Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 10
„Þessa stundina verður uppáhalds- stundin mín á föstudaginn þegar ég og Kjartan Valdemarsson píanóleikari ætlum að flytja nokkur af þeim lögum sem hafa haft hvað sterkust áhrif á mig í gegn- um árin og spjalla um ljóð og texta laganna. Þetta verður í Þjóðleik- húskjallaranum þar sem við ætlum að eiga hugljúfa kvöldstund með gestum. Annars finnst mér alltaf dásamlegt þegar börnin mín koma öll upp í á morgnana og við kúrum öll í klessu.“ Þórunn Lárusdóttir leik- og söngkona Uppáhaldsstund Þórunnar Lárusdóttur Hugljúf kvöldstund og kúr Morgunblaðið/Ernir Gulli betri Úrvalsostar sem bráðna í munni eru lostæti. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Ég verð að játa að ég hefekki sama áhuga á ostumog ég hafði áður, ég hefmeiri áhuga á karríi og hrísgrjónum núna,“ segir Hannes Björnsson, sálfræðingur og prestur, en hann er formaður hins forna Ostavinafélags. Félagið stofnaði hann þegar hann var nemandi í Menntaskólanum á Laugarvatni fyrir um þrjátíu árum. „Þetta kom held ég aðallega til af því að lífið á heimavistinni gekk út á að finna upp á einhverju sniðugu til að skemmta sér. Ég fékk félaga minn sem fór á ráðstefnu til Sviss til að kaupa óhemju mikið fyrir mig af bragð- og lyktsterkum ostum. Hann eyðilagði með þessu ferðatöskuna sína og öll fötin sem í henni voru. Sumir kvört- uðu yfir lyktinni á heimavistinni eft- ir að ég fékk þessa osta til mín. Mér er sérstaklega minnisstæður alvöru Gorgonzola-ostur sem nánast skreið um herbergið.“ Króksostur í Kaupfélaginu Hannes segir að Ostavinafélagið hafi verið mjög vinsælt. „Mig minn- ir að um 140 manns hafi skráð sig í félagið. Listinn var ógnarlangur, hann hékk á hurðinni hjá mér og Karli Björnssyni, herbergisfélaga mínum. Þessi listi náði niður að gólfi, þveraði hurðina, fór upp hurð aftur og þaðan út með vegg,“ segir Hannes og hlær að minningunni. Hann telur að hann eigi þennan lista með nöfnum félagsmanna enn í fórum sínum. Ostavinir gengu gjarnan út í kaupfélag og keyptu sér ost sem oft kláraðist á bakaleið- Ostavinur í áratugi Hann stofnaði ótal félög á sínum yngri árum, m.a Antisportistafélagið, félag um að sameina Svíþjóð og Skagafjörð og hið margrómaða Ostavinafélag. Morgunblaðið/Ernir Ostavinur Hannes kann vel við sig innan um osta. 10 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2010 Farðu að sofa blessað barnið smáa, brúkaðu ekki nokkurn fjárans þráa. Haltu kjafti, hlýddu og vertu góður. Heiðra skaltu föður þinn og móður. Svo orti hið skemmtilega skáld Kristján Níels Jónsson, öðru nafni Káinn. Vísan nefnist „Ný vögguvísa“ og er ein af mörgum gamanvísum sem Káinn orti en hann þótti alla tíð glaðlyndur og gamansamur og í meira lagi orðheppinn. Mest setti hann saman af gamanvísum en átti það til að slá á alvarlegri strengi. Í dag er 150 ára fæðingarafmæli þessa merka skálds og af því tilefni efna Kvæðamannafélagið Iðunn og Baggalútur til afmælisfundar um kímniskáldið Káinn í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi kl. 20.30 í kvöld. Steindór Andersen segir frá skáld- inu og fer með nokkrar vel valdar vís- ur. Félagsmenn Iðunnar flytja fáeinar af vísum Káins og verður gestum boðið að kveða með félagsmönnum. Svo mun Baggalútur flytja nokkur lög af plötunni Sólskinið í Dakóta. Káinn fæddist 7. apríl 1860 og lést 25. október 1936. Hann fluttist vest- ur um haf árið 1878 og bjó í Dakóta- byggðinni í Pembina þar til hann lést. Endilega... Grallaraspói Kristján Níels Jónsson var gamansamt skáld. ...kynnist Káinn Útivinnandi foreldrar í Ameríku eyða meiri tíma með börnum sínum nú en fyrri kynslóðir. Þetta sýnir ný rann- sókn sem unnin var við Háskólann í Kaliforníu. Skoðaður var fjöldi rannsókna frá árunum 1965 til 2007 þar sem Am- eríkanar voru spurðir hvernig þeir eyddu tíma sínum. Kom í ljós að sá tími sem foreldrar eyða með börnum sínum, og sérstaklega hjá foreldrum með háskólamenntun, hefur aukist mjög mikið síðan um miðjan tíunda áratuginn. Fyrir 1995 eyddi móðir að meðaltali um tólf klukkustundum á viku með börnunum sínum, árið 2007 hafði það aukist í 21,2 klukkustundir á viku hjá háskólamenntuðum konum en í 15,9 klukkustundir hjá minna menntuðum. Þótt mæðurnar virðist enn sinna foreldrahlutverkinu betur Fjölskyldan Amerískir foreldrar eyða meiri tíma með börnunum en áður Reuters Amerísk fjölskylda Hvað ætli Obama eyði miklum tíma með dætrunum? en feður hefur tími þeirra með börn- unum líka aukist. Fyrir 1995 var með- altalið um 4,5 klst. á viku en árið 2007 hafði það aukist í 9,6 klst. hjá háskólamenntuðum karlmönnum, en minna menntaðir karlar eyddu um 6,8 klst. með börnum sínum á viku. En hvaðan kemur þessi aukatími? Jú konur eyða minni tíma í að elda og þrífa heimilið og karlar eyða minni tíma í vinnunni. Þessar niðurstöður ættu að létta á samviskubiti hjá útivinnandi for- eldrum sem finnst þeir aldrei eyða nægum tíma með börnum sínum. Fleira í sambandi við fjölskyldulífið kom fram í þessari könnun, amerísk pör bíða lengur með að giftast og eignast börn en áður og skiln- aðartíðnin minnkar með hverri kyn- slóð. DANSARAR frá Al-Jeel Al-Jadeed Circassian þjóð- dansafélaginu í Amman, höfuðborg Jórdaníu, sýndu verkið „Ferð kynslóðanna“ í vikunni. Var það í til- efni af sextíu ára afmæli þjóðdansafélagsins sem virðist vera hið glæsilegasta af myndunum að dæma. Glæsilegir þjóðdansar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.