SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Blaðsíða 9

SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Blaðsíða 9
18. september 2011 9 S hakin’ Stevens, ellegar Stebbi hristingur eins og aðdáendur kappans hér í fásinninu kalla hann, fæddist í úthverfi Cardiff í Wales árið 1948, yngstur ellefu systkina, og hlaut nafnið Michael Barratt. Faðir Stebba fæddist árið 1897 og barðist fyrir hönd Breta í fyrri heimsstyrjöldinni. Stebbi fiktaði ungur við tónlist en vakti lengi vel litla athygli. Nítján ára festi hann ráð sitt með æskuástinni, Carole, og réð sig í vinnu sem mjólkurpóstur í Cardiff. Saman eiga þau þrjú börn. Snemma varð ljóst að Stebbi var ólseig- ur rokkari og næsta áratuginn eða svo túr- aði hann grimmt með ýmsum rokka- billíböndum, lengst af Shakin’ Stevens and the Sunsets, auk þess að senda frá sér efni. Stóra breikið kom svo 1977 þegar Stebbi var ráðinn til að fara með hlutverk Elvis Presleys í söngleik á West End í Lund- únum. Þótti hann standa sig vel og varð í kjölfarið reglulegur gestur í sjónvarpi. Árið 1979 tók umboðskonan kunna Freya Miller Stebba upp á sína arma og gerði honum að hrista af sér Sólsetrið. Hann lét ekki segja sér það tvisvar – sóló- ferillinn var hafinn. Og vinsældirnar létu ekki á sér standa. Fyrsti smellur Stebba, This Ole House, fór rakleiðis á topp breska vinsældalistans. Næstu fjögur árin kom Stebbi hvorki fleiri né færri en tíu lögum á topp fimm, þar af þremur alla leið á toppinn, Green Door, Oh Julie og Merry Christmas Everyone. Breiðskífa söngvarans, Shaky, átti sömu- leiðis greiða leið á toppinn. Ekki með á Live Aid Synd væri að segja að frumleikinn hafi dropið af Stebba en það bætti hann upp með taumlausri gleði og gáska. Almenn- ingur hreifst með. Hann var líka flinkur að fá fræga tónlistarmenn til samstarfs við sig, svo sem Hank B. Marvin, Albert Lee, Roger Taylor og Bonnie Tyler. Þrátt fyrir vinsældirnar var Stebbi ekki allra, einkum litu djúptþenkjandi tónlist- armenn hann hornauga. Það kom því fáum á óvart að Stebba væri hvergi að finna á Live Aid-tónleikunum sumarið 1985. Sama ár varð hann þó fyrsti lista- maðurinn til að koma fimmtíu sinnum fram í hinum geysivinsæla sjónvarpsþætti Top of the Pops. Sennilega hafa gleði og gáski ekki þótt fara nægilega vel saman við hungursneyðina í Afríku. Vinsældir Stebba dvínuðu er leið á ní- unda áratuginn enda þótt hann héldi áfram að dæla út plötum. Árið 1991 dró kappinn sig hins vegar í hlé eftir að hann var dæmdur til að greiða gömlu félögum sínum í Sunsets ógoldin höfundarrétt- argjöld. Stebbi komst aftur á kreik um aldamót- in og hefur túrað grimmt síðan – með alla gömlu slagarana í farteskinu. Best of-plata hans seldist til að mynda vel árið 2005 og fyrir þremur árum kom hann fram á svaðalegum eitís-tónleikum í Póllandi ásamt kempum á borð við Kim Wilde, Samönthu Fox, Thomas Anders (úr Mod- ern Talking), Söndru og Limahl. Maður finnur bara „möllettið“ síkka á ný við þessa upptalningu! Sama ár kom Stebbi fram á hinni vin- sælu Glastonbury-hátíð en var því miður sendur á svið áður en myndatökumenn BBC fóru á fætur. Góður rómur var eigi að síður gerður að söng hans. Fékk svæsið hjartaáfall Eins og við öll hefur Stebbi orðið fyrir áföllum á lífsleiðinni. Árið 2002 var hann tekinn ölvaður undir stýri og missti bíl- prófið í tvö ár, auk þess að vera látinn rífa budduna upp á gátt. Fyrir hálfu öðru ári þurfti hann öðru sinni að punga út, núna eftir að hafa verið dæmdur fyrir að ganga í skrokk á norður-írskum ljósmyndara. Stebbi áfrýjaði dómnum og fékk honum hnekkt. Sumarið 2010 var Stebbi síðan fluttur í ofboði á spítala eftir að hafa hnigið niður á heimili sínu í Windsor. Reyndist hann hafa fengið svæsið hjartaáfall. Stebbi hristi þau veikindi af sér og er stálsleginn í dag. Ekki veitir af enda hefur okkar maður flengst um allar jarðir að undanförnu til að halda upp á þrjátíu ára einherjaafmæli í bransanum. Ætli húsbændur í Hörpunni séu með símanúmerið hans? orri@mbl.is Stebbi hristingur, eða