Morgunblaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 7
 HS Orka er stærsta orkufyrirtæki Íslands í einkaeigu. Áform um aukna orkuvinnslu félagsins eru háð því að yfirvöld heimili slíka atvinnuuppbyggingu í landinu. Fáist tilskilin leyfi er hægt að fjölga verulega störfum á Suðurnesjum.  HS Orka bíður nú afgreiðslu virkjunarleyfis vegna stækkunar Reykjanesvirkjunar. Að fengnu virkjunarleyfi verður hægt að bjóða út stækkun stöðvarhúss og fleiri verkþætti sem kosta yfir tvo milljarða króna. Með því skapast fjölmörg störf á Suðurnesjum við jarðvinnu- og byggingaframkvæmdir.  HS Orka hyggst auka orkuframleiðslu sína úr 175 MW í 405 MW fram til ársins 2015. Er m.a. ráðgert að stækka Reykjanesvirkjun um 80 MW í tveimur áföngum og reisa 50 MW virkjun í Eldvörpum. Boranir standa nú yfir vegna þessa á Reykjanesi en þar er raunar um að ræða eina stóra borverkefnið í landinu sem stendur.  HS Orka er nær alfarið í eigu kanadíska almenningshlutafélagsins Magma Energy, í gegnum dótturfyrirtækið Magma Energy Sweden AB. Upplýsingar um eigendur þess eru aðgengilegar í kauphöllinni í Toronto. Þátttaka Magma í íslensku samfélagi mun skapa atvinnu og stuðla að útflutningi á íslenskri tækniþekkingu. ... í startholunum Tæplega 15.000 Íslendingar voru án atvinnu í apríl. Ástandið var hlutfallslega verst á Suðurnesjum en þar voru 1.590 manns atvinnulausir, 947 karlar og 643 konur. Gegn þessu böli duga ekki orðin tóm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.