Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 11
Flestir eiga sér uppáhaldspersónu úr þeim barnabókum sem þeir lásu í æsku. Breska blaðið Guardian hefur tekið saman tíu bestu hetjurnar sem birst hafa í þeim barnabókum sem út hafa komið. Er hetjan þín kannski á meðal þeirra? 1. Lína langsokkur eftir Astrid Lind- gren. Þessi níu ára rauðhærði Svíi er uppreisnarseggur sem hegðar sér öðruvísi. Gengur um í karlmannsskóm og getur lyft heilum hesti. Skemmtilega óþæg, sérstaklega gagnvart þeim eldri og reyndari. Heldur uppi kraft- mikilli vörn fyrir þá veiku og kúg- uðu. 2. Anna í Grænuhlíð eftir LM Montgomery. Munaðarleysinginn Anna Shirley hefur ótrúlega sýn á fegurð lífsins. Góðhjörtuð, hug- rökk og bjartsýn. 3. Matthildur eftir Roald Dahl. Matt- hildur Wormwood hefur ástríðu fyrir bókum og sex ára hefur hún lesið Austen, Dickens og Orwell. Þessi fróðleiksfýsn er ekki metin af foreldrum hennar, sem hvetja hana til að horfa meira á sjón- varpið, og skólastjóra sem er óttalega frenja. Matthildur býr yfir yfirnáttúrlegum hæfileikum og nýtir hún þá til að fá útrás fyr- ir gremju sína. 4. George í George Speaks eftir Dick King Smith. 5. Tracy Beaker í Sagan af Tracy Beaker eftir Jacqueline Wilson. 6. Lýra í His Dark Materials- þríleiknum (Gyllti áttavitinn, Lúmski hnífurinn og Skuggasjón- aukinn) eftir Philip Pullman. 7. Stikilsberja-Finnur eftir Mark Twain. 8. Petrova Fossil í Ballettskónum eftir Noel Streatfeild. 9. William Brown í Just William eftir Richmal Crompton. 10. Sara Crewe í Lítilli prinsessu eftir Frances Hodgson Burnett. Tíu bestu Lína langsokkur er besta barnahetjan Daglegt líf 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2010 inni. Króksosturinn frá Sauðárkróki var í miklu uppáhaldi og ostasúpur voru eldaðar ef fólk missti af mötu- neytismatnum. Fékk 50 kíló af osti gefins Hannes skrifaði bréf til Osta- og smjörsölunnar í Reykjavík og til- kynnti formlega um stofnun þessa félags og hversu mikið ostaneysla hefði aukist í sveitarfélaginu í fram- haldi af því. „Ég óskaði eftir að fá fimmtíu kíló af blönduðum ostum gefins til að halda veislu í tilefni þessa. Ég fékk símhringingu frá framkvæmdastjóranum sem vildi ganga úr skugga um að þetta væri ekki eintómur fíflagangur. Ég sann- færði hann um að svo væri ekki og fékk send þessi fimmtíu kíló og það var haldin heljarmikil og mjög svo eftirminnileg ostaveisla á heimavist- inni, þar sem skólameistari og kenn- arar mættu. Ólafur Björnsson, nú lögmaður á Selfossi, var veislustjóri, en það voru fjölmörg embætti stofn- uð í kringum þetta félag. Til dæmis er þar að finna siðameistara, sendi- herra ostlanda, næstráðanda, ost- fræðing, dr. Ost og umboðsmann osta.