Morgunblaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 18
18 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010 FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Christopher „Dudus“ Coke hefur verið lýst sem „Hróa hetti“ íbúa fátækrahverfisins Tivoli Gardens í Kingston, höfuðborg Jamaíku. Bandaríska dómsmálaráðuneytið lítur hins vegar á hann sem einn af hættuleg- ustu eiturlyfjabarónum heims og segir hann stjórna umfangsmikilli glæpastarfsemi, ekki aðeins í Jamaíku, heldur einnig í fleiri Karíba- hafslöndum, Norður-Ameríku og Bretlandi. Coke nýtur mikils stuðnings í Tivoli Gardens og margir íbúanna líta á hann sem velgerðarmann sinn, sem útvegi þeim mat, miðli málum þegar deilur koma upp og sjái jafnvel til þess að börnin þeirra mæti í skól- ann. Fyrrverandi ráðherra þjóðar- öryggismála Jamaíku, Peter Philips, sagði ný- lega að Coke væri sennilega áhrifamesti maður landsins. Þegar stjórnvöld í Jamaíku ákváðu að verða við beiðni Bandaríkjastjórnar um að handtaka og framselja Coke hétu þúsundir stuðningsmanna hans því að koma honum til varnar hvað sem það kostaði. Tugir manna liggja í valnum eftir að þúsundir hermanna réðust inn í fátækrahverfið. Gegnsýrt af ofbeldi Jamaíka er á meðal þeirra ríkja heims þar sem ofbeldisglæpir eru algengastir. Íbúar Jamaíku eru um 2,8 milljónir og á ári hverju eru framin allt að 1.700 morð í landinu. Ástandið er verst í fátækrahverfum Kingston þar sem Coke ólst upp. Líf hans hef- ur verið gegnsýrt af ofbeldi. Tveir af bræðr- um hans og systir hafa verið skotin til bana. Faðir hans, Lester Coke, var foringi glæpa- gengisins „Shower Posse“ og dó í dularfullum eldsvoða í fangelsisklefa árið 1992 þegar yfir- völd hugðust framselja hann til Bandaríkj- anna vegna ásakana um eiturlyfjasmygl og morð. Glæpagengið er talið hafa myrt yfir þúsund manns á níunda áratugnum. Þýða má heiti gengisins sem „Regn- dembuliðið“ vegna þess að það dregur nafn sitt af því að glæpamennirnir voru þekktir fyrir að láta byssukúlum rigna yfir andstæð- ingana, að því er fréttavefur BBC hefur eftir Michael Chettleburgh, kanadískum sérfræð- ingi í glæpagengjum. Coke tók síðar við sem foringi „Shower Posse“. Í ljósi ofbeldisins kann það að virðast furðulegt að glæpaforingjar á borð við Coke njóti svo mikillar hylli í hverfi sínu. Vinsæld- ir hans má meðal annars rekja til mikillar fátæktar íbúanna, gríðarlegrar mis- skiptingar í landinu, og spillingar stjórnmála- og lögreglumanna. Talið er að Coke hafi notið verndar stjórnarflokksins, Verka- mannaflokks Jamaíku (JLP), þar til nýlega. Tivoli Gardens er í kjördæmi Bruce Goldings forsætisráðherra sem lét undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar og féllst á að láta til skar- ar skríða gegn Coke og liðsmönnum hans. Ríki í ríkinu Tivoli Gardens er á meðal fátækrahverfa sem reist voru á sjöunda og áttunda áratug aldarinnar sem leið þegar landið var ýmist undir stjórn jafnaðarmanna í Þjóðarflokknum (PNP) eða íhaldsmanna í Verkamannaflokkn- um. Ian Thompson, höfundur bókar um Jamaíku, segir í grein í The Guardian að hlut- ar Tivoli Gardens og fleiri hverfa hafi orðið að „ríki í ríkinu“. Margir íbúanna greiði enga leigu eða reikninga fyrir rafmagn og aðra opinbera þjónustu. Hverfin séu í raun undir stjórn glæpaforingja. Ian Thompson segir að greinileg tengsl séu á milli stjórnmálamanna og glæpagengja í fátækrahverfunum í Kingston. Verkamanna- flokkurinn hafi séð glæpaforingjum á borð við Coke fyrir vopnum til að halda pólitískum stuðningi þeirra. „Stjórnmálin í Jamaíku snú- ast oft um opinbera fjármuni: Ef JLP tapar kosningum verður Tivoli Gardens af fyrir- greiðslu í húsnæðismálum, opinberum samn- ingum, vopnum og annarri fyrirgreiðslu sem stjórnmálamennirnir hafa lofað í skiptum fyr- ir atkvæði.