Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Morgun-blaðiðhefur vakið athygli á þeim vanda sem nú er uppi og snertir forsvar og eignarhald banka á fyrirtækjum sem eru í við- kvæmri samkeppnisstöðu. Mörg dæmi hafa verið nefnd til sögunnar og hefur Morg- unblaðið gert nokkrum þeirra skil. Framganga Arion-banka í málefnum Haga og tengdra fyrirtækja hefur vakið mikla furðu og vaxandi vantraust á þeirri stofnun og stjórnendum hennar, enda er það mál með miklum endemum og skýr- ingar og afsakanir bankans hafa ekki haldið vatni. Þótt segja megi að það mál skeri sig úr þá eru mörg önnur á ferðinni sem einnig er óþol- andi að látin séu viðgangast. Menn horfa auðvitað mjög til samkeppnisyfirvalda vegna þessa enda lög til þess að þau grípi inn í. Það má vel vera að Samkeppniseftirlitið telji sig hafa óþrjótandi tíma til að fást við mál af þessu tagi og þau eru vissulega vandmeðfarin, en þau fyrirtæki sem búa við hina skekktu samkeppnisstöðu geta ekki gefið sér tíma. Klukkan gengur á þau. Þekkt er setningin „aðgerðin heppn- aðist fullkomlega en sjúkling- urinn dó“. Það má vel vera að samkeppnisyfirvöldum muni að lokum takast að koma þess- um volaða þætti samkeppnis- mála í skaplegri farveg, en fyrirtækin sem borið hafa skaðann af ástandinu miss- erum og brátt ár- um saman kunna þá að vera komin í stöðu sjúklingsins í dæminu að fram- an, eða að minnsta kosti hafa þá þegar hlotið mikinn og óbættan skaða. Eignarhald viðskiptabank- anna þriggja sem eftir standa eftir endurskipulagningu er mismunandi. Einn er í eigu ríkisins og hinir tveir í eigu aðila sem áhöld eru um hverjir séu, svo ótrúlegt sem það nú er. En hið ólíka eignarhald hefur ekki breytt neinu um það vandamál sem reifað er hér. Lítill vafi er á að sam- krull bankanna og yfirtekinna fyrirtækja og fyrirtækja í gjörgæslu þeirra og því miður í sumum tilfellum óboðleg nálgun þeirra hefur stór- skekkt samkeppnisstöðu fjöl- margra fyrirtækja og þannig þegar valdið miklum skaða, sem fara mun vaxandi. Gjarn- an er sagt að bankarnir séu með þessari framgöngu sinni að „hámarka“ það sem þeir geta fengið upp í kröfur og þar með minnka afskriftaþörf. Þeim sé nauðugur sá kostur. Það er auðvitað þáttur sem horfa verður til, en það breyt- ir ekki hinu, að bankarnir mega ekki misnota yfirburða- stöðu sína í þeim tilgangi og vinna um leið samkeppnisað- ilum yfirtekinna fyrirtækja þung högg. Samkrull banka og yfirtekinna fyrirtækja skekkir mjög samkeppnis- stöðuna í landinu} Klukkan gengur á samkeppnisyfirvöld Heilbrigðis-ráðherrann græðir ekki á hrokafullri fram- göngu. Ráð- herrann hefur kos- ið að hjóla í forstjóra Sjúkratryggingastofnunar. Tilefnið er skrítið. Forstjórinn hafði leitað í trúnaði til Ríkis- endurskoðunar um ráð til að bregðast við reglugerð ráð- herrans, sem virtist ann- mörkum háð. Sú varúð beindist að því að koma í veg fyrir að ríkissjóður yrði af fjármunum vegna galla í reglugerðinni. Forstjórinn var ekki að hunsa reglugerðina né að þvælast fyrir því að markmið hennar fengju að ganga fram. Og þótt ráðherrann sé fullur tor- tryggni og bregði pólitískri mælistiku sinni á loft ótt og títt er það án tilefnis í þetta sinn a.m.k. Varla telur ráðherrann að ríkisforstjórinn sé í póli- tísku makki með yfirstjórn Ríkis- endurskoðunar gegn velferðar- stjórninni. For- stjórinn hefur þá farið í geitarhús að leita ullar. Vararíkisendurskoðandinn er svo sem kunnugt er mágur for- sætisráðherra velferðar- stjórnarinnar og ríkisendur- skoðandinn sjálfur er jafn vel venslaður öðrum samfylking- arráðherra í sömu ríkisstjórn. Virðist í því samhengi nær að óttast að venslin myndu vefjast fyrir endurskoðuninni við að veita ríkisstjórninni það aðhald sem bæri. Að minnsta kosti hefur þess aldrei verið getið opinberlega að þessir ágætu, háttsettu og velvensluðu emb- ættismenn hafi nokkru