SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Blaðsíða 35
18. september 2011 35 vonum framar og menn eru þegar farnir að skoða möguleikana á því að fara með hana á Broadway,“ segir Óskar. Að sögn Signýjar ætlar Leikhúsmó- gúllinn bæði að vera með eigin sýningar í Gamla bíói og leita eftir samstarfi við aðra. Fyrsta frumsýningin er á föstu- daginn á Hjónabandssælu eftir kan- adíska leikskáldið Michele Riml með Eddu Björgvinsdóttur og Ladda í aðal- hlutverkum. Leikstjóri sýningarinnar, sem Leikhúsmógúllinn framleiðir sjálf- ur, er Þórhildur Þorleifsdóttir. Signý hefur mikla trú á þessari sýn- ingu. „Fólk þekkir Eddu og Ladda auð- vitað fyrst og fremst sem grínleikara en það er dágóður slatti af dramatík í þessu verki líka. Það er virkilega spennandi að sjá þau fara þangað. Edda og Laddi eiga stóran hóp aðdáenda og þeir eiga ekki eftir að verða fyrir vonbrigðum. Við gátum ekki fengið betri leikara í þessi hlutverk.“ Óskar er innilega sammála því. „Það voru ótrúlegar tvær vikur þegar við lönduðum leigusamningi um Gamla bíó og svo Eddu, Ladda og Þórhildi í kjölfar- ið. Það var æðislegt að allt skyldi smella saman.“ Leikhúsmógúllinn hefur þegar sett Hjónabandssælu upp í Los Angeles og fyrir dyrum standa sýningar í Þýska- landi. „Verkið hefur slegið rækilega í gegn,“ segir Signý, „og viðbrögð gesta eru mjög misjöfn. Sumum finnst verkið drepfyndið út í gegn en öðrum há- dramatískt.“ Hrekkjusvínin ryðjast inn Önnur sýningin í húsinu er samstarfs- verkefni. Um er að ræða glænýjan ís- lenskan gamansöngleik sem byggður er á hinni sívinsælu hljómplötu Hrekkju- svínanna „Lög unga fólksins“ frá 1977. Verður hann frumsýndur 14. október. Söngleikurinn er ætlaður öllum aðdáend- um Hrekkjusvína, ungum sem öldnum, en tónlistarstjóri verður enginn annar en Hrekkjusvínið og höfundur laganna Val- geir Guðjónsson. Leikstjórn er í höndum Maríu Reyndal og er verkið byggt á laga- textum Péturs Gunnarssonar en um eig- inleg handritsskrif sáu Guðmundur Brynjólfsson, Sveinn Geirsson og Tinna Hrafnsdóttir. Leikarar verða átta talsins ásamt fimm manna hljómsveit. Í október eða nóvember fara síðan hinir ástsælu spéfuglar Pétur Jóhann Sigfússon og Þorsteinn Guðmundsson af stað með glænýtt uppistand í Gamla bíói Leikhúsi. Um er að ræða sýningu á síðkvöldi en Signý gerir ráð fyrir að hún muni hefjast kl. 22:30. Enda þótt leiklistin verði í öndvegi í Gamla bíói í vetur segir Signý húsráð- endur hafa mikinn áhuga á tónleikahaldi líka. Þegar er búið að bóka eina tónleika, hljómsveitin Of Monsters and Men fagnar útgáfu sinnar fyrstu breiðskífu með tón- leikum í Gamla Bíói fimmtudagskvöldið 6. október. „Við reynum að sæta lagi með tón- leikana, til dæmis í desember, þegar að- eins hægist um í leiklistinni,“ segir Signý. Starfsemin snýst ekki bara um salinn, á efstu hæð Gamla bíós er íbúð sem leigja á út fyrir móttökur og aðra viðburði. Íbúð- in er 150 fm með 3 stofum, 3 herbergjum, eldhúsi, 2 baðherbergjum og stórum 300 fm svölum með útsýni yfir borgina. Signý segir íbúðina henta vel fyrir móttökur og aðra viðburði fyrir allt að 270 manns. „Þetta er best geymda leyndarmálið í miðborg Reykjavíkur!“ Fá leikhús státa af eins tilkomumikilli miðasölu og Gamla bíó. Hægt er að leigja íbúðina á efstu hæð hússins fyrir móttökur og aðra viðburði. Íslenska óperan var lengi til húsa í Gamla bíói svo sem sjá má á veggjum hússins. Gamla bíó var vígt árið 1926 og var þá talið eitt af glæsilegri húsum landsins. Húsið byggði danskur maður, Peter Petersen, sem ráðinn hafði verið til að aðstoða við kvik- myndasýningar í Fjalakettinum og fékk það fyrirtæki nafnið „Reykjavíkur Biograf- theater“ sem styttist í daglegu tali í „Bíó“. Annað bíó var sett á laggirnar skömmu síðar og var það nefnt „Nýja bíó“ en þá var farið að kalla bíóið sem fyrir var „Gamla bíó“ og festist það nafn við fyrirtækið sem þá var rekið í Fjalakettinum. Petersen eignaðist Gamla bíó og efnaðist ágætlega af rekstri þess en húsakynnin í Fjalakett- inum voru þröng og hentuðu ekki vel. Petersen ákvað að byggja nýtt kvikmyndahús og keypti til þess lóð við Ingólfs- stræti árið 1924 og teiknaði Einar Erlendsson húsið í samráði við Bíó-Petersen, eins og hann var þá kallaður. Húsið var fullbúið stærsta og glæsilegasta kvikmyndahús á landinu en þótti einnig henta vel til hljómleikahalds, þannig að í tvo áratugi var Gamla bíó aðalhljómleikahús Reykjavíkur. Eigendaskipti urðu á húsinu í árslok 1939 þegar Petersen seldi það nýstofnuðu hlutafélagi, Gamla bíó hf., sem starfrækti húsið til 1981 en þá keypti Íslenska óper- an það og hafði þar starfsemi sína í 30 ár. Húsið hefur hýst fjöldann allan af menningarviðburðum eins og leiksýningar, tón- leika og baráttufundi, fyrir utan að vera óperuhús Íslendinga síðastliðin 30 ár. Þannig hefur þetta hús verið samofið íslenskri menningarsögu og stór hluti af lífinu í miðbæ Reykjavíkur. Heimild: gamlabio.is Samofið menningarsögunni

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.