Morgunblaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 32
32 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010 Ég og amma vorum bestu vinkonur. Til hennar var alltaf hægt að leita og betri fyrirmynd væri erfitt að finna. Hún var jákvæð og lífs- glöð alla tíð, sama hvað á dundi. Hún var hugrökk og sterk en samt svo viðkvæm þótt hún léti lítið á því bera. Hún var ráðagóð, mikill fag- urkeri og hafði ákaflega góðan smekk. Þær voru ófáar Kringlu- ferðirnar þar sem hún aðstoðaði unglinginn við fatakaup og aldrei klikkuðu ráðleggingarnar, hún vissi nákvæmlega hvað fór best á hverj- um. Hún kenndi okkur öllum að bera virðingu fyrir dýrum og kettina okkar á Bræðraborgarstígnum mátti yfirleitt finna hjá ömmu með- an hún bjó þar. Hún er fræg sagan af því þegar amma hændi að sér dúfu á Fornu- ströndinni og oft mátti heyra ömmu úti í garði við Fornuströnd 5 kalla „dúdú“ og þá kom hún fljúgandi og settist í sólstofuna. Hún var mikill náttúruunnandi og fékk það áhuga- mál að njóta sín best í bústaðnum við Hruna þar sem hún sinnti gróðrinum af jafnmikilli natni og hún sinnti okkur fjölskyldunni. Amma var líka meistarakokkur og undanfarna daga hafa bragð- laukarnir líkt og hugurinn minnst ömmu. Kjötbúðingur með bráðnu smjöri og rabarbaragrautur með rjóma á eftir eða nýbakaðar gulrót- arbollur með osti og sultu, nú eða appelsínukakan góða. Uppáhaldið mitt var samt alltaf grjónavelling- urinn hennar og eftir að við fluttum á Bræðró og ég vann á 1. hæðinni meðan amma bjó á þeirri 4. þá hringdi hún margoft í mig rétt fyrir hádegi og bauð mér upp í grjóna- vellinginn. Óþreytandi var hún í pönnuköku- bakstri og oft leit hún inn í fyr- irtækinu með pönnukökudisk til að hressa okkur við og um leið gat hún þá fengið fréttir af bókunum sem alltaf voru ofarlega í huga hennar. Hún var nösk á bækurnar og oftar en ekki var hún sannspá um hvaða bók yrði metsölubók það árið. Amma talaði aldrei illa um fólk, hún reyndi ávallt að sjá jákvæðu hlutina í fari allra og var óspör á hrós og hvatningu. Hún var ákaf- lega gjafmild og óeigingjörn, spör við sjálfa sig en rausnarleg við aðra. Fyrir lítið barn var hún ómissandi stuðningur, t.d. þegar Ingunn Ásgeirsdóttir ✝ Ingunn Ásgeirs-dóttir fæddist í Reykjavík 23. maí 1922. Hún lést á Dval- ar- og hjúkrunar- heimilinu Grund 16. maí síðastliðinn. Útför Ingunnar var gerð frá Neskirkju 26. maí 2010. foreldrarnir vildu að klárað yrði af diskin- um greip amman góða til varnar og sagði að það ætti aldrei að pína börn til að borða. Hún inn- leiddi líka þá góðu hefð að ef barn var sent í innkaupaferð, þá fékk það alltaf að eiga afganginn, og þegar ég fór í búð fyrir ömmu, komin yf- ir tvítugt, þá fékk ég alltaf að eiga afgang- inn. Aldrei leiddist barni eða ung- lingi í návist ömmu, hún söng fyrir mig, kenndi mér að spila kanöstu, þvældist með mig í ótal göngutúra, fór með mig í heita pottinn og það mikilvægasta af öllu, hún talaði við mig líkt og fullorðna manneskju og sýndi áhuga á öllu því sem mig snerti. Síðustu dagar ömmu voru henni erfiðir og þó að sorgin yfir miss- inum sé mikil, þá þakka ég fyrir það að hugur hennar skuli loks hafa fengið frið. Elsku amma mín, ég trúi því og treysti að afi og Heródes hafi tekið vel á móti þér. Ég er óendanlega þakklát fyrir minningarnar og geymi þig ávallt í hjarta mínu. Sif Jóhannsdóttir. Elsku besta amma mín er farin, besta amma í heimi eins ég sagði svo ósjaldan. Minningarnar eru margar og góðar, byrjum á Skeggjagötunni þar sem amma og afi bjuggu og