Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 22
22 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2010 Frá því félagsmála- ráðherra ákvað að skerða kjör aldraðra og öryrkja á sl. ári eru nú liðnir 10 mánuðir. Lög um skerðinguna tóku gildi 1. júlí 2009. Áður en lögin tóku gildi mótmælti Land- samband eldri borgara kjaraskerðingunni og sambandið hefur ítrek- að þessi mótmæli síðan. Einnig hef- ur sambandið óskað eftir því, að eldri borgarar fengju jafnmikla hækkun á lífeyri sínum eins og nam hækkun á launum verkafólks 1. júlí sl. og 1. nóvember sl . Sams konar mótmæli og kjarakröfur hafa borist ráðherra frá 60+, samtökum eldri borgara í Samfylkingunni, svo og frá Félagi eldri borgara í Reykjavík. En félagsmálaráðherra hefur algerlega hundsað ályktanir eldri borgara í þessu efni. Öllum ályktunum sam- taka eldri borgara hefur verið stung- ið undir stól. Svo mjög hefur stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík ofboðið fram- koma ríkisstjórnarinnar og ráðherra við eldri borgara, að stjórnin ákvað að fara nýjar leiðir í kjarabaráttunni og leita samstarfs við verkalýðsfélög í Reykjavík um kjaramál. Þegar hef- ur verið rætt við VR og Eflingu um málið og er samkomulag við VR í burðarliðnum. Efling vildi hins veg- ar, að málið yrði á forræði ASÍ. Fé- lag eldri borgara í Reykjavík mun ræða við fleiri verkalýðsfélög í Rvk um samstarf. Afnema þarf allar skerðingar tryggingabóta hér Kjaraskerðing eldri borgara og öryrkja felst einkum í auknum tekjutengingum vegna atvinnutekna og tekna úr lífeyrissjóði. Einnig var skerðingarhlutfall tekjutryggingar hækkað. Félagsmála- ráðherra lét lögleiða 1. júlí, að lífeyrissjóðs- tekjur ættu að skerða grunnlífeyri aldraðra frá almannatrygg- ingum. Var það í fyrsta sinn sem grunnlífeyrir skerðist vegna tekna úr lífeyrissjóði. Þar er um algera stefnubreytingu að ræða. Lífeyrissjóð- irnir voru stofnaðir til þess að vera viðbót við bætur almannatrygg- inga og þeir áttu því ekki að skerða lífeyri frá almannatryggingum. Í rauninni eiga ekki að eiga sér stað neinar skerðingar á bótum lífeyr- isþega frá almannatryggingum. Engar skerðingar eru í Svíþjóð og mjög litlar skerðingar í hinum nor- rænu löndunum.Í Noregi fá t.d. allir eldri borgarar grunnlífeyri án tillits til tekna. Afnema þarf allar skerð- ingar hér á landi og færa almanna- tryggingar hér í sama horf og í hin- um norrænu löndunum. Niðurskurður lífeyris aldraðra var óþarfur Ríkisstjórnin lýsti því yfir, þegar hún tók við völdum, að hún ætlaði að koma hér á norrænu velferðarsam- félagi. En fyrstu skref ríkisstjórn- arinnar í velferðarmálum lofa ekki góðu í því efni. Ríkisstjórnin steig skref til baka á þessu sviði og færði íslenska velferðarkerfið lengra frá norræna velferðarsamfélaginu en ekki nær því. Ég tel líklegt, að með því að skera niður almannatrygg- ingar og stíga skref til baka í velferð- armálum hafi ríkisstjórnin framið mannréttindabrot. Ísland er aðili að ýmsum mann- réttindasáttmálum, hjá Sameinuðu þjóðunum og Evrópuráðinu. Þar er m.a. talað um að tryggja eldri borgurum mannsæmandi líf og mannréttindi. Ákvæði eru um það, að ríkisstjórnir megi ekki stíga skref til baka í velferðarmálum þó fjár- hagsvandræði séu, nema athuga áð- ur aðrar leiðir til sparnaðar og fjár- öflunar. Áður en félagsmálaráðherra skar niður almannatryggingar kann- aði hann ekki hvort aðrar leiðir til sparnaðar væru færar. Ef hann hefði gert það hefði hann fundið 4 milljarða annars staðar, einmitt þá upphæð sem skorin var niður hjá öldruðum og öryrkjum. Auknar fjár- magnstekjur lífeyrisþega, miðað við fyrri áætlanir, leiddu til þess að unnt var að skera niður tryggingabætur