Morgunblaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010 10 Daglegt líf Ertu að telja kalóríurnar? Láttu Carb- counter.org hjálpa þér. Þetta er frír gagnagrunnur þar sem hægt er að sjá kalóríuinnihaldið í yfir sex þúsund og fimmhundruð ólíkum matarteg- undum. Einnig er hægt að finna kalóríuinnihald margra ólíkra drykkja á síðunni. Grunninum er skipt í nokkra mat- ar- og drykkjarflokka. Hægt er að nota síðuna á tvo vegu; auðvelda leið- in er leitargluggi og síðan er hægt að velja flokka og athuga hvort matar- tegundin sem leitað er að, komi ekki upp innan þeirra. Ef flokkurinn grænmeti er valinn koma upp tugir grænmetistegunda. Ef gulrætur eru valdar innan hans kemur upp löng tafla með kalóríu- innihaldi allskonar ólíkra útgáfna af gulrótum; hráar gulrætur, hráar og skornar gulrætur, frystar og skornar gulrætur, frystar gulrætur án salts, gulrótasafi og allskonar aðrar út- gáfur af gulrótum. Meðal annars eru kolvetnin og trefjarnar í hverjum 100 gr. talin upp og síðan í einni skammtastærð. Gulræturnar eru voða hollar en þegar skyndibitamat- urinn og önnur óhollusta er skoðuð er annað hljóð í strokknum, augljóslega ekkert gott fyrir æðakerfið þar. Vefsíðan www.carb-counter.org Morgunblaðið/Ómar Grænmeti Hægt er að lesa allt um hollustu þess á vefsíðunni. Hollusta eða óhollusta? Á síðustu tuttugu árum hafa farið fram hátt í þrjátíu minni og stærri fornleifarannsóknir á vestursvæðum Seltjarnarness, flestar á bæjar- hólnum í Nesi. Á sýningunni Saga og framtíð, fornleifarannsóknir á vest- ursvæðunum, sem nú stendur í Nes- stofu, er gerð grein fyrir rannsókn- unum og helstu niðurstöðum þeirra. Á norðanverðum bæjarhólnum í Nesi stendur nú yfir fornleifarannsókn á vegum Háskóla Íslands. Í dag, fimmtudaginn 27. maí, kl. 14.00 fræðir Margrét Hrönn Hall- mundsdóttir fornleifafræðingur gesti um rannsóknirnar, gripina og helstu niðurstöðurnar. Einnig gengur Mar- grét Hrönn um bæjarhólinn og skoð- ar yfirstandandi fornleifarannsókn Háskólans og bendir á sýnilegar bú- setuminjar sem þar eru varðveittar. Aðgangur er ókeypis. Endilega... ...fræðist um Nesstofu Morgunblaðið/Ómar Nesstofa Leiðsögn verður um staðinn í dag. Íþróttaiðkun barna er aðeins af hinu góða þegar hún er í hófi og kröfurnar eru raunhæfar. Of mörgum ungum íþróttamönnum er ýtt óeðlilega áfram, gerðar eru of miklar kröfur til þeirra og þeir gera of miklar kröfur til sjálfra sín, sem gerir það að verkum að þeir eru undir gríðarlegu álagi, lík- amlega sem andlega. Þetta segir í grein í The New York Times. Hvert ár þurfa yfir 3.5 milljónir barna undir 15 ára aldri í Bandaríkj- unum læknisaðstoð vegna íþrótta- meiðsla, helmingurinn af þeim er vegna álags og ofþjálfunar. Meiðslin eru samt aðeins hluti af vandamálinu að sögn Mark Hyman sem er höf- undur bókarinnar Until It Hurts: Am- erica’s Obsession with Youth Sports and How It Harms Our Kids. Eftir því sem fullorðnir koma meira nálægt þjálfun barna og ungmenna, virðist þjálfunin færast fjær heilbrigðu við- horfi til íþrótta og því að skapa heil- brigt, öruggt og uppbyggjandi starf fyrir börnin. Markmiðið með íþróttaþjálfun barna ætti að vera að skapa ævilangt gott líkamlegt atgervi, tómstundir og færni í heilbrigðri keppni. Því miður eyðileggja fullorðnir, foreldrar og þjálfarar, þessi markmið sem eru orð- in eins og í heimi atvinnumennsk- unnar. Fæstir horfa til þess að aðeins 2 til 5 af hverjum 1000 ungum íþróttamönnum komast í atvinnu- mennsku. Það er gengið of langt þegar íþróttaiðkun og frammistaða snýst öll um að vinna og leiðir til meiðsla Börn Ofþjálfun barna orðin vandamál Bónus Gildir 27. - 30. maí verð nú áður mælie. verð Bónus pylsubrauð, 5 stk............. 98 109 20 kr. stk. Bónus pylsur ............................. 