SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Blaðsíða 36
36 18. september 2011 L úther Einarsson rafiðnfræðingur landaði á dögunum laxi af þeirri stærð sem stangveiðimenn dreymir um, tuttugupundara – tíu kílóa fiski. En þetta var ekki hans fyrsti af þeirri stærð, alls ekki, því þetta var tutt- ugasti tuttugupundarinn hans og Lúther segist brosandi vera búinn að stofna klúbbinn 20:20; klúbb þeirra sem hafa landað 20 löxum sem án efa eru af þeirri þyngd eða meira. Og hann tekur ekki mark á öllum þeim löxum sem mælast 100 cm langir og er síðan sleppt óvegnum – segir marga þeirra vera léttari en tuttugu pund. Alla sína stórlaxa hefur Lúther veitt í Víði- dalsá, en þar hefur hann verið meira og minna við leiðsögn og veiðar á sumrin síð- an 1984. Lúther byrjaði snemma að veiða og hefur verið með veiðidellu síðan hann var strák- ur í sveit á Skiphyl á Mýrum, við Hítará. „Þar var ég í fjögur sumur frá því ég var átta ára. Ég veiddi þá á pínulítið prik og einn spún allt sumarið,“ segir hann. „Ég veiddi fyrir neðan bæinn en kallinn sagði að ég mætti aldrei veiða fyrr en eftir klukk- an tíu á kvöldin og ég skildi aldrei hvers vegna.“ Það var vitaskuld vegna þess að veiðimenn með leyfi veiddu til klukkan tíu. Lúther var níu ára gamall þegar hann veitti þar sína fyrstu veiðileiðsögn. „Þá kom þar Íslendingur með útlending og fór að spyrja bóndann um svæðið neðan við bæinn, hvort þar væri einhver veiði- von. Talaðu við strákinn, sagði bóndinn, hann veit allt um þetta svæði. Það varð úr að bóndinn sendi mig niðureftir með út- lendinginn og Íslendinginn, sem ég vissi ekki þá að var leiðsögumaður við ána. Ég benti þeim á bleikjupyttina mína og síðan fór útlendingurinn að kasta. Þarna fékk karlinn fjórar bleikjur og einn lax og mér þótti sárt að sjá hann hirða þetta – mér þóttu þetta vera mínir fiskar. Karlinn gaf mér samt laxinn fyrir leið- sögnina en konan á bænum hirti hann af mér og át hann,“ segir Lúther og glottir. „En ég fékk aldrei lax þarna. Ég var bara með bleikjuspún og laxinn tók hann aldr- ei. Ég fékk hinsvegar helling af bleikju.“ Veiðilöngunin var ekki síður sterk þeg- ar Lúther var á unglingsárunum kominn í sveit á Skarðshömrum í Norðurárdal. „Þar tók ekki betra við, því þá var ég aðeins farinn að kunna á þetta – ég þori varla að segja frá veiðiskapnum þar,“ seg- ir hann en lætur til leiðast. „Inni í skemmu átti bóndinn um 200 metra af sjólínu og öngladrasl. Ég fann mér maðka og rak, niðri hjá Fitjabökkum, hæl í bakkann sem enginn sá og var þar með sex metra taum út í Norðurá. Þegar ég vitjaði um klukkan sex á morgnana var oftar en ekki stubbur á ...“ segir hann og hristir höfuðið yfir minningunni. „Lax- inum var yfirleitt stungið undir peysu og hlaupið heim. En við getum orðað það sem svo að veiðiskapurinn sé í blóðinu og ekki hægt að losna við hann.“ Grýtti hjólinu út í móa Við Lúther sitjum heima hjá honum í Reykjavík, skoðum myndir af veiði- mönnum og stórum fiskum og hann segir að hlutirnir hafi fyrst farið að gerast þegar hann fór að nota fluguna og tók að veiða í vötnunum í grennd við borgina. „Ég vil ekki segja að ég kasti mjög fal- lega en ég kem flugunni alltaf þangað sem hún þarf að fara,“ segir hann. „Við Þing- vallavatn lærði ég að kasta langt og að kasta í öllum veðrum; ég er örvhentur og þarna í þjóðgarðinum er ríkjandi austan- og suðaustan-viðbjóður og þetta stendur stöðugt upp á mann. Ég lærði því að kasta afturábak og út og suður og allavegana. Því á ég stundum erfitt með að skilja það þegar ég er í leiðsögn og hvet fólk til að beita sér fram í kastinu eða gera þetta eða hitt, og fólk skilur ekkert hvað ég er að tala um. Stundum er ekki hægt að beita því sem kalla má hefðbundið flugukast.