Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 14
Orkuveita Reykjavíkur stendur frammi fyrir þungum afborg- unum af erlendum langtíma- lánum. Viðræður eru hafnar við lánardrottna varðandi afborganir á næstu árum. FRÉTTASKÝRING Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is EINS og fram kom í fréttum Stöðvar 2 á mánudag hefur Reykjavíkurborg óskað eftir áhættumati á mögulegu greiðslufalli Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins er hugsunin að baki þessu áhættu- mati fyrst og fremst sú að menn vilja hafa vaðið fyrir neðan sig. Þó hafa menn sérstakar áhyggjur af þeim gjalddögum sem falla á OR á næstu þrem árum. Á því tímabili þarf fyrir- tækið að greiða tæplega 62 milljarða í afborganir af erlendum lánum sé mið- að við stöðuna eins og hún birtist í árs- reikningi fyrir árið 2009 en heildar- langtímalán OR nema 231 milljarði króna. Orkuveitan býr við feikilega gjald- eyrisáhættu þar sem hún er fyrst og fremst fjármögnuð í erlendri mynt og á sama tíma er stærstur hluti tekna í íslenskum krónum. Komið hefur fram að um fimmtungur tekna OR er í er- lendri mynt og sé miðað við afkomuna í fyrra þýðir það að erlendar tekjur fé- lagsins námu ríflega 5 milljörðum. Af- borganir erlendra lána á næsta ári nema tæplega 18 milljörðum króna og þar af leiðandi er um að ræða erfiðan hjalla í rekstri Orkuveitunnar, ekki síst með hliðsjón af núverandi að- stæðum í íslensku efnahagslífi og ber þar fyrst að nefna stöðuna á gjaldeyr- ismarkaði. Afborganir Orkuveitunnar árið 2012 eru töluvert lægri eða um 13 milljarðar en í kjölfarið kemur svo risagjalddagi upp á ríflega 30 millj- arða. Af þessu má vera ljóst að núverandi tekjur Orkuveitunnar í erlendri mynt hrökkva skammt til þess að mæta næstu gjalddögum. Að sama skapi ríkja gjaldeyrishöft og gjaldeyris- skortur á Íslandi þannig að vanda- samt verður fyrir OR að skipta tekjum í íslenskum krónum í erlenda mynt til þess að mæta þessum gjald- dögum. Óvissa um stuðning hins op- inbera að mati Moody’s Miðað við núverandi aðstæður get- ur hvorki Orkuveitan né Reykjavík- urborg reitt sig á aðstoð ríkisins þar sem núverandi gjaldeyrisforði Seðla- bankans rétt dugar til þess að mæta gjalddögum erlendra lána ríkissjóðs árin 2011 til 2012. Það er einmitt kjarninn í máli matsfyrirtækisins Moody’s, sem metur lánshæfi Orku- veitunnar í ruslflokk og telur horf- urnar neikvæðar, að ef félagið þyrfti aðstoð frá hinu opinbera til þess að mæta ofangreindum gjalddögum er ekki víst að svigrúm væri til þess að leggja fram fé sökum annarra skuld- bindinga sem hvíla á stjórnvöldum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins úr Orkuveitunni eru menn nú þegar farnir að vinna að úrlausn þess- ara mála. Viðræður eru hafnar við bankann sem veitti lánið sem þarf að greiða af á næsta ári og frumathugun á viðræðum við eiganda lánsins sem þarf að borga af árið 2012 hafa átt sér stað. Sömu heimildir segja að tónninn í fyrrnefndu viðræðunum sé jákvæður enda meti bankinn langtímahorfurnar jákvæðar þó svo að aðstæður í ís- lenska hagkerfinu séu erfiðar um þessar mundir. Í ljósi þessa telji menn 30 milljarða afborgunina árið 2013 erf- iðasta viðfangsefnið. Vonir standa þó til að þegar fram í sækir verði búið að greiða úr þeim flækjum sem nú eru uppi varðandi aðgengi íslenskra stjórnvalda að gjaldeyrislánum og vegna Icesave-deilunnar og aðstæður verði hagstæðari. Slík lausn myndi þó ekki breyta þeirri staðreynd að heildar- gjaldeyrisstaða Seðlabankans yrði áfram neikvæð þó svo að