Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2010 ✝ Lilja Bjarnadóttirfæddist í Háu- Kotey í Meðallandi, Vestur-Skaftafells- sýslu 26. júlí 1919. Hún andaðist á Land- spítalanum í Fossvogi 27. apríl 2010. Foreldrar hennar voru hjónin Bjarni Pálsson frá Prest- bakka á Síðu, f. 28. júlí 1884, d. 22. apríl 1955, bóndi og síðar ullarmatsmaður, og Elín Sigurbergsdóttir frá Fjósakoti í Meðallandi, f. 28. júní 1896, d. 25. apríl 1986. Bróðir Lilju var Kjartan, f. 1920, d. 1976. Bjarni og Elín bjuggu fyrst í Háu- Kotey hjá foreldrum Elínar, flutt- ust árið 1920 að Leiðvelli í Með- allandi. Árið 1933 fluttust þau út í Árnessýslu og settust loks að í Hveragerði þar sem Bjarni tók við starfi ullarmatsmanns. Eiginmaður Lilju var Magnús Haraldsson stórkaupmaður, f. 1915, d. 1992. Þau skildu. Dætur þeirra eru: 1) Þuríður Elín, (Þyri Magnúsar), f. 9. apríl 1942, d. 6. apríl 1998. Hún fluttist til Banda- ríkjanna þar sem hún vann í tísku- og fataiðnaði. Maður hannar var Scott F. Warner. Þau slitu samvistir og voru barnlaus. 2) Díana Bjarney sjúkraliði, f. 7. október 1943. Díana hefur verið bú- sett í Danmörku og er gift Flemming Stahr skrifstofu- manni. Þau eru barn- laus. Lilja og Magnús skildu um líkt leyti og Díana fæddist og átti Lilja eftir það heimili með móður sinni og auk dætra hennar ólst þar einnig upp Theódór Kjartansson. Lilja naut þeirrar skólagöngu sem tíðkaðist í hennar æsku. Hún hafði góðar námsgáfur og tileinkaði sér vel það sem skólinn bauð upp á. Alla ævi var hún bókhneigð og viðaði að sér miklum fróðleik með lestri góðra bóka. Lilja vann við saumaskap í Hveragerði og eins eftir að hún var flutt til Reykjavíkur og vann m.a. á fataverkstæðinu Fasa þar til hún rúmlega sjötug lét af störfum fyrir aldurs sakir. Útför Lilju fór fram í kyrrþey frá Áskirkju þann 6. maí 2010. Mér er efst í huga þakklæti og virðing er ég kveð Lilju frænku eins og ég kallaði hana alltaf, þó að hún hafi verið mér meira eins og amma. Ég á henni mikið að þakka og æskuminningar mínar eru tengdar sterkum böndum til þessarar ein- stöku konu. Þær mæðgur, langamma Elín og Lilja, áttu stóran þátt í að móta æsku mína, þær kenndu mér góð gildi, voru þolinmóðar og gáfu sér alltaf tíma. Það er svo margs að minnast. Lilja kenndi mér að sauma út, þar hafði hún mikla kunnáttu og öll hennar handavinna var einstök. Hún saumaði á mig skírnarkjólinn, sem við systurnar vorum skírðar í og einnig tvö af systkinabörnunum, þennan kjól geymi ég enn. Vorin voru yndisleg í Hveragerði, langamma og Lilja kenndu mér að þekkja vorboðana, lóuna, spóann, tjaldinn og hrossagaukinn, og alveg hreint óteljandi vísur og ljóð. Ég var bara fimm ára þegar ég stóð á potti og bakaði pönnukökur með langömmu og Lilju, var að „hjálpa“ þeim eldrauð í kinnum í ákafanum að gera þetta sjálf, svo var drukkið kaffi og spjallað og jafnvel tekið í spil. Þær sögðu mér sögur úr sveitinni í Meðallandi og fóru svo út í ættfræði, en það var mikið áhugamál hjá Lilju (ég held að Íslendingabók hafi ekki roð við þeim fróðleik sem Lilja hafði í þeim efnum). Lilja frænka var alltaf fín, hún hafði heimsborgaralegan fatastíl og átti fallega hatta sem hún gjarnan setti upp. Hún hafði mikinn áhuga á landinu sínu og ferðaðist mikið um það. Ég átti líka þau bestu og hátíð- legustu jól sem hægt er að hugsa sér. Með foreldrum mínum, systk- inum, langömmu og þeim mæðgum Lilju, Díönu og Þyrí. Það voru sungnir sálmar á meðan maturinn var að eldast, fólk gaf sér tíma til að opna jólapakkana og síðan sát- um við öll og hlustuðum á meðan jólakortin voru lesin, ég er enn mikið jólabarn og um hver jól minnist ég jólanna í Hveragerði. Það var svo yndislegt þegar við komum til Lilju í febrúar í fyrra, ég Norbert, Arnar, Dagný