SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Blaðsíða 13

SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Blaðsíða 13
18. september 2011 13 Skar og skarkali | 6 Eftir George Soros New York – Til þess að draga úr krísu þar sem hið ómögulega er orðið mögulegt, þá er nauðsynlegt að hugsa það sem er óhugsandi. Þar af leiðir, að til þess að draga úr krísunni vegna ríkisskulda í Evrópu, þá er frumforsenda að gera ráð fyrir möguleikanum á greiðslufalli og út- göngu af evrusvæðinu hjá Grikklandi, Portúgal og mögulega Írlandi. Ef það gerist, þá verður að grípa til að- gerða til að hindra fjárhagslegt hrun á evrusvæðinu í heild. Í fyrsta lagi verður að vernda bankainnstæður. Ef evra í grískum banka tapast í greiðslufalli eða við útgöngu, þá verður evra í ítölskum banka um leið minna virði en í þýskum eða hollenskum banka og það leiðir til áhlaupa á banka í skuldugum ríkjum. Ekki fjármunir til reiðu Það sem meira er, sumum bönkum í þeim ríkjum sem lenda í greiðslufalli yrði að halda gangandi til þess að koma í veg fyrir efnahagshrun. Á sama tíma yrði að endurfjármagna evrópskt bankakerfi og setja það undir evrópskt eftirlit, til að- greiningar frá þjóðlegu. Loks yrði að fyr- irbyggja að þetta hefði neikvæð áhrif á ríkisskuldabréf annarra skuldugra ríkja á evrusvæðinu. (Síðustu tvær aðgerðirnar myndu eiga við jafnvel þótt ekkert ríki yrði fyrir greiðslufalli.) Allt kostar þetta peninga. En sam- kvæmt þeim ráðstöfunum sem sam- þykktar hafa verið af þjóðarleiðtogum evrusvæðisins, þá eru ekki frekari fjár- munir til reiðu. Það er því enginn annar kostur en að stofna það sem vantar: evr- ópskt fjármálaráðuneyti sem hefur vald til skattlagningar og þar með til að taka lán. Þetta myndi krefjast nýs sáttmála og breyta EFSF (Evrópustofnun um fjár- hagslegan stöðugleika) í fullgilt fjár- málaráðuneyti. En þá er gengið út frá því að það verði róttæk hugarfarsbreyting, einkum í Þýskalandi. Almenningur í Þýskalandi er enn þeirrar skoðunar að hann eigi val um hvort hann styður evruna. Það er alvar- leg yfirsjón. Evran er til og er svo sam- ofin eignum og skuldbindingum fjár- málakerfisins í heiminum að ef hún fellur, þá veldur það hruni sem þýsk stjórnvöld – sem og stjórnvöld annarra ríkja – eru fjarri því að ráða við. Því lengri tíma sem það tekur almenning í Þýskalandi að átta sig á þessari köldu staðreynd, því hærra verð þarf hann að gjalda – og aðrir í heiminum. Spurningin er hvort hægt er að sann- færa almenning í Þýskalandi um þessa staðreynd. Kanslaranum Angelu Merkel tekst ef til vill ekki að sannfæra alla stjórnarþingmennina um gildi hennar, en hún gæti reitt sig á stjórnarandstöð- una og myndað nýjan meirihluta um stuðning við það sem nauðsynlegt er, að viðhalda evrunni. Takist henni að leysa evrukrísuna, þá er mun minna að kvíða fyrir næstu kosningar. Undirbúningur fyrir mögulegt greiðslufall eða útgöngu þriggja smárra ríkja úr evrunni þýðir ekki að ríkin yrðu ein á báti. Þvert á móti gefur möguleik- inn á skipulegu greiðslufalli – sem fjár- magnað yrði af öðrum ríkjum á evru- svæðinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum – Grikklandi og Portúgal valkosti í stefnu- málum. Enn fremur myndi það binda enda á vítahringinn – sem nú ógnar öll- um skuldugum ríkjum á evrusvæðinu – þar sem aðhaldið dregur úr vaxtarmögu- leikum, sem leiðir fjárfesta til að krefjast hárra vaxta og neyðir ríkisstjórnir því til að draga enn frekar úr útgjöldum. Út- ganga af evrusvæðinu myndi gera ríkjum sem eiga í mestum erfiðleikum auðveld- ara að verða á ný samkeppnishæf. En ef þau eru fús að færa nauðsynlegar fórnir, þá gætu þau verið áfram á evrusvæðinu: EFSF myndi vernda bankainnstæður heima fyrir og Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn hjálpa til við endurfjármögnun bankakerfisins, það myndi hjálpa þess- um ríkjum að losna úr úlfakreppunni. Hvor leiðin sem farin er, þá er það ekki Evrópusambandinu í hag að leyfa hrun í þessum ríkjum og láta það viðgangast að þau dragi bankakerfi heimsins með sér í fallinu. Þörf á nýjum sáttmála Aðildarríki ESB, ekki aðeins þau sem eru á evrusvæðinu, verða að horfast í augu við að gera þarf nýjan stofnsáttmála til að bjarga evrunni. Sú röksemd er skýr. Þess vegna á að hefja umræður nú þegar um hvað kemur til með að standa í slíkum sáttmála. Jafnvel þótt leiðtogar í Evrópu séu undir miklum þrýstingi að komast fljótt að samkomulagi, þá munu samningaviðræður óhjákvæmilega drag- ast á langinn. Um leið og samkomulag hefur náðst um grundvallarbreytingar gæti ráðherraráðið heimilað ESB að grípa til fyrirbyggjandi ráðstafana og draga úr gjaldþolsáhættu. Þegar lausn á ríkisskuldakrísunni á evrusvæðinu er í sjónmáli, þá verður léttirinn mikill á fjármálamörkuðum. Engu að síður, þar sem ákvæði nýs sátt- mála yrðu óhjákvæmilega ákveðin af Þýskalandi, er nánast öruggt að mikil efnahagslægð er yfirvofandi. Það gæti leitt til frekari viðhorfsbreytingar í Þýskalandi, sem yrði á móti til þess að mótuð yrði stefna til að hindra frekari vítahring. Á þeim tímapunkti gæti vöxt- ur á stærstum hluta evrusvæðisins tekið við sér á ný. Höfundur er stjórnarformaður Soros Fund Manage- ment. Project Syndicate, 2011.www.project- syndicate.org. Aðhaldsaðgerðum stjórnvalda mótmælt á stjórnarskrártorginu við þinghúsið í Aþenu. Hugsað það sem er óhugsandi í Evrópu Þorgrímur Kári Snævarr

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.