Morgunblaðið - 27.05.2010, Page 8

Morgunblaðið - 27.05.2010, Page 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010 Halldór Jónsson verkfræðingurskrifar: „Nú er BYR fallinn. Enn eitt handarverk meistara Jóns Ásgeirs og félaga hans. Lánveit- ingar til þeirra félaga felldu BYR þar sem afskrifa þurfti lán uppá tugi milljarða til þeirra, sem þeir létu handbendi sín í stjórn BYR samþykkja að lána gegn engum tryggingum. Starfsmenn BYR sem áttu að kunna Basel-reglurnar og halda trúnað við umbjóðendur sína brugðust eigendunum. Enn eitt bankaránið innanfrá. Enn eitt brotið af hálfu trúnaðar- manna banka leiðir til þess að eigendurnir tapa öllu. Þetta frá- bæra starfsfólk og trúnaðarmenn okkar stofnfjáreigenda, sem var venja að lofsyngja á hverjum fund- inum eftir annan lét þá sumt bara kaupa sig til brotastarfsemi eða þá þagnar. Jón Ásgeir skipulagði leikfléttu sem fólst í því að láta stofnfjárfesta auka við stofnfé sitt uppá 30 millj- arða. Hann beitti fyrir þá með því að bankinn hans Glitnir myndi lána þeim sem vildu fyrir allri aukning- unni. Engra frekari trygginga yrði krafist heldur en veðs í bréfunum sjálfum. Strax á fyrsta ári myndu menn fá myndarlegan arð sem myndi greiða þriðjung af láninu. Næstu ár myndi arður svo greiða restina af skuldinni. Fyrirhafnar- laus fjármögnun stofnfjárkaupa þessa óskabarns allra, BYR Spari- sjóðs.“     Nú vita allir hve illan endi þettafékk eins og fleiri fléttur sama. Hinn Sérstaki eltist enn við Sigurð úr Kaupþingi og heimtar framsal. Bandaríkjamenn heimta að Jam- aíka framselji foringjann Coke til sín.     En hvað með Diet Coke? Þar erbara eftirspurn frá L.Í. og Arion sem vilja fá að lána honum meira. Halldór Jónsson Er hann útundan? Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kristján Loftsson, framkvæmda- stjóri Hvals hf., segir að fresta verði byrjun hvalveiða í sumar um óákveðinn tíma vegna frumvarps um hvalveiðar, sem legið hafi fyrir Al- þingi, en fyrir helgi var afgreiðslu þess frestað til haustsins. Vegna frumvarpsins var ómögu- legt að skipuleggja veiðar og vinnslu sumarsins, að sögn Kristjáns. Hefði það orðið að lögum, hefði farið í gang ferli umsagna og ákvarðanatöku. Áður en frumvarpið var lagt fram hafi hann gælt við að hefja veiðar eftir sjómannadaginn, en óvissan um framhaldið hafi tafið allan undirbún- ing og úr því sem komið er verði varla byrjað fyrir þjóðhátíðardag. Áður en veiðarnar hefjast þarf að fara með hvalveiðiskipin tvö í slipp og segir Kristján að nú þurfi að fara í þá röð á ný. Gert hafi verið ráð fyr- ir að ráða um 150 manns vegna veiða og vinnslu og segir Kristján að mannskapurinn frá því í fyrra sé að mestu til taks en ekki sé hægt að ráða fólk fyrr en staðan skýrist nán- ar. „Ég vona bara að þetta haldi sem þeir segja,“ segir Kristján um með- ferð frumvarpsins og vísar til þess að ekkert hafi verið dregið til baka og þingið muni fjalla um það í sept- ember. Kvóti Hvals í ár er 150 lang- reyðar auk 25 dýra frá fyrra fisk- veiðiári eða 175 dýr. Veiðarnar geta dregist lengra fram á haustið en í fyrra vegna seinkunarinnar. Hvalveiðar í undirbúningi  Sjómannadagurinn var viðmiðið en nú horft til nándar við þjóðhátíðardag Morgunblaðið/Kristinn Spenna Hvalveiðar hefjast senn. Nýtt fimleikahús við Ásgarð í Garðabæ var formlega tekið í notk- un í vikunni. Fimleikahúsið er nærri 3.500 fermetrar að flatarmáli og er byggt við Íþróttamiðstöðina í Ásgarði. Í tilkynningu frá Garðabæ kemur fram að húsið hafi verið reist án lántöku. Haft var samstarf við fimleikadeild Stjörnunnar við hönnun hússins en yfirþjálfari deildarinnar, Jimmy Ekstad, var meðal ráðgjafa við hönnunina. Í húsinu verður aðsetur fimleika- deildar Stjörnunnar auk þess sem lögð var áhersla á að húsið nýttist til fjölbreytts íþróttastarfs með að- gengi skóla, leikskóla og eldri bæj- arbúa. Við vígsluna ávarpaði Ólaf- ur Rafnsson, forseti ÍSÍ, gesti hátíðarinnar en á borðann klipptu Gunnar Einarsson bæjarstjóri og Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir, formaður íþrótta- og tóm- stundaráðs Garðabæjar. Nýtt fimleikahús í Ásgarði Veður víða um heim 26.5., kl. 18.00 Reykjavík 13 léttskýjað Bolungarvík 8 heiðskírt Akureyri 4 skýjað Egilsstaðir 3 alskýjað Kirkjubæjarkl. 13 skýjað Nuuk 16 heiðskírt Þórshöfn 6 skýjað Ósló 13 heiðskírt Kaupmannahöfn 13 skýjað Stokkhólmur 16 heiðskírt Helsinki 12 skúrir Lúxemborg 19 léttskýjað Brussel 10 skýjað Dublin 14 léttskýjað Glasgow 15 heiðskírt London 14 skýjað París 19 skýjað Amsterdam 13 léttskýjað Hamborg 14 skýjað Berlín 15 heiðskírt Vín 21 alskýjað Moskva 10 skúrir Algarve 23 heiðskírt Madríd 24 heiðskírt Barcelona 21 léttskýjað Mallorca 22 heiðskírt Róm 23 léttskýjað Aþena 26 heiðskírt Winnipeg 13 skýjað Montreal 30 léttskýjað New York 31 heiðskírt Chicago 28 skýjað Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR 27. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:36 23:15 ÍSAFJÖRÐUR 3:03 23:58 SIGLUFJÖRÐUR 2:44 23:43 DJÚPIVOGUR 2:57 22:53 Milljónaútdráttur Þar sem eingöngu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigandi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 5. flokkur, 26. maí 2010 Kr. 1.000.000,- 2710 H 3902 E 7217 G 11173 E 24117 E 30543 H 38237 H 40000 B 53326 B 56397 H TIL HAMINGJU VINNINGSHAFAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.