þeirra um 4 milljarða, þ.e. um sömu upphæð og nam niðurskurði lífeyris. Lækkun á lífeyri aldraðra og ör- yrkja var því óþörf. Sparnaður náð- ist eftir öðrum leiðum. Ríkisstjórnin lofaði samráði við hagsmunasamtök Ríkisstjórnin lofaði því að hafa samráð við hagsmunasamtök í land- inu um niðurskurð ríkisútgjalda. Það er ekki nóg að tilkynna slíkar ráð- stafanir rétt áður en þær taka gildi. Samráð felst í því að taka eitthvert tillit til þeirra sem samráð er haft við. Það hefur ríkisstjórnin ekki gert í málefnum lífeyrisþega. Framkoma félagsmálaráðherra við eldri borg- ara og öryrkja er óafsakanleg. Ráð- herrann hefur algerlega hundsað samtök þeirra. Slík vinnubrögð til- heyra gömlum tíma og verða ekki liðin. Félagsmálaráðherra stingur ályktunum aldraðra undir stól Eftir Björgvin Guðmundsson » Afnema þarf allar skerðingar hér á landi og færa almanna- tryggingar hér í sama horf og í hinum nor- rænu löndunum. Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur og situr í kjaranefnd Landsambands eldri borgara og Félags eldri borgara í Rvk. Sameinuðu þjóð- irnar tileinka árið 2010 líffræðilegri fjöl- breytni en einnig er 22. maí tileinkaður henni ár hvert. Alþjóð- legur samningur um líffræðilega fjölbreytni var gerður í Río de Ja- neiró árið 1992 og öðl- aðist gildi í desember 1993. Ísland fullgilti samninginn ári síðar. Meginmarkmið samningsins er þrí- þætt. Í fyrsta lagi að vernda líf- fræðilega fjölbreytni jarðarinnar, það er að sporna gegn hinni miklu fækkun tegunda og rýrnun stofna og landgæða sem átt hefur sér stað á undanförnum áratugum. Í öðru lagi að tryggja að nýting lifandi auðlinda sé sjálfbær. Í þriðja lagi að tryggja sanngjarna skiptingu arðs sem kann að hljótast af nýtingu erfðaauðlinda. Skilningur á mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni hefur sífellt farið vax- andi. Samningurinn leggur einnig áherslu á endurheimt náttúrulegra vistkerfa þar sem því verður við komið. Samkvæmt 8. grein samn- ingsins skulu aðildarþjóðir samn- ingsins endurbyggja og lagfæra spillt vistkerfi. Landgræðsla ríkisins leggur í vaxandi mæli áherslu á vist- heimt en með því er átt við ferli sem byggja upp vistkerfi sem hafa hnign- að, spillst eða eyðilagst. Þetta felur m.a. í sér að nota aðferðir sem byggjast á því koma af stað og hraða náttúrulegum ferlum framvindu og endurreisa virkni vistkerfa en lág- marka notkun framandi tegunda sem geti haft neikvæð áhrif á vist- kerfin. Þetta getur hins vegar verið línudans því eiginleikar þeirra teg- unda sem henta einkar vel til upp- græðslu eru að sama skapi oft þeir eiginleikar sem ein- kenna ágengar teg- undir en þær eru taldar einhver mesta ógn við líffræðilega fjölbreytni á heimsvísu vegna þess hversu mikil staðbund- in áhrif þær geta haft. Það er því mikilvægt að vanda vel val á teg- undum sem notaðar eru í uppgræðslu svo að- gerðir snúist ekki upp í andstæðu sína. Samn- ingurinn um líf- fræðilega fjölbreytni tekur á notkun aðfluttra ágengra tegunda en í samningnum segir að koma skuli í veg fyrir að fluttar séu inn erlendar tegundir sem ógna vistkerfum, bú- svæðum eða tegundum en að öðrum kosti stjórna þeim eða uppræta (8. grein). Hérlendis hefur stöðvun jarð- vegsrofs og uppgræðsla þar sem vel hefur tekist til að stöðva eyðingu og snúa við hnignun gróðurlenda, verið mikilvæg til að vernda, viðhalda og endurreisa líffræðilega fjölbreytni. Í hugum margra snýst líffræðileg fjölbreytni um fjölda tegunda plantna eða dýra og vegna þessa hef- ur því oft verið haldið fram að á Ís- landi sé fábreytni ríkjandi. Líf- fræðileg fjölbreytni snýst hins vegar um meira en fjölda tegunda því með því er átt við þá fjölbreytni sem