Morgunblaðið - 20.05.2010, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.05.2010, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2010 Hæstiréttur vísaði í gær frá máli Sig- urðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, en hann fór fram á ógildingu alþjóðlegr- ar handtökuskipunar. Samkvæmt upplýsingum frá embætti sérstaks saksóknara vísaði Hæstiréttur til þess að kæruheimild væri ekki fyrir hendi. Ekki náðist í Gest Jónsson, verj- anda Sigurðar, í gær en í fyrradag var haft eftir honum í Morgunblaðinu að hann teldi skilyrðum ekki fullnægt til handtökuskipunarinnar, enda þyrfti að vera einhver rík nauðsyn til þess, sem hann teldi ekki hafa verið. Handtökuskipunin frá sérstökum saksóknara var, sem kunnugt er, send til Alþjóðalögreglunnar Inter- pol, sem lýsti eftir Sigurði opinber- lega þriðjudaginn 11. maí síðastliðinn. Farbönn staðfest og framlengd Í gær staðfesti Hæstiréttur far- bannsúrskurð yfir Magnúsi Guð- mundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg. Hann verð- ur líkt og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Ingólfur Helgason, fyrrverandi for- stjóri Kaupþings á Íslandi, í farbanni til 28. maí nk. Að endingu framlengdi Héraðs- dómur Reykjavíkur farbann yfir Steingrími Kárasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra áhættustýringar Kaupþings. Hann verður jafnlengi og aðrir í farbanni. Hæstiréttur á enn eftir að taka til meðferðar mál Hreið- ars Más og Ingólfs en þeir kærðu far- bannsúrskurði Héraðsdóms Reykja- víkur. andri@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Handtökuskipun Sigurður Ein- arsson enn eftirlýstur af lögreglu. Sigurði vísað frá Hæstarétti Er enn eftirlýstur af Alþjóðalögreglunni Fimm voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsl eftir harðan fjögurra bíla árekstur á Stekkjar- bakka við Garðheima í Mjódd um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Þrír sjúkrabílar voru sendir á vettvang sem og dælubifreið, vegna olíu sem hafði lekið á veginn. Ekki reyndist þörf á að beita klippum til að ná fólki út úr bílunum en menn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæð- isins hreinsuðu upp olíuna. Fimm á slysadeild eftir harðan skell Valnefnd Gler- árprestakalls á Akureyri hefur ákveðið að leggja til að sr. Arna Ýrr Sigurð- ardóttir verði skipuð prestur í Glerárpresta- kalli frá og með 1. júní nk. Arna er upprunnin Ak- ureyringur en fjórir umsækjendur voru um embættið. Biskup Íslands skipar í það til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Arna Ýrr valin í Gler- árkirkju á Akureyri Arna Ýrr Sigurðardóttir gerðu hins vegar nýverið konu að greiða tekjuskatt af bótum sem hún fékk og tapaði hún málinu í héraðs- dómi. Málið er núna hjá Hæstarétti. Vilja að lögum verði breytt Ragnheiður Haraldsdóttir, for- stjóri Krabbameinsfélagsins, sagði að ástæða væri til að hafa áhyggjur af því að hópur fólks fengi bakreikn- ing ef málið tapaðist í Hæstarétti. Fram að þessu hefðu íslensku trygg- ingafélögin greitt út bætur í ein- greiðslu, en eitt félag væri farið að halda eftir tekjuskatti. Í bréfi félaganna til efnahags- og skattanefndar Alþingis segir að þau trúi því staðfastlega að hið op- inbera ætli sér ekki að sækja fjár- magn til þeirra sem lenda í alvar- legum heilsufarsvanda. Skorað er á nefndina að breyta tekjuskattslög- um. Ragnheiður sagði að fyrrver- andi forstjóri Krabbameinsfélagsins hefði rætt þetta við efnahags- og skattanefnd, en engin viðbrögð hefðu komið frá nefndinni ennþá. Hún sagði mikilvægt að Alþingi tæki af skarið um það að ekki yrði greidd- ur skattur af þessum bótum í fram- tíðinni. Helgi Hjörvar, formaður efna- hags- og skattanefndar Alþingis, segir að þau sjónarmið sem lýst er í bréfi samtakanna njóti skilnings inn- an nefndarinnar. Þau sjónarmið hafi líka komið fram að ekki megi búa svo um hnútana að verið sé að hvetja til tvöfalds kerfis. Nefndin sé að skoða málið. Hluti bóta til skattsins?  