Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 28
28 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2010  Breskur kvikmyndagerðar- maður, Adnan Sarwar, segist á vefnum last.fm vilja komast í sam- band við íslenska tónlistarmenn. Hann hafi áhuga á því að nota ís- lenska tónlist í verk sín. Og af hverju íslenska? Jú, af því hún sé sú allra besta í heimi hér. Um kappann má lesa á adnansarwar.com. Óskar eftir að fá að nota íslenska tónlist Fólk MIÐASALA hefst í dag í framhaldsskólum lands- ins á Söngkeppni framhaldsskólanna sem verður haldin á laugardaginn í Íþróttahöllinni á Akur- eyri. Keppnin á tvítugsafmæli í ár og verður því sérstaklega glæsileg, 32 skólar taka þátt og 2000 miðar eru seldir. Það má því búast við fjöri fyrir norðan um helgina. Einar Ben hjá AM Events, fyrirtækinu sem skipuleggur keppnina, segir að fjórar hljóm- sveitir muni troða upp í keppninni og þær ekki af verri endanum: Bloodgroup, Bermuda (sem sér einnig um undirleik fyrir keppendur), Erpur og Atli og Dikta. Dikta stígur síðust á svið. Erp- ur Eyvindarson verður kynnir. „Við vildum fara alla leið með þetta,“ segir Einar. Í ár verði sérstök áhersla lögð á ballið en sá gleðskapur hafi hingað til verið í auka- hlutverki. Söngkeppnin sé í raun tónleikar og ball í einum pakka. „Þessi aldurshópur hefur ekki oft tækifæri til að sjá svona stórar hljóm- sveitir og okkur finnst það rökrétt framhald á því sem við erum að gera að þessir krakkar hafi aðgengi að bestu böndum landsins líka,“ segir Einar. Verðlaun fyrir sigurvegara keppninnar verða déskoti fín, utanlandsferð, sími, tímar í hljóðveri og svo eitthvað óvænt. Herlegheitin hefjast kl. 19.35 og verða sýnd í beinni útsendingu og órugluð á Stöð 2. Einar segir að um 6% fram- haldsskólanema komist á keppnina, miðað við tölur frá Hagstofunni um fjölda framhalds- skólanema. helgisnaer@mbl.is „Vildum fara alla leið með þetta“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Söngkeppnin Skrautlegir söngvarar í fyrra.  Gítarleikarinn Björn Thorodd- sen hélt tónleika með einum þekkt- asta gítarleikara Japans, Kazumi Watanabe, og hljómsveit hans 2. apríl sl. Tónleikarnir fóru fram í þekktustu djassbúllu Tókýó, Pit Inn. Watanabe var þar að fagna 40 ára starfsafmæli en hann hefur leikið með mönnum á borð við Tony Levin, Bill Bruford, Sly and Robbie, Wayne Shorter, Patrick Moraz, Marcus Miller, Richard Bona og Peter Erskine. Þá léku Björn og Kazumi einnig í íslenska sendi- ráðinu þar í borg degi síðar. Það má því sannarlega segja að Björn geri það gott í Japan. Lék með einum þekkt- asta gítarista Japana  Jónsi, jafnan kenndur við Sigur Rós, sagði frá því í þættinum Rokk- landi í gærkvöldi að hann vildi gjarnan að Páll Óskar Hjálmtýsson keppti aftur fyrir hönd Íslands í Evróvisjón og að hann hefði meira að segja samið lag sem Páll gæti sungið. Ætti kannski að sleppa Söngvakeppni Sjónvarpsins 2011 og láta Jónsa og Palla um þetta? Jónsi með lag tilbúið handa Páli Óskari Á MORGUN kemur út platan Skúli mennski og hljómsveitin Grjót. Af þessu tilefni munu Skúli og Grjót fagna plötunni víða á útgáfudegi, en á einhverjum stöðum mun Skúli troða einn upp með gítar. Er þá bæði farið eftir skipulagðri dag- skrá og stokkið inn óvænt, eins og því er lýst í tilkynningu. Herlegheitin hefjast eldsnemma í fyrramálið, kl. 7 á Café Roma við Rauðarárstíg. Tveimur tímum síðar verður fagnað á Tíu dropum á Laugavegi, kl. 11 í Kaffitári í Bankastræti og þaðan haldið á Hornið í Hafnarstræti og spilað kl. 12. Klukkustund síðar er það svo Glætan, bókakaffi, við Laugaveg og kl. 15 verslun Hemma og Valda við sömu götu og örfáum metrum frá Glætunni. Ekki má svo sleppa Súfistanum við Lækjargötu, tónlist flutt þar kl. 17 og um kvöldið verður svo slúttað á Café Rosenberg við Klapparstíg. Plata Skúla mennska og hljóm- sveitarinnar Grjóts var tekin upp í Tankinum í Önundarfirði, 1.