Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2010 ✝ Birna Árnadóttirfæddist í Reykja- vík 26. október 1938. Hún lést á Landspít- alanum 24. mars 2010. Foreldrar hennar voru Ásdís Krist- insdóttir og Árni Jó- hannesson. Birna var fjórða í röðinni af 6 systkinum, hin eru Valdimar (látinn), Karl, Kristín Eva, Soffía Ingibjörg og Anna. Fyrstu æviárin bjó fjölskyldan við Njálsgötu í Reykjavík en vorið 1950 fluttust þau í Kópavog þar sem Birna bjó æ síðan. Birna fór snemma út á vinnumark- aðinn en eftir að börnin fæddust sá hún alfarið um uppeldi þeirra. Eiginmaður Birnu var Stein- grímur Heiðar Steingrímsson, hann lést 24. desember 2001. Eiga þau 5 uppkomin börn. Elstur er Árni, áður giftur Maju Jill Einarsdóttur, börn þeirra eru þrjú, Kolbrún Nadira, Friðrik og Valdimar, sambýliskona Árna er Valborg Björgvinsdóttir. Jó- hanna Steingrímsdóttir, áður gift Guðmundi Guðmundssyni, þau eiga soninn Ólaf Helga, seinni maður hennar er Stefán Árni Arngrímsson, þau eiga þrjá syni, Jóhannes, Arn- grím og Árna Stein. Birna Stein- grímsdóttir, áður gift Kristjáni Haukssyni, þau eiga tvo syni, Jóhann og Steingrím Óla, Birna er gift Haf- þóri Frey Víðissyni. Ásdís, gift Gunn- ari Carli Zebitz, þau eiga tvö börn, Ásdísi og Guðmund. Sigríður, áður gift Hlyni Sveinbergs- syni, þeirra börn eru tvö, Sólveig og Páll Heiðar, sambýlismaður Bjarki Þór Sigurðsson og eiga þau synina Sigurð Pétur og Baldvin Snæ. Barna- barnabörnin eru orðin 8 og fleiri á leiðinni. Alla ævi hafði Birna brennandi áhuga á póli- tík og var flokksbundin Framsóknarkona frá því fyrir tvítugt. Hún var einn af stofnendum Freyju, félags Framsóknarkvenna í Kópavogi og sat í fyrstu stjórn þess, var í formennsku 2 tímabil og gegndi störfum gjaldkera þess í mörg ár. Um margra ára skeið starfaði Birna í Orlofsnefnd húsmæðra í Kópavogi fyrir Freyju og var formaður þeirrar nefndar þar til hún lést, þar var hún oft sem leiðsögumaður í hinum ýmsu ferðum, einnig starfaði hún í Mæðra- styrksnefnd Kópavogs í mörg ár. Síð- astliðin ár var Birna í ferlinefnd fatl- aðra hjá Kópavogsbæ og einnig sat hún í stjórn Framness sem rekur húsnæði Framsóknarflokksins á Digranesvegi 12 og var einn af hlut- höfum þess. Birna starfaði sem sjálf- boðaliði í Ellimálaráði Þjóðkirkj- unnar á vegum Kársnessóknar en það starfar ekki ósvipað og heim- sóknarvinir Rauða krossins, þ.e. far- ið er í heimsókn til fólks og því stytt- ar stundir. Útför Birnu fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag, 7. apríl 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Hún mamma er dáin. Það er erfitt að hugsa til þess að við sjáumst ekki aftur. Alltaf tók hún á móti mér með bros á vör er ég kom í bæinn og gisti hjá henni. Hún var ótrúlega góð og gerði allt fyrir alla en gleymdi alveg sjálfri sér. Alltaf gat hún passað barnabörnin sín ef til hennar var leitað. Alveg var það eins með allar kon- urnar sem hún var með í ferðalög- unum í kvennaorlofsferðunum. Hún var fararstjóri í mörgum ferðum til útlanda og líka hér innanlands. Hún hugsaði fyrst og fremst um konurn- ar sínar, svo kannski um sig. Hún gaf ótrúlega mikið af sjálfri sér. Ég sakna hennar ótrúlega mikið og finnst ég vera langt frá henni. Ég veit að hún er komin til pabba, sem hún saknaði mikið og að nú líður þeim vel. Ég var búin að láta pabba vita af henni og hann beið eftir að hún kæmi. Nú er veikindum hennar lokið og henni líður vel. Hvíl í friði og guð veri með þér, mamma. Ég geymi þig í hjarta mér. Þín dóttir, Jóhanna. Elsku