Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2010 ákveðið að losa sig við hana, þ.e. að persónan sem hún lék í þáttunum, Edie Britt, myndi deyja. Sheridan fer fram á 20 milljónir dollara í bæt- ur fyrir þetta. Sheridan segir Cherry hafa dreg- ið sig afsíðis og slegið sig utan undir. Hann mun síðar hafa beðið hana af- sökunar. Þá segir í kærunni að afar óvenjulegt sé að fórna jafnvinsælli persónu og Britt hafi verið í þátt- unum án þess að leikari hafi farið fram á það. NICOLLETTE Sheridan, leik- konan sem þekktust er fyrir að leika í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdar eiginkonur, hefur kært höfund þáttaraðanna og framleiðanda, Marc Cherry, fyrir líkamsárás og fyrir að hafa slitið starfssamningi hennar með ólögmætum hætti. Sheridan segir Cherry hafa slegið sig í andlitið í september árið 2008 eftir að hún spurði hann út í handrit þáttar. Þegar hún hafi tilkynnt þetta framleiðendum þáttanna hafi þeir Kærir höfund Aðþrengdra eiginkvenna Sheridan Segir framleiðandann Marc Cherry hafa löðrungað sig. Bandaríski listamaðurinnLawrence Weiner semsýndi í i8 galleríi áListahátíð fyrir fimm ár- um, auk þess að varpa „öndveg- issúlum“ í sjóinn og dreifa barm- merkjum, er nú mættur aftur til leiks á opnunarsýningu gallerísins í nýju húsnæði í Tryggvagötu, skammt frá höfninni í Reykjavík. Weiner er alþjóðlega þekktur mynd- listarmaður og telst frumkvöðull í konseptlist á sjöunda áratug 20. ald- ar. Það andaði köldu frá opnu hafi og sterkir vindar blésu við dyr gallerís- ins þegar undirituð lagði leið sína á sýninguna. Inni í hinu bjarta rými, þar sem hátt er til lofts, hefur Wei- ner útbúið tákn á vegg sem rímuðu við hressileg veðuröflin þennan dag: milli sterkrauðra sviga eða horn- klofa sveiflast tvíræð svört lína, með hreyfingu uppávið og þó niður áður en yfir lýkur. Á súlu í miðju rýminu eru innrömmuð verk sem einnig gefa til kynna hreyfingu og nálægð við víðáttu og haf. Á veggjum beggja vegna við inngang eru verk í formi texta, á íslensku og ensku, sem lýsa útþenslu og þanþoli. Textaverkin gæðir Weiner sjónrænni spennu með því að tefla saman skáhreyfingu og þyngd þar sem massífir, svartir stafir eru límdir á gyllta og silfurlit- aða fleti, þyngd sem endurspeglar eiginleika eðalmálmanna gulls og silfurs en þessir málmar búa þó jafn- framt yfir rafeindahreyfingu, eða rafleiðni. Þá er spenna fólgin í mót- sagnakenndri merkingu textanna þar sem lesandi sér „takmörkun óstöðugleika“ og „þolmörk sveigj- anleika“. Innsetning Weiners er velheppn- uð tilraun, í senn póetísk og dýna- mísk, til að mynda (í senn að mynd- gera og orða) eðliseiginleika orku. Sýningin byggist á rýmisinnsetn- ingu en huglæg virkni hennar teng- ist stöðu sýningargesta og afstöðu til efnisveruleikans og umheimsins, sýningarstaðar jafnt sem ytri staða og staða innra með manni. Weiner undirstrikar hina huglægu afstöðu með vísun í sælureitinn, Arkadíu, sem hvarvetna má finna en sem gengið getur úr greipum þegar minnst varir. Et in Arcadia ego hef- ur verið túlkað sem áminning um dauðann – en líta mætti svo á að „áminning“ Weiners fjalli um um- breytingu (lífs)orku, eða hvernig orka breytir um farveg: hún er innan sviga en um leið eru svigarnir áfang- ar á nýrri leið; út, inn, áfram og frá, samkvæmt nokkurs konar leiðarvísi listamannsins á öndvegissúlu gall- erísins. Allra átta Morgunblaðið/Ernir Áminning Verk Iawrance Weiner. i8 gallerí Lawrence Weiner bbbbn Til 8. maí 2010. Opið þri.