Morgunblaðið - 26.04.2010, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 26.04.2010, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 2 6. A P R Í L 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 95. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is DAGLEGT LÍF ÚLFUR! ÚLFUR! Á KVELDÚLFSHÁTÍÐ ÚT Á LÍFIÐ FLUGAN FLÖGRAÐI UM Á SÓDÓMU 6 VÍSINDIN lifnuðu við í Vatnsmýrinni í gær á degi umhverfisins og er ekki annað að sjá en að þessar litlu telpur hafi kunnað vel að meta að fá tækifæri til að sulla svolítið undir vísindalegu yfirskyni. Í ár var dagurinn tileinkaður líffræðilegri fjölbreytni og var fjöldi viðburða í boði. Viðurkenningar voru einnig veittar fyrir störf á sviði umhverf- ismála og afhenti Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra Sigrúnu Helgadóttur náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Þá fékk prentsmiðjan Oddi afhentan Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, og nem- endur Hvolsskóla voru útnefndir varðliðar umhverfisins. Dagur umhverfisins er haldinn 25. apríl ár hvert, en þann dag árið 1762 fæddist Sveinn Pálsson, fyrsti íslenski náttúrufræð- ingurinn, sem var einna fyrstur til að hvetja til aðgerða gegn skógareyðingu á Íslandi. FJÖLBREYTTIR VIÐBURÐIR Á DEGI UMHVERFISINS Morgunblaðið/Árni Sæberg Ungir vísindamenn skemmta sér konunglega við að gera tilraunir með vatnsaflið  RAGNA Árnadóttir dómsmála- ráðherra telur að vel geti reynst nauðsynlegt að kanna það álag sem er á dómstólum landsins. „Það er mikilvægt að dómstólar geti sinnt sínum lögbundnu verkefnum og að þeir ráði við málafjöldann,“ segir Ragna, en sex nýir dómarar munu hefja störf við héraðsdóm á næst- unni. „Þess vegna hef ég velt því fyrir mér hvort það þurfi að fara fram einhvers konar úttekt á því hvort öruggt sé að álagið sé ekki of mikið.“ »14 Þörf á álagsúttekt hjá dómstólum? Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is SLEGIST er um skuldabréf í þrotabúum Kaupþings og Glitnis og er eftirspurnin slík að aðeins bréf í risabank- anum Lehman Brothers eru vinsælli, en hrun hans í októberbyrjun 2008 markaði upphaf fjármálakrepp- unnar. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, stað- festi þetta í samtali við Morgunblaðið en að hans sögn hefur gengi skuldabréfa í Glitni allt að sexfaldast frá hinu örlagaríka hausti, eða úr genginu 5-7 í um 30 nú. Hin mikla hækkun á gengi skuldabréfanna er góð frétt fyrir kröfuhafa bankans en hlutdeild innlendra kröfuhafa í bréfasafninu er um 15%, að sögn Árna. Á þessari stundu sé útlit fyrir að lýstar kröfur eftir fyrstu leiðréttingu séu 2.700 milljarðar en þær hafi í fyrstu verið 3.400 milljarðar. Mismunurinn er 700 millj- arðar eða um 47% af þjóðarframleiðslu síðasta árs. Þá séu bókfærðar skuldir um 2.500 milljarðar. Gengishækkun skilar hundruðum milljarða Sé miðað við 15% hlut innlendra hluthafa af heildar- kröfum upp á 2.700 milljarða samsvarar það rúmlega 400 milljörðum. Miðað við gengið 30 ættu innlendir kröfuhaf- ar því að fá um 120 milljarða. Gert er ráð fyrir að 800 milljarðar fáist upp í skuldir. Forgangskröfur greiðast fyrst og það sem eftir stendur fer í almennar kröfur. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins stefnir hand- bært fé Glitnis nú í um 200 milljarða en Árni staðfesti að það hefði numið um 130 milljörðum um áramót. Reynist þetta rétt nemur aukningin um 53% á fjórum mánuðum. Í gögnum frá Glitni kemur fram að lán sem veitt voru við kaup á dótturfélagi Glitnis í Noregi eru á gjalddaga á fyrri helmingi ársins 2010 og skýrir þetta hina miklu aukningu á handbæru fé bankans. Staða Glitnis mun betri en óttast var Inntur eftir stöðu Glitnis nú segir Árni ljóst að hún sé umtalsvert betri en þegar hvað mest svartsýni réð ríkj- um örlagahaustið 2008. Á móti beri að hafa í huga að skuldabréfin hafi gengið kaupum og sölum frá falli bank- ans og því sé ekki hægt að ganga út frá að hækkunin á gengi þeirra skili sér að fullu til upphaflegra kröfuhafa. Setið um skulda- bréf bankanna  Bréf í Glitni og Kaupþingi næst á eftir Lehman Brothers  Gengi skuldabréfa í Glitni hefur sexfaldast frá hruninu » Lýstar kröfur í Glitni eru nú 700 milljörðum lægri en í upphafi » Handbært fé Glitnis hefur aukist um 70 milljarða frá áramótum  Óþarft að óttast vogunarsjóði | 2 ÞRETTÁN af sextán leikskóla- starfsmönnum í Bláskógabyggð eru strandaglópar í Kaupmannahöfn vegna öskufallsins frá eldgosinu í Eyjafjallajökli. Ekki er því útlit fyrir að hægt verði að halda úti starfsemi í leikskólum sveitarfélagsins í dag. Icelandair ákvað að flytja tengi- flug í Ameríkuflugi sínu tímabundið frá Keflavík til Glasgow í Skotlandi, til að koma í veg fyrir að flugleiðin legðist af. Áætlar flugfélagið að halda því fyrirkomulagi til morguns. Samkvæmt öskuspám er búist við því að öskuskýið frá gosstöðvunum standi suður af landinu í dag og því verði hægt að fljúga til og frá Kefla- vík í millilandaflugi í dag. | 6 Morgunblaðið/RAX Röskun á flugi Búist við að Kefla- víkurflugvöllur verði opnaður í dag TVÆR af stúlkunum þremur sem lentu í alvarlegu bílslysi í Keflavík á laugardagsmorgun létust í gær- kvöldi á gjörgæsludeild Landspít- alans í Fossvogi. Hinni þriðju er enn haldið sofandi í öndunarvél að sögn læknis á vakt. Stúlkurnar voru ásamt pilti í jeppa sem fór út af Hringbraut við Mánatorg norðan við Keflavík og lenti á staur. Slösuðust þær allar al- varlega en pilturinn slapp án telj- andi meiðsla og var útskrifaður af Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í gær. Þau eru öll um tvítugt. Bænastund var haldin í Útskála- kirkju í Garði í gær og boðið upp á samtöl að henni lokinni. Um 100 manns mættu á bænastund fyrir stúlkurnar á laugardag. Tvær stúlk- ur látnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.