SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Blaðsíða 28
28 18. september 2011
G
unnar V. Andrésson er einn af
þekktustu blaðaljósmyndurum
landsins, hefur myndað í 45 ár og
hlotið verðlaun og viðurkenn-
ingar fyrir fjölbreyttar myndir sínar.
Hann hefur starfað á ýmsum fjölmiðlum,
nú síðast Fréttablaðinu. Hann er 61 árs og
stefnir að því að ná hálfrar aldar afmæli sem
ljósmyndari árið 2016.
Gunnar er ekki lærður ljósmyndari. „Það
er minn akkillesarhæll að ég var mjög léleg-
ur á bókina. Ég var með lesblindu sem ég réð
ekki við og fór ungur að vinna,“ segir hann.
„Mamma mín átti mig átján ára gömul. Þá
var ekkert öryggisnet fyrir einstæða móður
og amma tók mig að sér. Yngsta barn henn-
ar af níu var á heimilinu, strákur sem var
ellefu árum eldri en ég. Mér fannst alltaf að
ég væri skörinni lægri en þessi uppeld-
isbróðir minn og fékk á tilfinninguna að ég
væri hálfgerður ómagi, í eilífri baráttu fyrir
tilvist minni. Það er mjög ríkt í börnum að
vilja þekkja foreldra sína og vera hjá þeim.
Ég hitti mömmu nokkuð oft en samskiptin
við pabba voru lítil. Hann kom til mín á af-
mælisdögum mínum og um jól og gaukaði
pakka að mér. Þá eru samskipti okkar eig-
inlega upptalinn. Eftir að ég fullorðnaðist
náðum við saman.
Sveitin mín gamla í Vopnafirði þar sem ég
var í níu sumur hjá yndislegu fólki mótaði
mig mjög á yngri árum. Á þessum bæ sem
heitir Hrappstaðir var mér tekið sem jafn-
ingja og þar var mikið talað við mig. Á þess-
um bæ var mikið lesið og spjallað og spek-
ulérað í fólki. Í þetta umhverfi sótti ég styrk
og sjálfstæði og komst að því að manneskjan
skiptir máli og að maður er manns gaman.
Með þessa visku í farteskinu hef ég notið
mín í starfi ljósmyndarans. Mér finnst gam-
an að hitta fólk og tala við það. Þótt það sé
bara stutt skraf meðan ég er að mynda þá
nærist ég á því. Myndavélin er galdratæki
hvað þetta varðar. Það er svo gott að nálgast
fólk í gegnum hana. Myndavélin hefur
dregið mig áfram.
Sem ljósmyndari sótti ég alltaf mjög stíft
að fara á staðinn ef eitthvað var að gerast. Ég
beinlínis logaði af áhuga á að vera þar sem
hægt var að finna áhugavert myndefni.
Þannig verða fréttaljósmyndarar að vera ef
þeir ætla að skora. Það er ekki slokknað á
var bærinn eins og dauðs manns gröf, á
svartakafi og snjóföl yfir. Ekki varð séð að
nokkur maður ætti eftir að geta nokkru
sinni búið þarna. Þriðjungur af húsum var
brunninn eða farinn undir hraun og göt-
urnar fullar af vikri. Í dag finnst þar ekki eitt
einasta korn. Það er merkileg saga í lífi
þjóðar að Vestmannaeyjabær skuli hafa ver-
ið mokaður upp. Stærsti og mesti sam-
takaþróttur sem ég hef séð í Íslendingum.“
Gunnar Thor á landsfundi
Þú hefur myndað ótalmarga einstaklinga.
Hverjir eru eftirminnilegastir af þeim sem
þú myndaðir?
