Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 42
42 Velvakandi MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÁRANS MÉR TEKST EKKI AÐ LEGGJAST Í DVALA ODDI VAR AÐ SKRIFA SKÁLDSÖGU AFSAKIÐ... ODDI VAR AÐ ÉTA SKÁLDSÖGU EN ÞETTA KOM LÍKA FYRIR MIG Í SÍÐUSTU VIKU! RITARINN MINN VAR VEIKUR Í SÍÐUSTU VIKU OG ÞAÐ TÓK ÞIG ENGINN AF LISTANUM HJÁ MÉR AF HVERJU ÉG?!? VEGNA ÞESS AÐ ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ ÞÉR Ó... AFSAKIÐ KANNASTU VIÐ MÁLTÆKIÐ, „ÞÚ ERT ÞAÐ SEM ÞÚ BORÐAR?“ ÉG VILDI EKKI FARA Á ÞETTA HJÓNABANDSNÁMSKEIÐ EN ÞAÐ VAR BARA ANSI FÍNT Á ENDANUM MÉR FINNST VIÐ MUN NÁNARI HVORU ÖÐRU EN VIÐ HÖFUM VERIÐ Í LANGAN TÍMA. AF HVERJU GERUM VIÐ ÞETTA EKKI OFTAR? ÞETTA KOSTAR 200.000 kr. JÁ, ÉG HELD AÐ ÁHRIFIN FRÁ ÞESSU NÁMSKEIÐI VERÐI BARA AÐ ENDAST ANSI LENGI ÉG VEIT AÐ ÞETTA LÍTUR ILLA ÚT... LÖGREGLAN SAGÐI AÐ ÞAÐ HEFÐI VERIÐ BROTIST INN HÉRNA... OG SÍÐAN SÉ ÉG ÞIG KOMA ÚT Í HANDJÁRNUM... MEÐ LÖGREGLUNA Á HÆLUNUM Á ÞÉR HEF EKKI TÍMA TIL AÐ ÚTSKÝRA ÞARNA MISSTI ÉG SÍÐUSTU FJÖLMIÐLAMANNESKJUNA SEM VAR Á MÍNU BANDI Gróður í hrjóstrugu landi Enn er ráðist gegn lúp- ínunni ( einnig skóg- arkerfli, sitkagreni og öspinni), þeim gróðri sem hefur kraft til þess að festa rætur í einu hrjóstrugasta landi á byggðu bóli heimsins, sem hinu versta illgresi. Þó er þessi gróður ótrú- lega nytsamur og fal- legur að allflestra mati, en á sér samt grimma andstæðinga, einhvers konar gróðurfarsras- ista, sem kjósa heldur auðnir og uppblásið land í besta falli með örsmáum íslenskum jurtum sem sjást illa nema í návígi. Lúpína víkur fyrir öllum gróðri nema þessum ör- smáu íslensku jurtum og er sann- kölluð landgræðslujurt sem hefur breytt örfoka melum og gróð- ursnauðum svæðum í gróið land. Lúpínan hefur einnig verið nýtt sem lækningajurt, t.d. lúpínuseyðið sem margir telja að hafi bætt heilsu sína mjög. Svo er hægt að framleiða úr henni eldsneyti og e.t.v. fleira. Í þjóð- garðinum á Þingvöllum hefur þessum jurtarasistum tekist að láta fella fjöldann allan af glæsilegu sitkagreni á þeirri forsendu að þetta séu útlend- ingar í þjóðgarði hins kræklótta birk- is. Allir voru útlendingar í upphafi! Svandís Svavarsdóttir er í útrýmingarham í Fréttablaðinu 23.4. sl. þegar hún boðar stór- kostlega upprætingu lúpinunnar um nær allt land auk þess sem dreifingu hennar verði hætt. Að mati hennar ógni lúpínana líf- fræðilegri fjölbreytni í íslenskri náttúru. Í raun gæti lúpínan ógn- að hinum örsmáa sést- varla-gróðri en að ofan- greindu sést hve ótrú- lega mikið lúpínan gefur hinu vindblásna kalda landi gróður- og efnafræðilega ásamt sitkagreni, ösp, svo og ef til vill skógarkerfli. Á fáein- um stöðum á Íslandi hafa verið mynd- uð á sl. árum nokkur falleg skóg- argöng með beinvöxnum öspum. Það hefði aldrei verið hægt hefði öspin ekki numið hér land en hún hefur líka fengið að kenna á jurtarasistum. Ég tek undir orð konu nokkurrar sem skrifaði í Velvakanda í fyrra: lúpínan og öspin eru himnasendingar fyrir Ís- land svo og þakka ég Sigmundi Guð- bjarnasyni prófessor fyrir frábæra grein í Mbl. 23.4. sl. til varnar lúp- ínunni og skógarkerflinum. RLS. Ást er… … fölnuð ljósmynd. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnust. kl. 9, vatns- leikf. (Vesturbæjarl.) kl. 10.50, prjóna- kaffi kl. 13. Árskógar 4 | Handav./smíði/útsk. kl. 9, botsía kl. 9.30, leikfimi kl. 11, helgistund kl. 10.30, myndl. kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Sumargleði 27. maí kl. 17, matur, Tindatríó, happdrætti, ball, Þorvaldur Halldórsson Uppl. í s.535- 2760, skrán. og greiðsla f. 25. maí. Dalbraut 18-20 | Bókabíll kl. 11.15, víd- eóstund kl. 13.30. Dalbraut 27 | Handav. kl. 8, upplestur. kl. 14. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Næsta dagsferð verður 2. júní: Reykjanes/Garðskagaviti/Fræðasetrið/ Hvalsneskirkja/Reykjanesviti/Bláa lónið. Brottför frá Sæmundargötu kl. 9.30 og Stangarhyl kl. 10. Félagsheimilið Gjábakki | Rammavefn- aður, leikfimi kl. 9.45. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handav. kl. 9, botsía og ganga kl. 10, handav. og brids kl. 13, jóga kl. 18. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Gönguhópur, vatnsleikf., karlaleikf., botsía, handav., fastir tímar. Vöfflukaffi kl. 14-16. Vorhátíð í Sjálandsskóla 28. maí kl. 20, skrán. í Jónshúsi. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Skrán. í ferðina í Biskupstungur 21. maí. Lagt af stað frá Eirhömrum kl. 13. Skrán. í s. 586-8014 og 692-0814. Félagsstarf Gerðubergi | Helgistund kl. 10.30. Vinnust. f. hád., Gerðubergskór fer kl. 14 á „Hattadag“ á Skjóli, 4. júní farið til Grindavíkur á Sjóarann síkáta, skrán. hafin á staðnum og s. 575-7720. Furugerði 1, félagsstarf | Jón Júlíusson les úr Íslandsklukkunni föstudag kl. 14.15. Hraunbær 105 | Félagsvist kl. 13.30, sú síðasta fyrir frí. Hraunsel | Morgunrabb og samvera kl. 9, qI-gong kl. 10, leikfimi kl. 11.20, vatns- leikf. kl. 14.10, ball 28. maí kl. 20.30, Þorvaldur Halldórsson 1.000 kr. Hvassaleiti 56-58 | Botsía kl. 10, hand- av.kl. 13, félagsvist kl. 13.30. Hæðargarður 31 | Fulltrúar Samfylk- ingar kl. 14.30. Handverkss. Kynslóðir mætast opnuð kl. 15. Íþróttafélagið Glóð | Hringdansar kl. 17. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun er sundleikf. í Grafarvogsl. kl. 9.30. Lista- smiðja opin kl. 13-16. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu- stund/spjall/æfingar kl. 10, handverks- og bókastofa opin, botsía kl. 13.30, Á léttum nótum kl. 15. Norðurbrún 1 | Smíðastofa, handav.og leirlist kl. 9 og 13, botsía kl. 10, bókabíll kl. 10. Vesturgata 7 | Handav./glerskurður kl. 9.15, ganga kl. 11.30, kertaskreyt. kl. 13, kóræf. kl. 13, leikf. kl. 14 30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bókb./postulín kl. 9, morgunst.kl. 9.30, botsía kl. 10, framh.saga kl. 12.30, hand- av. kl. 13, spil, stóladans kl. 13.15, bíó- mynd kl. 13.45. Gylfi Þorkelsson horfði út um gluggann á nýsleginn blettinn. Þegar tíkin kom inn varð honum að orði: Nú er úti veður vott, vex allt hratt í þessu. Við augum blasir flötin flott með fúla skítaklessu. Friðrik Steingrímsson var fljót- ur til svars: Blettinn sló og brosti hýr en brátt varð alveg hlessa, því uppskeran var ansi rýr aðeins skítaklessa. Fésbókin er kjörin fyrir kveð- skap, enda ferskeytlan mátulega löng. Séra Hjálmar Jónsson setti á Fésbókarsíðu sína: Dagur liðinn, komið kvöld, kallinn fer að sofa. Ólöf G. Ásbjörnsdóttir setti inn: Dreymi hann nú auð og völd og daginn næsta lofa. Þá Guðbrandur Ægir: Vakni aftur í vinafjöld, vilji Guð því lofa. Og Sigrún Grímsdóttir: Hefur tug og hálfa öld og Hjartsláttinn að lofa. Helgi Zimsen lagði einnig orð í belg: fyrir daginn dragast tjöld drauma lifnar stofa, þar sem andinn eflir völd, engan finnur dofa. þar mun ekkert hemja höld hann má flugið lofa. Loks Jón Ármann Gíslason: þó að líði ár og öld æ mun Guð sinn lofa Vísnahorn pebl@mbl.is Af svefni og skítaklessu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.