Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2010 mjög kær í minningunni. Góður maður er genginn eftir far- sæla ævi, blessuð sé minning hans. Jón Egilsson. Nú er ættfaðirinn í fjölskyldu eig- inkonu minnar fallinn frá. Alltaf hafði hann einlægan áhuga á öllu því sem börnin, barnabörnin, barna- barnabörnin og makar þeirra tóku sér fyrir hendur og hvatti alla stolt- ur til dáða og samgladdist innilega þegar áföngum var náð. Það kom alltaf í ljós í heimsóknum í Fitjasm- árann að Krúsi fylgdist vel með fréttum og umræðunni í þjóðfélag- inu og hafði ákveðnar skoðanir á hinum ýmsu málefnum. Gátum við því oft rökrætt um málefni líðandi stundar og pólitík sem var skemmtilegt þar sem hann er eini alvöruframsóknarmaðurinn sem ég þekki og ekki að ósekju að grænn var uppáhaldsliturinn hans. Iðulega var Krúsi einnig með sögu til að segja og hlustaði maður af athygli þó að sagan hefði verið áður sögð t.d. þegar þeir fóru ungir til New- castle á fótboltaleik og það var sleg- ist allt í kringum þá. Þín verður sárt saknað á mínu heimili og kveð ég þig með söknuði í huga. Valdimar Ármann. Markús Stefánsson var fæddur að Móum í Keldudal. Þegar Markús var eins og hálfs árs dó faðir hans, Stefán Guðjónsson. Þá var móðir hans, sú frábæra kona, ein eftir með litla drenginn sinn. En á næsta bæ, Arnarnúpi, bjuggu heiðurshjónin Guðbjörg Guðjónsdóttir, föðursystir Markúsar, og Kristján Guðmunds- son. Þau buðu mæðginunum að koma til sín og í þeirra skjóli og móðurinnar ólst Markús upp. Þau hjónin voru barnmörg. Ma- kús varð einn af systkinahópnum og svo var alla tíð. Hann fékk fyrirmyndaruppeldi, enda bæði sóma- og regluheimili. Öll störf vou unnin af samviskusemi og mynd- arskap samfara leikjum og gleði í stórum systkinahópi. Hann var því eins vel undir lífsbaráttuna búinn og best gat orðið. Tvítugur fór Markús að Laug- arvatni og var þar tvo vetur. Hann var mikill framsóknarmaður í þess orðs fyllstu og bestu merkingu. Hinn 24. maí 1955 hittust 24 ungir menn þar sem nú er Bogahlíð 12-18, 24 íbúða fjölbýlishús. Allir voru til- búnir að leggja mikið á sig með samstilltu átaki góða til að eignast góða og vandaða íbúð með sem hag- kvæmustum hætti. Bergur Óskars- son sá um allan undirbúining af ein- stökum dugnaði og fórnfýsi. Einn í þessum hópi var Markús Stefáns- son og þar hitti ég hann í fyrsta sinn. Þau kynni héldust óslitið þar til sonur hans hringdi í mig og tjáði mér þau sorgartíðindi að faðir hans væri látinn. Ég hringdi strax í kon- una mína, sem þá var á sjúkrahúsi og lét svo börn og fjölskyldu vita. Öll minntust hans á sama veg. Hann Markús var alltaf svo góður við okkur í Bogahlíðinni og alltaf svo skemmtilegur. Við bjuggum í sama stigagangi og Markús og Hulda þarna í Bogahlíðinni og þar voru alls sex fjölskyldur. Kynnin urðu vinátta sem hélst alla tíð síðan og fastur liður að hittast til skiptis á heimilum hvert annars rétt eftir áramótin. Þetta hétu Bogahlíðarp- artí og hafa alla tíð verið miklir fagnaðarfundir þó margir séu falln- ir frá í áranna rás. Þannig er lífið. Að heilsast og kveðjast, hér um fáa daga, að hryggjast og gleðjast, það er lífsins saga. Markús var einstakt ljúfmenni og alltaf hress og kátur. Með okkur tókst einlæg vinátta sem aldrei skyggði á. Veiðitúrarnir okkar í Vatnsdalsá voru ófáir og jafnan glatt á hjalla. Ekki átti Markús síst- an þátt í því. Öll kynni fjölskyldu okkar Margrétar af Markúsi og Huldu hafa ævinlega verðið hlý og björt. Á þessari sorgarstundu send- um við hjónin, börn okkar og tengdabörn Huldu, börnunum og fjölskyldunni allri samúðarkveðju. Nú kveðjum við kæran vin hinstu kveðju og þökkum ljúfa samfylgd í 55 ár. Markús á vísan stað í fyr- irheitna landinu enda heiðurs- og drengskaparmaður. Minningin um einstakan sómamann verður fjöl- skyldu hans styrkur og bjart leið- arljós um ókomin ár. Blessuð