“ Thompson bætir þó við að stjórnmála- mennirnir hafi reynt að rjúfa tengslin við glæpagengin á síðustu árum. Eiturlyfja- barónarnir séu einnig orðnir áhrifameiri í landinu og farnir að setja stjórnmálamönnum skilmála. Howard Campbell, fréttaritari The Glea- ner, dagblaðs í Jamaíku, segir að þar sem þingmenn hafi ekki staðið við loforð sín um að bæta lífskjörin í fátækrahverfunum séu glæpaforingjar á borð við Coke álitnir fyrir- myndir. „Þeir gegna hlutverki „feðranna“ sem sjá til þess að börn einstæðra mæðra gangi í skóla, eða útvega matvæli handa fjöl- skyldum sem eiga ekki fyrir nauðþurftum.“ Lýst sem Hróa hetti Tívolígarða  Eiturlyfjabaróninn Christopher „Dudus“ Coke hefur getið sér orð fyrir að vera velgerðamaður fátækra íbúa Kingston og nýtur mikillar hylli  Stjórnmálamenn sáu glæpagengjum fyrir vopnum Reuters Blóðsúthellingar Lögreglumaður leitar á tveimur mönnum í Kingston, höfuðborg Jamaíku. Christopher „Dudus“ Coke Útsendarar Sov- étríkjanna áttu a.m.k. tvívegis á árunum 1943 og 1944 möguleika á að ráða Adolf Hitler af dögum en Jósef Stalín hafnaði því í bæði skiptin. Danska blaðið Jyllands-Posten hefur eftir Anatolí Kúlíkov, fyrrv. hershöfðingja, að ástæða þess að Stalín vildi ekki láta drepa Hitler væri sú að hann ótt- aðist að eftir dauða nasistaleiðtog- ans myndu eftirmenn hans skrifa undir sérstakan friðarsamning við Bandaríkin og Bretland. Kúlíkov sagði að Sovétmenn hefðu verið með áform um að ráða Hitler af dögum í sprengjubyrgi hans árið 1943 en Stalín hætti skyndilega við þau áform. Árið 1944 komst sov- éskur flugumaður inn í innsta hring Hitlers og naut trausts hans. Ná- kvæm áætlun var gerð um að þessi flugumaður myndi myrða Hitler en Stalín hætti aftur við á síðustu stundu. Stalín þyrmdi lífi Hitlers Sovétmenn fengu færi á að myrða hann Jósef Stalín Michelle Obama forsetafrú hleypur með skóla- börnum á grasflöt við Hvíta húsið í Washington. Hlaupið var liður í baráttu hennar gegn offitu meðal barna. Hún lét ekki orðin nægja, heldur brá á leik með börnunum til að hvetja bandarísk ungmenni til að hreyfa sig meira. Reuters Forsetafrúin sprettir úr spori með börnum Sigrún Skærings- dóttir, sem býr í Jamaíku, segir að ástandið í Kingston sé skelfilegt eftir að yfirvöld létu til skarar skríða gegn Christ- opher „Dudus“ Coke og glæpagengi hans í Tivoli Gardens. „Önnur glæpagengi nota tækifærið núna, þegar lögreglan er upptekin í Tivoli Gardens, og ræna og rupla í öðrum hverfum. Ástandið er því hræðilegt á öðrum stöðum og allt fer í bál og brand.“ Sigrún segir að íbúar höfuðborgar- innar búi sig undir langvinnt ófremdar- ástand og hafi því birgt sig upp af mat- vælum. „Það var engu líkara en gefin hefði verið út fellibyljaviðvörun því verslanir voru troðfullar af fólki sem hamstraði matvæli. Hillurnar tæmdust nánast.“ Stjórnvöldum um að kenna Sigrún segir að gífurleg misskipting sé í landinu og fátækt fólk fái enga félags- lega aðstoð, svo sem atvinnuleysis- bætur, barnabætur eða ellilífeyri. „Það er ægilegt að horfa upp á eymdina.“ Auðvelt hefur því verið fyrir glæpafor- ingjann að kaupa sér vinsældir. Sigrún segir að stjórnmálamenn eigi sök á ófremdarástandinu því þeir hafi séð glæpagengjunum fyrir vopnum. „Það er í rauninni pólitíkusunum að kenna hvernig ástandið er,“ segir hún. „Þetta er algerlega komið úr bönd- unum.“ Sigrún starfar hjá E. Pihl & Son og dvelur í Falmouth, Trelawny, á norður- strönd Jamaíku, þar sem verið er að byggja höfn fyrir skemmtiferðaskip. Hún bjó áður í sex ár í Kingston þar sem fyrirtækið byggði gámahöfn. Skelfileg eymd ÓÖLDIN BREIÐIST ÚT Sigrún Skæringsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.