Morgunblaðið - 26.04.2010, Side 23
Menning 23FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2010
MARTHA Wilson hefur verið ein af
kjölfestunum í listalífi New York-
borgar síðan í byrjun áttunda ára-
tugarins. Hún er ögrandi gjörn-
ingalistamaður, stofnandi og stjórn-
andi listrýmisins Franklin Furnace
og hefur sérþekkingu á bókverkum
listamanna, sem Franklin Furnace
hefur sinnt og orðið einn helsti
vettvangur fyrir í New York og víð-
ar.
Í fyrirlestri sínum mun hún
greina frá gjörningaferli sínum í
samhengi við sögu gjörninga, út frá
eigin kenningum. Hún mun einnig
fjalla um Franklin Furnace, sem
enn er rekið í New York, og um
listamannarekin rými.
Pólitísk
Martha Wilson hóf gjörningaferil
sinn á gerð vídeótextaverka í byrj-
un áttunda áratugarins, þegar hún
var í doktorsnámi í ensku og starf-
aði við kennslu við Nova Scotia Col-
lege of Art and Design í Halifax í
Kanada, á sama tíma og Dan Gra-
ham og Dara Birnbaum, en öll
unnu þau þar með gjörninga og
vídeómiðilinn sem skoðun á mann-
legri hegðun.
Hún flutti til New York árið 1974
og vann þar að ljósmyndagjörn-
ingum og vídeóverkum þar sem
hún kannaði hið femíníska sjálf í
gegnum hlutverkaleik, búninga- og
gervanotkun, var hluti af femínísku
gjörningahljómsveitinni DISBAND
(1978-1982) og gerði pólitíska
gjörninga í hlutverkum þekktra
einstaklinga. Þekktustu gjörningar
hennar eru þar sem hún bregður
sér í hlutverk eiginkvenna forseta
Bandaríkjanna.
Ögrandi
gjörninga-
listamaður
Martha Wilson
verður með
hádegisfyrirlestur
í Laugarnesi í dag
Sjálfsmynd Eitt af verkum Mörthu.
Bebop-kvöld verður haldið á
Café Cultura í kvöld, 26. apríl.
Mun Árni Heiðar Karlsson pí-
anóleikari koma fram ásamt
tríói sínu og spila lög úr safni
píanóleikarans Bills Evans.
Með Árna Heiðari leika Þor-
grímur Jónson á kontrabassa
og Scott McLemore á tromm-
ur. Tónleikarnir hefjast kl. 21
en að þeim loknum verður helj-
arinnar djammveisla að vanda
þar sem þeim sem vettlingi geta valdið verður
boðið að troða upp og leika af fingrum fram.
Kvöldin hafa verið reglulegur liður í djassmenn-
ingu landsins síðustu misseri og halda glóðinni
þar lifandi svo um munar.
Tónlist
Bill Evans
á Café Cultura
Árni Heiðar
Karlsson
Óperukór Hafnarfjarðar er 10
ára í ár og heldur af því tilefni
stórafmælistónleika í Hafnar-
borg 28. apríl nk. kl. 20.00.
Hann var stofnaður árið 2000
af Elínu Ósk Óskarsdóttur óp-
erusöngkonu. Hefur Elín Ósk
verið aðalkórstjóri hans allar
götur síðan. Aðstoðarkórstjóri
er Kjartan Ólafsson tónlistar-
maður og barítónsöngvari. Pí-
anisti kórsins frá upphafi er
Peter Máté píanóleikari. Kórfélagar eru hátt í
sextíu manns, tónlistarfólk af ýmsum toga, bæði
lærðir söngvarar, söngkennarar, hljóðfæraleik-
arar og einnig fólk með mismikla reynslu af kór-
söng eins og gengur.
Tónlist
Óperukór Hafnar-
fjarðar tíu ára
Elín Ósk
Óskarsdóttir
Sumardaginn fyrsta kom út
ný barnabók eftir skartgripa-
hönnuðinn Hendrikku Waage.
Kemur bókin út bæði á ensku
og íslensku. Rikka á töfra-
hring og með hans hjálp getur
hún ferðast í tíma og rúmi um
víðáttur Íslands. Bókin bregð-
ur upp myndum af áhugaverð-
um stöðum og skemmtilegum
ævintýrum sem börn geta lent
í á töfralandinu Íslandi. Tilgangurinn er að
skapa löngun hjá smáfólkinu til að ferðast um
landið en einnig er þetta dálítil fræðslusaga sem
vekur okkur til meðvitundar um hvers vegna við
eigum að gæta jarðarinnar fyrir komandi kyn-
slóðir.
