Morgunblaðið - 26.04.2010, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.04.2010, Qupperneq 4
Áttu að vita betur en að auka útlán Íbúðalánasjóðs Morgunblaðið/Ómar Hækkaði í verði Hærri lánsfhlutföll og lægri vextir hjá Íbúðalánasjóði, samhliða lækkun á sköttum og stóriðjuframkvæmdum, varð til að auka þensluna. Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is RANNSÓKNARNEFND Alþingis gagnrýnir harðlega breytingar sem gerðar voru á lánum og vöxtum Íbúðalánasjóðs á árunum 2004 og 2005. Telur nefndin þáverandi fjár- málaráðherra hafa samþykkt breyt- ingarnar, þrátt fyrir að gera sér grein fyrir efnahagslegum afleiðingum þeirra, þar sem hann taldi afleiðing- arnar ásættanlegan kostnað við að tryggja að sitjandi stjórn héldi völd- um. Í stjórnarsáttmála þáverandi ríkis- stjórnar Framsóknarmanna og Sjálf- stæðismanna var kveðið á um ýmsar breytingar á Íbúðalánasjóði. Þáver- andi félagsmálaráðherra óskaði síðla árs 2003 eftir því að Seðlabankinn gerði úttekt á hugsanlegum efna- hagslegum áhrifum þess að hámarks- lánshlutfall hjá sjóðnum yrði hækkað í 90%, hámarkslán hækkuð og vextir lækkaðir. Seðlabankinn varaði eindregið við breytingunni. Sagði bankinn hana mjög illa tímasetta, þar sem á sama tíma væri ráðist í þensluhvetjandi stóriðjuframkvæmdir, og hún myndi valda enn meiri þenslu og hækkandi íbúðaverði. Líkt og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, sem haustið 2003 vann skýrslu um áhrif rýmri veðheimilda Íbúðalánasjóðs, varaði Seðlabankinn við því að á endanum myndi húsnæð- isverð taka að lækka aftur, sem myndi koma sér illa fyrir þá sem gripu gæsina og tækju 90 til 100 pró- senta lán fyrir húsnæði þegar verð þess væri í hámarki. Hlustuðu ekki á aðvaranir Þrátt fyrir aðvaranir sérfræðing- anna var ákveðið að ráðast í breyt- ingar á Íbúðalánasjóði. Vextir voru lækkaðir, hámarkslán hækkuð og veðhlutfall aukið. Eftir að vextir Íbúðalánasjóðs höfðu verið lækkaðir og fyrirheit höfðu verið gefin um hækkun hámarkslána tóku viðskipta- bankarnir – sem fram að því höfðu fyrst og fremst boðið viðbótarlán – að bjóða lán í samkeppni við sjóðinn. Ný útlán jukust verulega vegna þessa, sérstaklega á árinu 2005 er ný lán að frádregnum uppgreiðslum hjá Íbúðalánasjóði námu 145 milljörðum króna. Þensla hélt áfram að aukast og íbúðaverð að hækka, rétt eins og sér- fræðingarnir höfðu varað við. Stjórnvöld áttu að vita betur Í ályktunum rannsóknarnefndar- innar segir að stjórnvöldum hafi átt að vera – og hafi raunar verið – full- komlega ljóst að rýmkun á reglum Íbúðalánasjóðs, samfara skattalækk- unum og stóriðjuframkvæmdum, gæti orðið til þess að þenslan færi úr böndunum. Á móti hafa forsvars- menn þáverandi ríkisstjórnar bent á að þeir gátu ekki séð fyrir allt sem gerðist, svo sem að bankarnir færu í samkeppni við Íbúðalánasjóð. Í skýrslutöku nefndarinnar af Þór- arni G. Péturssyni, hagfræðingi hjá Seðlabanka Íslands, lýsti hann því hvernig gekk að vara Árna Magnús- son, þáverandi félagsmálaráðherra, við umræddum breytingum: „Og þeir hlustuðu og svo sagði félagsmálaráð- herra til að summera upp: Já, þetta er mjög áhugavert, við erum þá sammála um að þetta sé ekki mjög alvarlegt vandamál ... þetta voru því miður mjög algeng viðbrögð stjórnvalda á þessum tíma ... gríðarlegur hroki og áhuga- leysi við að heyra eitthvað sem gæti verið vandamál.“ Einnig er vitnað í skýrslutöku af Geir H. Haarde, sem var fjármálaráð- herra þegar breytingarnar voru gerðar, þar sem hann viðurkennir að sig hafi grunað að breytingarnar væru mistök. Hins vegar hefði verið samið um það við myndun ríkisstjórn- arinnar 2003 að farið yrði í þær. Nefndin ályktar af þessu að Geir „hafi metið það svo að væntanlegur skaði fyrir samfélagið væri ásættan- legur kostnaður við það að sitjandi flokkar héldu völdum.“  RNA segir að Geir taldi afleiðingarnar ásættanlegan kostnað við að halda völdum Í HNOTSKURN » Núverandi aðal-hagfræðingur Seðla- banka Íslands sagði við skýrslutöku að stjórnvöld hefðu sýnt hroka og áhugaleysi gagnvart við- vörunum bankans um breytingar á Íbúðalána- sjóði. » Þrátt fyrir viðvaranirsérfræðinga lækkuðu stjórnvöld vexti sjóðsins og hækkuðu hámark lána, á sama tíma og skattar voru lækkaðir og ráðist var í stóriðjuframkvæmdir. Félagsmálaráðherra hlustaði ekki á aðvaranir Seðlabankans og fjármálaráðherra breytti gegn betri vitund þegar vextir voru lækkaðir og hámarkslán hækkuð hjá Íbúðalánasjóði. 