Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 18
18 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2010 „ÞAR URÐUM við varir við hóp af þekkt- um erlendum brota- mönnum sem að við snérum við og komum í burtu.“ Þessi ummæli má lesa á visir.is hinn 23. mars og eru höfð eftir yfirlögregluþjóninum á Hvolsvelli. Tilefnið er að lögreglan hafði rýmt heimili næst gosstöðvunum og sett upp vegatálma til eftirlits. Það sem slær mig og marga aðra sem ég hef talað við er að þekktir erlendir brotamenn skuli geta komist upp með það að athafna sig hér á landi og með blessun yfirvalda! Hvers vegna var þessum mönnum ekki vísað úr landi þegar þessi vitneskja lá fyrir? Svarið virðist, enn og aftur, Schengen og samningar tengdir því. Það er með ólíkindum hversu lengi íslenskir stjórnmálamenn ætla að láta það vera að ræða þá þjóðfélags- ógn sem Schengen hefur fært ís- lensku þjóðinni. Hvernig skyldi standa á því? Fólk vill fá svar við þessu. Hvaða hagsmunir íslenskra stjórnmálamanna liggja að baki því að þeir hafa búið svo um stjórn- sýsluna að hún getur ekki brugðist við jafn augljósum aðstæðum og seg- ir frá í umræddri frétt með því að vísa þessum „þekktu erlendu brota- mönnum“ úr landi án tafar. Í aðdraganda þess að við gegnum í Schengen birtust í fjölmiðlum grein- ar eftir fólk úr öllum stjórn- málaflokkum þar sem skynsemi þess að ganga í Schengen var dregið í efa. Sumir vöruðu beinlínis við því að það ástand gæti skapast sem núna er orðið staðreynd. Varnaðarorðum þessa fólks var vísað á bug af stjórn- málamönnum, sem voru hlynntir inngöngu, sem óábyrgum, barna- legum, þar væri á ferðinni fólk sem sæi ekki út fyrir torfkofann, þetta voru jafnvel útlendingahatarar. Þessi sömu orð eru nú notuð um þá sem vara við ESB-aðild. Í umfjöllun um Schengen og kosti þess má sjá ýmislegt fróðlegt á vefnum log- reglan.is. Áður en ég kem að því vil ég minna á að embættismenn og stjórnmálamenn hafa, sem dæmi, notað svo- kallað SIS-kerfi sem mikilvæga röksemd fyrir hversu þarft það er að vera í Schengen. SIS-kerfið er kerfi þar sem yfirvöld í Schen- gen-löndunum geta skráð ýmislegt, t.d. þekkta og eft- irlýsta brotamenn, til upplýsinga fyrir önnur samstarfslönd. Á vefnum logreglan.is segir: „Kemur landskerfi SIS þar að góðum notum en lögreglumenn alls staðar á landinu munu hafa aðgang að því og geta flett upp nöfnum út- lendinga sem þeir hafa afskipti af, hvort heldur er vegna venjubundins eftirlits eða af einhverju öðru sér- stöku tilefni og kannað hvort þar séu að finna upplýsingar um viðkomandi einstakling. Er eftirlit sem þetta hjá lögreglu einn af lykilþáttum þess að Schengen-samstarfið virki sem skyldi og því mjög mikilvægt að því sé sinnt af kostgæfni.“ Hér er svo sannarlega þörf á að staldra við! Með vísun til fréttarinn- ar sem ég vitnaði til hér í upphafi er rétt að spyrja hvað það er sem virk- ar? Ég get ekki séð að það hafi komið að gagni fyrir íslenska þjóðfélagið að yfirlögregluþjóninn á Hvolsvelli gat farið í SIS-kerfið og flett upp þessum erlendu glæpamönnum og fengið það staðfest að þarna voru á ferðinni er- lendir glæpamenn! Því hvað segir í fréttinni að hann hafði gert þegar þessi vitneskja lá fyrir? Jú, hann kvaddi þá og beindi þeim annað! Miðað við fréttina eru „þekkt er- lend glæpagengi“ hér með blessun