Bókmenntir
Hendrikka Waage
gefur út barnabók
Hendrikka Waage
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
„ÉG hef lengi verið hvattur til að
skrifa eitthvað en gat það ekki sjálfur.
Fyrir tilviljun hitti ég Hávar Sigur-
jónsson og sá að hann var maður sem
ég gæti treyst til verksins. Hann kom
til mín og við sátum saman í allmörg
skipti og ég rifjaði upp það sem ég
mundi og hann skrifaði niður,“ segir
Páll Gíslason læknir en æviminningar
hans eru nýkomnar út. Það er Hávar
Sigurjónsson, leikskáld og blaðamað-
ur, sem skráir, og Bókaútgáfan Hólar
gefur bókina út, en hún ber titilinn
Læknir í blíðu og stríðu.
„Það er bæði gleði og kvíði sem
fylgir útkomunni,“ segir Páll. „Maður
vill að allt sé rétt og ég átti hauka í
horni í uppkomnum börnum mínum
og Soffíu, konunni sem ég hef verið
giftur í sextíu ár, því hún man margt
með mér.“
Mörg tækifæri
Páll hefur komið víða við. Hann var
skurðlæknir og brautryðjandi í æða-
skurðlækningum og byggði upp æða-
skurðdeild á Landspítalanum eftir að
hann var ráðinn þar yfirlæknir árið
1970. Hann var skátahöfðingi Íslands
í tíu ár og stjórnmálastörfum sinnti
hann löngum fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn.
„Ég hef átt góða og gjöfula ævi,“
segir Páll. „Ég hef fengið mörg tæki-
færi til að láta að mér kveða, til góðs
vonandi. Fyrst í námi og læknisstarfi
á Landspítalanum, þar var ég svo
heppinn að Snorri Hallgrímsson pró-
fessor var nýbyrjaður og ég naut þess
mjög að hann hjálpaði mér fyrstu
stigin í skurðlækningunum. Hann var
mjög fjölhæfur, gerði alls konar að-
gerðir, og ég lærði mikið af honum.
Sú reynsla var mér ómetanleg þegar
ég starfaði um tíma á Akranesi, var
þar eini skurðlæknirinn og átti að
geta gert allt.“
Á hægri vængnum
Pólitísku starfi sinnti Páll fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í fjörutíu ár, sat í
bæjarstjórn Akraness og síðar í borg-
arstjórn Reykjavíkur. „Ég blandaðist
í pólitíkina í Reykjavík fyrir orð Geirs
Hallgrímssonar. Fjölskylda mín hef-
ur alltaf verið á hægri væng stjórn-
mála. Ég styð velferð og álít að ríkið
eigi að koma þeim til aðstoðar sem
þurfa á hjálp að halda.“
Páll er orðinn 85 ára. „Heilsan er
eins og búast má við en það vill mér
til láns að kona mín er mjög hraust og
styður mig í öllu.“
Góð og gjöful ævi
Æviminningar Páls Gíslasonar yfirlæknis, borgarfulltrúa og skátahöfðingja
eru komnar út Hávar Sigurjónsson skráði eftir Páli og Hólar gefa bókina út
Morgunblaðið/Ernir
Páll Gíslason „Ég hef átt góða og gjöfula ævi. Ég hef fengið mörg tækifæri
til að láta að mér kveða, til góðs vonandi,“ segir læknirinn m.a. í spjalli.
Aðeins hálfum mánuði eftir9.4. sl. leitaði Sinfóníuhljóm-sveitin aftur á náðir Lang-holtskirkju. Nú af enn betri
ástæðu, þar eð einungis strengjadeild
hennar kom fram; raunar aðeins helm-
ingur. Enda reyndist fullrausnarleg
kirkjuheyrðin sem sérsniðin fyrir 22
strokleikara, sembal og einleiksfiðlu,
með hæfilegri deyfiaðstoð þétt set-
inna hlustendabekkja.