“ Skagafjörður hluti af Svíþjóð Hannes segir að hið eiginlega Ostavinafélag, sem var endurvakið á Facebook að undirlagi Karls Björnssonar varformanns, sé lok- aður félagsskapur. „Þetta er eig- inlega leynisella um osta, þó hún sé á Facebook og heiti þar upp á engil- saxnesku The Cheese society. Við gætum kannski stofnað dótturfélag svo fleiri ættu kost á að ganga í fé- lagsskapinn, því margir sækja það hart. En það þarf helst að vera í öðru landi. Reyndar vill svo vel til að sendiherra ostlanda, Hanna Stefánsdóttir, býr í Sviss, svo að hún gæti þá stjórnað því,“ segir Hannes sem stofnaði ótal mörg önn- ur félög á sínum menntaskólaárum og breytti hugmyndafræði Ant- isportistafélagsins. „Við bjuggum til skringilegt hugmyndakerfi um að allir ættu að vera ofsalega feitir svo þeir gætu rúllað út í kaupfélag, og við neituðum að stunda íþróttir, mótmæltum nýbyggingu íþrótta- húss og fleira í þeim dúr. Við Bjarni Harðarson stofnuðum líka Sænsk- skagfirska félagið, en markmið þess var að sameina Svíþjóð og Skaga- fjörð. Bjarni færði sterk rök fyrir því að Skagafjörður hefði upp- haflega verið hluti af Svíþjóð en færst norður úr með landreki. Þetta var skemmtilegur tími, enda vorum við laus við sjónvarp, vídeó og tölv- ur.“ Spenna Gestir bíða spenntir eftir að fá að smakka þegar fimmtíu kíló af ostum voru borin fram í ostaveislunni. Á Facebook: Ostavinafélagið Namm Nemendur kasta sér yfir ostana í veislunni forðum á heimavistinni. Mér er sérstaklega minn- isstæður alvöru Gorgon- zola-ostur sem nánast skreið um herbergið Þeir sem vilja vita meira um ost eft- ir að hafa lesið viðtalið hér til hliðar ættu að kíkja á vefsíðuna Cheese.- com. Síðan kveðst vera númer eitt í ostaumfjöllun og rengi ég hana ekki enda ótal upplýsingar um ost á henni að finna. Á síðunni segir að um 4000 ár séu síðan byrjað var að vinna ost úr mjólk. Mörg afbrigði af osti eru til og á síðunni eru nöfn á 670 ostum sem hægt er að leita að eftir nöfn- um, áferð, þeirri mjólkurgerð sem þeir eru unnir úr eða eftir löndum. Áhugavert er að sjá að þegar Ísland er valið eru þar tvær „ostateg- undir“, ávaxtaskyr og brauðostur. Segir ekki mikið til um það úrval osta sem eru framleiddir hér á landi. Upplýsingar eru um hverja osta- gerð, einnig er hægt að lesa stað- reyndir um ost, sjá hvaða ostar henta grænmetisætum og lesa upp- skriftir sem ostar eru notaðir í svo eitthvað sé nefnt. ingveldur@mbl.is Vefsíðan: www.cheese.com Morgunblaðið/Golli Ostabúðin Það má fá margar góðar tegundir af ostum hér á landi. 670 ostategundir nefndar Góðir ostar létta lund og lífið bæta, unað veita alla stund og andann kæta. Vísa eftir Atla Harðarson, dr. Ost Umdeild orðabók um ís- lenskt slangur, sem kom fyrst út árið 1982, hefur nú verið endurútgefin í bóka- flokknum Íslensk klassík. Bókin ber titilinn Orðabók um slangur, slettur, bann- orð og annað utangarðsmál en ritstjórar hennar voru Mörður Árnason, Svavar Sigmundsson og Örnólfur Thorsson. Hún hefur verið ófáanleg um langa hríð. Slangurorðabókin var brautryðjendaverk á sinni tíð og um margt boðberi nýrra tíma í málsögunni. Margir fögnuðu útgáfu hennar og töldu kærkomna uppreisn gegn bók- stafstrú í málvöndun en aðrir fordæmdu hana fyrir upphafningu götumáls. Mörður Árnason, einn ritstjóra bókarinnar, skrifar eftirmála þar sem hann gerir grein fyrir tilurð bók- arinnar og viðtökum og veltir vöngum yfir gríð- arlegum samfélagsbreytingum á umliðnum árum – sem aftur hafa mikil áhrif á líf og dauða slang- uryrða. Bókin Orðabók um slangur, slettur og bannorð Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.