-4. mars, en um upptökur sá Önundur Hafstein Pálsson. Á plötunni eru tíu lög og textar eftir söngvarann Skúla Þórðarson, þ.e. Skúla mennska. Skúli syngur um allt milli himins og jarðar, m.a. barlíf, fjöl- skyldulíf, yfirbót, ástarþrá og lífs- hlaup frelsarans. Grjót skipa þeir Dagur Bergsson hljómborðsleikari, Halldór Gunnar Pálsson gítarleikari, Óskar Þor- marsson trommuleikari, Una Svein- bjarnardóttir fiðluleikari og Valdi- mar Olgeirsson bassaleikari. Skúli mennski og Grjót komu ný- verið fram á Aldrei fór ég suður við góðan orðstír. helgisnaer@mbl.is Skúli og co Óskar, Dagur, Halldór (í miðju), Skúli og Valdimar. Á myndina vantar Unu Sveinbjarnardóttur. Julia Staples tók myndina. Barlíf, yfirbót, ástarþrá og lífshlaup frelsarans  Skúli mennski og Grjót spila í miðbæ Reykjavíkur Eftir Hólmfríði Gísladóttur holmfridur@mbl.is TVEIR nemendur við Kvikmynda- skóla Íslands, þær Hrefna Hagalín og Kristín Bára Haraldsdóttir, luku í fyrradag tökum á nýrri stuttmynd sem er útskriftarverkefni þeirra frá skólanum. Myndin hefur hlotið nafnið Knowledgy en handritið skrifaði Hugleikur Dagsson að beiðni stúlknanna. „Við hittum hann bara úti á götu,“ segir Kristín Bára og hlær þegar hún er spurð um aðkomu Hugleiks, en auk hans fengu þær sér til að- stoðar Krumma Björgvinsson sem sér um tónlistina, Evu Lind Hösk- uldsdóttur klippara og sex úrvals- leikara; Ingvar E. Sigurðsson, Nínu Dögg Filippusdóttur, Þorstein Bachman, Leo Fitzpatrick, Jody Flader og Noua M. Phoenix. Svört kómedía Kristín segir lokaverkefni úr kvikmyndaskóla verða nafnspjald kvikmyndagerðarmannsins og það sé meðal annars þess vegna sem þær hafi viljað hafa verkefnið veg- legt. „Við ætlum að hafa þetta flott og halda sýningar erlendis og svona. Við höfum haft allt besta fólkið með okkur, eins og Árna Filippus töku- mann, og náttúrlega frábæra leik- ara og tæknifólk, þannig að þetta er bara alvöru mynd, ekkert eins og skólaverkefni eru kannski yfirleitt,“ segir hún. Myndin, sem er svört kómedía, verður um það bil 17-18 mínútur að lengd og fjallar um skiptinemann Michael sem stundar nám í kvik- myndaskóla í Reykjavík og leigir herbergi hjá íslensku pari sem er við það að vígjast inn í bandarískan sértrúarsöfnuð. Michael fær leyfi til að gera heimildarmynd um ferlið en hefur ekki hugmynd um hvað hann er flæktur í. Skólinn fékk Dag Kára Pétursson til þess að leiðbeina nemendunum með verkefnin sín og voru stelp- urnar duglegar að nýta sér það. „Við réðum því hversu mikið við nýttum okkur þetta en við gerðum það mikið og hittum hann vikulega,“ segir Hrefna. Ekkert stórmál En það voru stelpurnar sjálfar sem stóðu að því að setja teymið saman og lýsa þær því báðar þannig að það hafi einfaldlega gerst með því að hringja ótal símtöl og að ein- hverju leyti með því að nýta þau tengsl sem þær höfðu, en áður hafa þær meðal annars komið að gerð auglýsinga og tónlistarmyndbanda. „Okkur finnst það skrýtið að fólki finnist þetta stórt,“ segir Kristín um umgjörðina utan um stuttmyndina. „Þetta er bara skemmtilegt fyrir okkur, við höfum unnið í þessu síð- ustu fimm mánuðina og þetta er bara gaman,“ segir hún. Myndin verður frumsýnd 22. maí ásamt öðrum lokaverkefnum skól- ans en til stendur að halda fleiri sýningar hér á landi eftir það. „Síð- an höldum við sýningu úti í New York á stað sem heitir Lit, sem er bar og gallerí. Þegar við vorum að æfa með leikurunum fórum við þangað og kynntumst eigandanum og hann bauð okkur að halda sýn- inguna í galleríinu,“ segir Hrefna að lokum. Lokaverkefnið nafnspjald Við tökur Frá vinstri: Hugrún, Flader, Nína Dögg, Fitzpatrick, Ingvar E., Phoenix og Kristín Bára.  Tveir nemar við Kvikmyndaskóla Íslands vinna að metnaðarfullu lokaverk- efni  Framleiða og leikstýra stuttmynd eftir handriti Hugleiks Dagssonar Leo Fitzpatrick er sennilega þekktastur fyrir hlutverk sitt í myndinni Kids, þar sem hann lék hinn óviðfelldna Telly. Jody Flader er svo til nýút- skrifuð úr námi en hefur leikið í ýmsum leikhúsum í New York og hefur einnig komið fram í gestahlutverkum í þáttunum Gossip Girl og Law&Order. Noua M. Phoenix er sjón- varps- og kvikmyndaleikari í Japan. Erlendu leikararnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.