“ Félagar Lúthers fengu hann með sér í veiðileiðsögn í Víðidalsá og Fitjaá í Húna- þingi sumarið 1984. Þá hafði hann bara veitt lax í Elliðaánum og í Straumfjarðará á Snæfellsnesi, þar sem hann fékk mar- íulaxinn við Gömlu brú. „Svo fór ég upp að Traustabakka og setti þar í tveggja ára sláp, fisk sem ég tel nú, eftir að þekkja þetta betur, að hafi verið svona fimmtán til sextán pund,“ segir hann. „Þá var ég með gamalt Olympic-hjól á stönginni, ægilegt gargan með spólunni innbyggðri í rammann, og þegar ég var við það að landa fiskinum festist línan á milli og allt stóð fast. Laxinn sleit. Ég gleymi því aldrei hvernig ég reif hjólið af stönginni og grýtti því út í móa – það er örugglega þar ennþá!“ Lúther var því algjör græningi þegar hann var fyrst sendur með erlenda veiði- menn á neðsta svæðið í Víðidalsá.. „Ég var fyrst í tvo daga á neðsta svæð- inu, áin var í gargandi vatni og ég komst hvorki uppeftir né niðureftir svæðinu á bílnum. Þetta var skelfingin ein. Ég sá ekki fisk þessa daga, var að fara á taugum og að hugsa um að fara heim. Samt reif ég kjaft á fullu. Svo átti ég svæði 2, við brúna, og eftir tvo daga þar sagði ég við sjálfan mig að þetta væri eitthvað fyrir mig. Þvílík veiði! Þá vorum við að aðstoða Finna, sem voru flottastir af öllum veiðimönnum. Einn þeirra sótti sér stól, fór með hann út á gömlu brúna og setti hann þar niður. Svo settist hann þar, beitti maðki og var með kúlu á taumnum og slakaði þessu niður. Sat svo þar og heimtaði viskí, kaffi eða bjór af og til. Svo hvarf kúlan stundum á kaf, þá stóð hann upp og landaði laxi. Settist svo aftur og slakaði niður. Þetta voru fullorðnir kallar og ekkert vesen.“ Þetta fyrsta sumar var Lúther í einn mánuð við leiðsögn í Víðidalnum. „Ég var þá að vinna hjá pabba í rafmagninu og átti gott með að komast,“ segir hann. Eftir þetta var hann alltaf við leiðsögn þar á sumrin „og eftir 1986 tók ég þetta yfir og fór að koma með minn mannskap í leið- sögnina. Þá fór viðveran líka að lengjast og þegar verst lét missti ég aðeins tólf daga úr sumrinu; í ein sjö eða átta ár var ég mjög mikið í þessu.“ Gat Lúther eitthvað veitt sjálfur þegar hann var við leiðsögnina þessi fyrstu ár? „Það opnuðust stundum gluggar, eins og ef útlendingar veiddu ekki síðasta morguninn og buðu okkur þá að fara í ána, en það var þó illa séð af leigutökum þess tíma ef við þáðum það. Ef maður skrapp þá þorði maður ekki einu sinni að skrá aflann í bókina. Ég man að einu sinni hleyptu útlendingar mér í ána í þrjá tíma og þá fékk ég níu laxa. Ég fór með þá alla á bæ í sveitinni, ég vildi ekki fara með þá Stangveiði Lúther Einarsson með síðasta „drauginn“, tuttugasta tuttugupundarann sem han veiddi við Faxabakka á dögunum. „Hann var 10,9 kíló,“ segir Lúther um hænginn sem lét reyndan veiðimanninn hafa fyrir sér. „Ef það hefði verið hefðbundið vatn í ánni en ekki svona lítið, þá hefði ég líklega aldrei náð honum,“ segir hann. Tuttugu yfir tuttugu pund Hann segist alls ekki vera með stórlaxasýki en hann kann vel að setja í stóra laxa og landa þeim. Lúther Einarsson náði á dögunum tuttugasta laxinum sem veginn hefur verið tíu kíló eða þyngri. Alla hefur hann veitt í Víðidalsá. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.