Rut og barnabarnið mitt, hann Bragi Þór, mánaðargamall, þvílík hlýja sem tók á móti okkur og ekki vantaði kaffið og meðlætið. Þegar Lilja tók Braga litla í fangið þá ljómaði hún eins og sól. Henni var mikið annt um alla fjölskylduna sína og fylgd- ist mjög vel með öllum. Guð geymi Lilju. Kærleikur hennar og minningar munu búa með mér um ókomna tíð. Ég færi þér elsku Díana mín mínar innilegustu samúðarkveðjur, megi guð styrkja þig og blessa. Trúðu á tvennt í heimi tign sem æðsta ber: Guð í alheimsgeimi, Guð í sjálfum þér. (Steingr. Thorsteinsson) Rut Marrow Theodórsdóttir. Vorið var uppáhaldstími ársins hjá Lilju frænku. Hún sagði mér sögur úr sveitinni sinni með draumablik í augunum, þegar allt vaknaði til lífsins, lömbin fæddust og fuglarnir sungu ástarljóð. Lilja átti stóran þátt í minni æsku, kenndi mér til dæmis að þekkja fuglahljóð, lesa blómin og læra fal- leg ljóð. Mig langar að þakka henni sam- fylgdina og fyrir allt það sem hún var mér og kenndi mér. Það gleym- ist aldrei. Lýsa geislar um grundir, glóir engi og tún. Unir bærinn sér undir, ægifagurri brún. Þar ég ungur að árum, átti gleðinnar spor. Hljóp um hagana, heilu dagana, bjart er bernskunnar vor. Elsku Lilja frænka, vertu Guði falin. Þín Elín Theodórsdóttir. Við viljum í örfáum orðum minn- ast Lilju sem var með eindæmum heilsteypt og ósérhlífin kona. Hún átti fáa sína líka og það er hver maður heppinn sem kynnist slíkum einstaklingi sem getur gefið svo mikið af sér. Við kynntumst Lilju gegnum dætur hennar, Thyrí og Díönu, sem við höfðum mikla ánægju af að njóta samvista við, og héldum við góðu sambandi við Lilju æ síðan. Hún sinnti Thyrí og Díönu einstaklega vel þrátt fyrir að hafa alið þær ein upp. Thyrí, eldri dótt- urin, lést fyrir aldur fram í Banda- ríkjunum árið 1998 og skildi eftir stórt skarð í lífi Lilju. Díönu, sem lifir móður sína, og Flemming vottum við okkar dýpstu samúð. Katrín og Guðmundur. Lilja Bjarnadóttir ✝ Sigrún Á. Krist-jánsdóttir fæddist 26. apríl 1936 að Vestara-Landi í Öx- arfirði. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri þann 20. apríl sl. Foreldrar Sigrún- ar voru hjónin Krist- ján Jónsson, f. 15. október 1895 í Ási í Kelduhverfi, d. 14. janúar 1977, og Gunnína Sigtryggs- dóttir, f. 2. janúar 1902 í Ási í Kelduhverfi, d. 27. apríl 1984. Sigrún var eina barn þeirra hjóna. Sambýlismaður Sigrúnar var Að- algeir Aðdal Jónsson, f. 18.3. 1935. Þau slitu samvistum. Synir Sigrún- ar og Aðalgeirs eru 1) Sveinbjörn, bóndi á Vestara-Landi, f. 21.8. 1963, sonur hans er Erlendur Gest- ur, f. 3.3. 2007. 2) Vé- steinn, sjómaður á Ak- ureyri, f. 3.12. 1965, kona hans er Kristjana Sigurgeirsdóttir, f. 4.9. 1965. Börn þeirra eru Sindri, f. 27.4. 1992, Geir, f. 11.4. 1995, og Ninna Rún, f. 8.7. 2002. Á unglingsárum sótti Sigrún nám við Héraðskólann í Reyk- holti og Húsmæðraskólann á Laug- arvatni. Að lokinni skólagöngu bjó hún og starfaði á Vestara-Landi meðan heilsa og þrek leyfði, eða til ársloka 2009. Útför Sigrúnar hefur farið fram í kyrrþey. Í huganum hverf ég aftur í tím- ann. Ég er nýflutt í sveitina og úti ríkir norðlensk stórhríð sem dregur snjakahvítar gardínur fyrir hvern glugga. Ég rýni út um gluggann og sé glitta í örlitla ljóstýru í eldhús- glugga. Þessi litla tíra fyllir mig ör- yggi því ég veit hvað að baki henn- ar býr. Konan sem þekkir lífið á þessum forkunnafagra stað. Þegar ég hitti þessa konu með sína hvellu rödd og hreinskilni í fyrsta sinn grunaði mig ekki að hún yrði ein af okkar tryggustu vinum. Það eru margar dýrmætar stundir að minn- ast. Vorin og haustin, sauðburður og göngur, þegar við glöddumst yf- ir nýbornu lömbunum og biðum spenntar eftir að fá féð af fjalli. Oft var mikið verk að vinna en Sigrún