SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Blaðsíða 31
E bba Guðný Guðmundsdóttir er fædd 9. júlí 1975. Hún er gift Hafþóri Hafliðasyni og eiga þau saman tvö börn, Hönnu Huldu níu ára og Hafliða sem verður sex ára í haust. Hún útskrifaðist með grunnskólapróf frá Seljaskóla og lauk síðan stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands. Hún er menntaður kennari frá Kennaraháskóla Ís- lands. Hún gaf út bókina Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? árið 2007. Naut bókin strax mikilla vinsælda og var endurprentuð árið 2009. Ebba er nú búin að þýða bókina á ensku og var að opna vefinn PureEbba.com á ensku. Á vefnum er hægt að nálgast ýmsan hollustufróðleik auk þess sem Ebba sýnir í myndböndum hvernig hægt sé að gera hollan og nær- ingarríkan mat fyrir alla fjölskylduna. Í fyrra ákvað fjölskyldan að prófa eitthvað nýtt og bjó í Suður-Afríku í rúmlega hálft ár en er núna komin aftur á heimaslóðir. ingarun@mbl.is Um eins árs gömul í vagni með mömmu sér við hlið. Ebba sex ára gömul með Sigurborgu frænku sinni. Í þriggja ára afmælinu. Ebba átta ára gömul með Jóhannesi bróður sínum. Systkinin prúðbúin á jólunum í Stykkishólmi. 18 ára að kaupa jólatré. Fór til Suð- ur-Afríku Ebba Guðný Guðmundsdóttir, höfundur bókarinnar Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða?, hefur nú opnað glæsilegan vef á ensku, PureEbba.com. Fjölskyldan í Suður-Afríku. Ebba og eiginmaðurinn Hafþór ásamt börnunum Hafliða og Hönnu. Ánægðir krakkar í pizzu- veislu heima í Sóltúni. Orðin unglingur á ferðalagi um landið með fjölskyldunni. Ragna Sif Þórsdóttir tók þessa mynd fyrir nýja vefinn henn- ar Ebbu, PureEbba.com. Ebba og Hanna við styttu af Nelson Mandela í Höfðaborg. Ánægð með jólagjafirnar. Myndaalbúmið 18. september 2011 31

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.