Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2010 Í hvaða sveitarfélögum sitja sjóvarnarverkefni á hakanum? Í Akraneskaupstað fyrir 16,7 millj- ónir króna, Hvalfjarðarsveit (8,6), Snæfellsbæ (9,3), Skagaströnd (14,8), Skagabyggð (14,3), Árborg (16,7) og Reykjavík (76,3). Í hvaða sveitarfélögum sitja hafnir á hakanum? Í Snæfellsbæ (30), á Reykhólum (5), í Bolungarvík (118), á Dalvík (215) og í Grindavík (90). S&S Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is SKORIÐ var niður um 300 milljónir króna til uppbyggingar hafnarmann- virkja árin 2008-2010 vegna efna- hagsástandsins. Árið 2008 hafði verið ákveðið að veita 790 milljónir króna í slík verk en reyndin varð 680 millj- ónir króna. Árin 2009 og 2010 átti samkvæmt gildandi samgönguáætl- un að veita 435 milljónir í hafn- arframkvæmdir hvort ár en upp- hæðin nam 383 milljónum króna í fyrra og hún verður 283 milljónir í ár, segir Kristján Helgason, deild- arstjóri hjá Siglingastofnun. Töl- urnar miðist við verðlag 2007. „Þá hefur verkefnum fyrir nærri átta hundruð milljónir króna verið ýtt til hliðar í fyrra og á þessu ári vegna efnahagshrunsins.“ Nota 830 milljónir í ár Ákveðið hefur verið að ráðast í sautján hafnarframkvæmdir á árinu og sex sjóvarnarverkefni á vegum Siglingastofnunar, samtals fyrir tæp- ar 830 milljónir króna. Stærsta sjó- varnarverkefnið er í Vík í Mýrdal, fyrir 211 milljónir króna, og meðal hafnarframkvæmda eru stærstar endurbygging stálþils á Patreksfirði fyrir 85 milljónir, endurbygging grjótvarnargarðs á Reykhólum fyrir fimmtíu milljónir króna og stálþils- bryggja vegna olíubirgðastöðvar á Ísafirði fyrir 62 milljónir króna. Áætlað er að ráðast í fram- kvæmdir á hafnarmannvirkjum og við sjóvarnir fyrir rúmar 1.200 millj- ónir á árunum 2011-2012. Þar vega stærst endurbygging gömlu bryggj- unnar á Tálknafirði fyrir 177 millj- ónir króna og endurbygging stálþils á Hólmavík fyrir 97 milljónir og við Brjót á Bolungarvík fyrir 146 millj- ónir. Meðal stærri verkefna sem Sigl- ingastofnun gæti ráðist í með stutt- um fyrirvara en hefur ekki fjármagn til eru hafskipakantur á Dalvík fyrir 215 milljónir króna, endurbygging á norðurgarði í Ólafsvík fyrir 30 millj- ónir og endurbygging á um það bil 30 metra kafla á brimvarnargarðinum við Brjót á Bolungarvík fyrir 100 milljónir króna. Einnig má nefna endurbyggingu stálþils á Suðurgarði í Norðurþingi fyrir 221 milljón króna og dýpkun og breikkun innri rennu í Grindavík fyrir 90 milljónir króna. Samtals vantar ríflega hálfan milljarð króna fyrir hinum ýmsum verkefnum Siglingastofnunar sem hægt væri að ráðast í með stuttum fyrirvara. Kristján segir þessi verk, utan þess við Brjót, inni í gildandi áætlun og að þau hefðu átt að koma til fram- kvæmda á þessu ári hefði fjárveit- ingin verið í takt við áætlun. Öll séu verkefnin þó háð því að sveitarfélögin geti staðið við sinn hlut. Hafnar- og sjóvarnarframkvæmdir sem ráðast á í til ársloka 2012 Vestmannaeyjar (100,5 m. kr.) Þorlákshöfn (42,9 m. kr.) Hafnir (9,1 m. kr.) Sandgerði (20 m. kr.) Vogar (14,1 m. kr.) Grundafjörður (37 m. kr.) Ólafsvík (48,3 m. kr.) Rif (7 m. kr.) Stykkishólmur (25,8 m. kr.) Reykhólar (66 m. kr.) Patreksfjörður (85 m. kr.) Tálknafjörður (177 m. kr.) Suðureyri (71 m. kr.) Bolungarvík (212 m. kr.) Ísafjörður (100,5 m. kr.) Drangsnes (11,6 m. kr.) Hólmavík (102,6 m. kr.) Skagaströnd (69 m. kr.) Sauðárkrókur (43,5 m. kr.) Grímsey (30 m. kr.) Akureyri (183 m. kr.) Hjalteyri (1,6 m. kr.) Dalvík (53,8 m. kr.) Ólafsfjörður (8 m. kr.) Hornafjörður (60 m. kr.) Djúpivogur (48 m. kr.) Seyðisfjörður (63 m. kr.) Borgarfjörður eystri (46,7 m. kr.) Vopnafjörður (63 m. kr.) Þórshöfn (66,9 m. kr.) Heimild: Siglingastofnun Flateyri (10,5 m. kr.) Súðavík (5 m. kr.) 2.400 milljónir króna í hafnir landsins út árið 2012 Framkvæma mætti fyrir rúmlega 2.900 milljónir króna út árið 2012 á vegum Siglingastofnunar væri ráðist í öll verkefni sem hún getur með stuttum fyrirvara. Hálfan milljarð vantar upp á.  