Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2010 fyrst og fremst ódýr Krónu kjúk lingabringu r1698kr.kg Veður víða um heim 6.4., kl. 18.00 Reykjavík 2 skýjað Bolungarvík -2 snjókoma Akureyri 3 skýjað Egilsstaðir 2 skýjað Kirkjubæjarkl. 1 léttskýjað Nuuk -2 léttskýjað Þórshöfn 7 alskýjað Ósló 3 skýjað Kaupmannahöfn 7 skýjað Stokkhólmur 7 heiðskírt Helsinki 5 skýjað Lúxemborg 16 heiðskírt Brussel 17 heiðskírt Dublin 11 skýjað Glasgow 8 skúrir London 15 heiðskírt París 19 heiðskírt Amsterdam 16 heiðskírt Hamborg 14 léttskýjað Berlín 13 heiðskírt Vín 13 léttskýjað Moskva 13 heiðskírt Algarve 19 skýjað Madríd 18 heiðskírt Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 16 heiðskírt Róm 18 heiðskírt Aþena 19 skýjað Winnipeg 7 léttskýjað Montreal 14 alskýjað New York 19 léttskýjað Chicago 13 alskýjað Orlando 24 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STAKSTEINAR VEÐUR 7. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:24 20:37 ÍSAFJÖRÐUR 6:23 20:48 SIGLUFJÖRÐUR 6:06 20:31 DJÚPIVOGUR 5:52 20:08 ÁSTARFIÐRINGUR kemst í fólk jafnt sem dýr á vorin. Sé grannt skoðað má sjá birtingarmynd hans víða, m.a. á Tjörninni þar sem ástfangnar álftir fönguðu vökult auga ljósmyndara í gær. Líkamstjáningin kemur upp um þau því ekki að- eins stendur parið þétt saman heldur er líkast því að hálsar þeirra og höfuð myndi hjarta. Fljótlega munu kvenálftir verpa en parið elur ungana upp saman. Álftir eru þekktar fyrir að halda ævilöngu sambandi við maka sinn eftir að þær hafa parað sig saman en falli annar aðilinn frá parar hinn sig yfirleitt ekki aftur. TILHUGALÍF Á TJÖRNINNI Morgunblaðið/Ómar Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „MARGIR lesendur hafa snúið sér til mín og óskað upp- lýsinga um lögin […] sem fjallað hef- ur verið um víða um heim. […] Nokkrir þingmenn sem ég þekki hafa einnig rætt við mig og leit- að upplýsinga,“ segir breski femín- istinn Julie Bindel um viðbrögðin við nýlegri grein hennar, Iceland: the world’s most feminist country, eða Ísland: femínískasta ríki heims, í breska dagblaðinu Guardian nýverið. Bindel færði þar rök fyrir þessari skoðun sinni með vísan til nýlegrar samþykktar Alþingis um bann við nektardansi, en hún segir aðspurð að umræddir þingmenn komi úr röðum Verkamannaflokksins. Breytir ímynd Íslendinga Og áhuginn er ekki bundinn við Bretland því Bindel kveðst hafa feng- ið gríðarleg viðbrögð úr öllum heims- hornum. „Ég tel að margir Bretar og almenningur víða um heim sjái Skandinava út frá staðalímynd og e.t.v. sér í lagi Íslendinga,“ segir Bin- del sem telur að umheimurinn geri sér ekki grein fyrir því hversu virk kvenréttindahreyfingin hafi verið á Íslandi. Bannið hafi áhrif á þá ein- hliða staðalímynd að Íslendingar séu frjálslyndir í kynferðismálum. Fyrir nokkrum áratugum hafi ver- ið litið á klám í Svíþjóð sem leið fyrir konur til að tjá kynfrelsi, sjónarmið sem hafi vikið fyrir þeirri skoðun femínista að það hlutgeri konur. Með banninu hafi Íslendingar stigið skref í átt til viðlíka vitundarvakningar. Baráttufólk gegn nektarstöðum í Bretlandi geti nú vísað til ákvörðunar íslenskra stjórnvalda. Ísland verði nú notað sem dæmi í baráttunni. Bretland gangi jafnlangt Ceri Goddard, framkvæmdastýra kvenréttindasamtakanna Fawcett Society, fagnar banninu. „Við náðum nýlega árangri með lagasetningu sem breytir ferlinu við leyfisveitingar fyrir nektarstaði í Bretlandi. Hún veldur því að almenn- ingur hefur meira um málið að segja auk þess sem sveitarstjórnir fá aukin völd til að takmarka rekstur nektar- staða. Við viljum að Bretland gangi lengra og fögnum öflugri og fram- sækinni afstöðu Íslands til mann- réttinda og reisn kvenna.