sinni talið sig þurfa að víkja sæti vegna athugunar á verkum og þó fremur verkleysi ríkis- stjórnarinnar. Ráðherra heggur ómaklega til ríkisforstjóra} Fjölskyldudrama í uppsiglingu? V itið þið að ef við færum beint af augum þá kæmum við næst í land á Suðurskautslandinu,“ sagði Snæbjörn vinur minn þar sem við stóðum ofan við Skógafoss og horfðum út á hafflötinn sem virtist teygja sig út í hið óendanlega í heiðskírunni. Á svona dögum minnir sjórinn mig alltaf á mjúkan rjóma og þá er auðvelt að gleyma því hvað hann getur verið ógnvænlegur. En þótt það lægi svona beint við vorum við alls ekki á leiðinni á Suðurskautslandið heldur í gagn- stæða átt þar sem jörðin hefur rifnað og blæð- ir glóandi kviku. Við vorum auðvitað komin í vímu mörgum klukkutímum áður en sást votta fyrir gosstrókunum. Kannski var það vegna óhóflegrar súrefnisinntöku á leiðinni upp brekkurnar, en aðallega var það fann- hvítur Eyjafjallajökullinn, dimmblár himinninn, mosinn, sólin og algleymið, fossarnir og svo vitneskjan um hvað beið okkar sem olli vímunni. Auk þess, þótt veraldleg gæði eigi samkvæmt bókinni að vera víðsfjarri huga manns í svona aðstæðum, þá veitir útivistin samt líka ánægju sem kallast mætti hégómleg, því það er nefni- lega svo gaman að finna hvað hlífðarfötin eru góð. Það fylgir því sigurtilfinning að geta klætt utan af sér vindkælinguna svo frostið verður bitlaust. Það er vegna þessa sem mér hefur lærst að elska ullarnærfötin mín jafnmikið og alla fallegu kjólana mína, sem ég ber þó af- ar heitar tilfinningar til. Ef ull væri ekki hluti af þessum heimi væri líf mitt sennilega allt öðru vísi og verra en það er. Á svona fallegum degi þarf ekkert eldgos til að njóta þess að vera úti í náttúrunni enda gleymdum við okkur framan af við að skoða fossana í klakaböndum. En kappið heltók okkur samt þegar nær dró gíg- unum og við fórum að heyra í hjartslættinum. Því þannig er það, djúpur bassahjart- sláttur einhvers staðar úr iðrunum þegar kvikan spýtist upp á yfirborðið. Verst að í fjallgöngu virðist aldrei neitt geta verið á næsta leiti. Eftir næsta leiti bíður nefnilega alltaf annað leiti og svo annað leiti og þetta var satt best að segja farið að vera svolítið ergjandi þegar bullandi eldhafið opnaðist okkur allt í einu og öll þreyta gleymdist. Það er auðvitað ekki hægt og því tilgangs- laust að reyna að lýsa því hversu bilað það er að hafa allt í senn fyrir augunum fullt tungl, stjörnu- bjartan himin, eldgos og norðurljós og það séð frá nátt- úrulegum áhorfendapalli í beinni augnhæð við hraun- spýjurnar. Upplifunin var allavega svo sterk að bólgnu hnén, sem emjuðu undan kílómetra númer þrjátíu og tvö á leiðinni niður, voru löngu gleymd þegar lagt var af stað í aðra ferð að gosinu áður en vikan var á enda, frá Básum í það skiptið, og sennilega er sú þriðja ekki langt undan. Sumpart er það þessi djúpi hjartsláttur sem togar fæt- urna til sín í takt við gosspýjurnar en það er líka meðvit- undin um hversu mikil forréttindi það eru að hafa vilja, vöðva og getu til að upplifa náttúruundur. una@mbl.is Una Sighvatsdóttir Pistill Eldfjallið og ég STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is F ramkvæmdastjórnin gaf skorkortið út nýverið og vakin er athygli á því á vef Neytendastofu, sem tók þátt í upplýs- ingagjöfinni fyrir hönd Íslands. Skor- kortinu er ætlað að veita ýmsar upp- lýsingar í neytendamálum og hringja viðvörunarbjöllum um starfsemi innri markaðarins og hvernig hann virkar fyrir neytendur, einkum varðandi vöruúrval, verðsamkeppni og ánægju neytenda. Skorkortið dregur m.a. fram að margvíslegar viðskiptahindranir koma enn í veg fyrir að neytendur njóti til fulls hagræðis af því að eiga viðskipti milli landa á hinum sameig- inlega innri markaði EES. Skorkortið sýnir að vöxtur í viðskiptum yfir landamæri var ekki mikill í fyrra; árið 