hafði ánægju af stússinu við féð og unni sér ekki hvíldar ef hún vissi af einhverri skepnu í nauð. Hún sýndi þeim nærgætni, ávann sér traust þeirra og var einstakur græðari. Heyskapur, berjatími, reyking eða hvað annað sem þurfti að gera, allt- af sami dugnaðurinn og eljan uns verkinu lauk. Hún var bóndi af lífi og sál en unni líka leiklistinni og fögrum söng. Hún var í eðli sínu mannblendin þótt hún væri heima- kær. Kunni vel við sig í góðum fé- lagsskap, fylgdist grannt með mál- um líðandi stundar og hafði ákveðnar skoðanir á þeim. Hún var órög að segja mönnum til syndanna ef henni mislíkaði en kunni líka að hrósa. Hún var réttkjörinn mál- svari málleysingjanna og ekki auð- velt að snúa henni ef hún var búin að bíta eitthvað í sig enda að eigin sögn, þrjóskari en sjálf sauðkindin. Hún var sjálfstæð bæði í orði og at- höfnum, fór ekki endilega troðnar slóðir og þótti af sumum sérvitur en þá sérlega þeim sem ekki þekktu betur. Fyrir það var hún líka ein- stök. Hún unni landinu sínu og kunni að lesa í náttúruna. Þekkti hverja þúfu og hvert kennileiti. Vissi hvar best var að beita fénu, hvar hætturnar leyndust, hvar voru bestu berjalöndin og var þannig hafsjór fróðleiks. Hún var líka sjálfri sér samkvæm og bar höfuðið hátt þegar erfiðir tímar gengu í garð. Andinn var hugumstór, fullur af lífsvilja og baráttuþreki. Af æðruleysi barðist hún við vágestinn og við vorum bjartsýn. Svona kona sem er þverari en sauðkindin sjálf hlýtur að sigra. Um tíma hafði hún líka vinninginn. Sú reisn sem hún bjó yfir á þessum erfiðu tímum kom svo vel í ljós þegar vágesturinn bankaði aftur upp á. Allan þennan tíma stóð fjölskyldan sem klettur við hlið hennar sem var henni ómet- anlegt. Ég heimsótti hana á spít- alann og við spjölluðum saman á af- ar hreinskiptinn hátt. Með hreinskilni sinni gerði hún okkur þessi þungbæru skref auðveldari sem er verðugt til eftirbreytni. Enn birti um stund en skyndilega fór heilsunni hrakandi. Með dyggum stuðningi þinna nánustu varst þú búin að heyja harða baráttu og um- vafin hlýju þeirra hvarfst þú á braut. Ég sé þig standa hjá mér í Sigtúnum á fallegum degi. Þú mundar kíkinn og skimar eftir þeirri gráu sem átti að vera niðri í Byrgi. Þannig vil ég minnast þín og þakka um leið fyrir allan þann trún- að og vináttu sem okkur fór á milli. Í mínum huga var það einstakt. Helga Þorsteinsdóttir. Meira: mbl.is/minningar Sigrún Á. Kristjánsdóttir Kvatt okkur hefur Krúsi afi. Er ég sest niður og leiði hugann til baka rifjast upp minningarnar. Efst í huga mér er minningin um ljúfan, sterkan, stoltan og einstak- lega hjartahlýjan mann sem bar óblandna virðingu fyrir mönnum, dýrum og náttúru. Krúsi afi kom úr sveitinni, en ekki bara einhverri sveit, sveitin hans afa var Keldudalur í Dýrafirði. Sveitin hans var honum ætíð of- arlega í huga, ósjaldan talaði hann um sveitina sína og sagði okkur að Vestfirðirnir skörtuðu fegurstu fjöllunum, þá átti amma það til að að segja okkur að alls staðar væri fallegt í góðu veðri, en afa varð hvergi haggað. Árið sem afi varð áttræður fór stórfjölskyldan saman að heim- sækja sveitina hans afa til þess að fagna afmælinu með honum. Stoltur sagði afi okkur frá sveitinni sinni, æskunni, heimilinu, fjölskyldunni, steininum hennar Ingu ömmu, fjöll- unum, dalnum, bæjunum, skóla- haldinu, og bæjarlæknum sem varð að stórfljóti í einni sögunni. Svo ein- beittur var afi í frásögn sinni að hann tók ekki einu sinni eftir því að hann stæði við stórt og mikið geit- ungabú með her af geitungum sveimandi í kringum sig. Já, afi var svo sannarlega stoltur af uppruna sínum og sveitinni sinni. Afi var mikill veiðimaður, stund- aði hann bæði skot- og stangveiði. Ég minnist þess í æsku þegar við áttum það til að