Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 33
þess að njóta þess að geta lesið og skrifað. Hún kenndi mér ekki bara að maður ætti alltaf að segja „ég hlakka til“ heldur kenndi hún mér líka mik- ilvægi þess að hlakka til. Amma kenndi ekki bara með staðreyndum heldur með því að sá fræjum, vekja áhuga og ekki síst með því að vera fyr- irmynd. Ég kveð elsku ömmu mína og minn besta vin með miklum söknuði en þó full auðmýktar og þakklætis yfir að hafa fengið að vera svo náin konu sem hafði svo mikið að gefa. Sigfríður Guðný Theódórsdóttir. Sigfríður Bjarnar, eða Gógó frænka eins og við kölluðum hana, dó sunnu- daginn 9. maí sl. Hún er síðust systk- inanna þriggja, sem voru kölluð Gógó, Lóló og Bóbó, sem fellur frá. Kornung missto hún foreldra sína. Guðný systir Vilborgar móður þeirra og Einar Sveins tóku systkinin 3 að sér. Fyrir höfðu þau tekið að sér Inga Árdal. Amma Guðný stóð sem klettur með börnunum sem hún hafði tekið að sér sem þau væru hennar eigin. Gott sam- band var á milli mömmu og Gógóar og var mjög mikill samgangur á milli heimilanna. Við systkinin kynntumst því Gógó og hennar fjölskyldu vel, Halldóri eiginmanni hennar og strák- unum Tedda og Gulla. Lokastígur 7 var lengi nokkurskon- ar samkomustaður fjölskyldunnar. Þar áttu heima til margra ára þeir sem voru næstir okkur í móðurfjöl- skyldunni. Alltaf var gott að koma til Gógóar frænku hvort sem um var að ræða á Lokastíginn eða á Hlíðarveg- inn. Tók hún alltaf vel á móti okkur systkinunum þrátt fyrir að okkur fylgdi nokkur fyrirferð. Í okkar huga var Gógó fróð kona og vel að sér um alla hluti. Gógó var mjög ættrækin og trygglynd, sem dæmi um það hafði hún alltaf samband við okkur systk- inin þegar við áttum afmæli. Kæru frændur, okkar hugur er hjá ykkur á þessum tímamótum nú þegar þið hafið misst báða foreldra ykkar. Við vottum ykkur og fjölskyldu ykkar innilega samúð. Vilborg Sigríður Árnadóttir, Kristín Árnadóttir, Björn Theódór Árnason, Einar Sveinn Árnason, Árni Árnason, Vilhjálmur Jens Árnason. Á Póstinum í Pósthússtræti í Reykjavík var ys og þys sumarið 1940. Enn var sendibréfið sá miðill sem allir reiddu sig á. Á umbrotatímum – heimsstyrjöld hafin og þúsundir landsmanna í búferlaflutningum úr sveit í bæ – var frá mörgu að segja. Ekki hefur spillt fyrir að ungu lífs- glöðu fólki finnst sinn staður í tilver- unni alltaf vera miðpunktur heimsins. Í þessari hringiðu bæjarlífsins kynnt- umst við Gógó sem einnig var við störf á póstinum þetta sumar. Frá því er skemmst að segja að með okkur tókst vinátta sem haldist hefur fram á þenn- an dag. Það er skrýtin tilhugsun að frá þessum sumardögum skuli vera liðin sjötíu ár. Í senn skammur tími og langur. Við vorum tvítugar og áttum lífið framundan. En um leið er þetta sem örskotsstund. Gógó var mikil mannkostamann- eskja. Dugnaður og áhugi á menningu og menntun var einkennandi í fari hennar. Í mínum huga var aðalsmerki hennar viðhorfið til manna og mál- efna. Væri einhverjum hallmælt í ná- lægð hennar mátti reiða sig á að hún fyndi eitthvað jákvætt viðkomandi til málsbóta. Það var því mannbætandi að vera nálægt henni. Allir fundu að hún var góð manneskja. Það er mikill söknuður og eftirsjá að Gógó. Hún mun ávallt lifa í huga mér. Ég sendi fjölskyldu hennar mín- ar dýpstu samúðarkveðjur. Þeirra er missirinn mestur. Margrét H. Vilhjálmsdóttir. Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2010 ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður minnar, ömmu, langömmu, systur og mágkonu, SIGRÍÐAR KRISTÍNAR JAKOBSDÓTTUR, Hlíðarhúsum 3, áður til heimilis á Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki deildar 12G á Landspítalanum við Hringbraut fyrir einstaka alúð og umönnun. Ólafur Björnsson, Þorbergur Björn Ólafsson, Ólafur Friðrik Ólafsson, Jóhann Helgi Ólafsson, Vilhjálmur Snær Ólafsson, Sigríður Erla Ólafsdóttir, Diljá Ösp Þorbergsdóttir, Þóra Jakobsdóttir, Bjarni Ellert Bjarnason, Sigrún Jakobsdóttir, Þórdís Jakobsdóttir, Stefán Gylfi Valdimarsson, Gunnlaug Jakobsdóttir, Gunnlaugur Sigurðsson. ✝ Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN ÁGÚST GUÐLAUGSSON frá Kolsstöðum í Dölum, sem lést á heimili sínu laugardaginn 8. maí, verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 21. maí kl. 15.00. Steinunn Erla Magnúsdóttir, Árni H. Jóhannsson, Sigrún Elfa Ingvarsdóttir, Bjarni Jóhannsson, Ingigerður Sæmundsdóttir, Gunnbjörn Óli Jóhannsson, Freyja Ólafsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson, Þórdís Þórsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Bróðir okkar, mágur og frændi, BENEDIKT JÓHANNSSON frá Háagerði, Eyjafjarðarsveit, lést á dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 11. maí. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 25. maí kl. 13.30. Aðalsteinn Jóhannsson, Guðbjörg Stefánsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Freygerður Anna Geirsdóttir, Örn Hansen. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR, Hlaðhamri, lést á Sjúkrahúsinu Akranesi mánudaginn 10. maí. Útför hennar verður frá Prestbakkakirkju í Hrútafirði laugardaginn 22. maí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvina- samtök Heilbrigðisstofnunar Hvammstanga eða Krabbameinsfélag Íslands. Kjartan Ólafsson, Jóhannes Kjartansson, Sveinbjörg Guðmundsdóttir, Jón Kjartansson, Gyða Eyjólfsdóttir, Sigurður Kjartansson, Olivia Weaving og barnabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir og afi, BENNY HRAFN MAGNÚSSON, Kópavogsbraut 66, sem lést þriðjudaginn 11. maí, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 20. maí kl. 13.00. Björn Hrafnsson, Sólveig B. Jónsdóttir, María Hrafnsdóttir, Jón Valur Frostason, Þóra Hrafnsdóttir og barnabörn. Í dag kveð ég elskulegan föðurafa minn, hann Óla afa. Það er gæfa að hafa átt samfylgd afa síns í tæp 45 ár og ekki allir sem njóta þeirra forréttinda. Óli afi og Gerða amma áttu alla tíð heima í Reykjavík og því voru þau alltaf svo nálæg, bæði á mínum upp- vaxtar- og fullorðinsárum. Þau skipuðu stóran sess í lífi mínu. Ótal margt kemur upp í hugann þegar ég minnist Óla afa. Afi og bílskúrinn hans í Skipholtinu, þar sem hann dútlaði við allt mögu- legt og ég fékk að horfa á. Bernskujólin, fyrst aðfangadags- kvöld og síðar jóladagur, alltaf í Skipholtinu, langt fram á ung- lingsárin mín. Afi var mikill sæl- keri og hafði skoðun á því sem borið var á borð. „Óli minn, komdu og smakkaðu sósuna“ átti amma til að kalla. Hann lagði lokadóm á sósuna og þá gat jóla- máltíðin byrjað. Ótal stundir áttum við með afa og ömmu í Hlíðarbóli, sumarbú- stað fjölskyldunnar í Biskups- tungum. Þau eru mörg dagsverk- in sem afi á þar og hans hlutur er stór í að byggja upp þann sælu- reit. Afi og amma áttu gamlárskvöld með okkur í Stórateignum hjá foreldrum mínum frá því ég var unglingur og afi svo áfram eftir að amma féll frá. Það voru góðar stundir, nokkrar kynslóðir sam- ankomnar til að njóta samveru og gleði. Fyrir börnin mín varð þetta fastur punktur í tilverunni, að eiga hátíðarstundir með húmor- istanum Óla langafa. Afi var alla tíð mjög heilsu- hraustur. Það sem hrjáði hann hin síðustu ár var sjóndepra sem nánast hafði leitt til blindu en annars átti hann gott ævikvöld. Síðustu árin bjó hann á Hrafnistu í Hafnarfirði. Á 95 ára afmælinu sínu, hinn 17. júní síðastliðinn, bauð hann fjölskyldu og vinum til veislu á heimili sínu. Ekki nóg með það, heldur lék hann þar á trommur með félögum sínum í húshljómsveit Hrafnistu. Þar var bæði dansað og sungið. Afi lék á Ólafur Hólm Einarsson ✝ Ólafur Hólm Ein-arsson fæddist í Reykjavík 17. júní 1914. Hann lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 6. maí 2010. Ólafur var jarð- sunginn frá Háteigs- kirkju 19. maí 2010. trommur á sínum yngri árum með ýmsum hljómsveit- um og sýndi hann okkur þarna að takt- urinn var enn til staðar. Alveg undir það síðasta