stjórnvöld fái aðgengi að frekari lánum til þess að styrkja gjaldeyrisforðann. Það gæti stuðlað að frekari veikingu krón- unnar til lengri tíma og þar af leiðandi haft neikvæð áhrif á stöðu Orkuveit- unnar þó svo að fyrirséð hlutfall tekna hennar í erlendri mynt komi til með aukast á næstu árum. Erfið ár framundan  Afborganir af langtímalánum OR ríflega 60 milljarðar á næstu þrem árum  Viðræður hafnar við lánardrottna Afborganir langtímalána Orkuveitu Reykjavíkur Tölur eru í þúsundum króna Árið 2011 17.689.392 Árið 2012 13.307.154 Árið 2013 30.606.873 Árið 2014 14.904.521 Síðar 144.746.186 Langtímaskuldir samtals 231.344.864 14 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2010 Þetta helst ... ● HALLDÓR Árnason hagfræðingur hefur verið ráðinn til starfa á hagdeild Samtaka atvinnulífsins, um leið og Guðlaugur Stefánsson hættir þar störf- um. Hefur Halldór þegar hafið störf. Halldór starfaði áður sem skrif- stofustjóri í forsætisráðuneytinu og staðgengill ráðuneytisstjóra þess, um sjö ára skeið. Guðlaugur Stefánsson hefur nú verið ráðinn til starfa hjá eftirlitsstofnun EFTA, ESA. Guðlaugur hóf störf hjá SA í ársbyrjun 2005, en hann starfaði áður m.a. sem yfirhagfræðingur Samkeppn- isstofnunar og hagfræðingur hjá ESA. Halldór Árnason Guðlaugur Stefánsson Guðlaugur hættir og Halldór byrjar hjá SA Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is GLITNIR krefst tveggja milljarða króna úr þrotabúi Baugs vegna skuldar félags að nafni 101 Chalet ehf. sem varð til vegna kaupa á skíðaskála í frönsku Ölpunum á árinu 2007. 101 Chalet var í eigu fé- lagsins BG Danmark, sem var aftur í eigu Baugs. Kaup 101 Chalet á skíðaskálanum voru fjármögnuð af Glitni, en Baugur gekkst í ábyrgð fyrir skuldinni, sem nemur í dag um tveimur milljörðum króna. Eftir því sem næst verður komist voru engin sérstök veð lögð til grundvallar lán- veitingunni, heldur var ábyrgð Baugs látin nægja. Á þeim tíma sem kaup 101 Chalet fóru fram var FL Group orðið stærsti hluthafinn í Glitni, en Baugur hafði undirtökin í síðarnefnda félaginu. Glitnir hefur nú höfðað mál á hendur þrotabúi Baugs vegna þessa sem verður tekið fyrir innan tíðar. Riftun vegna færslu eigna Skíðaskálinn sem um ræðir er meðal þeirra eigna sem færðar voru úr Baugi yfir í Gaum í október 2008, þegar BG Danmark var selt. Gaum- ur er fjárfestingafélag í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Fram hefur komið að skiptastjóri Baugs krefjist sex milljarða króna frá Gaumi vegna málsins. Meðal eigna BG Danmark er áðurnefndur skíðaskáli, fasteignir í Danmörku og nokkrar bifreiðir. Þegar BG Danmark var selt til Gaums kom ekkert reiðufé við sögu, heldur var krafa sem Gaumur átti á hendur Baugi notuð til skuldajöfn- unar. Krafan sem um ræðir varð til þegar Gaumur lánaði Baugi veð í Glitnisbréfum, sem Baugur nýtti til tryggingar vegna fjármögnunar. Við hrun bankakerfisins varð veðið verð- laust, og Gaumur breytti því veðinu í peningakröfu. Fram hefur komið í Morgunblaðinu að skiptastjórn Baugs telji slíka kröfu ekki eiga rétt á sér. Vill sækja tvo milljarða í þrotabú vegna skíðaskála Í HNOTSKURN »Glitnir lánaði 101 Chaletmilljarða vegna kaupa á skíðaskála í Frakklandi. Eng- in veð voru sett til tryggingar, heldur var ábyrgð Baugs látin nægja. »101 Chalet er meðal fyr-irtækja í eigu BG Dan- mark, sem Gaumur keypti af Baugi í október 2008. »Skiptastjórn Baugs hefurkrafist riftunar á sölunni á BG Danmark, en ekkert reiðufé kom við sögu í þeim viðskiptum, heldur skulda- jöfnun upp á sex milljarða. Reuters Á skíðum 101 Chalet fékk milljarðalán á árinu 2007 til að festa kaup á skíðaskála. Engin veð voru sett til til tryggingar önnur en ábyrgð Baugs.  