sé minning hans. Margrét Jörundsdóttir, Kristinn Sveinsson frá Sveins- stöðum, börn og fjölskyldur. Oftast bregður manni við að heyra um andlát manna, jafnvel þótt viðkomandi sé kominn nokkuð við aldur og maður hafi vitað um veikindin, þá er eins og dauðinn komi manni alltaf á óvart. Þannig var um mig þegar ég heyrði um andlát Markúsar Stefánssonar vin- ar míns og félaga í GKG. Markús og Hulda konan hans hafa verið félagar í GKG árum sam- an og þau ásamt þeim Óskari Gunn- arssyni og Gunnari Magnússyni mynduðu hinn fræga gönguhóp inn- an GKG, sem árum saman hefur mætt á golfvöllinn og gengið um hann allt árið um kring. Það var með ólíkindum að sjá þennan hóp koma á völlinn nánast í hvaða veðri sem var og labba sinn hring. Stund- um og oftast með bolta og kylfu, en ef snjórinn var of mikill þá var engu að síður mætt og þá labbað án kylfu og bolta. Það er einmitt svona fólk sem maður vill hafa í kringum sig og gefur góðum félagsskap gildi. Auðvitað var ekki einungis talað um golf heldur voru Markús og fé- lagar lífsreynt fólk sem víða hafði komið við á lífsleiðinni og kunni frá mörgu að segja. Mér er ekki síst minnisstætt að hlusta á þessa höfð- ingja segja sögur og rifja upp eitt og annað sem fyrir þá hafði komið í gegnum tíðina. Ég vil með þessum fátæklegu orðum þakka Markúsi og hans góðu konu fyrir öll árin sem við áttum saman og um leið senda kveðjur frá félögunum í GKG, sem nú kveðja einn sinn traustasta fé- laga. GKG sendir Huldu og allri fjölskyldunni sínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Kveðja frá GKG, Guðmundur Oddsson formaður. Fimmtudaginn 6. maí síðastliðinn var til moldar borinn Gísli Emilsson sem giftur var Fríðu frænku. Ótal ánægjulegar minningar koma upp í huga okkar, sem við áttum með þeim Gísla og Fríðu. Gísli var ávallt léttur, kátur og viðræðugóður maður sem gott var að umgangast. Við viljum með þessum orðum Gísli Ólafur Emilsson ✝ Gísli Ólafur Em-ilsson, f. 16. sept- ember 1924, lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Garð- vangi 28. apríl 2010. Útför Gísla fór fram í kyrrþey frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 6. maí sl. þakka honum fyrir margar góðar sam- verustundir. Far vel í friði til frænda þinna lofi leyfður og ljóðstöfum; far, öðlingur, og alda lýstu bifröst vorra bestu manna. (M. Jochumsson) Hvíl í friði, kæri vinur. Elsku Heiðar, Stef- anía, Fríða Kristín og Sigríður, við vottum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ykkar frændfólk og vinir, Guðrún, Viðar, Heiða, Eiríkur, Karen og Helgi. Elsku amma okkar. Nú ertu komin til himnaríkis og ert við hlið afa. Það var alltaf svo dásamlegt að vera hjá þér og fá heimsins bestu vöfflur með rabarbarasultu og rjóma. Það var líka alltaf gotterí í silfurskál uppi á hillu í stofunni. Við systurnar lékum okkur endalaust með gamla apann sem hægt var að trekkja upp eða dönsuðum við lagið frá spiladós- inni sem var inni í litla herberginu í Torfufellinu. Einnig var yndislegt að koma í sumarbústaðinn sem þér þótti svo vænt um. Það var alltaf hægt að finna upp á ævintýralegum leik og fara með sykurskálina út í garð og borða rabarbara. Elsku amma okk- ar með fallega hvíta hárið og góða hjartað. Við söknum þín og óskum þér góðrar ferðar á þinni leið. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Katrín Sif og Svava Kristín. Rósemd og góðmennska barst ávallt frá Bryndísi ömmu, og þau áhrif hafði hún á aðra í kringum sig. Sem börn, áður en við komumst til vits og ára, vissum við að henni þótti afskaplega vænt um okkur. Svo sterka nærveru hafði hún. Fjöl- skyldan var henni greinilega mjög mikilvæg sem sannaðist meðal ann- ars í því hversu oft og fallega hún talaði um systkini sín. Þegar minn- isleysið tók að sverfa að síðustu árin reyndi hún eftir fremsta megni að rifja upp fjölskyldumeðlimi og ætt- ingja svo hún myndi ekki gleyma þeim. En núna ættu allar minningar hennar að vera komnar aftur. Og að auki verður minningin um hana ætíð sterk. Einlægni og góðmennska ömmu birtist ekki aðeins í gjörðum hennar og tali, heldur einnig í listinni. Hún var fær á mörgum sviðum listsköp- unar en málverkin báru af. Á því sviði hafði Bryndís amma þróað með sér einstaklega frumlegan og litrík- an stíl, þar sem hún nýtti gjarnan grunnformin og bjarta liti til þess að Kristín Bryndís Björnsdóttir ✝ Kristín BryndísBjörnsdóttir fæddist á Skálum á Langanesi 10. mars 1924. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 10. maí sl. Útför Bryndísar fór fram frá Grafarvogs- kirkju 17. maí 2010. skapa veröld án alls ills, og fulla af gam- ansemi. Amma hafði nefnilega sterka kímnigáfu og hló inni- lega að því þegar við sögðum einhverja kjánalega sögu. Þá skipti engu hvort sag- an var af okkur sjálf- um eða öðrum. Hún hlustaði og veitti öll- um athygli. Líkt og þegar afi kvaddi okkur fara ósjálfrátt af stað minningar um sumarbústaðinn góða; um vöfflurnar, berjatínsluna, ruggustólinn og litla sjónvarpið sem var rekið áfram af slitnum raf- magnskassa. Tvímælalaust hugsa öll barnabörnin þeirra til bústaðar- ins núna þegar þau eru farin, og það er ekki að undra, því með þessum heimilislega, vinalega – og ævin- týralega heimi í augum barna – meitluðu þau frábærar og ómetan- legar minningar í huga okkar. Heimili þeirra mun einnig seint hverfa úr hugskotssjónum. Þegar við vorum í heimsókn var mikið á að líta, ýmiss konar hlutir og myndir sem vöktu forvitni. „Fullorðinsveisl- ur“ geta oft verið ansi þreytandi fyrir börn, og við systkinin vorum þar ekki undanskilin, en svo var ekki heima hjá ömmu og afa. Alltaf var eitthvað nýtt til að skoða og velta fyrir sér. Amma og afi voru ekki lengi að- skilin. Núna er þau saman á ný og á betri stað. Þau ólu af sér mörg börn, sem ólu aftur af sér enn fleiri börn og svo framvegis. Sem sagt, arfleifð þeirra lifir svo sannarlega áfram. Við kveðjum þig Bryndís amma með miklum söknuði og biðjum að heilsa afa. Hörður, Emil, Víðir og Bryndís. Nú hefur amma mín kvatt þetta jarðlíf. Reyndar hefur hún verið að að fara smátt og smátt undanfarin ár þar sem minnisleysi var farið að setja mark sitt á hana. Ég hef reynt að setja mig í spor hennar, en það hlýtur að vera erfitt og skapa óör- yggi að þekkja ekki sína nánustu og muna ekki hvað á daga manns hefur drifið í gegnum lífið. En núna þegar amma er laus úr viðjum síns sjúk- dóms trúi ég því að henni líði betur. Margar minningar koma upp í hugann þegar ég hugsa um ömmu. Þegar ég var barn skruppum við oft í heimsókn í Torfufellið eða í sumar- bústaðinn þar sem tekið var á móti okkur með gómsætum vöfflum eða pönnukökum. Einnig eru mér minn- isstæð öll jólaboðin sem amma og afi héldu þar sem stórfjölskyldan hittist og borðaði saman ilmandi hangikjöt og tilheyrandi meðlæti sem amma kunni svo sannarlega að matreiða. Amma var mikill listunnandi og tjáði sig í gegnum listina bæði í mál- verki og textíl. Það eru ófá verkin til eftir hana, olíumyndir, vatnslita- myndir og hekluð veggteppi og hélt hún nokkrar sýningar, meðal ann- ars í Grafarvogskirkju. Hún heklaði líka og prjónaði á okkur systurnar þegar við vorum litlar. Þessar flíkur hefur verið haldið vel upp á og það er gaman að geta klætt barnið sitt í falleg föt sem amma hefur búið til af ást og alúð. Amma stundaði þessa iðju sína eins lengi og heilsan leyfði og það er ómetanlegt að eiga verk eftir hana sem geyma góðar minn- ingar. Amma vildi vera vel til fara og hafði gaman af að klæðast fötum í líflegum litum og hafa fallega hvíta hárið sitt smekklega greitt. Mér er minnisstæður einn falleg- ur sumardagur þegar amma og afi komu í heimsókn til mín fyrir nokkrum árum þegar sonur minn, Marinó, var nýfæddur. Þau komu færandi hendi