mamma, okkur skilur að um tíma dauðans hönd. Þó að hvíld sé þreyttum blessun, og þægur byr að ljóssins strönd. Þó er jafnan þungt að skilja. Þokast nær mörg fögur mynd, þegar hugur krýpur klökkur, kær við minninganna lind. Sérhvert barn á mætri móður margt að þakka, er samvist dvín. Yfir brautir æskubreka okkur leiddi höndin þín. Því við bindum þöglum huga, þýtt, með hlýrri vinamund þakkarkrans, sem tregatárin tállaus vökva á kveðjustund. Vertu blessuð, elsku amma, okkar hugsun með þér fer yfir hafið hinum megin horfnir vinir fagna þér. Þó við dóminn skapa ei skiljum, skýrist margt við kærleiks yl. Lítil barnssál líka getur leitað, saknað, fundið til. Vinakveðja okkar allra er hér borin fram í dag, kærleikshlý við hvílu þína, er klukkur leika sorgarlag. Fögur samstarfsmanna minning mestur dýrðarsjóður er. Blítt á leiði blómum vaggar blærinn, sem um dalinn fer. (Höf. ók.) Þín dóttir, Birna (Bidda) og fjölskylda. Elsku mamma! Síðustu dagar hafa verið mjög óraunverulegir, við systkinin á fullu að undirbúa allt fyrir jarðarförina þína. Það er svo sannarlega nokkuð sem við vildum að við hefðum ekki þurft að gera nærri strax. En þú vissir vel að það stefndi í þetta, sem og við systkinin. Ég er ofboðslega fegin að hafa verið hjá þér síðustu dagana þína, við gátum klárað að skrifa í bókina hans Guðmundar, Amma segðu mér. Það verður gam- an að geta rifjað upp þína barnæsku í gegnum bókina og allt hitt sem við skrifuðum í hana. Við náðum alla vega að klára hana og svo lásum við saman bókina hennar Maju að mig minnir, Fallen Angel. Mér fannst eiginlega hálf ótrúlegt að þú skyldir alveg skilja þegar ég var að lesa fyr- ir þig á ensku en þú náðir alla vega inntakinu og ég gat gert mér í hug- arlund eftir að hafa einungis lesið síðustu blaðsíðurnar, hversu svaka- leg bókin er. Þegar þú fórst í fyrstu spítalalot- una þína í október sögðu læknarnir þér að nú yrðir þú að fara að hætta að hugsa um aðra og fara að hugsa um sjálfa þig og það var einmitt það sem var á dagskránni. Í denn hafð- irðu unun af því að lesa en hafðir ekki gefið þér tíma til þess í mörg ár svo núna var loksins aftur komið að því. Þú náðir að klára þessa bók en fleiri urðu þær ekki. Ég hef hins vegar alveg fengið þessi gen frá þér því ef það er eitthvað sem ég get eytt peningunum mínum í, þá eru það bækur og það er árviss viðburð- ur að ég tapi mér á bókamarkaði for- laganna eins og ég gerði rétt áður en þú kvaddir okkur. Eitt er það sem ég gerði mér aldr- ei almennilega grein fyrir en það er þetta með hjartagæskuna og plássið sem þið pabbi áttuð fyrir alla. Á upp- vaxtarárum okkar systkinanna var alltaf nóg pláss fyrir alla og var ekk- ert tiltökumál þegar Anna frænka, Ásdís frænka, Sigursteinn frændi og Guðbjörg frænka þurftu gistingu til lengri tíma, að vísu öll á misjöfnum tíma, enda litu Anna og Ásdís á ykk- ur pabba sem aðra foreldra sína. Við eigum okkar minningar sam- an, t.d. unnum við saman á sínum tíma í bakaríinu og ræddum við ein- mitt um þá tíma núna um daginn. Engu að síður eru síðustu dagar ein- hver besta minningin mín en jafn- framt sú erfiðasta. Þú varst orðin svo veik undir það síðasta en þegar þú varst vakandi spjölluðum við um heima og geima og ég var með dikta- fóninn með mér og tók stundum upp svo ég gæti t.d. skráð niður í bókina góðu. Ég á eftir að hlusta á röddina þína og rifja upp þegar ég sat við hliðina á rúminu þínu og við spjöll- uðum um æskuárin þín og ýmislegt fleira. Þið pabbi áttuð mörg ár saman og