Þó að fæstir áheyrenda létu hljóm-
burð ráða úrslitum, þá skipta fylling
og ómtími vettvangs samt miklu um
hljómblæ strokhljóðfæra, fremsta
ígildis mannsradda. Fyrir vikið átti
kirkjan drjúgan hlut að eggjandi
eyrnaveizlu sl. föstudags. Hér þurfti
enginn spilari að þenja sig á kostnað
tóngæða, og svigrúm hússins leyfði
gífurlegt styrksvið allt niður fyrir
hvíslandi pppp.
Atriðin tvö – Árstíðafiðlukonsertar
Vivaldis um Vor, Sumar, Vetur og
Haust og jafnmargar tónlýsingar
tangósnillingsins Astors Piazzolla
(1921-92) um „Árstíðir Buenos Aires“
(1965) undir áhrifum feneyska bar-
okkmeistarans – voru skemmtilega
upp sett. Fyrst V1-P1-V2-P2, og eftir
hlé P3-V3-P4-V4; sumsé í spegluðu
bogaformi, í stað þess að leika hvora
höfundarfernu fyrir sig. Fyrir því var
gild ástæða, enda vísaði Piazzolla [eða
öllu heldur strengjaútsetjari hans
Leonid Desyatnikov] iðulega í stefja-
brot fyrirmyndarinnar frá 1720.
Skemmtileg smáinnskot, og hæfilega
hógvær.
Útsetning Desyatnikovs fyrir
strengi frá 1999 kvað nú kunnust
allra á CEP og myndaði skemmtilega
samfellu við konsertafernu Vivaldis í
nefndri uppröðun. Tveir gjörólíkir
heimar – en samt tengdir leyndum
sem ljósum böndum, allt að því eró-
tískum. Rétt má svo heita að Quatro
estaciones hafi aldrei áður heyrzt hér,
því jafnvel þótt kvennakvartettinn
Elektra flytti umritaða frumgerð í
fyrrahaust, þá er strengjaútsetningin
stórum skemmtilegri.
Samt var engin spurning um hvað
laðaði mest. Árstíðir Vivaldis – stæld-
asta „prógramm“-tónverk fyrr og síð-
ar – sló þegar 1955 í gegn á breiðskí-
fuvangi sem vinsælasta klassík allra
tíma í innspilun I Musici með Felix
Ayo. Stendur það met óhaggað, jafn-
vel þótt upprunahreyfing seinni ára-
tuga hafi kollvarpað fyrri róm-
antískari nálgun. Fóru hlustendur
ekki varhluta af því, þrátt fyrir stál-
strengd nútímastrokfæri. Flest var
þó til bóta – að frátöldu askvaðandi
hraðavali á miðþætti Vetrarins er
skvetti ódauðlegri melódíu fyrir borð
sem hendi væri veifað. Hraðir út-
þættir komu hins vegar glæsilega út,
t.d. „Borea“ skyndiskaðviðrin (er enn
hrjá skútumenn á Adríahafi) við hvít-
fyssandi hópsnerpu. Einkum þó eftir
hlé, þegar liðið hafði náð að hitna.
Elfa Rún Kristinsdóttir sýndi víða
meistaratök á einleiksröddinni. Stöku
sinni verkaði upprunafáð hend-
ingamótun hennar að vísu heldur
kenjótt (jafnvel stuttir lokatónar
mega gjarna heyrast áður en hrapa
niður í núll). En tæknin var ávallt upp
á hundrað, og á þeim trausta grunni
skartaði sólistinn æ meira heillandi
og persónulegri túlkun á viðfangsefn-
inu af magnaðri innlifun og krafti.
Eldheitar undirtektir nærstaddra
komu því engum á óvart.
Eggjandi eyrnaveizla
Langholtskirkja
Sinfóníutónleikarbbbbn
Vivaldi: Árstíðirnar. Piazzolla: Cuatro
estaciones porteñas. Elfa Rún Kristins-
dóttir fiðla og strengir úr Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands. Stjórnandi: Wolfram
Christ. Föstudaginn 23. apríl kl. 19:30.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
Í bókinni, sem ber titilinn Læknir í blíðu og stríðu,
rifjar Páll upp ýmislegt frá löngum læknisferli,
skemmtilegum en erfiðum ferðum erlendis sem
fararstjóri á heimsmótum skáta um miðja síðustu
öld og átökum í stjórnmálunum, bæði við eigin
flokksmenn og yfirlýsta andstæðinga.
Erfitt en skemmtilegt
Kick-Ass gefst ekki
upp þó hann komist
að því að það getur verið
ósköp sárt að vera ofur-
hetja 26
»