Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 18
á sunnudag. Sá dagur var verstur. Átökin voru þá hvað hörðust en raf- magnið var þá tekið af hverfinu,“ segir Páll Arnar en talið berst því næst að þeirri gjá sem er á milli ríkra og fátækra í Taílandi. Berjast fyrir bættum kjörum Auðkýfingurinn Thaksin Shina- watra, landflótta milljarðamæringur sem hrökklaðist úr stól forsætisráð- herra eftir tilraunir til að kaupa sér hylli fátæks sveitafólks, nýtur stuðnings meirihluta rauðliða. Inntur eftir þætti Thaksins leggur Páll Arnar áherslu á að þrátt fyrir umdeilda fortíð megi ekki gera lítið úr þeim lífskjarabótum sem hann beitti sér fyrir til sveita, svo sem með ódýrri heilsugæslu. Spurður hvort almenn réttinda- barátta sé því fremur hvatinn að þátttöku fátæks sveitafólks í mót- mælunum en hugsjónir tekur Páll Arnar undir það og ítrekar að rauð- liðar séu tvístraður hópur fólks sem deili reiði í garð valdhafanna. Páll Arnar kveðst jafnframt hafa orðið þess áskynja að samúð al- mennings með rauðliðum hafi farið þverrandi og bendir á að með því að setja stöðugt fram nýjar kröfur í samningaviðræðum við stjórnvöld hafi fulltrúar rauðliða sýnt fram á að þeir færu fyrir sundurlausum hópi. Þannig hafi stjórnin orðið við kröfu um að flýta kosningum og leysa upp þingið en rauðliðarnir þá lagt fram fleiri kröfur þar til samn- ingaumleitanir fóru út um þúfur. Útgöngubann í Bangkok Reuters Róstusamt Blaðamönnum á Bangkok Post taldist til að rauðliðar hefðu kveikt í 27 byggingum á tólfta tímanum í gærkvöldi að staðartíma.  Rauðliðar á flótta báru eld að fjölda bygginga  Íslenskur nemi flúði miðborgina VIÐTALIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hermenn stjórnarhersins vöktuðu hjarta Bangkok í nótt eftir að leið- togar rauðliða voru þvingaðir til uppgjafar í áhlaupi hersins á vígi þeirra við helstu verslunargötu höf- uðborgarinnar í gær. Minnst 6 féllu í átökum gær- dagins og hafa því tugir fallið frá því mótmælin blossuðu upp í mars. Útgöngubann var sett á síðdeg- is og stóð það fram undir morgun. Eftir áhlaup hersins hóf hluti rauðliða að kveikja elda víða um borgina og lögðu þeir meðal annars eld að helstu verslunarmiðstöð borg- arinnar og taílensku kauphöllinni. Svartur reykjarmökkur lá yfir skýjakljúfum stórborgarinnar en mikinn reyk lagði einnig frá hjól- börðum og öðru lauslegu sem mót- mælendur kveiktu í á götum úti. Flúði borgina um leið Páll Arnar Steinarsson, náms- maður í Bangkok, er búsettur skammt frá hringiðu mótmælanna. Hann hefur fylgst með þeim úr návígi en var hætt að lítast á blikuna undir morgunsárið í gær. „Ég fór um leið og ég frétti að herinn hefði farið inn á rauða svæð- ið. Það hafa verið gífurleg átök á svæðinu þar sem rauðliðar hreiðr- uðu um sig. Fyrir utan ofbeldið og lætin er búið að vera erfitt að dvelja í borginni þar sem hér hefur ekki verið nein sorphirða síðan í síðustu viku. Ruslahaugar hafa myndast á hverju götuhorni og leggur megnan óþef af rotnandi rusli í miðborginni. Verslanir og veitingastaðir hafa lokað og þar sem enn er opið hefur borið á vöruskorti. Það hefur því verið erfitt að hafa ofan í sig. Andrúmsloftið er skelfilegt. Fólk er hrætt. Tveir menn voru skotnir til bana rétt við heimili mitt Samanburður við apríl 2009 Fjöldi nýrra bíla sem voru seldir í aprílmánuði 2010 BÍLASALA Í EVRÓPU Heimild: Samtök evrópskra bílaframleiðenda (ACEA) Þýskaland Frakkland Ítalía Bretland Spánn Belgía Holland Austurríki Svíþjóð Pólland Portúgal Tékkland Grikkland Finnland Danmörk Rúmanía Írland Lúxemborg - 31,7 % + 1,9 % - 15,7 % + 11,5 % + 39,3 % + 20,3 % + 24,4 % - 11,6 % + 40,7 % - 11,9 % + 32,9 % - 13,2 % - 13,4 % + 39,7 % + 9,2 % - 