finnst á mismunandi stigum, þ.e. inn- an tegunda, milli tegunda og í vist- kerfum. Þegar líffræðileg fjölbreytni er skoðuð er mikilvægt að hugleiða það sem ekki sést, t.d. lífið neðan yf- irborðsins. Jarðvegurinn, sem marg- ir skynja hugsanlega fyrst og fremst sem drullu, er búsvæði um fjórðungs allra tegunda jarðar. Samspil jarð- vegs og gróðurs er forsenda allra þurrlendisvistkerfa jarðar. Mað- urinn er því háður jarðvegsauðlind- inni á ótal vegu, m.a. vegna fæðu, hráefna og hreinsunar á vatni og lofti. Auk þess er jarðvegur einn af mörgum þáttum í flóknu kerfi sem mótar loftslag. Líffræðilega fjöl- breytni jarðvegs má líta á sem breytileika jarðvegslífsins, allt frá erfðavísum og til samfélaga lífvera, breytileika í vistgerðum jarðvegsins allt frá hinum smæstu einingum upp í landslagsheildir. Þrátt fyrir mikilvægi jarðvegs er engin löggjöf hér á landi eða í Evr- ópusambandinu sem sérstaklega fjallar um jarðveg. Á vegum Evrópu- sambandsins hefur verið unnið að slíkri löggjöf síðan 2006 en ekki sér fyrir endann á þeirri vinnu. Það er þó gert ráð fyrir að jarðvegsvernd- artilskipun Evrópusambandsins verði enn á dagskrá ESB næstu misserin. Hérlendis eru í gildi lög um landgræðslu frá árinu 1965. Löngu er orðið tímabært að endur- skoða þessi lög og laga þau betur að stöðu þekkingar og markmiðum okkar í umhverfismálum í dag því ljóst er að miklar breytingar hafa í þeim málaflokki á Íslandi frá því lög- in voru sett fyrir 45 árum. Slík end- urskoðun á sér einmitt stað nú varð- andi lög um náttúruvernd. Samræmd heildarendurskoðun laga á þessu sviði myndi styrkja stöðu jarðvegsins, náttúrunnar og um- hverfissjónarmiða í íslenskum rétti. Jarðvegur og líf- fræðileg fjölbreytni Eftir Önnu Maríu Ágústsdóttur Anna María Ágústsdóttir »Hérlendis hefur stöðvun jarðvegs- rofs og uppgræðsla þar sem vel hefur tekist til að stöðva eyðingu og snúa við hnignun gróð- urlenda, verið mikilvæg til að vernda, viðhalda og endurreisa líffræði- lega fjölbreytni. Höfundur er jarðfræðingur hjá Land- græðslu ríkisins. „Er þetta hætt að vera grín og orðin ein- hver alvara?“ spurði Helgi Seljan, einn af umsjónarmönnum Kastljóssins í rík- issjónvarpinu, Jón Gnarr, oddvita Besta flokksins, í viðtali 3. maí síðastliðinn. Vekj- andi spurning enda eru skilin oft og tíðum óljós milli háþróaðs gríns og alvöru. Og sumir virðast enn telja að Jóni Gnarr og Besta flokknum geti ekki verið al- vara. Nýlega sagði Dagur B. Egg- ertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, í viðtali við Sölva Tryggvason á Skjá Einum að hann „vissi ekki hvað Jón Gnarr vildi“. Eins sagði Ólína Þorvarðardóttir al- þingismaður fyrir skemmstu á bloggi sínu að hún hefði „margt á móti framboðinu sjálfu, enda stæði það ekki fyrir neitt“. Og nú síðast spurði Sóley Tómasdóttir, oddviti VG í Reykjavík „hversu fyndið það væri þegar framtíð barnanna væri í húfi?“ (Greinarhöfundur viðurkennir fúslega að hann á í erfiðleikum með að átta sig á inntaki orða Sóleyjar). En allt bendir þetta til þess að fjór- flokkurinn sjái einungis þann mót- leik tækan við vinsældum Besta flokksins að leggja áherslu á að hann skorti alvörustefnumál. En forsvarsmenn alvarlegu flokk- anna ættu kannski að byrja á því að endurskoða sínar eigin stefnuskrár áður en þeir gagnrýna nýliðana. Óskýrari og andlausari plögg eru vandfundin. Nánast ógerlegt er að átta sig á muninum á þeim. Er einhver mun- ur? Og hefur einhvern tímann verið munur þegar út í það er farið? „Börnin okkar“ í góðum málum Af stefnuskránum að dæma er til dæmis ljóst að allir flokkarnir vilja „forgangsraða í þágu fjölskyldna“ og því er ljóst að fjölskyldufólk á krefjandi val fyrir höndum í