SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Blaðsíða 29

SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Blaðsíða 29
18. september 2011 29 Þegar hann var farinn sagði ég við af- greiðslukonuna: „Þú tókst mig á orðinu.“ „Já, væni minn,“ sagði hún, „þú færð pylsu!“ Þú áttir fréttamynd síðasta árs af Karli Sigurbjörnssyni og Geir Waage þar sem þeir ræðast við nálægt mynd af Ólafi Skúlasyni. „Í útvarpi var tilkynnt að þeir myndu hittast á fundi. Ég mætti tímanlega á Bisk- upsstofu og tróð mér inn í lyftuna með Geir Waage því maður vill vera með nefið eins nálægt atburðum og hægt er. Bisk- upinn tók á móti okkur uppi á þriðju hæð og þar hékk þessi mynd uppi á vegg. Þeir fara að fá sér kaffi og standa nálægt mynd- inni og ég smellti af. Ritari biskups áttaði sig á því hvað ég var að mynda og and- varpaði. Þessi mynd var síðan valin frétta- mynd ársins. Nokkru eftir að ég fékk verðlaunin var ég að mynda í Hallgríms- kirkju þegar klappað var á bakið á mér og sagt vingjarnlega: „Komdu sæll, Gunnar minn, ég er ekki viss um að þú takir verð- launamynd hér í dag, prakkarinn þinn.“ Það var biskupinn.“ Ætlarðu að halda áfram að vera blaða- ljósmyndari fram á elliár? „Það er freistandi að ná fimmtíu ára starfsafmæli árið 2016. Það gæti tekist ef heilsan leyfir og vinnuveitendur mínir verða góðhjartaðir. Þá held ég kannski ljósmyndasýningu og lít yfir farinn veg. Svo hætti ég, gamall karl og drýg- indalegur.“ um hönd hennar, stoppaði hana og kímdi til mín. Ég smellti af. Ég gekk síðan út úr saln- um og í flasið á Birni Jóhannsyni sem var fréttastjóri Morgunblaðsins. Hann hvæsti: „Hvernig datt þér í hug að vera þarna?“ og bætti við: „Hvar voru mínir menn?“ Vísir kom út á hádegi daginn eftir og myndin var flennistór á forsíðu. Ellert Schram hringdi í mig, þá nýorðinn ritstjóri, og sagði að Styrmir Gunnarsson vildi fá myndina til birtingar í Morgunblaðinu. Ég sagði: „Þetta er skúbb, við látum ekki Moggann hafa skúbbið okkar.“ „Það er al- veg satt,“ sagði hann. Skömmu seinna hringdi Styrmir og bað um mynd úr Há- skólabíói og sagði að það þyrfti hvorki að sjást í Geir eða Gunnar, aðalatriðið væri að það sæist að landsfundarfólk hefði staðið á fætur til að fagna Geir. Ég lét Styrmi hafa lé- lega mynd sem hann birti á baksíðu. Hún var ljót og ég skammaðist mín óskaplega fyrir það. Fyrst ég lét hann hafa mynd átti ég að láta hann fá almennilega mynd. Í þessu tilfelli kom myndefnið upp í hendurnar á mér en svo verður maður líka að geta skapað aðstæður fyrir góða mynd. Þegar Clinton kom til landsins gekk hann niður í bæ. Þegar hann gekk framhjá Bæj- arins bestu var sölukonan í gættinni og horfði á hersinguna fara hjá. Ég kallaði til hennar: „Bjóddu honum pylsu!“ Hún greip mig á orðinu og hrópaði: „Best hot dog in the world!“ Clinton snarstoppaði, sagði „Why not?“ og fór að pylsuvagninum þar sem ég myndaði hann við að borða pylsu. Gunnar Thoroddsen var afar eftirminni- legur, heilsaði með miklum virktum en varð síðan ákaflega kumpánlegur og spurði frétta. „Komdu sæll, nafni, ertu búinn að taka margar myndir í dag?“ sagði hann.