einhvern morguninn í liðinni viku sagðir þú mér að þig hefði dreymt hann og hann hefði sagt að þetta myndi allt lagast og þú trúðir því. Auðvitað gerði það það þegar þú fórst yfir þar sem hann hefur tekið á móti þér með bros á vör, ánægður með að núna væru engir verkir og að allt væri í „himnalagi“. Ég trúi því líka statt og stöðugt, enda hefðir þú aldrei viljað lifa lífinu nema til fulls, þú varst alveg búin að segja okkur það. Núna erum við systkinin sjálf orðin höfuð hverrar fjölskyldu fyrir sig, þar sem þið pabbi eruð bæði far- in. Elsku mamma, ég elska þig og sakna þín óskaplega, skilaðu ástar- kveðju til pabba frá mér. Þín, Ásdís. Elsku mamma. Þessi orð eru skrifuð með miklum söknuði í hjarta og augun full af tárum. Við áttum svo ótrúlega margar góðar stundir saman enda var ég dugleg við að flytja aftur heim og alltaf var mér og minni fjölskyldu tekið opnum örmum. Þú varst stoð mín og stytta á erfiðum tímum. Ég átti yndislega barnæsku, þú varst svo dugleg að sinna okkur Birna Árnadóttir✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN BÖÐVARSSON, fyrrverandi skólameistari, lést á Landspítalanum í Fossvogi á páskadag. Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju mánudag- inn 12. apríl kl.13:00. Guðrún Erla Björgvinsdóttir Björgvin Jónsson Sigríður Dóra Magnúsdóttir Böðvar Jónsson Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir Sigríður Jónsdóttir Ásthildur Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, FJÓLU GÍSLADÓTTUR, Sléttuvegi 13. Gunnlaugur Lárusson, Stefanía Erla Gunnlaugsdóttir, Lárus Gunnlaugsson, Kristín Jóna Jónsdóttir, Jónína Gunnlaugsdóttir, Margrét Gunnlaugsdóttir, Jón Rafn Gunnarsson, Ólöf Kristín Magnúsdóttir, Carl Möller, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, EIRÍKUR SIGURJÓNSSON frá Sogni í Kjós, síðast til heimilis Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, sem lést á St. Jósefsspítala fimmtudaginn 25. mars, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 8. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Landssamtökin Þroskahjálp. Guðný Gísladóttir. ✝ Þökkum auðsýnda samúð, vinarhug og hluttekningu vegna andláts og útfarar GUÐMUNDAR SIGURJÓNSSONAR frá Flatey. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd ættingja, Guðný Hólmgeirsdóttir. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AUÐAR EIÐSDÓTTUR, er lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 23. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Aðstandendur vilja þakka starfsfólki Hrafnistu og Pétri Thorsteinssyni lækni, fyrir góða umönnun. Eiður Baldur Hilmisson, Heide Wiek, Ásgrímur Hilmisson, Ása Sigríður Sverrisdóttir, Hilmir Hilmisson, Ingibjörg Elín Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, GUÐRÚN THEODÓRA SIGURÐARDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans að kvöldi skírdags, 1. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Sigríður Steinunn, Eiríkur og Sigurður Sverrir Stephensen. ✝ Elskulega móðir mín, vinkona, dóttir og systir, GUÐMUNDA MAGNEA GUNNARSDÓTTIR, sem lést á heimili sínu mánudaginn 29. mars, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 8. apríl kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnar Sigmar Kristjánsson, Svavar Bergmann Indriðason, Sigríður Magnúsdóttir, Ásthildur Gréta Gunnarsdóttir, Margrét Jenný Gunnarsdóttir, Óskar Tryggvi Gunnarsson. Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á for- síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.