2009 áttu 29% neytenda viðskipti í öðru ríki ESB eða EES, hlutfallið var 25% árið 2008, og í fyrra stunduðu 25% smásala sölu til annars ríkis. Sýna fyrri skýrslur ESB að slík við- skipti mistakast í 60% tilvika. Fram- kvæmdastjórn ESB hyggst markvisst ryðja öllum hindrunum úr vegi og hef- ur gert sérstakan aðgerðalista í því sambandi. Meðal aðgerða er að sam- ræma betur reglur og auðvelda neyt- endum að leysa ágreiningsmál í við- skiptum milli landa. Kreppan eykur meðvitundina Kvartanir til Neytendasamtakanna vegna viðskipta á milli landa eru ekki margar enn sem komið er en hins veg- ar hefur kvörtunum til Neytendastofu vegna viðskipta innanlands fjölgað verulega. Er fjöldi kvartana hér með því mesta sem þekkist í Evrópu, mið- að við höfðatölu. Aðeins voru kvart- anir fleiri hlutfallslega í Bretlandi og Þýskalandi árið 2008. Einnig er mikið um kvartanir verslana vegna villandi auglýsinga samkeppnisaðilans. Könn- un hér á landi í fyrra sýndi að 55% smásöluverslana höfðu orðið vör við villandi auglýsingar frá árinu 2007, sem er meira en í nokkru öðru Evr- ópuríki (sjá töflu). Hjördís Björk Hjaltadóttir, lög- fræðingur hjá Neytendastofu, segir að átak hafi verið gert í því árið 2008 að skrá kvartanir betur niður og það skýri aðallega mikla fjölgun kvartana. Þróunin hafi haldið áfram á síðasta ári, þó að endanlega tölur liggi ekki fyrir, en vísbendingu um aukninguna má sjá í fjölgun ákvarðana Neyt- endastofu hér til hliðar. Hjördís segir engan vafa leika á því að efnahagskreppan hafi gert ís- lenska neytendur virkari og meðvit- aðri um rétt sinn. Einnig sé búið að bæta löggjöfina og búa til betri tæki til að fylgjast með neytendamálum. Skorkort ESB sýni ennfremur að eft- irlitið hér sé gott í samanburði við önnur lönd. Hins vegar megi efla kannanir meðal neytenda hér. Undir þetta tekur Jóhannes Gunn- arsson, formaður Neytendasamtak- anna. Neytendamál á Íslandi hafi færst í betra horf á seinni árum en alltaf sé hægt að gera betur, t.d. mætti auka kynningu á Evrópsku neytendaaðstoðinni sem samtökin annast hér á landi. Eftir að kreppan skall á gengur fólk harðar eftir sínum rétti og er bet- ur meðvitað, segir Jóhannes. Íslensk fyrirtæki séu einnig ágætlega með- vituð um hvort keppinauturinn sé að fara á svig við lög og reglur. Vonandi muni þessum kvörtunum fyrirtækja fækka þegar menn sjái að ekki sé hægt að komast upp með blekkjandi auglýsingar eða viðskiptahætti. Taka þurfi hart á slíkum brotum. Villandi auglýsingar 80 70 60 50 40 30 20 10 0 % F R LU LV B E U K N L IE FI AT D E D K EU 27 IT ES SE N O SK M T RO P L CY PT B G EE CZ H U SI LT EL IS Tilkynningar verslana Tilkynningar neytenda Heimild: Framkvæmdastjórn ESB - Skorkort neytendamála Staða neytenda hefur versnað í Evrópu Skorkort neytendamála, sem framkvæmdastjórn ESB gefur út, sýnir verri stöðu neytenda í Evr- ópu. Enn eru ýmsar hindranir í vegi fyrir viðskiptum yfir landa- mæri. Staða neytendamála hér á landi virðist þó hafa batnað og neytendur eru meðvitaðri en áður. Ef fram heldur sem horfir mun Neytendastofa afgreiða mun fleiri mál á þessu ári en því síðasta. Á fyrstu þremur mánuðum ársins var ákvarðað í 15 málum og mun fleiri eru nú til umfjöllunar hjá embætt- inu. Alls var ákvarðað í 38 málum á síðasta ári, sem er aukning um 72% frá árinu 2007. Sífellt fleiri kvart- anir berast einnig til Neytenda- stofu. Tölur síðasta árs liggja ekki endanlega fyrir en hætt er við að þær verði mun hærri en 1.300 sem varð raunin 2008. Hlutfallslega eru þetta með mestu kvörtunum meðal Evrópuríkja, eða 26 á hverja þús- und íbúa árið 2008. Hlutfallið var mest í Bretlandi það ár, 60 á hverja þúsund íbúa. 2007: 2008: 2009: 2010: (jan-mars) Ákvarðanir Neytendastofu 22 30 38 15 Kvartanir til Neytendastofu 2007: 2008: 662 1.330

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.