Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2010 NÝJUSTU fréttir af eiginmanni leikkonunnar Söndru Bullock, brátt fyrrverandi eiginmanni, Jesse James, eru þær að hann sé byrjaður aftur í meðferð við kynlífsfíkn í Arizona, en áður höfðu borist þær fréttir að hann hefði skráð sig úr með- ferð eftir einungis vikudvöld. Meðferðin tekur 45 daga en James kenndi fjölmiðlum um að hann hefði ekki enst lengur þegar hann hætti í með- ferðinni eftir vikudvöl, af því að fréttum af gangi mála hefði verið lekið úr meðferðarstofnuninni. Þá segja aðrir heimildarmenn að James hafi hætt í meðferð þegar honum varð ljóst að hjónabandi þeirra Bullock væri lokið. Bullock er sögð full- södd á bifhjólavirkjanum sem ku hafa haldið ítrekað framhjá henni með ótal konum. Jesse James aftur í meðferð Reuters Bullock og James Á góðri stund í upphafi árs. LEIKARINN Jake Gyllenhaal hóf að stunda íþróttina eða hreyfilistina „parkour“ áður en tökur hófust á Prince of Persia: The Sands of Time, en hlutverkið krafðist mikils líkam- lega af leikaranum. Parkour heitir það þegar menn hlaupa um borg og bý og reyna að komast yfir hindranir án hjálpartækja, þ.e. beita líkam- anum eingöngu. Gyllenhaal segist aldrei hafa lagt jafnmikið á sig fyrir hlutverk, enda hafi hann viljað vera í sem allra bestu formi. Upphafsmaður park- our, David Belle, þjálfaði leikarann. Gyllenhaal segist hafa byrjað á því að stökkva fram af hinu og þessu og lært grunnatriðin en svo hafi harka færst í leikinn. Á köflum hafi honum ekki litist á blikuna en látið engu að síður vaða. Hann vilji leggja sig 110% fram í vinnunni. Gyllenhaal segist hafa leikið í erf- iðum áhættuatriðum í myndinni og segir í samtali við tímaritið People að sum þeirra hafi verið býsna hættuleg. Jake Gyllenhaal Í fínu parkour- formi sem Persíuprinsinn. Kom sér í form með „parkour“ BANDARÍSKI leikarinn Dennis Hop- per, sem berst við krabbamein í blöðruhálskirtli, þarf að greiða eig- inkonu sinni, Victoriu Duffy Hopper, og sjö ára dóttur þeirra, 12 þúsund dollara á mánuði meðan á skilnað- ardeilu þeirra stendur fyrir rétti í Los Angeles. Þá hefur Victoria einn- ig fengið heimild frá dómara til að búa í húsi Hoppers meðan á deilunni stendur ásamt dóttur sinni. Hopper er orðinn 73 ára gamall og mun illa haldinn af krabbameini. Eiginkonan segir að Hopper hafi ætl- að að gera sig arflausa en Hopper segir hana hafa komið illa fram við sig, m.a. tekið frá sér listaverk að verðmæti um 1,5 milljónir dollara. Victoria segir Hopper hafa hótað sér og reykt gras fyrir framan dótt- ur þeirra. Dennis og Victoria hafa verið gift í 14 ár og búa í sama húsi á Venice Beach í Kaliforníu. Í mars sl. kvað dómari upp þann úrskurð að Victoria yrði að halda sig í tíu feta fjarlægð frá Hopper, að lág- marki. Hopper greindist með krabba- meinið í október í fyrra og mun vera dauðvona. Reuters Hopper Með dóttur sinni Galen (t.v.) og barnabarninu Violet Goldstone þeg- ar hann hlaut stjörnu á frægðarstígnum í Hollywood 26. mars sl. Eiginkona Hoppers fær mánaðarlegar greiðslur –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Heimili og hönnun föstudaginn 23. apríl. Í blaðinu verða kynntir geysimargir möguleikar og sniðugar lausnir fyrir heimilin. Skoðuð verða húsgögn í stofu, hjónaherbergi, barnaherbergi og innréttingar bæði í eldhús og bað. MEÐAL EFNIS: Hvaða litir verða áberandi í vor og sumar? Hönnun og hönnuðir Sniðugar lausnir Stofan Eldhúsið Baðið Svefnherbergið Barnaherbergið Innlit á fallegt heimili Þjóvavörn Vorverkin á heimili og í garðin Ásamt fullt af öðru spennandi efni um heimili og hönnun Heim ili o g hö nnu n NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Heimili og hönnun PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 12, mánudaginn 19. apríl. BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI SANDRA BULLOCK TILNEFND SEM BESTA MYND „Ein af 10 BESTU myndum Þessa árs“ Maria Salas TheCW „Besta Frammistaða Söndru Bullock til þessa“ Pete Hammond - Box Office Magazine HHHH “…frábær þrívíddar upplifun…” JEFF CRAIG, SIXTY SECOND PREVIEW SÝND Í ÁLFABAKKA “...fullkomin...” LEONARD MALTIN, ENTERTAINMENT TONIGHT “Meistaraverk“ PETE HAMMOND - BOXOFFICE MAGAZINE „Besta mynd Tim Burton‘s í áraraðir“ DAN JEWEL - LIFE & STYLE WEEKLY Disney færir okkur hið stórkostlega ævintýri um Lísu í Undralandi og nú í stórkostlegri þrívídd Aðsóknarmesta mynd Tim Burtons fyrr og síðar SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA RÓMANTÍSK GAMANMYND FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR THE PROPOSAL HHHH - EMPIRE „A FLAT-OUT FANTASTIC FILM“ – A.N. BOXOFFICE „GEORGE CLOONEY IS HILARIOUS“ – P.T. ROLLING STONE HHH – H.S.S MBL „GEORGE CLOONEY STENDUR SIG FRÁBÆRLEGA...“ HHHH - ROGER EBERT SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI HHH - I.G. MBL AÐ TEMJA DREKANN SINN ísl. tal kl. 8 L BOUNTY HUNTER kl. 10:20 12 GREEN ZONE kl. 8 12 FROM PARIS WITH LOVE kl. 10:20 16 AÐ TEMJA DREKANN SINN ísl. tal kl. 63D L THE LOVELY BONES kl. 10 12 HOW TO TRAIN YOUR DRAGON kl. 83D enskt tal L WHEN IN ROME kl. 6 - 8 L HOT TUB TIME MACHINE kl. 10D L HOT TUB TIME MACHINE kl. 8 - 10:10 L AÐ TEMJA DREKANN SINN ísl. tal kl. 8 L FROM PARIS WITH LOVE kl. 10:10 16 / KEFLAVÍK / SELFOSSI/ AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.