„Ég nefni Björn á Löngumýri sem ungt
fólk veit ekki lengur hver var og það veit
ekki heldur af tilvist Skjónu. Björn var sér-
stakur maður og mikill nagli sem átti í stöð-
ugum málaferlum út af öllum sköpuðum
hlutum. Frægt var þegar deilt var um eign-
arrétt á hryssunni Skjónu. Málið fór fyrir
Hæstarétt og Birni var dæmt hrossið þótt
markið væri óglöggt. Á þessum tíma naut
þáttur Matthildinga mikilla vinsælda. Matt-
hildingar, Davíð Oddsson, Þórarinn Eldjárn
og Hrafn Gunnlaugsson, bjuggu til leikþátt
um vörn Björns í Hæstarétti og þar var Björn
látinn hefja vörn sína með orðunum:
„Skjóna er hagvön hjá mér. Hún er farin að
bera svip af mér og mínu fólki. Þótt markið
sé óglöggt tek ég ekkert mark á því. Man ég
til að mynda þegar ég var að marka hundinn
minn, þá skrikaði mér fótur og af fór rófan.“
Matthildur var þannig útvarpsþáttur að
Kári Jónasson voru mér stoð og stytta og ég
á ágætan kunningsskap við þá enn í dag.
Þarna var líka Indriði G. Þorsteinsson sem
var mjög eftirminnilegur. Það var afskap-
lega gaman að vera nálægt honum því hann
átti auðvelt með að hrífa fólk með sér og reif
menn upp í stemningu. Ég man eftir því að
eitt sinn hafði hann verið í sumarfríi og dag-
inn sem hann mætti aftur til vinnu gjör-
breyttist umhverfið, það varð skyndilega
partýstemning, rífandi stuð og allt fullt af
fréttum. Indriði var mikill blaðamaður og
mjög tengdur við fólk. Hann fór alltaf í kaffi
á Hótel Borg klukkan þrjú og kom með fullt
af hugmyndum þaðan. Þannig var blaða-
mennskan í gamla daga, hún snerist um lif-
andi samskipti við fólk. Blaðamennska í dag
byggir of mikið á tölvu og síma og samskipti
blaðamannsins og ljósmyndarans eru orðin
rafræn og mjög ópersónuleg. Þetta finnst
mér skrýtin blaðamennnska en eflaust er
þetta þægilegt.“
Hvert er eftirminnilegasta atvikið sem
þú hefur myndað?
„Það var Vestmannaeyjagosið. Það var
mjög merkilegt að uppgötva þjóðina í þeim
aðstæðum. Á sama tíma var óðaverðbólga
og landhelgisdeila milli Breta og Íslendinga
og verið var að keyra á varðskip. En það var
aldrei nein angist í samfélaginu, engin reiði
eins og varð í bankahruninu.
Við Tímamenn voru mættir til Vest-
mannaeyja tveimur tímum eftir að gosið
hófst og ég kom svo þangað af og til að
mynda. Þegar ég kom þangað undir goslok
mér en það hefur hægt á mér. Samt hef ég
alltaf jafn gaman af þessari vinnu.“
Samtakaþróttur Íslendinga
Hvenær hófstu störf sem ljósmyndari?
„Ég byrjaði í mars 1966 á Tímanum, þá
sextán ára gamall. Það var auglýst eftir
manni í klisjugerð, sem var aðferð við að
búa til mót af mynd til að setja í blað. Fljót-
lega fór ég svo að taka myndir. Fyrsta ljós-
myndin mín birtist í júlí sama ár á forsíðu
sunnudagsblaðs Tímans og var af tjaldi í
Borgarfirði. Ég varð hoppandi glaður þegar
ég sá nafnið mitt undir myndinni. Ég er enn
þannig krakki í mér að nafnið mitt verður
að fylgja ljósmyndinni. Ef myndin er ekki
merkt mér þá fýkur í mig en það er fljótt að
fara úr mér aftur. Í gamla daga varð ég æfur.
En það þýðir ekkert að ergja sig yfir svona
hlutum því það er búið og gert.
Í byrjun kunni ég ekki neitt. En á Tím-
anum var mikið af góðu liði sem aumkaði sig
yfir aumingjann. Alfreð Þorsteinsson og
Viðtal
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Myndavélin hefur dregið
Í áratugi hefur Gunnar
V. Andrésson starfað
sem ljósmyndari. Í við-
tali ræðir hann um starf
ljósmyndarans, minn-
isstæða einstaklinga og
eftirminnileg atvik.
Gunnar Andrésson: Ég beinlínis logaði af áhuga á að vera þar sem hægt var að finna áhugavert myndefni. Þannig verða fréttaljósmyndarar að vera ef