Shakin’ Stevens, á hátindi ferils síns snemma á níunda áratugnum. Stebba hristing Hvað varð um … Stebbi eins og hann lítur út í dag. B reska tónskáldið Tony Britten hóf leik eins og venjulega; þegar Meist- aradeildarlagið hans hljómar grípur marga sérstök tilfinning og svo var einnig á þriðjudagskvöldið. Veislan um það bil að hefjast, tugþús- undir saman komnar á völlum vítt og breitt um Evrópu, milljónir í sófanum heima. Fátt kom verulega á óvart í þessari fyrstu umferð riðlakeppninnar; aðallega sigur Trabzonspor frá Tyrklandi á Evrópumeisturunum frá 2009, Inter, og það í Mílanó. Tyrkneska liðið átti ekki einu sinni að vera með í keppninni en kom í stað Fenerbahce sem sett var í skamm- arkrókinn fyrir að hagræða úrslitum leikja heima fyrir. Í sjálfu sér er ómögulegt að spá um það svo snemma hverjir vinna Meist- aradeildina í vor, þó svo ég hafi haldið því fram hér fyrir viku að Manchester United hreppti bikarinn. En hafa ber í huga að sú spá var sett fram af óhefð- bundnum ástæðum! Flestir þekkja Barcelona, Real Ma- drid og Manchester-liðin. Á fyrstu stigum keppninnar er því upplagt að gefa gaum þeim lítt þekktu. Gaman að nota jafnvel tækifærið til lúmskrar kennslu í sögu og landafræði. Ungum áhugamönnum um fótbolta verður örugglega ekki meint af því að vita að borgin Trabzon við Svartahafið í Norð- austur-Tyrklandi liggur við Silkiveg- inn fræga, verslunarleiðina sem tengdi Asíu og Evrópu allt frá því á annarri öld fyrir Krist. Eða að í borginni kom í heiminn Suleman, kallaður hinn mikli, tí- undi soldán Tyrkjaveldis frá 1520 til dauðadags 1566 og sá sem lengst sat þar á valdastóli. Hvernig væri að halda spurn- ingakeppni fyrir fjöl- skylduna, jafnvel kvöldið áður, og sigur- vegarinn fær besta sætið við sjónvarpið meðan á leiknum stendur? Eða að kynna sér matarmenningu frá einhverjum leikstaðanna? Þar sem ég ákvað að fylgjast með leik Barcelona og AC Milan á þriðjudaginn varð hvunn- dagslegur saltfiskur fyrir valinu. Þetta ætti að duga fyrir fimm. Kíló af útvötnuðum saltfiski, 1 rauðlaukur, 1 græn paprika, 2 dósir niðursoðnir mauk- aðir tómatar. Hvítlaukur. Slatti af kartöflum. Ekki verra ef þær eru nýuppteknar úr eigin garði! Olía til steikingar. Skerið rauðlauk og papriku, ekki mjög smátt. Steikið grænmetið á pönnu þar til það mýkist. Saxið hvítlaukinn og bætið á pönnuna, steikið í smástund í við- bót, ekki þó þannig að hvítlaukurinn brúnist. Bætið tómatmaukinu út í og látið malla í nokkrar mínútur. Raðið fiskinum í eldfast mót, skerið soðnar kartöflur og leggið ofan á. Þokka- lega stóra kartöflu er gott að skera í fjóra bita. Hellið öllu af pönnunni yfir. Bakið þetta í ofni við 180 gráður í 20-22 mínútur. Athugið að ekki er gefið upp magn af hvítlauk í uppskriftinni. Hefðbundið er þó að skera niður einn hvít- lauksgeira, en sé enginn viðkvæmur á heimilinu má nota fleiri. Að mínu mati er það góð regla í matargerð að aldrei er of mikið af hvítlauk! Á Meistaradeildarkvöldi er heppilegast að setja fiskinn í ofninn þegar klukkan er um það bil stundarfjórðung gengin í sjö – á meðan leikirnir byrja jafn snemma að íslenskum tíma og nú; þá passar að setjast niður með diskinn fyrir framan sjónvarpið þegar flautað er til leiks. Best ef fjölskyldan situr öll saman, borðar og horfir á leikinn. Ef bjóða á eftirrétt er sniðugt að vera við öllu búinn. Eftir að Milan jafnaði óvænt í uppbótartíma var til dæmis ekki annað við hæfi en fá sér smá Gorgon- zola-ost. Eins gott að huga að öllu sem máli skiptir við innkaupin … Knattspyrna og hvítlaukur Meira en bara leikur Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is ’ Hvernig væri að halda spurn- ingakeppni fyrir fjölskylduna, jafnvel kvöldið áður, og sig- urvegarinn fær besta sætið við sjónvarpið? Ekki var mikið eftir af saltfiskréttinum góða í leikslok. Ondrej Celustkam, í miðjunni, fagnar marki sínu í glæsilegum sigri Trabzon- spor á Internazionale í Mílanóborg. Reuters Morgunblaðið/Skapti

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.