SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Blaðsíða 8
8 18. september 2011 Tilkynnt var í Venesúela í vikunni að næstu forsetakosningar færu fram 7. október á næsta ári, tveimur mánuðum fyrr en ætlað var. Hugo Chavez forseti ætlar að sækjast eftir endurkjöri þrátt fyrir að stutt sé síðan hann fór í aðgerð þar sem fjarlægt var krabbameinsæxli úr líkama hans og hann hafi síðan verið í lyfjameðferð. Kveðst hann vona að hann verði búinn að ná sér í tæka tíð fyrir kosningarnar. Chavez kveðst viss um að ná kjöri þriðja sinni og segist ætla að sitja tvö sex ára kjörtímabil í viðbót. Yrði hann þá við völd til 2025. Stjórnarskrá Venesúela var breytt árið 2009 þannig að engin mörk eru á því hvað hann getur setið mörg tímabil. Chavez fékk mikið fylgi þegar hann var endurkjörinn 2006, en stuðningur við hann hefur dvínað talsvert síðan þá. Chavez gef- ur í sífellu loforð, sem hann getur ekki stað- ið við, og óánægjan vex. Friðsamleg mót- mæli færast í vöxt og reynir fólk t.d. að þrýsta á stjórnvöld með því að fara í hung- urverkfall. Árið 2000 var lögregla kölluð út vegna 1.400 mótmæla, en í fyrra voru þau 3.300. Reyndar munu mótmælendur marg- ir styðja Chavez, þótt þeir vilji að stjórnvöld standi sig betur. Og forestinn hvetur al- menning til að láta til sín taka. Þessa dagana eru þrjár konur í hung- urverkfalli í Caracas til að krefjast þess að pólitískir fangar verði látnir lausir. Þær til- heyra óháðu samtökunum konur í svörtu. Chavez heldur því fram að það séu engir pólitískir fangar í landinu, þótt pólitíkusar sitji í fangelsi. Stjórnvöld reyna að leiða hungurverkföll hjá sér, en vilja þó ekki að fyrir fleirum fari eins og bóndanum Franklin Brito, sem lést í fyrra eftir að hafa verið í hungurverkfalli og var þá 35 kg að þyngd. Hugo Chavez vill sitja til ársins 2025 Íbúi í Caracas, höfuðborg Venesúela, gengur framhjá mynd af Bólivar. Reuters V enesúela er land í upplausn. Á hálftíma fresti er framið morð í landinu, tugir manna eru numdir á brott og fjöldi rána framinn á degi hverjum. Íbúar í Caracas, höfuðborg Venesúela, hafa í flimtingum að þeir væru öruggari byggju þeir í Bagdað og hafa rétt fyr- ir sér. Svipaður fjöldi fólks býr í löndunum. Árið 2009 dóu 4.644 óbreyttir borgarar vegna ofbeldis í Írak, en rúmlega 16.000 óbreyttir borgarar í Vene- súela. Þeir eru fórnarlömb glæpamanna, götu- gengja og jafnvel lögreglunnar, að því er kemur fram í grein eftir Silke Pfeiffer, verkefnisstjóra hjá International Crisis Group, á vefsíðu tímaritsins Die Zeit. Pfeiffer rifjar upp að þegar Hugo Chavez, for- seti Venesúela, komst til valda árið 1999 hét hann því að binda enda á spillingu og glæpi í landinu, en hvort tveggja hefur færst í vöxt í valdatíð hans. Til marks um það er að í fyrra voru framin 17.600 morð í Venesúela, en 4.550 fyrir tólf árum. Hún segir að ástandið sé nú gjörsamlega stjórnlaust og forsetinn liggi í þokkabót undir grun um að láta of- beldið viðgangast og jafnvel að nýta sér það til að halda völdum. Almenningur lifir með ósköpunum. Þeir sem hafa efni á því, reisa veggi umhverfis heimili sín og fá öryggisverði til að vernda sig gegn mannræningjum og morðtilræðum. „Á bak við morðtölurnar er falin gríðarleg um- ferð vopna í höndum almennings ásamt vaxandi spillingu lögreglunnar, sem að stórum hluta er einnig gerandi,“ skrifar hún. „Á undanförnum ár- um hefur hún tekið þúsundir manna af lífi án dóms og laga.“ Ein af ástæðunum fyrir glæpatíðninni í landinu er að Venesúela er ein af lykilsmyglleiðum eitur- lyfjahringja. Kólumbískir skæruliðar, vígasveitir og glæpasamtök nýta sér alls staðar ástandið í landinu. Eins og Pfeiffer orðar það hagnast allir á hinni út- breiddu spillingu og samstarfinu við þá, sem eiga að tryggja öryggi í landinu. Þess utan verður hluti eit- urlyfjanna eftir í landinu og innanlands berjast gengin um markaði með tilheyrandi blóðsúthell- ingum. Fleiri ástæður eru að baki ofbeldinu. Bilið milli fátækra og ríkra er enn mikið þrátt fyrir að Chavez segist berjast gegn fátækt. Kaup lögreglu er lágt og ýtir það undir spillingu innan hennar. Verðbólga í landinu er 30% og lögreglan reynir ýmislegt til að auka tekjurnar, til dæmis mannrán. Roberto Bri- ceno-León, félagsfræðingur við Venesúela-háskóla, rannsakar ofbeldi í landinu og segir í samtali við The New York Times að 90% morðanna í landinu séu óleyst og enginn fari í fangelsi vegna þeirra. Hins vegar færist í vöxt að gagnrýnendur Chavez úr röð- um dómara, herforingja og fjölmiðlastjórnenda séu dregnir fyrir dóm. Aðgerðaleysið vegna ofbeldisins hefur vakið óánægju í landinu. Þegar dagblaðið El Nacional birti mynd úr stærsta líkhúsinu í Caracas 23. ágúst þar sem fórn- arlömb morðingja lágu eins og hráviði eftir tvo óvenju ofbeldisfulla daga varð uppnám í landinu. Stjórnvöld brugðust við með því að fá dómsúrskurð þar sem blaðinu var bannað að birta myndir af of- beldi á þeirri forsendu að útgefendurnir væru ekki að reyna að upplýsa almenning heldur grafa undan stjórninni. En ofbeldið heldur áfram hvort sem það sést á myndum í dagblaði eða ekki. Á hálftíma fresti er drepinn maður Fjöldi morða hefur fjórfaldast í Venesúela í tíð Chavez Hugo Chavez, forseti Venesúela, veifaði stuðningsmönnum þegar hann lauk þriðja hluta lyfjameðferðar við krabbameini í byrjun mánaðar. Reuters Líkhúsmyndin á forsíðu El Nacional vakti viðbrögð. Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Hvergi í Ameríku er jafn mikið framið af morðum og í Cara- cas, höfuðborg Venesúela. Morðtíðnin þar er nú í kringum 200 morð á ári á hverja hundrað þúsund íbúa. Í Bo- gota, höfuðborg Kólumbíu, er tíðnin 22,7 morð á hverja hundrað þúsund íbúa og 14 í Sao Paulo, stærstu borg Brasilíu. Háskaborgin Caracas

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.