“ Hilary Wainwright, annar rit- stjóra tímaritsins Red Pepper, sem meðal annars fjallar um kvenfrelsis- mál, tekur undir það með Bindel og Goddard að Ísland verði nú öðrum ríkjum fyrirmynd. „Það er frábært að sjá ríki hafna með svo afgerandi hætti kynferðislegri misnotkun á konum í gróðaskyni,“ segir hún. „Femínískasta ríki heims“  Breskir femínistar horfa til Íslands Ceri Goddard Hilary Wainwright Julie Bindel FYRIRTAKA fer fram í skattahluta Baugsmálsins svonefnda í dag. Að sögn Helga Magnúsar Gunn- arssonar, saksóknara efnahags- brota, mun hann leggja fram grein- argerð vegna kröfu sakborninga um frávísun málsins. Óvíst er hvort munnlegur málflutningur fari fram um kröfuna eða dómari málsins skeri úr án hans. Málið er höfðað gegn Jóni Ás- geiri Jóhannessyni, Kristínu Jó- hannesdóttur, Tryggva Jónssyni, Baugi Group og Gaumi vegna meintra skattalagabrota. Frávísunarkrafan er sett fram á þeim grunni að sakborningum hafi þegar verið refsað þegar ríkisskatt- stjóri ákvarðaði skattaðilunum álag eftir ákvæðum skattalaga. Meðal annars er vísað í dóm Mannrétt- indadómstóls Evrópu þar sem fram kemur að skattaálag jafngildi fulln- aðarrefsingu. Helgi Magnús bendir hins vegar á, að þó svo að hægt sé að nota dóminn sem fordæmi hafi álagið verið lagt á félögin, ekki einstak- lingana, og þeim hafi því ekki verið gerð refsing. Greinargerð skilað vegna frávísunarkröfu í Baugsmáli Vísindi njóta mikillar virðingar.Það er að verðleikum. Vís- indamenn hafa á síðustu öldum og ekki síst á þeim tíma sem næstur okkur er marga gátuna leyst. Marg- ar eru enn óleyst- ar og nýjar gátur verða til.     Vísindamennhafa ekki allt- af fundið endanlega sannleika, þótt þeir hafi hvergi slegið af kröfum um verklag og sönnun. Og þá er ekki við þá að sakast.     Og fyrir kemur að vísindin lendi ívondum félagsskap. Þar eru stjórnmálamenn ekki barnanna bestir.     Loftslagsvísindin lentu í vondumfélagsskap. Þeir sem síst skyldi tóku þau upp á arma sína, eða öllu heldur vildu að þau bæru þá sjálfa á örmum sér.     Sumir svifu hátt. Al Gore varð æmeiri milljarðamæringur eftir því sem hitnaði undir honum. Og okkar menn svifu um á Him- alajafjöllum og eiga fúlgur inni á bundnum loforðum í útlöndum.     Hagvísindamenn lentu sumir inn-undir hjá útrásarköppum en þykjast nú hafa séð hrunið fyrir. Þingmenn klæddu pólitískt hatur í búning og sögðu að vexti mætti ákveða af vísindanlegri nákvæmni. Þeir settu á fót vaxtaákvörð- unarnefnd.     Sú kom nýlega saman. Einn lagðiþar til óbreytta vexti. Sá næsti lækkun um 0,25 prósent. Sá þriðji 0,50 og sá fjórði kom og bætti um betur og lagði til eins prósents lækk- un. Þótt ekki komi fram hvernig þessi vísindalegi vandi var leystur er líklegt að aðferð Alexanders mikla hafi verið notuð. Þar sem ekki var hnútur til að höggva á hefði hann vísast hent upp á það. Vísindi í vondum félagsskap

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.