19,7 % + 95,4 % + 1,1 % 259.414 190.917 159.971 148.793 93.637 57.309 37.654 31.723 25.668 25.313 16.202 15.264 12.448 10.401 9.888 8.875 8.544 5.941 Evrópskir bílaframleiðendur hafa svo sannarlega fundið fyrir áhrif- um fjármálahrunsins haustið 2008. Alls runnu 13,4 milljónir fólks- bifreiða af færibandinu í álfunni í fyrra en framleiðslan hafði þá ekki verið jafnlítil frá árinu 1996. Þetta kemur fram á vefsíðu Sam- taka evrópskra bílaframleiðenda (ACEA) en þar segir að samanlagt hafi bílasmíði (fólks-, flutninga- hópferðabílar) dregist saman um 17,3% á milli áranna 2009 og 2008 og um 23% á milli 2008 og 2007. Hrun í smíði flutningabifreiða Samdrátturinn í smíði sendi- og flutningabifreiða í fyrra var 64% en á vef ACEA er því lýst sem sögu- legu lágmarki hjá bílasmiðjunum. Til samanburðar dróst sala fólks- bifreiða í álfunni saman um 1,3% í fyrra og er það rakið er til greiðslu stjórnvalda í 13 Evrópuríkjum fyrir gamlar bifreiðar þegar ný er keypt. Slíkar greiðslur eru víða ekki lengur í boði og er búist við að sala nýrra fólksbifreiða muni dragast saman þar sem það á við. Til sbr. dróst bílasala saman um 35% í Bandaríkjunum í fyrra og um 11% í Japan. Í Rússlandi fækkaði nýskráningum um 41% í fyrra. Af ríkjunum á kortinu hér hliðar eru greiðslurnar enn í boði í Frakk- landi, Bretlandi, Spáni, Hollandi, Póllandi, Portúgal, Rúmeníu, Ír- landi og Lúxemborg, að því fram kemur á vef ACEA, en áhrifin á söl- una eru mjög misjöfn. Samdrátturinn í sölu nýrra fólks- bifreiða var hins vegar 9,3% minni árið 2009 en árið 2007. Framleiðsla nýrra fólksbifreiða minnkaði meira en salan en hún var 13% minni 2009 en árið 2008 og 18% minni 2008 en árið 2007. Er þetta mesti samdrátturinn í ríkjum Evrópusambandsins síðan árið 1993 en hann var þá 15,1%. Sparneytni og minni vélar Sala sparneytinna bíla í Evrópu jókst á kostnað bensínháka á milli ára en hlutur smábíla af heild- arsölu fór úr 38,8% 2008 í 45% árið 2009. Hlutur díselbifreiða minnkaði hins vegar á milli ára og fór úr 52,7% niður í 45,9%. Framleiðslan ekki minni síðan 1996 Mikill samdráttur í bílasmíði í Evrópu 18 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2010 Yfirmaður írönsku kjarnorkustofn- unarinnar, Ali Akbar Salehi, segir frekari viðskiptaþvinganir af hálfu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna kjarnorkuáætlunar landsins munu rýra orðstír og trúverðugleika ríkjanna sem muni styðja þær. Breska útvarpið, BBC, hefur þetta eftir Salehi en hann er æðsti íranski embættismaðurinn til að tjá sig um drög að viðskiptaþvingunum á hendur Írönum sem lögð voru fram í öryggisráði SÞ á þriðjudag. Tilefnið var samningur á milli Ír- ana og Tyrklands og Brasilíu um að þeir láti lítt auðgað úran í skiptum fyrir kjarnorkueldsneyti. Halda írönsk stjórnvöld því fram að nú sé hægt að aflétta refsiaðgerð- um öryggisráðsins á hendur þeim. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, boðar harðorða ályktun með nýjum refsiaðgerðum en haft var eftir kollega hennar Ser- gei Lavrov í gær að hann hefði á símafundi með Clinton mælt gegn einhliða viðskiptaþvingunum af hálfu Bandaríkjanna og ESB. Óttast ekki þvinganir  Íranar svara öryggisráðinu TEHERAN Áætlað er að umferð um nýja al- þjóðaflugvöllinn í Bangkok hafi dregist saman um ríflega 50% vegna mótmælanna í borginni. Þá hafa fyrirtæki jafnt sem ein- yrkjar tapað miklum viðskiptum svo ekki sé minnst á hótelin og verslanirnar í miðborginni. Íkveikjur rauðliða hafa einnig valdið stórtjóni en á myndinni til hliðar sést ráðhús bæjar í austur- hluta landsins í ljósum logum. Ferðaþjónustunni blæðir MÓTMÆLIN VALDA MIKLUM BÚSIFJUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.