SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Blaðsíða 37
18. september 2011 37 heim í veiðihús ...“ Þegar Lúther byrjaði að vinna og veiða í Víðidal kunni hann ekkert á maðkaveiði. Hann náði hinsvegar fljótt tökum á henni. „Maðkaveiði er helmingi erfiðari en fluguveiði! Ég stend á því fullum fetum, að þeir sem hafa hæst gegn maðkaveið- inni, vilja láta banna maðkinn allsstaðar og veiða bara á flugu, það eru menn sem ég sá í gamla daga berjast við maðkinn en ná aldrei tökum á honum. Maðkaveiði getur verið ofboðslega skemmtileg og í henni lærir maður miklu betur að umgangast laxinn í ánni en þegar veitt er á flugu. Bæði í návígi og í því hvernig hann hagar sér.“ Nítján á flugu, einn á maðk En talandi um að Lúther kunni vel á maðkinn, og hefur gaman af að veiða á maðk, þá kemur á óvart að einungis einn laxa hans yfir tuttugu pundin hafi tekið maðk; hinir 19 tóku flugu, þar af sex á einkrækju með portlandsbragði. Fyrsta stórlaxinn setti Lúther í á neðsta svæðinu í Víðidalsá sumarið 1985. „Þetta var 24 til 25 punda grálúsugur fiskur, og ég missti hann. Ég er eiginlega viss um að ég grenjaði í svekkelsi á leiðinni uppeftir. Svo vandist þetta,“ segir hann Sumarið eftir náði Lúther tveimur yfir tuttugu pundum, sama daginn! „Fyrsta tuttugu-pundarann fékk ég í Steinafljóti en ég var ekki sjálfur að veiða, heldur að aðstoða Finna að nafni Kauko Rastas. Hann gat ekki kastað flugunni og gargaði alltaf þegar ég átti að koma að kasta, „flyer! flyer!“, en svo tók hann við og þreytti fiskana sem ég setti í. Þennan dag setti ég í draug í Steina- fljótinu og hann stökk og við sáum stærð- ina – þá vildi kallinn ekki taka við stöng- inni. Svo æddi fiskurinn niðurúr og ég á eftir eina 800 metra. Ég landaði honum rétt fyrir ofan Símastreng. Þá fórum við beint að kasta í Símastreng og þar setti ég strax í annan svona, nema sá var sínu stærri. Honum var landað fyrir framan bæinn Dæli. Sá fyrri var 21 pund en hinn rúm 23. Finninn vildi ekki eiga við þessa stóru, hann nennti ekki að hlaupa.“ „Sjáðu þennan,“ segir Lúther svo og sýnir mér ljósmynd af sannkölluðum risa- laxi sem þeir eru við, hann og erlendur veiðimaður, Ralph Peters. „Hann var 16 kíló og kom úr Kæli. Hann var rosalegur – ég var hreinlega hræddur þegar ég setti lúkurnar í hann. Þetta var 1987. Peters gaf mér laxinn og ég fór með hann heim, setti hann í kistuna. Svo hringdu leigutakarnir og vildu fá hann í reyk. Ég hélt nú ekki, þessi fiskur yrði stoppaður upp. Annað kom ekki til greina. Hann er nú í veiðihúsinu.“ – Er þetta stærsti lax sem veiðst hefur í Víðidalsá, í manna minnum? „Jú, sem örugglega hefur verið vigt- aður, heill. En á Hvammstanga er talað um flakaðan fisk þar sem flökin eiga að hafa vegið 15 eða 17 pund hvert ...“ Þyngstu laxarnir allir frekar stuttir Lúther var að segja frá fyrstu löxunum sínum yfir 20 pund, sem hann fékk fyrir 25 árum síðan. Hvernig fékk hann þann 20., við Faxabakka um daginn? „Ég var þarna með tveimur köllum og það stóð stinningskaldi upp á hægri öxlina á þeim, sem gerði það að verkum að þeir komu línunni ekkert frá sér. Flugan var að festast í hausnum á þeim og fötunum, allt var í tómu tjóni og þeir náðu aldrei að láta réttast rétt úr flugunni í strengnum. Á endanum hentu þeir stönginni í mig og sögðu mér að gera þetta. Ég var búinn að segja þeim að það væri draugur þarna,“ – það er heiti Lúthers á sannkölluðum stór- löxum – „og sorrí, ég tók hann. Hann tók að vísu nokkru neðar en ég bjóst við, en ekkert óeðlilega neðarlega. Ég fann strax að þetta var fullorðinn fiskur. Maður finnur samt engan mun á 17-pundara og 25-pundara þegar þeir taka.