4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2010 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Sértilboð á Aguamarina Heimsferðir bjóða frábært tilboð í 8 nátta Hvítasunnuferð til Costa del Sol í vor. Í boði er frábært sértilboð, með eða án fæðis á Aguamarina íbúðahótelinu, einum allra vinsælasta gististað okkar. Ath. mjög tak- markaður fjöldi herbergja í boði á þessum kjörum. Fyrstur kemur, fyrstur fær! Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu lífsins í vor á Costa del Sol á ótrúlegum kjörum. Verð kr. 79.900 Netverð á mann, m.v. fjóra í íbúð með einu svefnherbergi í 8 nætur á Aparthotel Aguama- rina. Aukalega fyrir hálft fæði kr. 19.200 fyrir fullorðna og kr. 9.600 fyrir börn. Sértilboð 17. maí Verð frá 79.900 Costa del Sol Frábær Hvítasunnuferð til Atvinnumál eru algert forgangs- verkefni í borg- inni á næsta kjörtímabili að mati Samfylkingar- innar í Reykja- vík. Þetta kemur meðal annars fram í kosninga- stefnuskrá vegna komandi borgarstjórnarkosninga, sem samþykkt var á Reykjavík- urþingi flokksins í Breiðholti á laug- ardag. Til að standa undir velferð og lífskjörum þurfi að tryggja 3,5% meðalhagvöxt í Reykjavík næsta kjörtímabil og vegna stöðu efna- hagsmála þýði þetta jafnframt að stefna þurfi að um 5% hagvexti 2014. Þörf á víðtækari samstöðu Til þess þurfi margþættar að- gerðir sem ekki séu allar á færi Reykjavíkur heldur þurfi víðtækari samstöðu og samstarf. Í stefnu- skránni er meðal annars lagt til að borgin taki lán til að halda uppi framkvæmdastigi í kreppunni í stað þess að skera framkvæmdir niður um 70% eins og nú sé ráðgert. Vilja stefna að 3,5% hagvexti Lán til að viðhalda framkvæmdastigi Dagur B. Eggertsson ÓLAFUR Halldórsson handrita- fræðingur var í gær heiðraður fyrir starf sitt í þágu menningartengsla Færeyinga og Íslendinga. Það var Hanna Birna Kristjánsdóttir borg- arstjóri sem afhenti Ólafi heiðurs- skjal og blómvönd við setningar- athöfn færeyskrar menningar- hátíðar á Kjarvalsstöðum. Ólafur, sem varð níræður 18. apríl, hefur um áratugaskeið unnið að rann- sóknum á handritum, textum og út- gáfum á fornsögum. Að afhending- unni lokinni hélt hann fyrirlestur um Færeyingasögu í einum sal safnsins. Heiðraður á færeyskri menningarhátíð Morgunblaðið/Árni Sæberg BRYNJAR Steinbach sem býr ásamt fjölskyldu sinni í Kaupmanna- höfn vaknaði við það í gærmorgun að lögregla réðst með alvæpni inn í íbúðina fyrir neðan hann. Nágrann- ar hans eru grunaðir um að hafa tek- ið þátt í að ræna úra- og skartgripa- verslun á Amager á laugardag, sem endaði með skotbardaga á milli lög- reglu og ræningjanna þar sem einn ræningjanna lést. „Ég vaknaði um níu við það að hundurinn á neðri hæðinni varð al- veg brjálaður. Það er svo sem ekkert óvenjulegt en mér fannst þetta að- eins meira en vanalega, og heyrði líka dynki og læti. Ég kíkti út og sá sex lögreglumenn með vélbyssur og önnur vopn og mér sýndist þeir vera að horfa á íbúðina fyrir neðan okkur. Ég var samt ekki alveg viss þannig að ég fór út á svalir og leit niður og sá þar aðra sex lögregluþjóna sem skipuðu mér að fara aftur inn.“ Ekki fyrirmyndargrannar Stuttu síðar urðu mikil læti fyrir neðan og í kjölfarið sá Brynjar fjóra einstaklinga leidda út um aðal- innganginn Aðspurður hvernig sé að vakna við svona lagað, viðurkennir Brynjar að það hafi verið frekar súr- realískt. „Við búum reyndar við hlið- ina á Bella Center, þar sem lofts- lagsráðstefnan var í desember, svo að við erum vön því að sjá vélbyssur út um gluggann.“ Hann segir fólkið á neðri hæðinni ekki beint hafa verið fyrirmyndarnágranna. Mikil læti hafi verið frá íbúðinni, bæði vegna rifrilda og partíhalda, og þau hafi oft orðið vör við fíkniefnaneyslu ná- grannanna. Kaupmannahöfn Vopnað rán var framið í Amager á laugardag Vakin við vopnaskak

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.