var fjölskyld- an honum hugleikin. Hann spurði alltaf frétta, hvað langafa- börnin aðhefðust og hvernig þeim gengi. Honum þótti gaman að fá fréttir af fólk- inu sínu. Það verður margt ógleymanlegt á langri ævi og það eiga vafalítið fleiri minningar eftir að skjóta upp kollinum í framtíðinni. Elsku pabbi, Birgir, Stella og fjölskyld- ur og elsku Gyða, hugur minn og fjölskyldunnar er hjá ykkur. Við Jón, Íris, Þórir og Sóley þökkum samfylgdina með elsku Óla afa öll þessi ár. Hvíli hann í friði. Ingibjörg Hólm Einarsdóttir. Nú þegar ég þarf að kveðja hann Óla, afa minn, þá er ég í leiðinni að kveðja gamlan og góð- an tíma, tíma sem mun lifa í minningunni. Minningin um þau Óla og Gerðu, afa og ömmu í Skipholtinu er ljúf og langar mig til að rifja upp það sem mér er hvað kærast. Það var alltaf gott að koma til ömmu og afa í Skipholtinu. Þar voru ýmsar dyngjur og leynistað- ir og svo var auðvitað spennandi að vera í borginni þar sem Mos- fellsbær var á þessum árum meira út úr. Svo var einstaklega gott að geta komið við og fengið snarl hjá ömmu þegar ég var við nám í FÍH í Brautarholtinu. Óli afi var þessi dundari, mikið í skúrnum og hugsaði vel um bíl- inn sinn. Við áttum saman góðar stundir í skúrnum og er mér minnisstætt þegar afi fóðraði fyr- ir mig trommutösku. Þá var ég nú ekki mikið að velta því fyrir mér að afi hefði trommað í gamla daga. Þetta fór þó að verða merkilegra með tímanum og ég var óskaplega stoltur af að vera þriðji ættliður trommara. Þegar afi fluttist svo á Hrafnistu í Hafn- arfirði, eftir að amma kvaddi, fór hann aftur að spila á trommur, eftir rúmlega 40 ára hlé, og var mjög gaman að horfa á hann spila með DAS-bandinu. Óli afi hafði óskaplega gaman af að hitta fólk og gleðjast. Þegar ég hugsa um öll fjölskylduboðin sé ég afa fyrir mér annaðhvort brosandi eða hlæjandi. Og ég finn það nú hvað það var mér kært þegar afi spilaði á trommurnar í brúðkaupi okkar Elvu, þá 93 ára gamall. Það er eitthvað sem ég mun alltaf eiga. Og einnig þegar við spiluðum svo allir þrír, ég, pabbi og afi, í 95 ára afmæli afa á síðasta ári, þar sem einnig spilaði fjórði ættliðurinn, Þórir Hólm, systursonur minn. Óli afi vildi alltaf vita hvað var að gerast í fjölskyldunni og fylgd- ist vel með dætrum mínum sem skiptust á að koma í heimsókn á Hrafnistu. Svefninn langi laðar til sín lokkafulla æviskeiðs. Hinsta andardráttinn. Andinn yfirgefur húsið hefur sig til himna við hliðið bíður drottinn. (Björn Jörundur og Daníel Ágúst.) Takk fyrir allt, afi minn. Ólafur Hólm Einarsson yngri og fjölskylda. Ólafur, móðurbróður minn, var merkilegur karl og einn af þeim sem maður leit upp til. Reyndar var hann ávallt kallaður Óli pípari á mínu æskuheimili, enda ann- aðist hann um lagna- og ofnamál hjá allri fjölskyldunni og það af stakri prýði. Oftast kom hann þó í hús foreldra minna með Gerðu sína með sér og var þá iðulega slegið í bridds, kveikt upp í góð- um vindli og nostrað við gin. Þá kom í ljós hve kátur maður Ólafur gat verið og mikill vinur vina sinna. Ávallt þótti mér gaman að heimsækja þau hjón í Skipholtið og þar lærði maður hve mikilvæg- ur góður bílskúr er hverjum hús- bónda. Þar hafði Ólafur sín áhöld og þar dvaldi hann löngum stund- um við sín áhugamál. Ég kynntist Ólafi reyndar ekki fyrr en hann var kominn yfir miðjan aldur, en margar góðar sögur heyrði maður hjá systrum hans, hve kaldur karl hann hafði verið á sínum yngri árum. Þá þeysti hann um borg og sveitir á Harley Davidson-mótor- hjóli, lék á trommur í hljómsveit- um og var síðan fyrsti maðurinn í fjölskyldunni til að eignast bíl, Austin 7, sem kallaður var Jobbi, en með honum kom það ferða- frelsi sem flestir þráðu á árunum fyrir seinna stríð; að geta ferðast um landið með sig og sína á eigin ökutæki. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég Ólaf frænda minn og votta fjölskyldunni samúð mína. Örn Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.