599 719 599 kr. kg Fanta lemon, 500 ml ................. 98 109 196 kr. ltr Es bleiur, allar teg...................... 1.498 1.579 1.498 kr. pk. Ín ferskir borg., 4 stk. m/brauði .. 598 719 150 kr. stk. Danskar grísalundir, 1. fl. ........... 1.259 1.398 1.259 kr. kg Bónus snakk, 160 g................... 198 229 1.238 kr. kg Pepsi, 2 ltr ................................ 175 229 87 kr. ltr Kjörfugl ferskar kjúklingabringur .. 1.598 1.798 1.598 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 27. - 29. maí verð nú áður mælie. verð Lambalærisneiðar I. fl., úr kjötb... 1.545 1.845 1.545 kr. kg Svínakótilettur úr kjötborði.......... 998 1.398 998 kr. kg Hamborgarar 2x115g m/brauði .. 298 398 298 kr. pk. FK kjúklingabringur .................... 1.781 2.375 1.781 kr. kg Grillaður kjúklingur..................... 790 970 790 kr. stk. KF íslenskt hátíðarlamb.............. 1.398 2.490 1.398 kr. kg FK grill svínakótilettur ................. 1.198 2.098 1.198 kr. kg Ali spareribs .............................. 1.064 1.418 1.064 kr. kg Ali hunangskótilettur .................. 1.924 2.565 1.924 kr. kg Hagkaup Gildir 27. - 30. maí verð nú áður mælie. verð SS VSOP lambalæri án rófubeins 1.942 2.428 1.942 kr. kg SS VSOP lambatvírifjur ............... 1.998 2.498 1.998 kr. kg SS VSOP lambalærisneiðar ........ 2.262 2.828 2.262 kr. kg Jack Daniels svínarif .................. 1.119 1.598 1.119 kr. kg Siggi sterki hamborgarar ............ 594 849 594 kr. pk. Íslandsnaut kryddleginn vöðvi ..... 1.499 1.998 1.499 kr. kg Holta kjúklingabr. m/hvítl&rósm . 1.796 2.395 1.796 kr. kg Myllu sérb. vínarbrauð, 4 í pk...... 279 449 279 kr. pk. Myllu hnetuvínarbrauð. 4 í pk. .... 279 449 279 kr. pk. Kostur Gildir 27. - 30. maí verð nú áður mælie. verð Kostur kjúklingabringur .............. 1779 2375 1779 kr. kg Goði Gourmet berjalæri .............. 1498 1998 1498 kr. kg Goði grísahnakki pipar /BBQ ...... 1574 2098 1574 kr. kg Goði ostapylsur ......................... 359 449 359 kr. pk. Kostur túnfiskur í vatni & olíu ...... 109 149 109 kr. stk. Capry Sun ................................. 369 515 369 kr. stk. Gouda ostur 26% ...................... 972 1296 972 kr. stk. Chipsletten papr. snakk, 100 g ... 199 245 199 kr. stk. Krónan Gildir 27. - 30. maí verð nú áður mælie. verð Grísakótilettur lúxus beinl. .......... 998 1.998 998 kr. kg Grísalundir ................................ 1.299 2.598 1.299 kr. kg Grísakótilettur ítölsk marinering... 899 1.498 899 kr. kg Kjúklingur grillaður ..................... 998 998 998 kr. stk. Krónu kjúklingur ferskur 1/1 ....... 598 698 598 kr. kg Krónu kjúklingabitar blandaðir .... 447 745 447 kr. kg Bautab. lambalærissn. krydd. ..... 1.798 1.998 1.798 kr. kg Goða pítubakki, 6 stk................. 798 998 798 kr. pk. Emmess ávaxtastangir heimilisp. 379 498 379 kr. pk. Nóatún Gildir 27. - 30. maí verð nú áður mælie. verð Lambalæri með villisveppum úrb. 1.799 2.398 1.799 kr. kg Lambalærissneiðar kryddaðar..... 1.598 1.998 1.598 kr. kg Lambaframhryggjasn. kryddaðar . 1.598 1.998 1.598 kr. kg Lambakótilettur kryddaðar.......... 1.599 2.198 1.599 kr. kg Lamba Rib Eye kr. að eigin vali .... 3.198 3.998 3.198 kr. kg Grísalundir með sælkerafyllingu .. 2.249 2.998 2.249 kr. kg SS nautakótilettur Argentína ....... 1.678 2.098 1.678 kr. kg Ísl. m. kjúklingabringur ............... 1.799 2.398 1.799 kr. kg Goða parísarskinka.................... 1.758 2.198 1.758 kr. kg Þín Verslun Gildir 27. - 30. maí verð nú áður mælie. verð Ísfugls kjúklingur 1/1................. 