Ýttu verkefnum fyrir 800 milljónir króna til hliðar í ár og í fyrra vegna efna- hagshrunsins  Vantar hundruð milljóna til að framkvæma samkvæmt áætlunum UM nýliðin mánaðamót var samtals 57 starfsmönnum sagt upp í hóp- uppsögnum þriggja fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun er um að ræða einn verktaka í byggingariðnaði, fjármálafyrirtæki og fyrirtæki í verslunargeiranum. Hefðbundið ástand Fjöldi þeirra sem misst hafa vinn- una í hópuppsögnum hefur haldist svipaður milli mánaða síðasta árið nema í nóvember og desember þeg- ar rúmlega hundrað manns var sagt upp í hvorum mánuði. 57 starfsmönnum sagt upp í hóp- uppsögnum Morgunblaðið/Ómar Reykjavík Uppsagnir í borginni. SAMKVÆMT fyrstu athugun Neytendastofu reyndust þrjár útfararstofur af sjö á höfuðborg- arsvæðinu með aðgengilegar verðskrár yfir þjónustu og vörur. Í næstu skoðunarferð Neyt- endastofu skömmu síðar höfðu hin- ar fjórar útfararstofurnar bætt verðupplýsingar sínar með að- gengilegum verðskrám um sína þjónustu. Á vef Neytendastofu er haft eftir formanni Félags íslenskra útfar- arstjóra, Rúnari Geirmundssyni, að nýlega hafi verið haldinn fundur um nauðsyn þess að upplýsa að- standendur látinna um hvað hver liður útfarar kostar. Var sá fundur með formanni Prestafélags Íslands, sviðsstjóra helgihalds á Bisk- upsstofu, fulltrúum organista, út- fararstjóra og FÍH. bjb@mbl.is Útfararstofur bæta upplýsingar um verð REYKJAVÍKURBORG leggur 230 milljónir króna í stækkun golfvall- arins á Korpúlfsstöðum. Samn- ingur þess efnis við Golfklúbb Reykjavíkur var samþykktur í borgarstjórn í gær, eftir harðar umræður. Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks samþykktu samninginn en fulltrúar Samfylkingar og VG greiddu atkvæði á móti. Golfklúbbur Reykjavíkur er að stækka Korpúlfsstaðavöll um níu holur. Styrkinn mun Reykjavík- urborg greiða á fjórum árum, 50- 60 milljónir á ári. Fulltrúar meirihlutans létu bóka við afgreiðslu málsins að samning- inn mætti rekja aftur til vors 2006 er þáverandi borgarstjóri Samfylk- ingarinnar undirritaði skuldbind- andi samninga við íþróttafélög, þar á meðal um styrk til GR til stækk- unar golfvallarins á Korpúlfs- stöðum. Segja þeir að með sam- komulaginu nú sé dregið úr fyrri áformum um uppbyggingu á veg- um félagsins. Þá skili GR borginni landi í Staðarhverfi sem í framtíð- inni verði verðmætt byggingarland. Í bókun fulltrúa Samfylking- arinnar kemur fram að þeir geti ekki stutt framlög til uppbygg- ingar golfvallarins á sama tíma og laun og þjónusta hafi verið skert og mjög þrengt að mikilvægri starfsemi í allri borginni. „Golf er góð íþrótt sem margir hafa áhuga á en það er ekki hægt að ætlast til þess að borgarbúar, foreldrar, starfsfólk og önnur íþróttafélög sætti sig við erfiðan sparnað og áframhaldandi aðhald þegar borg- arstjóri snarar fram 230 milljónum í golfvöll.“ Stækkun golf- vallar samþykkt Morgunblaðið/Einar Falur Golf Gert er ráð fyrir alls 27 hola golfvelli á Korpúlfsstöðum.  Minnihlutinn á móti samningi Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Kvartbuxur í úrvali Verð frá 10.900 Eddufelli 2, sími 557 1730 Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is Skyrtubolur kr. 7.900 Str. m-xxxl Fleiri litir SIGURÐUR Tómas Magnússon lög- fræðingur hefur tekið við stöðu at- vinnulífsprófessors við lagadeild Há- skólans í Reykjavík. Hann er fyrstur til að gegna þeirri stöðu við HR. Samkvæmt reglugerð skólans geta þeir einir orðið atvinnulífs- prófessorar sem verið hafa leiðandi í atvinnulífinu á sínu sérsviði, eru þekktir af verkum sínum og við- urkenndir sem áhrifavaldar á vinnu- brögð í faginu. Matsnefnd var fengin til að meta hæfi Sigurður Tómasar til að gegna umræddri stöðu. Hún var skipuð þeim Guðrúnu Erlendsdóttur, fyrr- verandi hæstaréttardómara og for- manni nefndarinnar, dr. juris Guð- mundi Sigurðssyni, prófessor við lagadeild HR, og Ragnari Að- alsteinssyni hæstaréttarlögmanni. Fyrsti atvinnulífs- prófessorinn í HR  Lögfræðingurinn Sigurður Tómas Magn- ússon hefur tekið við nýrri stöðu við lagadeild Þórður Gunnarsson, forseti laga- deildar HR og Sigurður Tómas.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.