“ Þú tókst af honum fræga mynd á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins þar sem hann situr sem fastast meðan aðrir standa upp og fagna Geir Hallgrímssyni. „Ég vann á þessum tíma á Vísi. Lands- fundarsetning Sjálfstæðisflokksins var í Há- skólabíói, Geir Hallgrímsson var formaður flokksins og Gunnar Thoroddsen, sem hafði klofið flokkinn, var forsætisráðherra. Ljós- myndarar mynduðu Geir þegar hann steig í pontu til að flytja ræðu sína. Svo hófst lest- urinn og ljósmyndarar fóru úr salnum. Ræðan var meira og minna pillur á Gunnar fyrir að hafa sundrað flokknum. Ég hugsaði með mér: „Þarna situr Gunnar og það er verið að ausa yfir hann svívirðingum fyrir að hafa svikið flokkinn. Það verður áhuga- vert að sjá hvað Gunnar gerir.“ Ég beið þess vegna. Hafandi verið áður á landsfundi þá vissi ég hvernig landsfundarmenn haga sér, þeir hylla alltaf formanninn í lok ræðu.“ Skúbbað með myndatöku Hefðirðu þá tekið mynd af honum ef hann hefði staðið upp fyrir Geir? „Já, ef Gunnar hefði hyllt Geir þá hefði það líka verið fréttamynd. En hann gerði það sem var langflottast fyrir myndavélina – og gerði það meðvitað. Vala, eiginkona hans, ætlaði að standa upp en Gunnar greip maður lærði þar ýmsa frasa og gleypti þá í sig. Ég lærði þennan frasa. Í réttum hitti ég svo Björn á Löngumýri og spurði hann hvort hann hefði hlustað á þáttinn. „Nei,“ sagði hann þurrlega. Ég fór með frasann fyrir hann og hann stóð frosinn og hlustaði á. „Þér finnst þetta ekki einu sinni fyndið?“ sagði ég. „Nei, það þarf nú að vera eitt- hvað,“ svaraði hann. Margir stjórnmálamenn eru eftirminni- legir. Ég hef alltaf haft áhuga á stjórnmálum og átti ágætan kunningsskap við stjórn- málamenn, til dæmis Steingrím Her- mannsson. Hann kynnti mig einu sinni fyrir mönnum og sagði: „Þetta er Gunnar Andr- ésson. Enginn maður hefur tekið jafn skrýtnar myndir af mér og hann.“ En þessar skrýtnu myndir eru allar í ævisögu Stein- gríms. Hann vildi hafa þær þar. Ólafur Jóhannesson var afgerandi per- sónuleiki. Hann hringdi einu sinni í mig og sagði: „Geturðu komið á skrifstofu mína, Gunnar minn. Það þarf að taka mynd af for- sætisráðherranum. Það er alltaf verið að biðja um mynd af honum.“ „Treystirðu mér til þess?“ spurði ég. „Treysti!“ sagði hann. „Þú hefur alltaf gert betur en fyrirmyndin er.“ Þetta finnst mér eitt besta hrós sem ég hef fengið. Davíð Oddsson er skemmtilegasti stjórn- málamaður sem ég hef kynnst. Þegar ég mætti til að taka myndir af honum sagði hann alltaf sögur og ég var skellihlæjandi þegar ég kvaddi. Ég held að hann hafi viljað hafa það þannig. mig áfram ’ Mér finnst gaman að hitta fólk og tala við það. Þótt það sé bara stutt skraf meðan ég er að mynda þá nærist ég á því. Myndavélin er galdra- tæki hvað þetta varðar. Það er svo gott að nálgast fólk í gegnum hana. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 1981, Gunnar og Vala Thoroddsen sitja sem fastast. „ Ef Gunnar hefði hyllt Geir þá hefði það líka verið fréttamynd. En hann gerði það sem var langflottast fyrir myndavélina - og gerði það meðvitað.“ Gunnar V. Andrésson / GVA þeir ætla að skora. Morgunblaðið/RAX

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.