Glitnir höfðar mál á hendur þrotabúi Baugs Velta í Kaup- höll jókst í marsmánuði VERÐBRÉFAVELTA í mars jókst frá fyrri mánuði, að því er fram kem- ur í tilkynningu frá Kauphöllinni. Heildarviðskipti með skuldabréf námu rúmum 249 milljörðum króna, sem svara til 10,8 milljarða veltu á dag, borið saman við 9,9 milljarða á dag í febrúar. Heildarvelta hluta- bréfa í marsmánuði nam tæpum 2.279 milljónum króna, eða 99 millj- ónum á dag. Því til samanburðar var veltan í febrúar 89 milljónir á dag. Mest voru viðskipti með bréf Fær- eyjabanka, fyrir 1.019 milljónir króna og Marels, fyrir 692 milljónir króna. Saga Capital var með mestu hlut- deildina á hlutabréfamarkaði í mán- uðinum, eða 45%. Arion banki var með 13,1% og Íslandsbanki 10,3%. Á markaði fyrir skuldabréf var MP banki með mesta hlutdeild, eða 31,1%, Íslandsbanki kom næstur með 24,7% og Landsbankinn með 21,2%. Úrvalsvísitalan, OMXI6, hækkaði um 7,5% milli mánaða og stendur nú í 945,2 stigum. Óverðtryggð bréf hækkuðu meira en verðtryggð Þegar litið er til verðþróunar skuldabréfa kemur í ljós að ávöxt- unarkrafa þriggja mánaða óverð- tryggðu vísitölunnar lækkaði (gengi þ.a.l. hækkaði) um 140 punkta í mán- uðinum og stendur nú í 6,96%. Krafa eins árs óverðtryggðu vísitölunnar lækkaði um 107 punkta og er nú 6,09% og krafa fimm ára óverð- tryggðu vísitölunnar lækkaði um 52 punkta og er nú 6,83%.                     !  "   " #  " $ % & '  '  $ ()$( $ *! +,-.-/ +/0.-- +,-.12 ,0.3+4 ,+.0-/ +-.-0/ ++/.14 +.0130 +/0.4- +-+.05 +,2.3/ +/4.,4 +,2.35 ,0.32+ ,+.44, +-.-/+ ++/./- +.0140 +/4.35 +-+.20 ,,-.-30- +,2.0/ +/4.-+ +,2.4, ,0.+42 ,+.535 +-.240 +,3.0 +.0120 +/4.10 +-,.0+ MOODY’S lánshæfismatsfyrirtækið breytti í gær horfum fyrir einkunn íslenska ríkisins úr stöðugum í nei- kvæðar. Fyrirtækið gerði sömu breytingar á horfum fyrir einkunnir Orkuveitu Reykjavíkur og Lands- virkjunar. Í rökstuðningi fyrir ákvörðuninni segir Moody’s að henni valdi áfram- haldandi óvissa um lausafjárstöðu þjóðarinnar í erlendri mynt. „Tafir á lausn Icesave-deilunnar ógna efna- hagsbata á Íslandi. Þær valda stíflu í flæði erlendra fjármuna til landsins, bæði frá opinberum aðilum og einka- aðilum,“ er haft eftir Kenneth Orch- ard, yfirmanni á sviði Moody’s sem fjallar um lánamál fullvalda ríkja, í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Óvissa skaðleg til skemmri tíma Segir í tilkynningunni að hugs- anlegt sé að betri niðurstaða náist í samningaviðræðum Íslendinga við Breta og Hollendinga en nú liggi fyrir, en að óvissan sem fylgi svo langdregnum viðræðum sé skaðleg efnahagshorfum til skemmri tíma litið. Í því samhengi sé augljóst, þótt enginn aðkallandi greiðsluvandi steðji að, að hætta sé á að endur- fjármögnun evrulána sem séu á gjalddaga 2011 og 2012 takist ekki. Spáð sé að Seðlabankinn hafi nægi- legt fé til að standa undir gjalddög- unum, en vafi sé á að það sem standi þá eftir sé nægilegt til að réttlæta lánshæfiseinkunn í fjárfest- ingaflokki. Um sambærilega breytingu á ein- kunn Orkuveitunnar segir Moody’s að í fyrstu lotu greiðsluerfiðleika myndi Reykjavíkurborg, stærsti eig- andi fyrirtækisins, styðja við það. Ef frekari stuðnings yrði þörf myndi ríkið koma til hjálpar. ivarpall@mbl.is Moody’s breytir horfum Horfur fyrir einkunn ríkisins neikvæðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.