ár. Framsóknarflokk- urinn á þó sérstakt hrós skilið fyrir að komast skáldlega að orði um inn- tak mannlegrar tilveru – hann vill byggja upp samfélag þar sem „manngildi eru sett ofar auðgildi“. „Börnin okkar“ og velunnarar þeirra hafa einnig ástæðu til að fagna því allir flokkarnir lýsa yfir aðdáun- arverðum samstarfsvilja við þau í stefnuskrám sínum í ár. Samfylking gengur þó skrefi lengra og hefur mynd af litlu barni við hvern einasta lið í stefnuskrá sinni, vafalaust til að undirstrika einstakan hlýhug sinn í garð ungu kynslóðarinnar. Atvinnumál eru ennfremur mörg- um hugleikin síðustu misseri og fróðlegt í því samhengi að skoða margvíslegar hugmyndir sem birt- ast í stefnuskránum um þau. Aftur virðast flokkarnir að mestu samstiga – sammála um að atvinnumöguleikar geti haft umtalsverð áhrif á líf fólks og því sé mikilvægt að tryggja „fjöl- breytt og öflugt atvinnulíf“ og „stuðla að nýsköpun“. Einn gömlu flokkanna kynnir á vefsíðu sinni lyk- iláherslur sínar í atvinnumálum í fimm liðum og skipa þar fyrsta sæt- ið: „Nýsköpun, framtíðarsýn og samstarf“. Það er óneitanlega upp- örvandi að vita að kjörnir fulltrúar geti hugsað sér að beina sjónum sín- um að hinu ókomna í atvinnumálum. Og svona mætti lengi áfram telja. Flokkarnir taka afdráttarlaust af- stöðu með ýmsum áhugaverðum málefnum, til dæmis því að „leggja áherslu á nærumhverfi okkar“ og að borgarbúum verði gert kleift að flokka sorp sitt af meiri nákvæmni en áður. Þá virðist það sameiginleg niðurstaða frambjóðenda í ár að fá- tækt sé af hinu illa og jafnframt sé það samfélaginu til happs ef sem flestir eiga í einhver hús að venda. Og þá er mikilvægi sjálfbærni öllum augljós sem og að jafnrétti er að sjálfsögðu velferð. Já, auðvitað – hvað annað? Hérna er fingurinn Þegar stefnuskrár alvörugefnu flokkanna eru gaumgæfðar læðist sú spurning að manni hver sé eiginlega grínistinn í þessari kosningabaráttu. (Svo má ekki gleyma því að það er annar valkostur í boði sem hljómar óneitanlega eins og mun háþróaðra og fyndnara grín en Besti flokkurinn – Framboð um heiðarleika.) Þrátt fyrir alla þá ógæfu sem óhæfir stjórnmálamenn hafa kallað yfir þessa þjóð að undanförnu virðast þeir ennþá halda að leiðin til að halda boðvaldi sínu yfir fólkinu sé sú sama – að tala í þýðingarlausum frösum og hafa loforðin hæfilega þokukennd og stefnumálin nægilega inntakslaus til að þurfa ekki að standa við þau að kosningnum loknum. Er þeim virki- lega alvara? Ár eftir ár hefur kjósendum verið boðið upp á sömu valkosti og sama fólk undir sömu formerkjum. Á fjög- urra ára fresti eru kjósendur boðaðir til að mynda röð á kjörstað og end- urnýja umboð stjórnmálamanna til að stjórna lífsháttum þeirra. Þá er hlutverki kjósenda lokið næstu árin. Valkostirnir eru aldrei skýrir heldur eru þeir ávallt endurómur af hinu sama. En bergmálið virðist ekki ætla að ná eyrum almennings í þetta skipti. Að minnsta kosti ef eitthvað er að marka síðustu kannarnir. Fylgi Besta flokksins, sem enn á þó eftir að raungerast, skýrist af því að kjós- endur vilja sýna fjórflokknum fing- urinn. Skilaboðin eru skýr: Þið eruð óhæf og valdasjúk og getið ekki tek- ið á spillingunni og sérgæskunni í ykkar röðum. Spurning Helga Seljan sem vitnað var til hér fremst á mun oftar við. Vonandi endurtekur hann hana þeg- ar aðrir oddvitar koma í heimsókn til hans upp í Efstaleiti. Hver er grínistinn? Eftir Halldór Armand Ásgeirsson » Forsvarsmenn alvar- legu flokkanna ættu kannski að byrja á því að endurskoða sínar eig- in stefnuskrár. Óskýrari og andlausari plögg eru vandfundin. Halldór Armand Ásgeirsson Höfundur er háskólanemi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.