stjórnvalda. Dómsmálaráðherra hefur við- urkennt opinberlega (mbl.is 23.02.’10) að úrsögn úr Schengen myndi „vissulega auka möguleika ís- lenskra yfirvalda til að framfylgja endurkomubönnum“. Sem sagt Schengen virkar ekki! Í hinu orðinu segir dómsmálaráð- herra, í sama viðtali, að ekki sé ráð- legt að ganga úr Schengen því „að ís- lensk yfirvöld stæðu samt sem áður berskjölduð gagnvart margfalt stærri hóp erlendra glæpamanna sem hér gæti hlaupið í skjól frá hand- tökuskipunum sem skráðar hafa ver- ið i SIS-kerfið“. Nú! En þegar við vorum ekki í Schengen og höfðum ekki SIS- kerfið? Hvað gerðum við þá? Svarið er: Vorum með landamæragæslu og snerum þessu liði við á landamær- unum. Bretar og Írar eru ekki í Schen- gen. Þeir fá samt aðgang að þessu „frábæra“ SIS-kerfi. Bretar hafa aldrei tekið það í mál að ganga í Schengen. Af hverju? Það er vegna þess að Bretland er eyja, segja þeir. Lögmál Schengen eiga ekki við um eyju, segja þeir. Komum aftur að fréttinni sem minnst var á hér í upphafi. Ég spyr aftur: Hvers vegna var þessum þekktu erlendu brotamönnum ekki strax vísað úr landi? Öll rök hníga að því að Ísland eigi að segja sig úr Schengen. Við eigum að halda uppi virku landamæraeftir- liti. Bretar og Írar hafa aðgang að SIS-kerfinu þótt þeir séu ekki í Schengen. SIS-kerfið er í þeirra aug- um bara enn einn gagnabankinn sem hjálpar þeim að halda uppi lögum og reglu. Það er ekkert sem bendir til annars en við gætum líka verið í sam- starfi um lögreglumál við Evr- ópuþjóðir og fengið aðgang að gagna- bönkum eins og SIS þótt við séum ekki í Schengen. Við getum vel bætt löggæsluna og eftirlit á Íslandi þannig að erlend glæpahyski sæju takmarkaðan til- gang í því að koma hingað. Dóms- málaráðherra hefur vaxið í áliti fyrir það sem hann vill og ætlar að gera í þessum málum. Rót vandans er Schengen. Þekkt erlend þjófagengi í boði Schengen og stjórnvalda Eftir Helga Helgason Helgi Helgason Höfundur er stjórnmálafræðingur. »Miðað við fréttina eru „þekkt erlend glæpagengi“ hér með blessun stjórnvalda. Í Alþingisræðu hinn 1. marz 2010, sagði for- sætisráðherra lands- ins: „Maður veltir fyrir sér: Er þetta ekki hálf- gerður hráskinns- leikur? Er þessi þjóð- aratkvæðagreiðsla ekki „marklaus“ þegar fyrir liggur annað til- boð á borðinu sem við gætum fengið? Maður veltir líka fyrir sér að ef svo færi að samningar tækjust í þessari viku, og eru bæði stjórn og stjórnarandstaða að vinna í því, er þá ástæða til að halda þessari þjóðaratkvæðagreiðslu til streitu ef það liggur allt annar og betri samningur á borðinu?“ Ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur um „marklausa“ þjóðaratkvæðið sem fór fram 6. marz 2010, vöktu heims- athygli og hlutu þá athygli ekki bein- línis fyrir að mælt væri af djúpri speki. Ætli margir landsmenn beri í hjarta hljóðar þakkir til forsætisráð- herrans, að nefna þjóðaratkvæðið „hráskinnsleik“, eða séu henni sam- mála um að þjóðaratkvæðið hafi ver- ið „marklaust“? Ummæli forsætis- ráðherrans vitna varla um virðingu hennar fyrir Stjórn- arskrá Íslands. Efnahagsstríðið sem nýlenduveldin Bretland og Holland hafa háð gegn Íslandi af grimm- úðlegri hörku, hefur fjarað út. Hið svonefnda „marklausa“ þjóð- aratkvæði almennings á Íslandi, hefur stöðvað harðsvíraðar árásir rík- isstjórna í þessum ríkj- um, sem beitt hafa