682 975 682 kr. kg Korngrísalundir úr kjötborði......... 1695 2398 1695 kr. kg Korngrísakótilettur úr kjötborði .... 998 1698 998 kr. kg Korngrísahnakki úrb. úr kjötborði. 998 1798 998 kr. kg Findus Oxpytt, 550 g.................. 559 749 1017 kr. kg Kjörís jarðarberjapinnar, 10 stk. .. 649 845 65 kr. stk. Caj P grillolía original, 250 ml..... 285 375 1140 kr. ltr Breton ostakex original, 225 g .... 295 398 1312 kr. kg Milka mjólkursúkkulaði, 100 g .... 215 279 2150 kr. kg Helgartilboðin Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég hef skipt nokkrum sinn-um um vélar og innrétt-ingar. Þetta er þriðja út-gáfan af verkstæðinu mínu hér í þessu húsi og svona hefur þetta verið undanfarin þrjátíu ár. En fyrsta útgáfan af verkstæðinu er komin á Árbæjarsafnið,“ segir Eyj- ólfur Kúld gullsmiður sem hefur í hálfa öld verið með gullsmíðaverk- stæði á heimili sínu við Hjallaveg í Langholtinu í Reykjavík, eða frá því árið 1960. „Ég ólst upp í þessu húsi og þá var þetta hálfgerð sveit hérna í holtinu, hestar á beit og kartöflugarður við hvert hús. Mér er sagt að fyrri eig- endur þessa húss hafi verið með hænur og eina kú, þannig að gull- smíðaverkstæðið mitt er fyrrverandi gripahús,“ segir Eyjólfur sem hefur sérhæft sig í smíði trúlofunarhringa, eins og sjá má á skiltinu sem er utan á húsinu. Engin kúlupennanúll á verðinu „Ég sérsmíða trúlofunarhringa bæði úr hvítagulli og gulu gulli. Þeir eru vandaðir og þungir. En ég hef ævinlega lagt mig eftir því að vera með ódýrustu trúlofunarhringana. Fólk hefur kunnað að meta það. Ég lærði þau viðskiptalegu fræði á sín- um tíma að vera vandvirkur og heið- arlegur. Ég hef haldið mig við það og það hefur reynst mér vel. Ég hef ekki kært mig um að setja kúlupennanúll á verðið á skartgrip- unum sem ég sel.“ Eyjólfur segir að margir noti trú- lofunarhringana sína sem giftingar- hringa þegar gengið er upp að alt- arinu, og þá pússi hann þá upp fyrir verðandi brúðhjón. Aðrir vilji fá nýja hringa á stóra deginum. Hefur lengi safnað íslenskum slípuðum steinum En hann smíðar margt annað en trúlofunarhringa. „Ég hef nóg að gera, ég smíða silf- urskart í þjóðbúninga og demants- hringa eftir pöntun. Ég framleiði fleiri kíló af skarti hérna, allskonar belti og ramma, hálsmen og fleira eftir pöntun, aðallega fyrir Gull- kistuna á Frakkastíg. Ég bæði steypi og handsmíða skartið, en handsmíðin er að hverfa, ungu kyn- slóðinni finnst það alltof erfitt og flókið,“ segir Eyjólfur sem er ekki af baki dottinn og stefnir á nýjar braut- ir, ætlar að gera það sem hann hefur lengi langað til. „Ég er að hugsa um að fara að smíða hringa með gömlum íslensk- um slípuðum steinum sem ég hef verið að safna í gegnum tíðina og á í fórum mínum. Þetta eru áratuga- gamlir steinar frá þeim tíma þegar farið var upp í dali til að tína steina. Sumir steinarnir eru kúptir og til- búnir í hringa. Þetta gæti orðið skemmtilegt,“ segir Eyjólfur sem byrjaði fimmtán ára í gullsmíðinni og tók hæsta gullsmíðapróf sem tek- ið hefur verið hér á landi, bæði í teikningunni og smíðinni. „Ég var líka að vinna niðri í bæ Fann ég á fjalli fallega steina Ástin blómstrar og fólk heldur áfram að trúlofa sig þó það sé kreppa. Eyjólfur Kúld gullsmiður sérsmíðar trúlofunarhringa í gömlu húsi í íbúðahverfi þar sem fátt hefur breyst í áratugi. Hann lumar líka á sögum af Vilhjálmi frá Skáholti. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sáttur Eyjólfur er vandvirkur og nýtur starfsins vel. Knattspyrna Draumurinn um atvinnumennsku er oft foreldr- anna, ekki barnanna. Álag og ofþjálfun ungra íþróttamanna er orðið vandamál í Bandaríkj- unum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.