voru með bókabúðina í bílskúrnum. Amma kenndi mér allt sem viðkom bókunum, hvort sem var að setja bækur í sellófan eða vera í búðinni og afgreiða, en það þótti mér það skemmtilegasta og voru jólin alltaf uppáhald því þá var mikið fjör og gaman í búðinni. Þegar ég fermdist fórum við amma til Noregs að heimsækja Önnu, dóttur hennar, og var það mér ógleymanlegur tími sem ég átti með ömmu þar. Amma og afi byggðu sumarbú- stað þegar ég var 15 ára í landi Reykjabóls í Hrunamannahreppi, þar var ekki stingandi strá þegar þau keyptu landið en nú er kominn þar mikill skógur og hefur verið gaman að hjálpa til við ræktunar- störf öll þessi ár. Margar góðar stundir áttum við amma í bústaðn- um, þar var bæði hlegið og áttum við það til nöfnurnar að taka lagið. Fyrir tveimur árum fluttumst ég og fjölskylda mín á Bræðraborg- arstíginn þar sem við vorum í næstu íbúð við ömmu, bjuggum við þar í eitt ár og finnst mér það ómetanlegur tími að hafa verið svo nærri henni í þann tíma. Elsku amma mín, mig langar til að kveðja þig með þessari vísu, sem þú söngst svo oft fyrir mig þegar ég var lítil og ég syng núna fyrir hana Victoríu mína: Sofðu unga ástin mín, – úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. (Jóhann Sigurjónsson) Þín nafna, Ingunn Ásgeirsdóttir. Afskaplega er ég þakklátur fyrir allar góðu minningarnar sem ég á um hana ömmu mína. Í mörgum af mínum fyrstu minn- ingum úr bernskunni kemur hún við sögu, enda vandfundin mann- eskja sem vafði mann slíkri hlýju og góðmennsku. Allt frá göngu- túrum í sveitinni hennar til þess hvernig hún kenndi mér sex ára gömlum að afgreiða og selja bækur í bókabúðinni á Bræðraborgarstígn- um. Alltaf streymdi frá henni sama hlýjan og væntumþykjan. Mann- greinarálit var ekki til hjá henni, allir stóðu jafnir hvort sem um dýr, og þá sérstaklega auðvitað ketti, eða menn var að ræða. Veganestið var dýrmætt. Alltaf vildi hún láta gott af sér leiða og gilti einu hvað gekk á, svo mikið að mér þótti stundum undrun sæta. Það skipti engu þó að á móti blési, það sló hana aldrei nokkurn tíma út af laginu. Jákvætt viðhorf og vilji til þess að gleðja og láta gott af sér leiða var undantekn- ingalaust það sem maður gekk að sem vísu. Og það var dýrmætt því sannarlega gekk oft mikið á og okk- ur öllum, sem í kringum hana voru, mikilvægt að geta leitað ráða hjá henni. Ósjaldan varð það hennar hlut- skipti að bera klæði á vopnin, þyrfti þess – og það gerði hún alltaf af ótrúlegri óeigingirni, hlýju og festu. Amma, ég kveð þig með miklum söknuði og jafnframt þakklæti fyrir allt það sem þú veittir mér, Þórhildi og börnunum mínum. Minningin um þig mun lifa í hjarta okkar. Egill Örn Jóhannsson. Elsku amma, orð fá því ekki lýst hversu sárt það er að sjá þig fara. Það gleður mig hins vegar að vita að þú ert á góðum stað með afa og köttunum sem þér voru svo kærir alla ævi. Ást þín og gleði yfir köttum smit- aði svo frá sér að allir, allt frá börn- um þínum og niður í barnabarna- börn, eru hugfangnir af dýrum. Kettirnir voru ekki það eina sem þér var kært. Þín helsta ást fannst mér alltaf vera að hugsa um aðra og passa að allir aðrir væru ánægð- ir, þó svo að þú þyrftir að mæta af- gangi þá fylltistu svo mikilli gleði að sjá öðrum líða vel að það skipti þig engu. Þú varst óeigingjarnasta, félags- lyndasta, gjafmildasta og einfald- lega besta amma sem hægt var að hugsa sér. Orðið nei var ekki til í þínum orðaforða, það skipti engu máli hvað maður bað þig um, svarið var alltaf já. Oftast nær varst þú meira að