fyrir sig forsendulausri kröfugerð og blygð- unarlausu ofbeldi. Ríkisstjórnir Bretlands og Hol- lands hafa haldið því fram að þær hafi greitt viðskiptavinum Icesave- útibúanna fjármuni, sem þær hafa ekki gert. Með þessar lygar að for- sendu, hafa nýlenduveldin reynt að innheimta himinháar upphæðir hjá Íslendingum og notað til þess sví- virðilegar þvinganir. Þjóðaratkvæðið hefur þaggað niðri í þessum sjóræn- ingjum og atburðarásin er loksins að verða hliðholl almenningi í landi íss og fárs. Fram að því að Landsbankinn var þjóðnýttur í október 2008, hafði bankinn árum saman greitt iðgjöld til innstæðutryggingakerfanna í Bretlandi og Hollandi. Þess vegna höfðu Icesave-útibúin í þessum lönd- um fulla tryggingavernd, þegar hrunið átti sér stað. Í Bretlandi höfðu viðskiptavinir Icesave lág- markstryggingu sem nam £50.000 (55.800) og í Hollandi lágmarks- tryggingu sem nam 100.000. Í Bretlandi greiddi Landsbankinn tryggingaiðgjöld til FSCS (Financial Services Compensation Scheme) frá desember 2001 og í Hollandi til DNB (De Nederlandsche Bank) frá marz 2006. Tryggingabæturnar sem þessir tryggingasjóðir greiddu eru miklu hærri en lágmarks-upphæðin, 20.887, sem reglur Evrópusam- bandsins skilyrða. Þar af leiðandi hefur Evrópusambandið engar lög- legar ástæður til að leggja Bretum og Hollendingum lið í efnahagshern- aði þeirra gegn Íslandi. Innstæðutryggingakerfin í Bret- landi og Hollandi eru fjármögnuð af starfandi bönkum í þessum ríkjum. Þar af leiðandi hafa réttir aðilar greitt viðskiptavinum Icesave- útibúanna tryggingabætur og rík- issjóðir landanna hafa ekki þurft að inna neinar greiðslur af hendi. Hvers vegna ætti almenningur á Íslandi að vera nauðbeygður til að bæta rík- issjóðum Bretlands og Hollands út- gjöld, sem ekki eru til staðar? Staðan er sú, að réttlát barátta al- mennings á Íslandi er að vinna sigur gegn ríkisstjórnum Bretlands og Hollands. Ríkisstjórnir þessara landa hafa ennþá einu sinni afhjúpað einbeittan vilja ríkjanna til nýlendu- kúgunar. Með réttu ættu allar þjóðir heims að sameinast gegn þessum of- beldisseggjum, sem nota sérhvert tækifæri til að gera atlögu að varn- arlausu fólki, með vopnavaldi eða með efnahagshernaði eins og beitt hefur verið gegn Íslandi. Ef íslenskir ráðamenn hefðu bein í nefinu, myndu þeir núna snúa vörn í sókn. Gera þarf kröfu um bætur úr hendi Breta, vegna beitingar hryðju- verkalaganna gegn íslenskum hags- munum. Gera verður þá bótakröfu að skilyrði fyrir frekari samræðum við nýlenduveldin um Icesave-málið. Jafnframt er forgangsmál, að af- nema lög númer 96/2009. Mikill meirihluti þjóðarinnar hafnar for- sendulausum kröfum Bretlands og Hollands. Afnema verður öll merki um þá smánarsamninga og smán- arlög sem núverandi ríkisstjórn hef- ur staðið fyrir, með einstæðum und- irlægjuhætti. Eftir Loft Altice Þorsteinsson Loftur Altice Þorsteinsson »Hvers vegna ætti almenningur á Íslandi að vera nauð- beygður til að bæta ríkissjóðum Bretlands og Hollands útgjöld, sem ekki eru til staðar? Höfundur er verkfræðingur og vísindakennari. Nýlenduveldin niðurlægð með „marklausu“ þjóðaratkvæði ÞAÐ ER með ólík- indum hvað við Íslend- ingar erum skýrsluglöð þjóð. Á hverju ári eru sennilega framleiddar hér á landi skýrslur alls konar fyrir marga milljarða króna ef allt er reiknað. Venjulegar