Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2010 Sími 462 3500 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Sími 551 9000 SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI, REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓSÝND Í SMÁRABÍÓ OG BORGARBÍÓI FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SHREK & KUNG FU PANDA Hvað myndir þú gera við bréf sem breytti öllu? FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNU M SÝND Í SMÁRABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGA HHH -Dr. Gunni, FBL HHHH -H.S.S., MBL HHHH -Ó.H.T. - Rás 2Ógleymanleg mynd í ætt við meistaraverkiðFerðalag keisaramörgæsanna SÝND Í REGNBOGANUMSÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI Dear John kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ Earth kl. 5:45 - 8 - 10:15 LEYFÐ Shutter Island kl. 7 B.i. 16 ára Daybrakers kl. 8 - 10:15 B.i. 16 ára The Good Heart kl. 5:50 B.i. 10 ára Dear John kl. 8 - 10:20 LEYFÐ Kóngavegur kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i.10 ára Lovely Bones kl. 10:15 B.i.12 ára The Good Heart kl. 5:50 - 8 B.i.10 ára Avatar 3D kl. 5:40 - 9 B.i.10 ára Mamma Gógó kl. 6 LEYFÐ I love you Phillip Morris kl. 8 - 10 B.i. 12 ára Dear John kl. 8 - 10 B.i. 7 ára Nanny McPhee kl. 6 LEYFÐ Bounty hunter kl. 6 B.i. 7 ára „DÁSAMLEGA SKEMMTILEG FLUGFERГ HHHH- EMPIRE HHHH ENTERTAINMENT WEEKLY Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og HáATH. ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIÐ GILDIR EKKI Í BORGARBÍÓI, LÚXUS, 3-D MYNDIR OG ÍSLENSKAR MYNDIR Ein lífseigasta spurningmannkynsins er sennilegasú hver sé tilgangur lífs- ins. Spurning sem við höfum öll velt fyrir okkur á einhverjum tímapunkti og jafnvel fundið svarið oftar en einu sinni. Spurn- ing sem virkar einföld en verður í raun flóknari því meira sem hugsað er um hana. Þótt hinn fræðandi mynda- flokkur Lífið, sem er sýndur á mánudagskvöldum í Ríkissjón- varpinu, fjalli ekki beint um svar- ið við þessari ögrandi spurningu þá veltir maður henni óneit- anlega fyrir sér við að horfa á þættina.    Lífið er myndaflokkur fram-leiddur af BBC þar sem Dav- id Attenborough segir frá alls kyns dýrum og lífsbaráttu þeirra í tíu þáttum. Þættirnir eru sannarlega stórvirki enda voru þeir í fjögur ár í vinnslu og þar er fylgst gaumgæfilega með lífs- baráttu dýra, lífsbaráttu sem verður ansi hörð á köflum og endar alltaf með því að einhver verður undir. Sannarlega lifa einungis þeir sterku af en þeir sterku eru ekk- ert endilega þeir sem eru stærst- ir eða grimmastir. Í síðasta þætti mátti til dæmis sjá klóka mús forða sér á harðahlaupum eftir stígum sem hún hafði sjálf útbúið og gjörþekkti því. Á mánudags- kvöldum er líka stuttur þáttur um gerð myndaflokksins en hann er ekki síður áhugaverður. Eitt af því stórfenglegasta við þættina er án efa myndatakan. Það er stórmerkilegt hve vel tókst að vera í nálægð við dýrin, hvort sem þau eru stór eða smá, og mynda þau á þennan hátt, þannig að áhorfandanum líður nánast eins og hann sé staddur í frum- skógum Afríku eða á Suður- skautslandinu. Margt af því sem sést í þátt- unum hefur aldrei verið myndað áður, eins og til dæmis tilhuga- lífsbardagi hnúfubaka sem sýnd- ur var í síðasta þætti. Bardagi sem minnti skuggalega mikið á saklausari en svipaða leiki sem mannfólkið grípur til þegar það er í makaleit. Það er því ýmislegt annað sem maður veltir fyrir sér við áhorf á þáttunum en bara spurningin um tilgang lífsins. Hringrás lífsins er heillandi fyrirbæri og það er kannski ekki síst það sem er áhugavert við þættina. Dýrin sjást gjarnan berj- ast fyrir lífi sínu í baráttu sem stundum verður ansi hrottaleg og ljót. Það er því augljóst að það er erfitt að lifa af. Að lifa af í um- hverfi sem einkennist af baráttu og keppni. Að lifa af til að geta afkvæmi og þurfa svo að vernda það með sama baráttuanda. Að sjá hvað það er sumum tegundum eðlislægt að sinna afkvæmum sínum og sjá um þau þar til þau geta séð um sig sjálf. Í raun virðist það stundum vera eini til- gangur sumra tegunda. Að fæða afkvæmi, koma því á legg til þess eins að fæða annað af- kvæmi, koma því á legg og svo framvegis. Þetta er nokkuð sem er okkur eðlislægt en samt á einhvern hátt aðdáunarvert og einstaklega fallegt.    Í umfjöllun um fíla í þættinummátti svo sjá að það er ekki bara móðirin eða faðirinn sem sér um ungviðið heldur kom amman og bjargaði ungum fíl úr sjálfheldu sem hvorki hann né mamman gátu leyst úr. Í raun merkilegt að sjá hve sú hegðun líktist hegðun mannfólksins, þegar óreynd móðir eða faðir leitar aðstoðar hjá foreldrum sínum sem hafa reynsluna. Í öðrum þætti mátti sjá frosk sem ferðaðist um langan veg til að færa afkvæmi sínu mat og í mörgum tilvikum snýst líf for- eldrisins einungis um afkvæmið í ákveðinn tíma. Ekki ósvipað og hjá mannfólkinu. Getum við þá dregið þá ályktun að það eitt sé tilgangur lífsins, fyrst þetta hlutverk er í svo mörgum birtingarmyndum hjá bæði dýr- um og fólki?    Er tilgangur lífsins einungissá að fjölga sér, vernda ungviðið og kenna því þar til það getur séð um sig sjálft? Þannig virðist það að minnsta kosti vera í dýraríkinu en getur verið að það sé ekki flóknara en svo? Er mannfólkið þá í raun búið að flækja líf sitt með leit sinni að tilgangi og hamingju og lífsgæðakapphlaupi? svanhvit@mbl.is Hver er tilgangur lífsins? AF LISTUM Svanhvít Ljósbjörg »Er tilgangur lífsinseinungis sá að fjölga sér, vernda ungviðið og kenna því þar til það getur séð um sig sjálft? Lífið Lífsbaráttan getur verið ansi hörð í dýraríkinu og hér forðar mús sér undan dreka á harðaspretti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.