-fö. kl. 11-17, lau. kl. 13-17 og eftir samkomulagi. Að- gangur ókeypis. ANNA JÓA MYNDLIST Morgunblaðið hefur tekið upp nýja ritstjórnarstefnu í lista- og bókmenntaumfjöllun sem felst í því að allir gagnrýnendur blaðsins eru skyldaðir til að gefa stjörn- ur með dómum. Undirrituð hefur nú um stund verið eini gagnrýnandi blaðsins sem ekki hefur gefið stjörnur en mun framvegis þurfa að gera það þrátt fyrir að vera því mótfallin. Ég tel slíka einkunnagjöf ekki viðeigandi mat eða mælikvarða á starf listamanna og hef áður skrifað um það grein hér í blaðið (16. apríl 2008). Þegar lagt er mat á listaverk í rituðu máli ber gagnrýnandanum að láta það mat koma fram í orðræðu sinni. Þá á ég ekki einvörðungu við lýsingarorð um ágæti eða galla verka, heldur alla umsögnina (þ.m.t. lýsingu verka og sýn- ingar, túlkun, listsögulegar skírskotanir og aðrar vís- anir á merkingarsamhengi, o.s.frv.). Ég verð þess iðulega vör að erfitt er að sjá tengslin milli umsagnar gagnrýnenda og þess stjörnufjölda sem þeir veita. Enda eru ekki til viðmiðunarreglur um það sem sýning eða listaverk þarf að hafa til að bera til að ná tilteknum stjörnufjölda. Fyrir vikið verður stjörnu- gjöf hendingarkennd og getur dregið úr gildi og trú- verðugleika þess sem gagnrýnandinn hefur raunveru- lega að segja. Ég á því tvo kosti og hvorugan góðan. Annars vegar að hætta að skrifa í blaðið í ljósi afstöðu minnar. Með því að gera stjörnugjöfina að úrslitaatriði væri ég þó jafnframt að gera of mikið úr vægi hennar; ég tæki þátt í því að setja stjörnurnar á stall. Mér finnst virðing- arvert að Morgunblaðið skuli þrátt fyrir allt enn birta umfjöllun sjálfstæðra og sérhæfðra gagnrýnenda um listviðburði. Ég kýs að taka áfram þátt í þeirri menning- ariðju en undirstrika að mat mitt á myndlist kemur fram í því sem ég hef um hana að segja á móðurmálinu. Anna Jóa. Yfirlýsing um stjörnugjöf BRESKI leikarinn Corin Redg- rave er látinn, sjötugur að aldri. Redgrave var af leikaraættum, sonur Michaels Redgrave og bróðir hinna þekktu leikkvenna Vanessu Redgrave og Lynn Redgrave. Corin Redgrave lék í fjölda kvikmynda á ferli sínum, m.a. Four Weddings and a Funeral, og fjölda breskra sjónvarpsþátta. Redgrave látinn Corin Redgrave Var virtur leikari. 