Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2010 KVENFÉLAGIÐ Hringurinn hefur fært fósturgreiningardeild Land- spítalans að gjöf nýtt ómskoð- unartæki. Það er af gerðinni Vol- uso E8, frá General Electrics, og er ný útgáfa af svipuðum tækjum sem deildin hefur notað síðustu ár. Þetta er fjórða tækið sem Hring- urinn gefur deildinni. Nýja tækið er með nýjustu útfærslu í þrívíddar- og fjórvíddartækni sem er notuð í vaxandi mæli við fósturskoðanir. Ný tegund af skjá og nýjasta tækni í ómhausum gefur enn skýrari og betri mynd til nákvæmari fóst- urgreiningar. Tækið er líka ein- staklega hljóðlítið og býður upp á ýmiskonar aðlögun í vinnustell- ingum fyrir þann sem notar það. Gjöf Hringskonur færðu LSH óm- skoðunartækið að gjöf. Gáfu ómtæki ÁTJÁN ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæð- inu um páskana. Tólf voru stöðv- aðir í Reykjavík, þrír í Kópavogi, tveir í Hafnarfirði og einn í Garða- bæ. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu voru fjórir teknir á föstudaginn langa, sex á laugardag, fjórir á páskadag, tveir annan í páskum og tveir aðfaranótt þriðjudags. Þetta voru sautján karlar á aldrinum 17- 77 ára og ein kona, 22 ára. Fimm þeirra höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi. 18 teknir vegna ölvunaraksturs Í DAG, miðvikudag, kl. 13.00-16.15 verður haldinn opinn fundur í hús- næði Háskólans á Akureyri, í stofu L201 Sólborg. Tilefni fundarins er að fara yfir niðurstöður þeirra þjóðfunda sem haldnir hafa verið í öllum landshlutum. Fundurinn verður settur af Jó- hönnu Sigurðardóttur, formanni Samfylkingarinnar. Að því loknu munu framkvæmdastjórar svæð- issambanda sveitarfélaga kynna niðurstöður þjóðfunda í hverjum landshluta. Þá fer fram kynning á umræðuvef sóknaráætlunar, www.island.is. Fundinum lýkur svo á samantekt Dags B. Eggertssonar, varaformanns Samfylkingarinnar. Niðurstaða þjóðfunda kynnt TVÆR líkams- árásir voru kærðar til lög- reglunnar í Vest- mannaeyjum eft- ir páskahelgina, en að sögn lög- reglu voru áverkar minni- háttar í báðum tilvikum. Í öðru tilvikinu sló gest- ur dyravörð í Höllinni. Hin árásin átti sér stað við heimahús í Áshamri og var árásarmaðurinn handtekinn og gisti í fangageymslu lög- reglustöðvarinnar. Fyrir viku var tilkynnt um þjófn- að á verkfærum og smáhlutum frá Gistihúsinu Hamri. Sama dag var tilkynnt um innbrot á Pizza 67 og þjófnað á áfengi og peningum. Lög- reglan biður þá sem einhverjar upplýsingar hafa um hugsanlega gerendur í þessum tveimur til- vikum að hafa samband. Tvær líkamsárásir kærðar í Eyjum Kærur Lögreglan er önnum kafin. STUTT FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ÁSTÆÐA þess að Álfheiður Inga- dóttir heilbrigðisráðherra breytti í síðasta mánuði reglugerð um tann- viðgerðir var sú að hún taldi að fyrri reglugerð hefði verið of flókin og að illa gengi að koma endur- greiðslum til sjúklinga. Reglugerð- in hefur valdið ágreiningi milli ráð- herra og Steingríms Ara Arasonar, forstjóra Sjúkratrygginga ríkisins. Kostnaður sjúklinga við tann- lækningar og tannréttingar vegna alvarlegra afleiðinga fæðing- argalla, sjúkdóma eða slysa hefur farið hækkandi á síðustu árum. Ástæðan fyrir þessu er sú að sam- kvæmt reglugerð endurgreiða Sjúkratryggingar ríkisins kostnað sem nemur ákveðnu hlutfalli af gjaldskrá tannlækna. Þessi gjald- skrá er miðuð við gjaldskrá sem heilbrigðisráðuneytið samþykkti, en hún hefur ekki verið uppfærð í mörg ár. Í reynd hefur endur- greiðslan því varla numið meira en helmingi af kostnaði við tannrétt- ingar. Í lok síðasta árs gaf heilbrigð- isráðherra út reglugerð sem fól í sér að fólk gat sótt um endur- greiðslu hluta kostnaðar vegna al- varlegra tannviðgerða, þ.e. af völd- um fæðingargalla, sjúkdóma eða slysa á árunum 2008 og 2009. Skilaði ekki tilætluðum árangri Einnig gaf ráðherra út reglu- gerð um endurgreiðslur vegna tannréttinga í framtíðinni. Í byrjun mars gaf ráðherra út nýja reglu- gerð um endurgreiðslur vegna tannviðgerða. Í fréttatilkynningu heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að reglugerðin hafi verið gef- in út vegna þess að reglugerð- arbreytingar frá því í lok árs 2009 hafi „ekki skilað tilætluðum ár- angri að mati ráðherra“. Álfheiður sagði í samtali við Morgunblaðið að reglugerðin frá því í desember