Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2010 Eftir Andra Karl andri@mbl.is VONAST er til að sex vikna kynn- ingarferli á sameiginlegu mati um- hverfisáhrifa vegna álvers á Bakka við Húsavík geti hafist síðar í þess- um mánuði, þ.e. um eða eftir 20. apríl nk. Fjögur umhverfismöt og heild- armatið eru til skoðunar hjá Skipu- lagsstofnun sem stendur. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þá- verandi umhverfisráðherra, ákvað 31. júlí 2008 að ógilda úrskurð Skipu- lagsstofnunar þess efnis að ekki skyldi fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum álvers á Bakka, Þeistareykjavirkjunar, stækkunar Kröfluvirkjunar og háspennulínu frá Kröflu og Þeistareykjum til Húsa- víkur. Þórunn taldi að hið sameig- inlega mat myndi ekki leiða til tafa. Annað hefur komið á daginn, þó raunar megi að einhverju leyti kenna hruni efnahagslífsins um. Sigurður Arnalds, verkefnisstjóri hins sameiginlega mats, segir nú loksins farið að hilla undir að sam- eiginlega matið verði gert opinbert og það kynnt. Síðustu uppköst til skoðunar Fyrirtækin fjögur sem standa að matinu eru Landsvirkjun, Þeista- reykir, Alcoa og Landsnet. Þeim til ráðgjafar er svo verkfræðistofan Mannvit. „Þetta eru fjögur heil um- hverfismöt og svo eitt sameiginlegt mat sem er þá fimmta skýrslan. Þetta er því mikill pakki og allar fimm skýrslurnar eru til skoðunar hjá Skipulagsstofnun,“ segir Sigurð- ur og bætir við að eiginlega sé um síðustu uppköst að ræða. „Þær koma svo hver af annarri frá Skipulags- stofnun, væntanlega í næstu viku. Við vonum svo að hið opinbera kynn- ingarferli sem Skipulagsstofnun stendur fyrir hefjist seinna í mán- uðinum.“ Ferlinu lokið um mitt sumar Í kynningarferlinu verða allar skýrslurnar birtar, s.s. á vefsvæðum fyrirtækjanna allra auk þess sem haldin verða opin hús. Almenningi og hagsmunaaðilum gefst þá kostur á að bera fram athugasemdir sínar. Gangi allt að óskum gera fyrir- tækin sér vonir um að ferlinu öllu verði lokið um mitt sumar. Þá verði og hægt að stíga næstu skref í átt að langþráðu álveri við Bakka. Hillir undir kynningar- ferli sameiginlegs mats  Fimm skýrslur vegna álvers við Bakka hjá Skipulagsstofnun Í HNOTSKURN »Úrskurður þáverandi um-hverfisráðherra vakti mis- jöfn viðbrögð. Um var að ræða fyrsta skipti sem ákvæði um sameiginlegt mat á umhverfis- áhrifum var beitt. »Kjarni málsins var sá aðfyrir lægi á einum stað lýs- ing á heildaráhrifum allra framkvæmdanna fjögurra áð- ur en veitt yrði leyfi fyrir fyrstu framkvæmdinni. BÚIÐ er að semja um sölu á ís- lensku lambakjöt til Gvadelúp, sem er eyjaklasi í Vestur-Indíum. Reynir Eiríksson, framleiðslu- stjóri hjá Norðlenska á Akureyri, segir að verðið á kjötinu sé þokkalegt og hann telur ekki úti- lokað að þarna komist á við- skiptasamband til framtíðar. Sendur verður einn gámur til að byrja með af heilum skrokkum og er hugsanlegt að annar gámur verði einnig sendur í kjölfarið. Þessi viðskipti áttu sér stað fyrir milligöngu aðila frá Englandi sem Norðlenska hefur átt viðskipti við. Um 450 þúsund manns búa á Gvadelúp. Þar er talsverð ferða- þjónusta og væntanlega fer kjötið m.a. á veitingastaði. Það er ekki alveg nýtt að ís- lenskt lambakjöt sé selt á mark- aði langar leiðir. Norðlenska hef- ur t.d. selt lambabein til Gana í Afríku, en þar eru beinin soðin og soðið notað í súpur. Reynir sagði að um 130 tonn af beinum hefðu farið til Gana. Ef þessi sala hefði ekki komið til hefðu beinin verið urðuð hér á landi, en slíkri urðun fylgir talsverður kostnaður. Vegna samdráttar á sölu á lambakjöti hér heima er núna mun meira flutt úr landi en áður. Reynir sagði að aukinn útflutn- ingur leiddi til þess að erfiðara væri að fá gott verð fyrir allt sem flutt er út. egol@mbl.is Flytja lambakjöt til Gvadelúp  Um 130 tonn af beinum seld til Gana Morgunblaðið/Árni Sæberg Lambasteik Íslenskt lambakjöt er flutt á markaði víða um heim. Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mb.is ÞAÐ þótti á árum áður frekar sjálfsagt mál að börn fylgdu í fótspor foreldra er kom að starfsvali. Í dag heyrir slíkt frekar til undantekninga, en sú er þó raunin í Brauðgerð Ólafsvíkur þar sem þrír ættliðir starfa við brauð- og kökugerð. Ólafsvíkingar borða Lúllabrauð Brauðgerðina stofnaði Lúðvík Þórarinsson við upphaf sjötta áratugarins og sonur hans, Jón Þór, hefur unnið þar sem bakari sl. 26 ár. Nú starfar son- ur Jóns Þórs, Janus, einnig í Brauðgerðinni, þótt sá síðastnefndi hafi ekki enn gert upp við sig hver end- anlegur starfsvettvangur verður. „Hann er ekki bú- inn að ákveða hvað hann ætlar að verða,“ segir Jón Þór sem nú sér um rekstur bakarísins. „Sjálfur byrj- aði ég hins vegar að vinna hér 14 ára gamall og var útskrifaður sem bakari um tvítugt.“ Þótt Lúðvík, faðir Jóns Þórs, hafi fagnað áttræð- isafmæli sínu í gær og mætti vel við una að vera kominn á eftirlaun, þá mætir hann enn til vinnu í Brauðgerðinni. Afmælið var reyndar undantekning þar á, enda tók Lúðvík sér frí af því tilefni. Að öllu jöfnu mætir Lúðvík hins vegar á hverjum morgni í bakaríið og tekur þátt í bæði brauðbakstri og glassúrgerð líkt og undanfarna áratugi. Raunar ber eitt brauðanna nafn hans. „Jú, jú, við bökum Lúllabrauð sem heitir í höfuðið á pabba,“ segir Jón Þór og hlær. En Lúllabrauð, sem er milligróft brauð með kúmeni, er nokkuð vinsælt meðal Ólafsvíkinga. Margt hefur vissulega breyst í þau tæp sextíu ár sem Brauðgerð Ólafsvíkur hefur verið starfrækt. „Í gamla daga var meiri brauðframleiðsla, en með tímanum hafa óskir fólks breyst,“ segir Jón Þór. Kökur og annað meðlæti hafi þannig smám saman orðið meira áberandi „og nú á seinni árum hefur krafan um smurðar samlokur og tilbúna rétti orðið háværari“, segir Jón Þór og kveður karllegginn í Brauðgerðinni gera sitt til að mæta óskum Ólafsvík- inga. Morgunblaðið/ Alfons Brauð- og kökugerðarmenn Janus, Jón Þór og Lúðvík kunna sitthvað fyrir sér er kemur að brauðgerð. Þrír ættliðir baka Lúlla- brauð fyrir Ólafsvíkinga  Lúðvík Þórarinsson bakari lætur háan aldur ekki hindra sig í að sjá bæjarbúum fyrir bæði brauði og kökum Aðgerðafundur Samstöðu.com og Bílstjóra- félaganna Átaks, Frama, Freys og Fylkis tók nýver- ið upp á því að draga reglulega um hvaða olíufé- lag hópurinn hygðist skipta við. Á fundi í gær var dregið úr nöfnum olíufélaganna og að þessu sinni kom upp nafn Atlants- olíu, en skömmu fyrir páska var það N1 sem var dregið út. Samkvæmt upplýsingum frá Samstöðu.com hafa á annað þúsund manns heitið því að skipta aðeins við eitt fyr- irtæki. Í tilkynningu frá Sam- stöðu.com kemur fram að Bjarni V. Bergmann hafi fyrir hönd Sam- stöðu.com kært hækkanir olíufélag- anna um páskana til Samkeppniseft- irlitsins. „En í ljósi þess að enn eru dómsmál vegna eldri samráðsmála olíufélagana óafgreidd verðum við að líta svo á að það eina sem það hef- ur í för með sér sé kostnaður og óljós ávinningur fyrir Sam- stöðu.com og bílstjórafélögin. Því látum við þar við sitja.“ Skipta aðeins við Atlantsolíu SAMNINGAFUNDUR verður hjá ríkissáttasemjara í dag um kjara- deilu starfsmanna Norðuráls og fyr- irtækisins. Hálfur mánuður er frá því síðast var fundað í deilunni. Mikið hefur borið á milli samn- inganefndar stéttarfélaganna og Norðuráls og ákvað ríkissáttasemj- ari að hvíla viðræðurnar um hríð. Þráðurinn verður tekinn upp aftur í dag. Stéttarfélögin hafa gert kröfu um að laun starfsmanna Norðuráls verði jöfnuð við laun í sambærilegum verksmiðjum, svo sem hjá Alcan í Straumsvík. Segja þau að launamun- ur sé mikill. Starfsmenn lögðu til á fundi sem samninganefnd stéttar- félaganna efndi til undir lok síðasta mánaðar að efnt yrði til kosningar um verkfallsheimild. Morgunblaðið/Ómar Ál Hörð kjaradeila er hjá Norðuráli. Fundað í álversdeilu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.