“ – Hvenær finnurðu að þetta er sann- kallaður stórlax? „Þegar hann róast og maður fer að taka á honum en ekkert hreyfist. Þá veistu að þú ert með meira en 17 pund á línunni,“ segir hann og brosir. „Þarna skilur á milli feigs og ófeigs, því sumir toga og þegar ekkert gerist þá þora þeir ekki að toga fastar. Þegar veitt er með einhendu þá gefa þær í hámarksálagi þrjú pund, eru þá farnar að bogna niður í kork, og ef maður er með 11 punda taum á maður rúmlega sjö punda togkraft eftir. Og ef menn treysta sér ekki til að toga með þriggja punda álagi í fluguna sína, þá er bara best að slíta strax. Laxinn þreytist ekki nema það sé togað í hann.“ Lúther togaði og laxinn fór af stað, þarna í Faxabakka eru grjóthrúgur og lax- inn renndi sér hring um grjót. „Þessi lax var næstum búinn að plata mig tvisvar sinnum, þegar hann fór kringum grjót á tveimur stöðum. Ef það hefði verið hefðbundið vatn í ánni en ekki svona lítið, þá hefði ég líklega aldrei náð honum,“ segir Lúther. „Ég hefði þurft að gera ægilegar kúnstir, hlaupa langt nið- ureftir og yfir ána og aftur uppeftir, til að ná að losa festuna. Ég fann um leið og hann fór fyrir grjótið að álagið breyttist en þá tætti ég út línu, hljóp útí og náði að vaða út til að losa. Þá var laxinn kominn að annarri grjóthrúgu og farinn bakvið grjót þar líka en þar var nóg fyrir mig að fara út í ána og lyfta línunni upp. Eftir það var þetta bara spurning um tíma. Þá byrj- aði þessi eðlilega leiðinlega þreyting. Ég togaði einn snúning inn, hann fór út með þrjá. Þannig líður tíminn. Það tók um hálftíma að þreyta þennan. Þeir eru á þessu bili, 30 til 40 mínútur. Ef það tekur lengri tíma hefur maður ekki þorað að taka á þeim.“ Lúther mældi laxinn á staðnum, 104 cm. En hann var ekki viss um að hann væri full tíu kíló. Það vantaði bumbuna á fiskinn. Rögnvaldur Guðmundsson, veiðifélagi hans til margra ára kom þar að og þeir voru sammála um að fyrst Lúther væri í vafa, tæki hann fiskinn heim og vigtaði hann. „Hann var 10,9 kíló.“ Næst- um 22 pund. Sá tuttugasti hjá Lúther og allir hafa þeir verið vegnir. Það leiðir talið að sleppingu á veiddum stórlöxum. „Það er fínt og blessað að sleppa löxum ef menn fá ánægju út úr því, og ég hef ánægju af að sleppa bróðurpartinum af þeim sem ég veiði,“ segir hann. „Hinsvegar vil ég að menn fari að til- einka sér að segja: ég fékk 100 cm lax, ég fékk 102 cm lax. Ekki segja hann er 20 pund eða 22 pund, þegar þeim hefur verið sleppt óvegnum. Ég held að þessi við Faxabakka hafi verið sjöundi laxinn minn sem er 104 cm en þetta var sá fyrsti af þeim sem nær fullum 20 pundum! Athug- aðu það. Hina hefur alla vantað eitthvað uppá, 100 grömm, einn var 19 pund, ann- ar 18,7. Menn eiga bara að tala um senti- metrana, ekki áætla þyngdina. Mínir stærstu fiskar hafa allir verið frekar stuttir. 99, 101, 102. Sá sem vó 23,6 pund var frekar stuttur en það var fyrir tíma málbandanna.