Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 6
F í t o n / S Í A AT HU GI Ð AÐ SÖ LU LÝ KU R NÚ KL . 1 6 ÞÚ TALDIR RÉTT: 2 MILLJARÐAR OG 300 MILLJÓNIR KRÓNA 6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2010 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÚRKOMAN á höfuðborgarsvæðinu síðustu fjórum mánuði hefur verið talsvert undir meðallagi og þarf að fara aftur til vetrarins 1978-1979 til að finna jafn litla úrkomu, að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræð- ings. Einar bendir á að veturinn 1978- 1979 hafi verið kaldur og þurr- viðrasamur enda hafi þá norðanáttin leikið höfuðborgarsvæðið grátt sömu mánuði og hér er miðað við, þ.e.a.s. frá desember og út marsmánuð. Með líku lagi hafi veturinn frá 1976-1977 verið mjög þurr en ástæð- an fyrir því að hér er miðað við meðaltalsúrkomu á árunum 1960- 1990 er sú að það er gert samkvæmt hefð Alþjóðaveðurfræðistofnunar- innar (WMO). Næsta tímabil stendur yfir frá 1990-2020. Mjög þurrt hefur verið í veðri á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og segir Einar að stærstur hluti úrkom- unnar í mars hafi fallið fyrstu dagana í mánuðinum. Þá vekur hann athygli á því að á þurrviðrisdögum eins og síðasta mið- vikudegi falli rakastigið niður í allt að 20% innahúss, að því gefnu að hita- stigið sé 20 gráður á Celsíus. Loftið sé þá svo þurrt að það geti leitt til ergelsis hjá fólki. Minnsta úrkoma í rúma þrjá áratugi Meðalúrkoma eftir mánuðum í mm 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 78,7 mm 75,6 mm 71,8 mm 81,8 mm 1976-1977 1978-1979 2009-2010 Meðaltal 1961-1990* * Samkvæmt reglum semAlþjóðaveðurfræðistofnunin setur (WMO) Raki í Reykjavík Í dag: 34% Við 20°C: 20% Desember Janúar Febrúar Mars 22 ,6 29 ,6 42 ,7 27 ,5 45 ,9 90 ,6 19 ,2 86 26 ,4 41 ,4 18 ,4 55 ,2  Þurrt loft getur valdið ergelsi fólks „ÞAÐ er virkilega gaman og líflegt að hafa fengið þessa hrúta svona snemma,“ segir Fanney Sigtryggs- dóttir á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi, en ærin Hadda, sem er sex vetra, bar í byrjun mars án þess að það hafi verið vitað fyrr en í vikunni sem hún fæddi. Hrútarnir eru orðnir mjög sprækir og farnir að fá sér hey með móðurmjólkinni. Þeir hoppa mikið í krónni enda oft líf í tuskunum og hornin eru þegar farin að vaxa. Það er enn snjór á jörð á Tjörnesi, svo líklega er langt í að þeir fari út til þess að bíta og því má búast við að þeir verði stórir þegar önnur lömb fara að fæðast. Þeir hafa verið nefndir Helgi og Solli eftir frænkum Fanneyjar sem báðar eiga afmæli á fæðingardegi hrút- anna, 11. mars. Morgunblaðið/Atli Vigfússon HELGI OG SOLLI HOPPANDI SPRÆKIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.