skýrslur, ársskýrslur, áfangaskýrslur, fram- vinduskýrslur, hval- veiðiskýrslur, starfsskýrslur, byggðaskýrslur, svartar skýrslur, kolsvartar skýrslur og bara nefndu það. Þessi litla þjóð er með hundruð manna í vinnu, ef ekki þúsundir, sem hafa það helst fyrir stafni að búa til skýrslur um allt milli himins og jarð- ar. Og því lengri sem skýrslan er, þess betra fyrir land og lýð. Margir skýrslugerðarmenn kunna sér ekki hóf og hafa alveg gleymt því að oft er í löngu máli lítið sagt. Þar er netið ekki undanskilið, nema síður sé, en það er annar handleggur eins og Svejk sagði forðum. Hvað er svo gert með allar þessar blessuðu skýrslur? Jú, þeim er flett af einhverjum. Svo eru þær settar upp í hillur til augna- yndis, niður í skúffur eða hreinlega fleygt. Síðan oft ekki söguna meir. Sannleikurinn er nú sá, að það er löngu kominn tími á að segja hingað og ekki lengra. Minnka þetta skýrslufargan um 90% og banna hreinlega að opinberar skýrslur séu lengri en segjum 25 blaðsíður. Í hæsta lagi 50 ef algjör lífsnauðsyn krefur og þá með sérstöku leyfi Rík- isendurskoðunar. Spara með því há- ar fjárhæðir sem við þurfum nauð- synlega að nota í annað. Spyrja má: Er ekki heppilegra að skera niður skýrsluflóðið og hlynna til dæmis betur að einstæðum mæðrum og sjúklingum? Maður hlýtur að vor- kenna því blessaða fólki sem þarf að pæla í gegnum allt þetta skýrslufarg- an. Sjáið þingmennina okkar. Þarna sitja þeir í skýrslustökkunum og geta sig ekki hreyft! Og svo er það skýrsla skýrslnanna upp á þúsundir síðna. Guð veri með okkur. Spaugstofan hefur líka framleitt skýrslur eins og aðrir, en sá er mun- urinn, að hjá þeim drengjum er allt í myndum og mæltu máli sem allir skilja. Og það sem meira er: Húmorinn alls ráðandi! En öllu gamni fylgir nokkur alvara. Ef við þurfum til dæmis að fá að vita eitthvað um hrunið, er ekkert annað en renna yfir gamlar Spaugstofur. Þetta er allt þar. Allt sem máli skiptir frá fyrsta degi. Nú þurfum við eina nefnd og eina skýrslu í viðbót upp á til dæmis 10 blaðsíður. Sú nefnd þarf að rannsaka svart á hvítu hvað öll þessi skýrslu- gerð kostar á ári og hvað við getum sparað með því til dæmis að hafa Ís- lendingasögurnar að leiðarljósi við skýrslugerðina. Stutta og gagnorða texta, öllum til yndisauka. Nefnd- armenn ættu að vera venjulegt fólk með almenna skynsemi í lagi. Þetta er ekki margbrotið verk en þarf svo- litla útsjónarsemi. Ætti ekki að kosta mikið. Nú þurfa góðir þingmenn úr öllum flokkum að koma með laglega þingsályktun í málinu. Kannski er það til of mikils mælst. Besti flokk- urinn gæti þá hugsanlega tekið þetta upp sem baráttumál með sínum skemmtilega neikvæðu formerkjum, sem þó segja mikinn sannleika. Hver veit. Besti flokkurinn og Spaug- stofan benda á vankantana sem hvarvetna blasa við í okkar þjóð- félagi og draga það sundur og saman í beittu háði. Besti flokkurinn er yf- irlýst grínframboð. En öllu gamni fylgir nokkur alvara, jafnvel mikil al- vara. Eftir Hallgrím Sveinsson » Það er löngu kominn tími á að segja hing- að og ekki lengra. Minnka skýrslufarganið um 90% og banna að op- inberar skýrslur séu lengri en 25-50 bls. Hallgrímur Sveinsson Höfundur er bókaútgefandi og starfs- maður á plani á Brekku í Dýrafirði. Oft er í löngu máli lítið sagt MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.