Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 25
Dagbók 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2010 Sudoku Frumstig 9 4 2 3 5 5 8 4 2 7 9 5 2 1 4 2 9 8 5 7 7 2 1 3 8 6 4 2 4 9 6 3 5 6 4 1 1 6 3 9 5 7 5 2 3 8 9 2 5 4 3 1 2 1 8 6 4 3 5 2 8 5 3 9 5 4 1 4 8 2 9 6 6 8 3 4 7 2 8 5 3 6 9 1 9 8 3 4 1 6 7 5 2 5 6 1 7 9 2 4 3 8 2 9 7 3 4 8 1 6 5 1 5 8 6 7 9 3 2 4 3 4 6 1 2 5 9 8 7 8 2 4 9 3 7 5 1 6 7 3 5 2 6 1 8 4 9 6 1 9 5 8 4 2 7 3 7 5 1 9 4 8 6 3 2 6 2 4 5 7 3 8 9 1 9 8 3 2 1 6 5 7 4 4 6 2 3 5 9 7 1 8 5 7 9 1 8 2 4 6 3 1 3 8 7 6 4 2 5 9 2 4 7 6 9 1 3 8 5 3 1 5 8 2 7 9 4 6 8 9 6 4 3 5 1 2 7 5 6 8 3 1 2 7 4 9 4 1 9 7 5 8 2 3 6 7 3 2 4 6 9 5 1 8 6 5 4 2 8 7 3 9 1 3 8 7 1 9 5 4 6 2 2 9 1 6 3 4 8 5 7 1 7 5 9 2 3 6 8 4 8 4 6 5 7 1 9 2 3 9 2 3 8 4 6 1 7 5 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er miðvikudagur 7. apríl, 97. dag- ur ársins 2010 Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13, 34.) Viktoría krónprinsessa Svíþjóðarmænir á mannfjöldann ofan af stórum auglýsingaborðum, sem eru um allt á Arlanda-flugvelli í Stokk- hólmi. Við hlið hennar er andlit manns með gleraugu með þykkum, svörtum spöngum og horfir hann flóttalega til hliðar, eins og eitthvað hafi truflað einbeitingu hans, þótt hann sé glaðbeittur á svip. Við hlið- ina á myndinni stendur að 75 dagar séu til stefnu og það er verið að telja niður. Maðurinn á myndinni heitir Daniel Westling og hann og Viktoría ætla að ganga í hjónaband 19. júní, en hátíðahöldin eiga að standa í þrjá daga. Á auglýsingaspjöldum á flug- vellinum er skorað á fólk að koma til Svíþjóðar og upplifa kærleiksdaga með sænsku þjóðinni. Sænska utan- ríkisráðuneytið gerir ráð fyrir að þetta verði heimsviðburður og ætlar að búa til vinnuaðstöðu fyrir 250 blaðamenn. x x x Sænska konungsdæmið er æva-fornt, en Víkverji las einhvers staðar að núverandi konungs- fjölskylda hefði komist til valda snemma á 19. öld þegar sænska þing- ið kaus franska marskálkinn Jean- Baptiste Bernadotte arftaka sænsku krúnunnar. Síðast var haldið kon- unglegt brúðkaup í Svíþjóð 1976 þeg- ar Karl Gústav XVI gekk að eiga Syl- víu Sommerlath, sem hann kynntist á Ólympíuleikunum í München 1972, ári áður en hann varð konungur. x x x Í fréttum segir að Daniel Westlingreki líkamsræktarstöðvar. Í nokkur ár hafði gengið orðrómur um að þau myndu ganga í hjónaband og sænskir fjölmiðlar spyrja hvort hann sé þess verðugur að kvænast krón- prinsessunni. Þegar tilkynnt var um brúðkaupið reyndi Svíakonungur að slá á slíkar efasemdir: „Á und- anförnum árum höfum við fengið að kynnast Daníel og komist að því að hann er ungur maður sem leggur hart að sér og tekur lífið alvarlega.“ Það er kannski engin furða að augna- ráð hans sé flóttalegt á myndunum á Arlanda-flugvelli. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 háðs, 4 reim, 7 samsinnir, 8 aldurs- skeiðið, 9 lyftiduft, 11 ósaði, 13 baun, 14 öldu- gangurinn, 15 þref, 17 að undanteknum, 20 snák, 22 sekkir, 23 un- aðurinn, 24 afkomandi, 25 geta neytt. Lóðrétt | 1 sjónvarps- skermur, 2 skeldýrs, 3 harmur, 4 þrákelkinn, 5 styrkir, 6 kveif, 10 vatns- flaumur, 12 afkvæmi, 13 bókstafur, 15 urtan, 16 kuskið, 18 lýkur, 19 ör- lög, 20 fugl, 21 peningar. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1holskefla, 8 rigsa, 9 ilmur, 10 pól, 11 selja, 13 lenda, 15 hokra, 18 snarl, 21 urt, 22 puðið, 23 akkur, 24 plógskeri. Lóðrétt: 2 orgel, 3 skapa, 4 ekill, 5 lamin, 6 hrós, 7 orka, 12 jór, 14 enn, 15 hopa, 16 kaðal, 17 auðug, 18 stakk, 19 askur, 20 lært. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. Rf3 Rf6 2. d3 d5 3. Rbd2 c5 4. c3 Rc6 5. g3 g6 6. Bg2 Bg7 7. O-O O-O 8. Dc2 b6 9. e4 a5 10. He1 e6 11. Rf1 Ba6 12. Hd1 Hc8 13. Rh4 Dc7 14. f4 dxe4 15. dxe4 Hfd8 16. Be3 Rg4 17. Bf2 Rxf2 18. Kxf2 b5 19. Re3 b4 20. Hac1 bxc3 21. bxc3 c4 22. e5 Db6 23. Ke2 Hd3 24. Rf1 g5 25. Rf3 gxf4 26. gxf4 Bh6 27. Rg5 Staðan kom upp í seinni hluta Ís- landsmóts skákfélaga, 2. deild, sem lauk fyrir skömmu í Rimaskóla í Reykjavík. Alþjóðlegi meistarinn Björgvin Jónsson (2359) hafði svart gegn Gísla Jóhannessyni (2052). 27… Rxe5! 28. Be4 Rg6 29. Bxg6 hxg6 30. Ke1 Bxg5 31. fxg5 Hc5 32. Hxd3 cxd3 33. Dg2 He5+ 34. Kd1 Bb5 og hvítur gafst upp. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Skorist í leikinn. Norður ♠7 ♥D10985 ♦KD6 ♣ÁD72 Vestur Austur ♠843 ♠6 ♥Á763 ♥K4 ♦9542 ♦ÁG1083 ♣G5 ♣98643 Suður ♠ÁKDG10952 ♥G2 ♦7 ♣K10 Suður spilar 6♠. Einhvern tíma í árdaga spilsins sat Alfred Sheinwold (1912-1997) á öxl suðurs og beið þess að rúbertunni lyki svo hann kæmist að. Suður vakti á 2♠, sterkum. N-S voru á hættu og Shein- wold óskaði þess heitt og innilega að þeir „tækju út“ í 4♠. En honum varð ekki aldeilis að þeirri frómu ósk sinni – fyrr en varði átti vestur útspilið gegn sex spöðum, ekki fjórum. Suður hafði sýnt fyrirstöðu í laufi og vestur ákvað að reyna þar fyrir sér með gosanum. Sagnhafi tók á ♣K heima og lagði út öll trompin, eitt af öðru. Í fjögurra spila endastöðu átti blindur ♦K og ♣ÁD7. Heima átti sagnhafi ♥G2, ♦7 og ♣10. En austur? Hann var enn að velja síðasta afkastið frá ♥K, ♦Á og ♣986. Loks henti hann ♥K. Suður tók þá ♣10, spilaði tígli og … Sheinwold gat skorist í leikinn. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú ættir að nota daginn til að heimsækja foreldra þína eða aðra sem þú hefur tekið þér til fyrirmyndar. Sinntu reikningum, tölvupósti, garðvinnu - ótrú- legt hve mikið er hægt að hreinsa í einu. (20. apríl - 20. maí)  Naut Einhverjir draugar úr fortíðinni eru að vefjast fyrir þér. Fáðu þér göngutúr og láttu hreina loftið feykja leiðindum á bak og burt. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Láttu ekki hugfallast þótt eitt- hvað gangi þér í móti í vinnunni. Þú vilt láta hendur standa fram úr ermum og ná árangri. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú ert fús til að leggja meiri áherslu á gæði en flestir, sérstaklega í mat og drykk. Njóttu tilbreytingarinnar og komdu svo hress til starfa á ný. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú ert viðkvæm/ur núna og þarft að gera upp við þig hvort þú viljir að fólk segi að þú sért fullkominn eða leggi spilin á borðið. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú ert farinn að taka vinnuna með þér heim sem bitnar á einkalífi þínu. Skoðaðu málið og taktu svo ákvörðun. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Af þér fer orðstír sem þú hefur unnið til og þú munt gera eitthvað til að bæta hann eða vernda. Njóttu fegurðar náttúr- unnar með þínum nánustu. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Dagurinn fer í að vera annað- hvort yfirmáta spenntur eða orðlaus af undrun. Heimilið er staðurinn þar sem málin eiga að leysast. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú munt sjá að misjafn sauður er í mörgu fé. Sár gróa hægt og rólega, mundu það. Mundu bara að hóf er best í hverjum hlut. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú gætir fengið góðar hug- myndir að einhvers konar breytingum á heimilinu eða innan fjölskyldunnar. Hætt er við að þú látir freistast og farir yfir strikið í dag og heilsan bíði tjón af. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú lofar einhverjum í dag. Stundum veltir þú því fyrir þér hvort gjöfin sé ein- hvers metin, en það er aukaatriði. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þetta er góður dagur til samninga- viðræðna og hvers konar viðskipta. Gættu þess þó að segja ekkert sem þú munt sjá eftir síðar. Stjörnuspá 7. apríl 1943 Laugarnesspítali í Reykjavík brann. Hann var byggður árið 1898 sem holdsveikraspítali en síðustu árin hafði bandaríski herinn hann til umráða. „Einn mesti eldsvoði sem hér hefur orðið,“ sagði í Morgunblaðinu. 7. apríl 1968 Lög um tímareikning öðluðust gildi kl. 01.00. Samkvæmt þeim skal hvarvetna á Íslandi telja stundir árið um kring eft- ir miðtíma Greenwich. 7. apríl 1979 Ólafslög voru samþykkt á Al- þingi. Þau fjölluðu um stjórn efnahagsmála og voru kennd við Ólaf Jóhannesson forsætis- ráðherra. 7. apríl 1979 Fjögur systkini úr Vest- mannaeyjum gengu í hjóna- band í sömu athöfn í Bústaða- kirkju, þrír bræður og systir. Þetta þótti mjög óvenjulegt. 7. apríl 2005 Framhaldsskólanemendur mótmæltu hugmyndum um styttingu náms í framhalds- skólum úr fjórum árum í þrjú ár. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Angelika Sól Andradóttir og Arn- ar Breki Ragnarsson voru með tom- bólu við Austurver og söfnuðu 2.282 krónum sem þau færðu Rauða krossinum til styrktar Haítí. Hlutavelta „ÉG þarf að læra yfir daginn en ætla að taka frí um kvöldið og elda góðan mat,“ segir Kári Sig- hvatsson, laganemi, sem er 23 ára í dag. Á þessum tímamótum minnist Kári með sér- stökum hlýhug afmælisdaga sinna í æsku þegar hann hélt ávallt sameiginlegar veislur með systur sinni, sem á afmæli aðeins þremur dögum fyrr. Sú venja hefur því miður lagst af, en ein er sú hefð sem lengi hefur haldist í fjölskyldu Kára og hún er sú að á afmælisdögum er jafnan hægt að ganga að nýbökuðum pönnukökum vísum hjá ömmu hans og vonast hann til að hafa tíma til að gæða sér á nokkrum rjómapönnsum. Eins og svo oft áður einkennist afmælis- dagur Kára hinsvegar af yfirvofandi prófatíð, en hann leggur stund á lögfræði við HR og tekur fyrsta prófið, í samkeppnisrétti, þann 14. apríl. Unnusta hans, Áslaug Heiða Sch. Th., er einnig laganemi og munu þau því líklega liggja yfir bókunum í dag en ætla svo að gera vel við sig í kvöld. „Það er ekki svo oft sem við leyfum okkur að elda fínan mat, en núna ætlum við að gera lasagne og hafa heimagerða súkku- laðimús í eftirrétt. Svo horfum á góða bíómynd, þannig gerum við eins gott úr þessum degi og hægt er miðað við aðstæður.“ una@mbl.is Kári Sighvatsson laganemi er 23 ára í dag Lasagne og rjómapönnsur Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.