SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Blaðsíða 18

SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Blaðsíða 18
18 18. september 2011 þykkti um fjölmiðla í vor. Má þar nefna að festar hafa verið í lög reglur sem eiga að tryggja gagnsæi eign- arhalds á fjölmiðlum og að mótaðar verði reglur um rit- stjórnarlegt sjálfstæði á fjölmiðlum. Ekkert er kveðið á um eignarhald á fjölmiðlum í nýju fjölmiðlalögunum en Karl stýrir nefnd sem nú vinnur að því að fara yfir hvort setja eigi lög um eignarhald á fjöl- miðlum. Mun nefndin skila af sér áliti síðar í mán- uðinum en að sögn Karls er einkum tvennt sem horft er til varðandi reglur um eignarhald á fjölmiðlum og er þar horft til þeirra leiða sem önnur ríki á Vesturlöndum hafa farið. Annars vegar hvort sett verði föst viðmið um hve hátt hlutfall eignarhlutar í fjölmiðli megi vera í eigu eins eða tengdra aðila líkt og var í lögunum frá árinu 2004 eða hins vegar að heimildir Samkeppniseftirlitsins verði auknar svo það geti hlutast til um eignarhald á fjöl- miðlum. Karl tekur undir margt af því sem Sigurður G. sagði hér að framan, meðal annars að fjölmiðlarekstur sé ekki sambærilegur öðrum þar sem höndlað er með fjórða valdið svonefnda og því sé varla hægt að láta sömu regl- ur gilda um fjölmiðla og aðra atvinnustarfsemi. Eignarhaldið verður að liggja ljóst fyrir Að sögn Sigurðar verður alltaf að liggja ljóst fyrir hverjir eiga fjölmiðlana líkt og kveðið er á um í fjölmiðlalög- unum sem tóku gildi í vor. Segir Sigurður að það fari ekki leynt hverjir eigi fjölmiðla á Íslandi í dag. Umfjöllun fjölmiðla um einstök mál kunni því að verða að taka með fyrirvara um eignarhaldið og hagsmuni þeirra líkt og gert var á tímum flokksblaðanna. Aðalatriðið er að vitað sé hver standi á bak við fjölmiðilinn. „Það vita það allir að það eru útgerðarmenn sem eiga Morgunblaðið og hjónin Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson eiga Fréttablaðið. Ég treysti ritstjórnum blaðanna til að tryggja óbrenglaðar fréttir, þó svo að pólitískar skoðanir birtist í leiðurum og sérstöku ritstjórnarefni. Fjölmiðlar hljóta ávallt að standa fyrir eitthvað. Ef ekki þá hefur enginn áhuga á miðlinum,“ segir Sigurður G. Guð- jónsson. Eiga að hafa hagsmuni almennings að leiðarljósi Bandarískir fræðimenn hafa bent á það hve vald fjöl- miðla sé gríðarlegt og að sögn Bens Bagdikians, sem hef- ur unnið að fjölmiðlarannsóknum áratugum saman auk þess að hafa unnið á fjölmiðlum um langt árabil, er ekk- ert afl jafn sterkt þegar kemur að því að hafa áhrif á al- menningsálitið og fjölmiðlar. Meðal þess sem kemur fram í skýrslu nefndarinnar frá árinu 2005, þar sem lagt er til að sjálfstæði ritstjórna sé aukið, er að með faglegri blaða- og fréttamennsku er átt við að þeir sem henni sinna séu sjálfstæðir í vinnubrögðum og nálgist við- fangsefni sitt með hlutlægum hætti og með almanna- hagsmuni að leiðarljósi. Umfjöllunarefni mótist ekki af hagsmunum eigenda og auglýsenda eða persónulegum skoðunum blaðamanna eða fréttastjóra, heldur þjóni hagsmunum almennings með fréttum og fréttatengdri umfjöllun þar sem skýrt er frá málum á hlutlægan og sanngjarnan hátt. Þetta er í takt við það sem írski fræðimaðurinn Pasc- hal Preston segir en samkvæmt honum segja fjölmargir eigendur fjölmiðla að það sé þeirra leiðarljós; að vera varðhundar samfélagsins og þeir hafi almannahagsmuni að leiðarljósi. Raunin sé þó sú að hagnaður skiptir oft mun meira máli en hugsjónir. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morg- unblaðsins, hefur lengi verið á þeirri skoðun að setja þurfi lög um eignarhald á fjölmiðlum. Rökin fyrir löggjöf um eignarhald eru augljós að mati Styrmis og segir hann ljóst að það verður með einhverjum hætti að tryggja það að samþjöppunin verði ekki of mikil. Að það séu ekki fá- mennir hópar eða einstakar fyrirtækjasamsteypur sem eiga fjölmiðlana. Það geti hins vegar reynst þrautin þyngri því spurningin er alltaf sú sama: hvaðan eiga peningarnir að koma til þess að halda fjölmiðlunum gangandi? Eigendur leggi línurnar Ari Edwald telur aftur á móti að takmarkanir á þröngu eignarhaldi gangi ekki upp og það hafi sýnt sig. Ari segir eðlilegt að eigandi fjölmiðils leggi línurnar um hvernig fjölmiðlar eru gefnir út og hvaða prinsipp eru viðhöfð í fjölmiðlum. „Það er ekki þannig að eigandi beri kostn- aðinn af miðlinum, ráði síðan ritstjóra og svo sé það kylfa sem ráði kasti hvað fjölmiðillinn fjalli um. Hvernig fjölmiðillinn á að vera og hvar þú ætlar að staðsetja fjöl- miðilinn hlýtur að koma frá eigandanum sem ber ábyrgðina á útgáfunni. Við trúum því að fréttaáhersl- urnar mótist ekki af skoðunum ritstjóra sem er ráðinn af eigendum heldur sé því efni haldið sér í leiðurum og öðru ritstjórnarefni.“ Ari segir mestu skipta hvernig miðlarnir standa sig – ekki hvort eigendur þeirra eru fáir eða margir og það eigi að vera uppi á borðinu til hvers eigendur ætlast. Vonast eftir endurskoðun Þeir Davíð, Sigurður og Styrmir telja að fjölmiðlalögin sem tóku gildi síðastliðið vor séu ekki nægjanlega góð og vonast til þess að þau verði endurskoðuð og ýmsum ákvæðum þeirra breytt og öðrum bætt við. Þrátt fyrir að efasemdaraddir hafi heyrst um nýju lög- in, einkum og sér í lagi hjá þeim sem tengjast fjölmiðlum á einn eða annan hátt var umræðan um þau mun minni í þjóðfélaginu heldur en þegar fjölmiðlalögin voru sett ár- ið 2004. Eins og fram kom hér að framan er ekki ljóst hver niðurstaða endurskoðunarinnar verður sem unnið er að í nefndinni sem Karl Axelsson stýrir, hvort lagt verði til að takmarkanir verði settarvið eignarhaldi á fjölmiðlum eða hvort heimildir samkeppnisyfirvalda verði auknar á þann veg að strangari reglur gildi um samruna á fjöl- miðlamarkaði heldur en í öðrum atvinnugreinum. Það er hins vegar ljóst að íslenski markaðurinn er mun minni heldur en þeir sem við berum okkur helst saman og því má ekki gleyma að þrátt fyrir að víða gildi ákveðnar reglur um lárétt eignarhald á fjölmiðlum, það er þegar sömu eigendurnir hafi mikla markaðshlutdeild í einni eða skyldum greinum fjölmiðlunar, er önnur saga hvort þeim reglum sé fylgt stíft eftir. Karl tekur sem dæmi norska löggjöf um fjölmiðla en þar eru í gildi lög sem heimila fjölmiðlastofu að grípa inn í ef einn eða tengdir aðilar verða of ráðandi á markaði. Aftur á móti stendur nú yfir endurskoðun á þessum reglum í Noregi og þykir líklegt að þær verði gerðar sveigjanlegri. Reglum ekki fylgt eftir Bandaríski fjölmiðlafræðingurinn Robert W. McChes- ney, sem hefur skrifað fjölda bóka og greina um fjöl- Morgunblaðið/ÞÖK Hart var deilt á Al- þingi um fjölmiðla- frumvarpið 2004.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.