“ – Þú hefur alltaf talið þá stóru? „Já, „Sporðakastalaxinn“ var til dæmis númer 13 – hann er þarna,“ segir Lúther og bendir upp á vegg í stofunni heima hjá sér þar sem við sitjum og spjöllum. Og þar á veggnum er uppstoppaður stór og sam- anrekinn drjóli, hinn þátttakandinn í eft- irminnilegri viðureign í sjónvarpsþætti síðan hér um árið, þegar Lúther veiddi metlax ársins 1993 í Dalsárósi. Hann vó 23 pund og var 99 cm langur. „Þetta er alveg orginal Víðidælingur. Þeir eru svona þykkir. Rögnvaldur veiði- félagi fékk annan alveg eins í fyrra, en hann á ekki eftir að ná mörgum til að komast í 20:20 klúbbinn. Ég veiði yfirhöfuð ekki lax með öðrum en Rögga, nenni því ekki. Fer frekar einn – og nenni því ekki heldur ... Sumir verða aldrei það heppnir að finna góðan veiðifélaga. Ég hef alltaf sagt að lax- veiði lýsi innri manni. Ef þú ætlar út í rekstur með einhverjum, þá skaltu byrja á að fara með honum í fjögurra daga lax- veiði, helst þegar er tregveiði. Þá kemstu að því hvernig maðurinn er í samstarfi.“ Leiddist ruglið kringum bankaliðið Síðustu árin hefur Lúther dregið stórlega úr veiðileiðsögninni og leggur þess í stað meiri áherslu á vinnuna í rafmagninu á sumrin. Nú í sumar fór hann bara tvisvar í Víðidalinn að segja mönnum til. „Í rauninni hætti ég í leiðsögninni útaf ruglinu í kringum þetta bankalið og fólkið í kringum það, svona 2005 og 2006. Þá dró ég stórlega úr þessu. Þetta var orðið svo leiðinlegt fólk! Yfirstéttarlið frá Frakklandi og Spáni sem leit á okkur sem hvíta þræla, ætlaðist til að fá 10 laxa á dag, kunni hvorki eitt né neitt, og var illa klætt. Ég sagði við þá í einum bankanum að þeir gætu fengið ódýrari bílstjóra en mig, þegar ég var kominn að einum veiði- staðnum með fólkið að hlusta á trúbadora og drekka rauðvín. Þessi stemning dró of- boðslega úr mér. Svo var það þessi endalausa veiði- kennsla. Þegar ég finn að fólk hefur engan áhuga, þá nenni ég þessu ekki. Ef fólk hef- ur áhuga, þá skilar það alltaf einhverju.“ Þegar Lúther er spurður að því hvort hann eigi sér eftirlætis svæði í ánni, segir hann að Fitjaáin hafi verið frábær mað- kveiðiá en eftir að maðkveiðin hafi verið stöðvuð sé hún orðin leiðinleg. „Annars veiddi ég Víðidalsá hér áður nánast ein- göngu á flugu, hvort sem maðkur var leyfður eða ekki. Og ég nota aldrei spún. Dalsárósinn er náttúrlega uppáhaldið, svo koma Galtarnes og Kælir. Þetta eru uppáhaldsstaðirnir. Það er í sjálfu sér ekkert ofboðslega gaman að veiða Galt- arnes og Kæli en þar hef ég samt fundið litlu fersentimetrana sem skipta máli.“ – En hvar hefurðu fengið flesta þá stóru? „Í Dalsárósi. Ég hef fengið sjö tuttugu- pundara eða stærri þar.“ – Ertu með stórlaxasýki? „Er ég?“ spyr Lúther á móti og hlær. „Nei,“ segir hann svo; „ég er alls ekki með stórlaxasýki. Þó ég viti af stórum laxi á einhverjum stað þá vil ég endilega að veiðifélaginn reyni fyrst við hann.“ Eggert Skúlason fær að aðstoða við að halda undir belginn á einu af sjö laxatröllum sem Lúther hefur veitt í Dalsárósi. Þessi veiddist sumarið 1994. Eftir góða vakt sumarið 1987. Á voginni er 23 punda lax og nýrunnin hrygnan vó 20 pund. ’ Hinsvegar vil ég að menn fari að tileinka sér að segja: ég fékk 100 cm lax, ég fékk 102 cm lax. Ekki segja hann er 20 pund eða 22 pund, þegar þeim hefur verið sleppt óvegnum. Ég held að þessi við Faxabakka hafi verið sjöundi laxinn minn sem er 104 cm en þetta var sá fyrsti af þeim sem nær fullum 20 pundum! Athugaðu það.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.