með teppi sem amma hafði heklað, afi reffilegur að vanda og amma í fallega grænum sum- arkjól. Síðast koma amma í heimsókn til mín eftir að dóttir mín Máney fædd- ist, en hún verður eins árs í sumar. Við áttum góða stund saman, borð- uðum vöfflur og spjölluðum. Amma naut þess augljóslega að hitta börn- in og lét sig ekki muna um að grín- ast svolítið í Marinó, sem kvaddi hana með knúsi og studdi út í bíl. Það er gott að eiga þessar og margar fleiri góðar minningar um ömmu. Takk fyrir þær, amma mín. Hvíldu í friði. Hilda. Elsku amma. Ég var svo viss um að við myndum hittast aftur. Þótt þú ættir erfitt með að muna margt síðast þegar ég heimsótti þig, þá virtist þú enn svo sterk. Við hittumst sjaldan þegar ég var barn og þegar við hittumst var allt fullt af fólki. En þegar ég fluttist til Reykjavíkur sem unglingur gátum við loks tengst á okkar forsendum. Þá gat ég komið til þín í Breið- holtið og við gátum lokað okkur af, einar inni í eldhúsi, og talað um lífið og listina. Við lokuðum á afa úti í stofu svo hann sæi ekki módelteikn- ingarnar þínar sem þú sýndir mér. Það var gott að koma til þín og vera bara vinkonur. Þegar ég flutti utan hitti ég þig sjaldnar en þá vorum við búnar að vefa okkar eigin vef og átt- um traustan vinskap. Seinna, áður en þú fórst að gleyma, töluðum við um trúna. Og um að ferðalagið byrjar og endar hjá Guði. Ég óska þér góðrar ferðar amma mín. Guðrún Tinna Lúðvíksdóttir. Elskuleg systir mín er látin 86 ára. Við systkinin fimm fæddumst öll á Skálum á Langanesi, en flutt- um til Vestmannaeyja árið 1934 og áttum þar yndislega æsku og ung- lingsár. Við áttum heima á Strembu (Lukku). Þar var dásamlegt útsýni yfir eyjarnar og mér finnst það hafa verið algjör forréttindi að hafa feng- ið að alast upp í Eyjum í leik og gleði og öll áttum við okkar vini. Við áttum fjögur hálfsystkini, öll fædd af sömu móður. Bryndís var ung þegar hún gifti sig Jóel Þórðarsyni frá Ísafirði og bjuggu þau þar fyrri hluta ævi sinn- ar. Þau eignuðust sex börn sem öll eru myndarfólk og hafa komið sér vel áfram í lífinu. Þau fluttu til Reykjavíkur þegar börnin voru komin vel á legg, þá fór hún í nám sem sjúkraliði og vann við það í tutt- ugu ár. Einnig var hún mikil hand- verkskona og gerði mörg frábær veggteppi sem hún heklaði, einnig málaði hún mikið af málverkum sem hún hafði mjög gaman af. Ég þakka systur minni samfylgd- ina í lífinu, blessuð sé minning henn- ar. Þín systir, Elín. Það leita á hugann minningar frá löngu liðnum tíma þegar kær vinur kveður. Við Grétar kynntumst ár- ið 1952 þegar við unn- um við keyrslu hjá Hamilton á Keflavíkurvelli ásamt mörgum öðrum góðum félögum sem nú eru farnir yfir móðuna miklu. Við ásamt Döddu heitinni kon- unni hans eyddum saman mörgum góðum stundum, börn okkar fædd- ust á svipuðum tíma og vorum svo lánsöm að eiga öll miklu barnaláni að fagna. Lífsbaráttan var oft strembin á þessum árum og vinnu- tími langur en við nutum frístund- J. Grétar Þorvaldsson ✝ J. Grétar Þor-valdsson fæddist í Hlíð í Garði 21.9. 1933. Hann lést 5.5. 2010. J. Grétar var jarð- sunginn frá Grens- áskirkju 17. maí 2010. anna saman. Árin liðu og sambandið varð minna, sérlega eftir að Dadda lést. Grétar var harðduglegur og farsæll leigubílstjóri og var vinnan honum allt, því var það hon- um mikið áfall nú í haust þegar hann varð að hætta sökum aldurs. Nýlega áttum við saman góða kvöld- stund, nokkrir gamlir vinir, og rifjuðum upp margar góðar stundir frá liðnum ár- um. Það hafði dregist að hóa saman þessum hópi, engan grunaði þá að þetta yrðu síðustu samverustund- irnar, en svona er lífið, enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Við viljum votta börnunum hans innilega samúð og jafnframt þakka allar góðar minningar liðinna ára. Rúnar, Sigurlína, Óskar, Lísa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.