamt föður Ricks og þremur
börnum sínum. Hvernig skyldi
það hafa komið til?
„Við kynntumst Guðríði Sig-
urðardóttur og fjölskyldu henn-
ar í Harvard á sínum tíma. Þau
sögðu okkur eitt og annað um
landið sitt og kveiktu þannig í
okkur,“ rifjar Nonnie upp.
„Þegar færi gafst ákváðum við
því að sigla hingað og kynnast
landi og þjóð.“
Man enn eftir sturtunni
Hjónin segja þau kynni hafa
verið afskaplega ánægjuleg.
„Þegar við komum hingað vor-
um við búin að vera sautján
daga á siglingu og sárþurftum að
komast í sturtu. Við leituðum til
bláókunnugs fólks sem vildi allt
fyrir okkur gera. Það var
minnsta mál í heimi að fá að fara
í sturtu,“ segir Nonnie.
„Ég man ennþá eftir þeirri
sturtu,“ segir Rick og lætur
hugann reika.
„Við höfum óvíða kynnst eins
mikilli gestrisni og á Íslandi. Það
stendur upp úr.“
Ned skipstjóri og Finn kinka
kolli til samþykkis. „Ég get tek-
ið undir hvert orð,“ segir Ned.
Fyrir austan lenti hann í vél-
arvandræðum og þurfti að leita
á náðir heimamanna. „Í Banda-
ríkjunum hefði tekið óratíma að
finna mann með sérfræðiþekk-
ingu á téðum vanda en ekki hér.
Fyrsti maðurinn sem við fund-
um hjólaði í málið og leysti það
án þess að blása úr nös,“ segir
Ned og Rick bætir við að aug-
ljóst sé að Íslendingar kunni að
bjarga sér.
Burnes-hjónunum þykir Ís-
land hafa breyst mikið und-
anfarinn aldarfjórðung. „Trén
hafa vaxið heilan helling,“ segir
Rick. „Það er mun meiri gróð-
ursæld hérna núna en 1985.“
Þau segja ferðamenn líka
meira áberandi en þá og mann-
lífið fjörugra. „Almennt er mun
meira um að vera hérna en
1985, þrátt fyrir kreppuna, sem
ég veit að verið hefur ykkur erf-
ið,“ segir Nonnie. „Það er ekki
lítið átak að reisa glæsilegt tón-
listarhús við þessar erfiðu að-
stæður en við vorum einmitt að
dást að Hörpunni í gærkvöldi.
Þetta er yndisleg bygging. Ég
vona bara að þið hafið efni á
henni!“
Af mörgum fallegum stöðum
á Íslandi nefna þau Vest-
mannaeyjar sérstaklega. „Það er
Rick Burnes, Ned Cabot, Nonnie Burnes og Finn Perry eldhress við komuna í Snarfarahöfn.
„Þeir halda að
ég sé galinn“
Bandaríski skurðlæknirinn og skútu-
skipstjórinn Ned Cabot veit fátt
skemmtilegra en að sigla um norð-
urhöf. Hann kom til Reykjavíkur frá
Færeyjum á dögunum en í áhöfn voru
m.a. Burnes-hjónin sem sigldu fyrst til
Íslands fyrir aldarfjórðungi. Þeim
þykir margt hafa breyst.
Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Myndir: Ragnar Axelsson rax@mbl.is
Burnes-hjónin segja Íslendinga einstaklega viðmótsþýða og greiðvikna.
Ned Cabot skipstjóri skoðar veðurspána ásamt Nonnie Burnes. Góðir
skipstjórar tefla ekki á tvær hættur.