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Faust HHHH IÞ, Mbl Gauragangur (Stóra svið) Mið 7/4 kl. 20:00 Fim 22/4 kl. 20:00 K.9. Lau 22/5 kl. 20:00 Fim 8/4 kl. 20:00 Fös 23/4 kl. 20:00 Fös 28/5 kl. 20:00 Fös 9/4 kl. 20:00 Fim 29/4 kl. 20:00 K.10 Sun 30/5 kl. 20:00 Lau 10/4 kl. 16:00 K.4. Fös 30/4 kl. 20:00 K.11 Fös 4/6 kl. 20:00 Lau 10/4 kl. 20:00 K.5. Fös 7/5 kl. 20:00 Lau 5/6 kl. 20:00 Fös 16/4 kl. 20:00 K.6. Lau 8/5 kl. 20:00 Fös 11/6 kl. 20:00 Lau 17/4 kl. 16:00 K.7. Sun 9/5 kl. 20:00 Ný auka Lau 12/6 kl. 20:00 Lau 17/4 kl. 20:00 Mið 12/5 kl. 20:00 Mið 21/4 kl. 20:00 K.8. Fös 21/5 kl. 20:00 Eftir Ólaf Hauk Símonarson - tónlist Nýdönsk Faust (Stóra svið) Sun 11/4 kl. 20:00 Ný auka Lau 24/4 kl. 20:00 Ný auka Fim 6/5 kl. 20:00 Ný auka Fim 15/4 kl. 20:00 Ný auka Sun 25/4 kl. 20:00 Ný auka Sun 18/4 kl. 20:00 Ný auka Sun 2/5 kl. 20:00 Ný auka í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports Skoppa og Skrítla á tímaflakki (Litla svið) Lau 10/4 kl. 12:00 Lau 17/4 kl. 14:00 Lau 24/4 kl. 12:00 Lau 10/4 kl. 14:00 Sun 18/4 kl. 12:00 Lau 24/4 kl. 14:00 Sun 11/4 kl. 12:00 Sun 18/4 kl. 14:00 Sun 25/4 kl. 12:00 Sun 11/4 kl. 14:00 Fim 22/4 kl. 12:00 Sun 25/4 kl. 14:00 Lau 17/4 kl. 12:00 Fim 22/4 kl. 14:00 Dúfurnar (Nýja sviðið) Lau 10/4 kl. 20:00 Frum Fös 23/4 kl. 22:00 aukas Sun 9/5 kl. 20:00 k.13. Mið 14/4 kl. 20:00 K.2. Mið 28/4 kl. 20:00 k.8. Mið 12/5 kl. 20:00 k.14. Fös 16/4 kl. 19:00 K.3. Fim 29/4 kl. 20:00 k.9. Fim 13/5 kl. 20:00 k.15. Fös 16/4 kl. 22:00 aukas Fös 30/4 kl. 19:00 k.10 Fös 14/5 kl. 20:00 k.16. Lau 17/4 kl. 19:00 K.4. Fös 30/4 kl. 22:00 aukas. Fös 14/5 kl. 22:00 Lau 17/4 kl. 22:00 aukas Fös 7/5 kl. 19:00 k.11. Lau 15/5 kl. 19:00 k.17. Mið 21/4 kl. 19:00 K.5. Fös 7/5 kl. 22:00 Lau 15/5 kl. 22:00 Fim 22/4 kl. 20:00 K.6. Lau 8/5 kl. 19:00 k.12. Fös 23/4 kl. 19:00 K.7. Lau 8/5 kl. 22:00 frumsýnt 10. apríl Rómeó og Júlía í leikstjórn Oskaras Korsunovas (Stóra svið) Fös 14/5 kl. 20:00 Lau 15/5 kl. 20:00 Í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík Eilíf óhamingja (Litli salur) Fös 9/4 kl. 19:00 K.3 Fim 22/4 kl. 20:00 Fös 30/4 kl. 20:00 Sun 11/4 kl. 20:00 K.4 Fös 23/4 kl. 20:00 Fös 16/4 kl. 19:00 K.5 Sun 25/4 kl. 20:00 Fyrir þá sem þora að horfa í spegil. Snarpur sýningartími Villidýr / Pólitík eftir Ricky Gervais (Litla svið) Lau 24/4 kl. 20:00 Frums Sun 2/5 kl. 20:00 Lau 1/5 kl. 19:00 Fös 7/5 kl. 20:00 Uppsetning Bravó - aðeins þessar 4 sýningar ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Mbl., GB Nánar á leikhus id.is Sími miðasölu 551 1200 Síðasta sýning 25. aprí l Tryggðu þér miða á þes sa frábæru fjölskyldusý ningu! Miðasala í Háskólabíói » Sími 545 2500 » www.sinfonia.is Sinfóníuhljómsveit Íslands Fös. 09.04 kl. 19:30 Tónleikar til heiðurs Jóni Nordal Tónleikar í Langholtskirkju Hljómsveitarstjóri: Andrew Massey Atli Heimir Sveinsson: Pilsaþytur, frumflutningur á Íslandi Gerald Shapiro: Tokkata, frumflutningur Jón Nordal: Adagio Þorkell Sigurbjörnsson: Filigree Þórður Magnússon: Námur, frumflutningur Miðar á þessa tónleika eru ekki númeraðir Fös. 09.04. kl. 12.15 Hádegistónleikar - Ókeypis aðgangur Tónleikar í Ráðhúsi Reykjavíkur Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson Paul Dukas: Lúðraþytur (Fanfare) úr óperunni La Péri Richard Strauss: Serenaða fyrir blásara Ralph Vaughan-Williams: Scherzo alla marcia úr Sinfóníu nr.8 Antonín Dvorák: Serenaða fyrir blásara, selló og kontrabassa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.