hefði verið ítarleg og nokkuð flókin. Tannlæknar hefðu gefið henni langt nef og neit- að að vinna eftir henni. Sjúkra- tryggingar hefðu fylgt reglugerð- inni fast eftir og endursent um 150 umsóknir um almennar tannrétt- ingar. Álfheiður sagðist hafa staðið í þeirri trú að samkomulag hefði verið milli tannlækna og Sjúkra- trygginga um málið, en þegar í ljós kom að svo var ekki og sjúklingar fengu ekki þær endurgreiðslur sem til var ætlast hefði hún ákveð- ið að höggva á hnútinn með nýrri reglugerð um endurgreiðslur á kostnaði vegna alvarlegra tann- viðgerða. Kostnaður við aðgerðir á tönn- um vegna fæðingargalla, veikinda eða slyss getur skipt milljónum. Álfheiður sagðist líta á þetta sömu augum og þegar senda þyrfti sjúk- ling í aðgerð vegna hjartagalla. „Þetta felur ekki í sér neinn opinn tékka á ríkissjóð. Sjúkratrygg- ingar geta fylgst með því hvort reikningar eru innan einhverra skynsamlegra marka og séu rétt- ir.“ Lagt út á nýja braut Starfsmenn Sjúkratrygginga ríkisins unnu með heilbrigðisráðu- neytinu að reglugerðum sem gefn- ar voru út um áramót. Steingrímur Ari segir að stofnun hans hafi hins vegar ekki komið nærri gerð reglugerðarinnar frá 5. mars sem sé mjög óvenjulegt. „Þessi reglugerð er án for- dæmis. Almennt er gert ráð fyrir því að þjónusta sem fellur undir sjúkratryggingarnar sé samnings- bundin, þ.e. að búið sé að semja við veitendur þjónustunnar um fjárhagsleg atriði, gæði og annað þess háttar. Síðan er í lögunum gert ráð fyrir því að í undantekn- ingartilvikum sé greiðsluþátttaka án samnings. Þá er alveg skýrt kveðið á um að endurgreiðsla skuli taka mið af gjaldskrá sem stofn- unin er búin að gefa út. Hvorugt á við í þessu tilviki, það er ekki samningur og það var búið að af- nema ráðherragjaldskrána.“ Eftir að reglugerðirnar um al- mennar tannréttingar voru gefnar út fyrir áramót gengu Sjúkra- tryggingar í það að gefa út gjald- skrá. Steingrímur Ari segir hins vegar að engin gjaldskrá sé til fyr- ir þessi alvarlegu tilvik sem reglu- gerðin frá 5. mars nær til. Með þessari reglugerð hafi verið lagt út á nýja braut og honum hafi verið umhugað um að vanda útfærsluna á því. Reglugerðin kveður á um að greiða eigi 95% af framlögðum reikningum. Hann segir ýmislegt óljóst, t.d. hvort taka eigi tillit til afsláttar sem tannlæknar gefa. Hann segir hins vegar ekki standa á stofnuninni að hrinda reglugerð- inni í framkvæmd. Þess vegna hafi hann leitað til Ríkisendurskoðunar með fyrirspurnir og leiðbeiningar. Fannst reglugerðin vera of ítarleg og flókin  Reglugerð um tannréttingar ekki unnin í samvinnu við Sjúkratryggingar Morgunblaðið/Ernir Tennur Kostnaður við nýju reglugerðina um alvarlegar tannviðgerðir er áætlaður um 140 milljónir á ári. Heild- arkostnaður ríkissjóðs vegna tannlækninga nemur um 1.672 milljónum á þessu ári. Eftir að heilbrigðisráðherra gaf út reglugerðina ritaði Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga, bréf til Ríkisendurskoðunar þar sem hann spurðist fyrir um tiltekin atriði í reglugerðinni. Þetta varð til þess að ráð- herra skrifaði Steingrími bréf þar sem hún tilkynnir að fyrirhugað sé að áminna hann. Steingrímur fær frest til 13. apríl til að koma að sjónarmiðum sínum. Áminningin er gerð með vísan í 21. grein laga um rétt- indi og skyldur opinberra starfsmanna. Þar segir: „Ef starfsmaður hefur sýnt í starfi sínu óstundvísi eða aðra vanrækslu, óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns síns, vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi, hefur ekki náð fullnægjandi árangri í starfi, hefur verið ölvaður að starfi eða framkoma hans eða athafnir í því eða utan þess þykja að öðru leyti ósæmilegar, óhæfilegar eða ósam- rýmanlegar starfinu skal forstöðumaður stofnunar veita honum skriflega áminningu. Áður skal þó gefa starfs- manni kost á að tala máli sínu ef það er unnt.“ Ráðherra hótar að áminna forstjóra Sjúkratrygginga Heilbrigðisráðherra setti nýja reglugerð um tannaðgerðir í byrj- un mars vegna þess að honum fannst tveggja mánaða gömul reglugerð ekki hafa skilað tilætl- uðum árangri. Forstjóri Sjúkra- trygginga segir ýmislegt óljóst í henni. Bæjarlind 6, Kópavogi, sími 517 6067. Opið mán. - fös. 10 -18, laug. 11-16.      8.990       23.900 GÆÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.