Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 26
26 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand EN HVAÐ ÞAÐ ER GOTT AÐ HAFA KARLMANN Í HÚSINU BÍDDU, ER KARLMAÐUR Í HÚSINU? ÉG ÁTTI VIÐ ÞIG ÉG VISSI ÞAÐ ÞETTA „KARL- HLUTVERK“ ER NÝTT FYRIR JÓNI „SPARKARINN“ SNÝR AFTUR! ÞETTA VAR EKKI MJÖG GOTT SPARK HJÁ ÞÉR ÚFF... ÉG ER HRÓLFUR HRÆÐILEGI! ÉG HEF BROTIÐ MÉR LEIÐ INN Í VÍGGIRTUSTU KASTALA ENGLANDS OG KOMIST Á BROTT MEÐ MIKIL AUÐÆFI! ÞÁ HLÝTUR ÞÚ AÐ GETA FARIÐ ÚT MEÐ RUSLIÐ VIÐ GÆTUM KEYPT FÍNNA HÚS EF ÉG HÆTTI BARA AÐ GEFA FÁTÆKUM ALLAN PENINGINN HEIMA HJÁ HRÓA HETTI OG MARÍÖNNU LÖGGAN SEM SKRIFAÐI SEKTINA MÆTTI EKKI FYRIR RÉTTINN OG ÞESS VEGNA VAR SEKTIN MÍN FELLD NIÐUR EN EFTIR ALLAN ÞENNAN UNDIRBÚNING ER ÉG FREKAR SVEKKT AÐ ÞETTA HAFI BARA TEKIÐ FIMM MÍNÚTUR NEI, ÉG HELD ÉG SÉ EKKI NÓGU SVEKKT TIL ÞESS GÓÐAR FRÉTTIR, ELSKAN ÞÚ GETUR ALLTAF NÁÐ ÞÉR Í NÝJA SEKT OG REYNT AFTUR BIG-TIME, AF HVERJU ERTU SVONA HRIFINN AF KLUKKUM? KÓNGULÓARMAÐURINN SETTI MIG Í FANGELSI FYRIR LÖNGU SÍÐAN ÉG TALDI DAGANA... KLUKKU- STUNDIRNAR... MÍNÚTURNAR... SEKÚNDURNAR ÞAR TIL ÉG LOSNAÐI NÚNA FÆ ÉG LOKSINS AÐ HEFNA MÍN Ellismellir STAÐREYND er að eldri manneskja veit meira um lífið en sú yngri, vegna þess að sú eldri hefur líka verið ung en sú unga ekki gömul. Ég var í annað sinn í dag að hlusta á þátt á Rás 1 sem kall- ast „Ellismellir“. Mér skilst að stjórnandi hafi háar prófgráður í „öldrunarfræðum“!! Mér er spurn: hvers vegna vogar fólk sér að tala niður til þeirra sem eldri eru eins og gert er í þessum þáttum, eins og fólk sé eftir starfslok orðið búnt af einhverju sem má kalla „það“? Höfð voru mörg orð um að hafa gott samband við aðstandendur til að vita hvað „það“ vildi. Það er ljótur siður margra, t.d. á sjúkra- húsum, að tala yfir gamalt fólk eins og það sé ekki viðstatt. Ég heyrði einu sinni gamla konu segja undir þeim kringumstæðum þegar hún var loksins spurð: „Mikið þykir mér vænt um þegar einhver spyr mig.“ – Þessi ellismellaþáttur er niðurlægj- andi fyrir eldra fólk, stjórnendur hans mega gjarnan athuga að það er ekki sama- semmerki með því að láta af störfum vegna aldurs og að verða vanhæfur til ákvarð- ana um eigið líf. Það er heilsan sem ræður eins og hjá öllum öðr- um. Unnur Leifsdóttir kt. 050131-2629. GB iPod tapaðist fyrir ofan Fljótshlíð SVARTUR 8 GB iPod með hvítum heyrnartólum tapaðist 29. mars síð- astliðinn fyrir ofan Fljótshlíð, beint á móti Húsadal í Þórsmörk, þar sem verið var að horfa á gosið. Þetta er fermingargjöf og er henn- ar sárt saknað. Finnandi er vinsam- lega beðin að hafa samband við Ara í síma 844-4556. Ást er… … að eilífu. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30, vinnustofur opnar kl. 9-16.30, postulíns- málun kl. 9, Grandabíó, kvikmynda- klúbbur, útskurður kl. 13. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa- vinna og smíði/útskurður kl. 9-16.30. Heilsugæsla kl. 10 og söngstund kl. 11. Bólstaðarhlíð 43 | Spiladagur, glerlist, böðun og hárgreiðsla. Bústaðakirkja | Samvera kl. 13, handa- vinna, spil og veitingar. Skráning í bíla- þjónustu hjá kirkjuvörðum í s. 553- 8500. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar ganga kl. 10, dans kl. 14, umsjón Matthildur og Jón Freyr, söng- félag FEB æfing kl. 17. Félagsheimilið Gjábakki | Boccia kl. 9.30 og 10.30, glerlistarhópar kl. 9.30 og 13, leiðbeinandi í handavinnu, fé- lagsvist kl. 13, viðtalstími FEBK kl. 15, bobb kl. 16.30, línudans kl. 18, sam- kvæmisdans kl. 19. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Mynd- list kl. 9.30, ganga kl. 10, kvennabrids kl. 13. Vori fagnað kl. 14, söngur, Sig- urlaug Ólöf slær á létta strengi og Níels Árni Lund flytur gamanvísur. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi, kvnnaleikfimi, brids og bútasaumur, fastir tímar. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, m.a. tréútskurður og handavinna, leikfimi kl. 10.30. Frá há- degi er spilasalur opinn. Á morgun kl. 10.30 er helgistund, umsj. Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni. Grensáskirkja | Samverustund kl. 14 í safnaðarheimilinu. Háteigskirkja | Opið frá kl. 10 í Setrinu, bænaguðsþjón. kl. 11, matur, brids kl. 13. Hraunsel | Rabb kl. 9, pútt og bók- mennta/sögu-klúbbur kl. 10, línudans kl.11, handavinna/gler og útskurður kl. 13, píla/ bingó kl. 13.30, Gaflarakórinn kl. 16, biljard kl. 9. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30, 9.30 og 10.30, opin vinnustofa frá kl. 9, sam- verustund kl. 10.30, lestur og spjall. Baðþjónusta fyrir hádegi, hársnyrting. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Kópav.sk. kl. 15.30. Uppl. 554-2780, glod.is. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun er pútt kl. 10 á Korpúlfsstöðum, lista- smiðja opin frá kl. 13 á fimmtudag. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr- unarfræðingur frá heilsugæslunni kl. 10.30, Iðjustofa - námskeið í glermálun kl. 13, handverksstofa - myndlistar- námskeið kl. 13, veitingar. Neskirkja | Opið hús kl. 15. Geir Guð- steinsson segir frá lífi og starfi blaða- mannsins, en Geir er m.a. ritstjóri Vest- urbæjarblaðsins. Veitingar. Norðurbrún 1 | Útskurður og opin vinnustofa kl. 9-12, félagsvist kl. 14. Vesturgata 7 | Myndmennt/postulín kl. 9, sund kl. 10, matur, Bónus kl. 12.10, tréskurður kl. 13, veitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, handavinnust. opin, samvera með Sig- ríði og helgistund, framh.saga kl. 12.30, bókband, verslunarferð kl. 12.20, dans- að við undirleik Vitatorgsbandsins kl. 14. Arnþór Helgason orti ástarvísutil Elínar Árnadóttur, konu sinnar, er hún varð sextug 29. mars. Þar er til þess vitnað að hún skrýddist nýjum upphlut og var því silfri prýdd: Silfri búin silkihlín, sómi er að þér. Elsku hjartans Elín mín, þú ætíð skýlir mér. Pétur Stefánsson yrkir eftirmæli: Þó hér sé úti heimsins friður og hremming skelfi mína þjóð, með sorg í hjarta sest ég niður og sem til þín eitt raunaljóð. Þú ávallt stóðst mér öðrum nærri, út ef fór ég, komstu með. Í veröld engin var mér kærri, þú veittir skjól og hresstir geð. Ég kynntist þér í Kópavogi er kom ég þar í verslun inn. Er ég sá þig, ástarlogi óðar lék um huga minn. Upp frá þeirri unaðsstundu var okkar samvist skráð á blað. Við gengum saman létt í lundu lífsins stræti eftir það. Marga raun þú máttir líða meðan okkar sambúð stóð. Þó ég drykki og dytti í‘ða, dýrðleg varstu, blíð og góð. Af þér fór svo ört að draga, að ótti sveif í hugskot mitt. Oft ég mátti stoppa og staga með sterkri nál í klofið þitt. Og loksins þvarr þér lífsins kraftur. -Í leiða og sorg ég höfuð strýk. Að loknum páskum ég ætla aftur að eignast svona buxnaflík. Kristbjörg Steingrímsdóttir orti: Pétur nál og tvinna tók með tíu lipra fingur rimpaði saman sína brók svona er hann slyngur. Vísnahorn pebl@mbl.is Enn af ástarvísum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.