Fólk sem hefur fengið greiddar bætur á grundvelli sjúkdómatryggingar á síðustu árum gæti fengið bakreikning frá skattinum  Krafa um lagabreytingu Ragnheiður Haraldsdóttir Helgi Hjörvar Mikil vinna er ávallt lögð í að halda umhverfi Landspítalans við Hringbraut snyrtilegu; fé- lagarnir Hilmar og Jakob voru að störfum í gær. Félags- og tryggingamálaráðuneytið og Vinnu- málastofnun auglýstu nýlega eftir umsóknum um störf við tímabundin átaksverkefni á vegum ráðu- neyta og undirstofnana þeirra og rann fresturinn út í gær. Um var að ræða alls 856 störf og voru þau ætluð fólki á atvinnuleysisskrá með bótarétt og námsmönnum á milli anna. Um tveir tugir sveitarfélaga tilkynntu auk þess á að giska 300 laus störf, frestur vegna þeirra rennur út 24. maí. Að sögn Gissurar Péturssonar, forstjóra Vinnu- málastofnunar, er þegar ljóst að um 1.200 manns sóttu um fyrrnefndu störfin, aðallega námsfólk. Morgunblaðið/Kristinn Mikill áhugi á tímabundnum störfum Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Leigusamningur Landhelgisgæsl- unnar vegna Dauphin-þyrlunnar Eirar rennur út um mánaðamótin og að öllu óbreyttu fer þyrlan þá úr landi, að sögn Georgs Lárussonar, forstjóra LHG. Hann segir þó að verið sé að ræða málið frekar og er því ekki alveg útséð um að samning- urinn verði framlengdur. Georg segir að leigukostnaðurinn sé 85 þúsund dollarar á mánuði, um 11 milljónir króna en erfitt sé þó að nefna ákveðna tölu vegna þess að hægt sé að nota fleiri en eina við- miðun. Eir er ekki með afísingar- búnað, getur farið lengst um 140 míl- ur frá landi og er minni en Super Puma-þyrlurnar Gná og Líf. Hin síð- arnefnda er nú í svonefndri 500 stunda skoðun sem lýkur um mán- aðamótin. Líf er eina þyrlan sem LHG á sjálf; Gná er leigð eins og Eir. Super Puma-þyrlurnar geta tekið allt að 20 manns. „Eir er ekki vél til framtíðar fyrir okkur, hún er ekki nógu öflug en kemur að gagni sem varaskeifa fyrir Puma-vél. Það eru allir sammála um að við þurfum að vera með fjórar þyrlur og fyrirsjáan- legt er að á næsta ári fer Líf í svo- nefnda G-skoðun sem getur tekið allt að sex mánuði,“ sagði Georg. „Við erum núna með tvær öflugar þyrlur og Eir þannig að þetta hefur bjarg- ast. Þetta er samt ekki eins og við viljum hafa þessi mál. En okkur hefur tekist að láta þetta skrölta áfram með ýmsum tilhliðr- unum. Ef til vill tekst að fresta þessari skoðun á Líf fram á 2012, það er hugsanlegt.“ Gæslan þarf að lækka flugið  Leigan á Dauphin-þyrlunni Eiri kostar minnst 85 þúsund dollara á mánuði  Leigutími Eirar að renna út og Líf fer ef til vill í langa skoðun þegar á næsta ári Allar þyrlur LHG eru með þotu- hreyfla en mikið hefur verið rætt um hættuna sem þeim stafar af gosösku. Georg segir að ekki virðist hafa orðið skemmdir á þyrluhreyflunum. Ekkert tjón ÞYRLURNAR OG ASKAN 44 þúsund manns eru með gild sjúkdómatryggingaskírteini hjá íslenskum tryggingafélögum. Tryggingin nær til eins eða fleiri einstaklinga 100-200 milljónir eru greiddar árlega í bætur til fólks sem keypt hefur sér sjúkdómatryggingu. Bætur eru greiddar sem eingreiðsla til fólks sem á við alvarleg veikindi að stríða ‹ SJÚKDÓMATRYGGING › »Egill Ólafsson egol@mbl.is Svo gæti farið að fólk sem fengið hef- ur bætur á grundvelli sjúkdómat- ryggingar sem það hefur keypt hjá tryggingafélögum fái bakreikning frá skattayfirvöldum á næstunni. Gigtarfélag Íslands, Hjartaheill og Krabbameinsfélagið vilja að lögum verði breytt þannig að skýrt sé að ekki þurfi að greiða skatta af bótum. Frá árinu 1996 hafa Íslendingar átt kost á að kaupa sér sérstakar sjúkdómatryggingu hjá íslenskum tryggingafélögum. Nú hafa verið gefin út um 44 þúsund gild sjúkdó- matryggingaskírteini, en þau tryggja einn eða fleiri einstaklinga. Til viðbótar hafa einhverjir skipt við erlend tryggingafélög. Fram að þessu hefur ekki verið greiddur skattur af bótum sem tryggingafélög greiða vegna alvar- legra sjúkdóma. Skattayfirvöld

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.