segja að fyrra bragði komin til manns og farin að bjóða manni allt milli himins og jarðar og sjá hvort mann vanhagaði um eitt- hvað. Þú hugsaðir um mig, passaðir mig og nærðir mig í öll þau skipti sem foreldrar mínir voru staddir erlendis, og ég gleymi aldrei öllum skiptunum sem þú labbaðir niður til að spyrja hvort ég vildi ekki fá pönnukökur eða vildi koma upp og borða hjá þér. Ég gleymi heldur aldrei öllum skiptunum sem ég labbaði upp til þín að sjá hvort kettirnir okkar væru enn og aftur búnir að gera sig heimakomna hjá þér. Það skipti engu hvort það voru dýr eða menn, allir vildu vera í ná- vist þinni út af því að þú lífgaðir svo sannarlega upp á bæði daginn og andrúmsloftið hjá öllum. Mér fannst alltaf skemmtileg sagan sem mér var sögð hvernig hlutunum hefði verið háttað á Ið- unni í bóksölunni, þar hefðu rosaleg læti og geðveiki ráðið ferðinni. Fólk að hlaupa til og frá með bækur í staflavís, fólk að hrópa hvað á ann- að að segja til verka. Þarna var um- stangið vel sjáanlegt og maður sá og vissi að nú væri mikið að gera. Seinna, þegar JPV-útgáfa var stofnuð, lagðir þú oft leið þína þangað og í hvert skipti undraðirðu þig á því af hverju í ósköpunum það væri bara aldrei neitt að gera. Allir sætu bara rólegir við tölvurnar sín- ar og enginn var að öskra á neinn, engar bækur sem var verið að hlaupa með á milli staða. Þú varst orðin svo vön því að sjá alla hlaupa til og frá í svitakófi að það að sjá allt í einu alla vinna bara við tölvur fannst þér alveg óskiljanlegt. Minningarnar eru margar og góðar um þig, elsku amma mín. Ég á eftir að sakna þín mikið og aldrei á ég eftir að gleyma hlátrinum þín- um og brosinu. Þeim hlutum sem mér fannst einkenna þig mest. Valdimar Jóhannsson. Kæra amma, nú ertu horfin en verður þó alltaf hjá mér. ✝ Bróðir okkar og mágur, BALDUR BJARNASON vélstjóri, Hafnarbraut 31, Hornafirði, sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðaustur- lands 19. maí, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju á Hornafirði 29. maí kl. 13.00. Sigríður Kolbeins, sr. Gísli H. Kolbeins, Sigjón Bjarnason, Kristín Einarsdóttir og fjölskyldur. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi okkar, ÞÓRARINN STEFÁNSSON stýrimaður, lést á lyfjadeild Sjúkrahússins á Akureyri miðvikudaginn 19. maí. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 28. maí kl. 13:30. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigurbjörg Jónsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐMUNDA GUÐBJARTSDÓTTIR, GÓGÓ, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi laugardaginn 22. maí. Ásgerður Hjörleifsdóttir, Haukur Brynjólfsson, Elísabeth Lagerholm, Magnús Hjörleifsson, Guðmundur Hjörleifsson, Jenný Þórisdóttir. barnabörn og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐLAUG SIGURÐARDÓTTIR, lést á Landspítalanum, Hringbraut, að kvöldi mánudagsins 24. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Guðbjörg Erlingsdóttir, Bergur H. Birgisson, Þóra Erlingsdóttir, Einar Leó Erlingsson, Sigríður Ásdís Erlingsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR KARLSSON, Núpum, Aðaldal, sem lést á Lyflækningadeild Sjúkrahúss Akureyrar 20. maí, verður jarðsunginn frá Neskirkju í Aðaldal laugardaginn 29. maí kl. 14:00. Sigríður Sigurðardóttir, Karl Sigurðsson, Sigrún Marinósdóttir, Ásmundur K. Sigurðsson, Kolbrún Ólafsdóttir og barnabörn. Legsteinar ehf, Gjótuhrauni 8 Hafnarfirði, Sími: 571 0400 legsteinar@gmail.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.