laumast til að kíkja á veiðina sem hékk úr loftinu í bíl- skúrnum í Barðavoginum og trúði ég því varla að afi væri í alvörunni með dauða fugla hangandi í bíl- skúrnum sínum. Laxveiðin var áhugamál sem afi deildi með ömmu og eru þær ófáar veiðiferðirnar sem þau fóru í saman. Amma þótti sér- staklega fiskin kona og saman báru þau heim afla úr veiðiferðum sem oft taldi tugi fiska. En stærsta veið- Markús Kristmundur Stefánsson ✝ Markús Krist-mundur Stef- ánsson fæddist á Mó- um í Keldudal í Dýrafirði hinn 23. janúar 1928. Hann lést á líknardeild Landakots hinn 8. maí síðastliðinn. Útför Markúsar fór fram frá Bústaða- kirkju 17. maí 2010. in hans afa var án efa hún amma okkar, kjarkmikil og dugleg kona. Afi var ákaflega stoltur af sinni konu og þreyttist ekki á að hæla henni og dásama, sérstaklega eldamennsku hennar. Sérstakt dálæti hafði afi á rabarbarasult- unni hennar ömmu, sem hún útbjó úr rab- arbaranum sem þau ræktuðu í fallega garðinum sínum í Barðavoginum, en hana gat hann borðað eina sér. Fjölskylda afa og ömmu er stór, barnahópurinn fer sífellt stækkandi og bætist hratt í barnabarnahópinn. Afi hafði alla tíð mikinn áhuga á barnabörnum sínum, barnabarna- börnum og mökum þeirra. Stoltur fylgdist hann með áföngum þeirra og bar lof á þau við hvert tilefni sem hann fann. Elsku afi, mér þykir sárt að hugsa til þess að Óðinn minn litli, sem fæddist í miðjum veikindum þínum, hafi ekki fengið tækifæri til að kynnast þér. En minning þín er sterk og mun verða haldið á lofti um ókomna tíð. Elsku afi, takk fyrir allt, hvíl í friði. Þín Jóhanna. Þann 17. maí 2010 var Markús Stefánsson kvaddur hinstu kveðju frá Bústaðakirkju. Markús var móðurafi Margrétar eiginkonu minnar og langafi barnanna okkar þriggja. Ég hitti Markús og Huldu, eft- irlifandi eiginkonu hans, í fyrsta sinn fljótlega eftir að við Margrét kynntumst árið 2001. Markús var á þeim tíma kominn á áttræðisaldur og sestur í helgan stein eftir að hafa gegnt ábyrgðarstörfum hjá Sam- bandinu um áratugaskeið. Markús hafði ekki lagt árar í bát, þótt hann væri hættur sínum dag- legu störfum hjá Sambandinu. Þau hjónin hafa þvert á móti haft nóg fyrir stafni og nýtt tímann vel til að sinna fjölskyldu, vinum og áhuga- málum. Fjölskyldan er stór, enda eign- uðust þau hjónin fimm börn, barna- börnin eru þrettán og barnabarna- börnunum fjölgar stöðugt. Þau hjónin hafa sýnt það í verki hvað fjölskyldan og velferð hennar er þeim mikilvæg. Þau hafa alltaf fylgst mjög vel og af áhuga með því sem allir í fjölskyldunni eru að gera og veitt stuðning og góð ráð eftir því sem við átti hverju sinni. Hjá þeim hefur líka alltaf verið opið hús fyrir fjölskylduna, kaffi og kökur fyrir alla. Oft áttum við Markús skemmtilegar samræður yfir kaffinu enda var hann bæði mjög minnugur og fróður eftir langa ævi. Hann þekkti mikið af fólki víða um land og hann þekkti landið sjálft og söguna betur en flestir. Hann fylgdist vel með frétt- um og gat yfirleitt varpað nýju ljósi á atburði líðandi stundar í ljósi reynslunnar. Markús var mikill sambands- og framsóknarmaður, en fyrst og fremst var hann þó gegnheill Ís- lendingur sem elskaði landið sitt. Hann hafði rétta forgangsröðun í lífinu að leiðarljósi og sýndi það í verki að hann setti manngildi ofar auðgildi og mættu fleiri gera þau orð að sínum. Ekki verður skilið við þessa grein án þess að minnast ferðarinnar vestur í Dýrafjörð árið 2008. Mark- ús varð áttræður það ár og af því tilefni fór nær öll ættin saman á æskuslóðirnar hans, en hann ólst upp á Arnarnúpi í Keldudal við Dýrafjörð. Þar áttum við öll saman góða sumardaga og naut Markús þess mjög að vera þar með öllu sínu fólki. Þessi ferð var honum síðan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.