Morgunblaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 42
Annað undan-
úrslitakvöldið fer
fram í kvöld og þá
keppa næstu
sautján lönd um
sæti í úrslitum. Tíu
þeirra komast í
lokakeppnina laug-
ardaginn á eftir.
Þess má geta að sex
þjóðanna sem þátt
taka þetta kvöld
hafa sigrað í Evró-
visjón, 21 sinni alls;
Írar sjö sinnum,
Hollendingar og
Svíar fjórum sinn-
um, Ísraelar þríveg-
is, Danir tvívegis og
Tyrkir einu sinni.
Kepp-
endur
kvöldsins
Armenia
Armenum hefur
gengið bærilega í
keppninni í þau fjög-
ur skipti sem þeir
hafa verið með, en þó
aldrei komist nálægt
verðlaunasæti. Að
þessu sinni tefla þeir
fram laginu „Apricot
Stone“ sem Eva Ri-
vas syngur eftir Kar-
en Kavaleryan og Ar-
men Martirosyan.
Eva Rivas er ríflega
þrítug og marg-
verðlaunuð. Þar á
meðal hefur hún hlot-
ið viðurkenninguna
Gullrödd Rostov og
Dónárperlan. Þess
má geta að Karen
Kavaleryan
hefur samið
texta sex
Evróvisjónlaga.
Aserbaídsjan
Aserar leituðu
til Svía með
Evróvisjónlag
sitt og fengu
Sandra Bjur-
man, Anders
Bagge og Stef-
an Örn til að
semja lagið
„Drip Drop“
sem Safura
syngur. Hún er
menntaður
fiðluleikari og
lærði svo á
saxófón áður en
hún tók síðan
þátt í Idol-
keppni í heima-
landinu og sigr-
aði sem söng-
kona.
Búlgaría
Búlgarski tónlistar-
maðurinn Miroslav
Dimov Kostadinov,
sem notar lista-
mannsnafnið Miro,
syngur lagið „Angel
Si Ti“. Hann er
margverðlaunaður
fyrir sönghæfileika
sína og var um tíma í
dúettnum
KariZma, sem naut
gríðarlegrar hylli. Í
Búlgaríu var vali á
keppanda þannig
háttað að fyrsta var
flytjandinn valinn og
síðan haldin laga-
keppni þar sem hann
söng öll lögin og þar
á meðal eitt sem
hann samdi sjálfur
og varð hlutskarp-
ast. Þess má geta að
fyrsta sólóskífa
Miro, oMIROtvoren,
sló sölumet í Búlg-
aríu á síðasta ári.
Danmörk
Danska tvíeykið Chanée
og N’evergreen syngur
„In A Moment Like
This“ eftir þá Thomas
G:son, Henrik Sethsson
og Erik Bernholm.
Christina Chanée hefur
getið sér orð í heimaland-
inu fyrir söng í kvik-
myndum og söngleikjum.
Thomas N’evergreen,
sem hét áður Thomas
Christiansen, hefur notið
mikillar hylli utan heima-
landsins, aðallega í Rúss-
landi þar sem hann hefur
búið síðustu ár. Þess má
geta að Thomas G:son
(Thomas Gustafsson), er
frægur fyrir sín Evr-
óvisjónlög, enda samið
fimmtíu slík fyrir keppn-
ina í Svíþjóð, Noregi,
Finnandi, Póllandi, Lett-
landi, Rúmeníu, Dan-
mörku, Belgíu og á
Spáni. Lög hans komust
tvisvar í úrslit í fyrir Svía
og einu sinni fyrir Spán-
verja, Norðmenn og
Dani.
Georgía
Söngkonan
Sofia Nizhar-
adze verður
fulltrúi Georgíu
og syngur lagið
„Shine“ eftir
norsku söng-
konuna Hanne
Sørvaag,
sænska laga-
smiðinn og upp-
tökustjórann
Harry Sommer-
dahl og ítalska
lagasmiðinn og
upptökustjórann
Christian
Leuzzi. Sofia
Nizharadze er
margverðlaunuð
fyrir söng í
heimalandi
sínu og
tekið þátt
í upp-
færslum á
ýmsum
söngleikjum.
Holland
Söngkonan
unga Sieneke
syngur lagið
„Ik Ben Ver-
liefd (Sha-La-
Lie)“ eftir
Pierre Kart-
ner. Sieneke
sigraði í und-
ankeppninni í
Hollandi. Höf-
undur lagsins
hefur verið
lengi að, sló í
gegn í Hol-
landi á sjö-
unda áratugn-
um, en mestar
vinsældir hef-
ur hann hlotið
fyrir tónlistina
á fyrstu
Strumpaplöt-
unni sem selst
hefur í tug-
milljónum ein-
taka á ýmsum
tungumálum.
Króatía
Króatíska
stúlknasveitin
Feminnem snýr
aftur í Evró-
visjón. Þær tók
þátt 2005 og
sungu þá fyrir
Bosníu-Hersegó-
vínu og lentu í 14.
sæti. Nú syngja
þær lagið „Lako
je sve“ eftir Bra-
nimir Mihaljevic,
Neda Parmac og
Pamela Ramljak.
Feminnem var
stofnuð uppúr
Idol-keppni króat-
íska sjónvarpsins,
en nokkrar breyt-
ingar hafa orðið á
mannskipan frá
þeim tíma. Þær
sigruðu í undan-
keppninni í Kró-
atíu með miklum
yfirburðum.
Kýpur
Jon Lilygreen & The
Islanders syngja lagið
„Life Looks Better In
Spring“ eftir Nasos
Lambrianides og
Melis Konstantinou.
Sagan segir að þeir
Lambrianides og
Konstantinou hafi
samið lagið og sent
inn í keppnina en var
síðan sá vandi á hönd-
um að þeir höfðu eng-
an tiltækan til að
flytja það. Þeir fund-
ur upptökustjóra í
Wales sem þeir leit-
uðu ásjár hjá og hann
benti þeim á My-
Space-síðu tónlistar-
mannsins Jon Lily-
green frá Newport
sem var til í tuskið.
Liðsmenn hljóm-
sveitar hans, sem
kallar sig Eyjaskeggj-
ana, skipa tónlistar-
menn frá Wales,
Skotlandi, Englandi
Noregi og Kýpur.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Sími 551 9000Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓwww.graenaljosid.is
VINSÆLUSTU MYNDIR BÍÓDAGA
- SÝNDAR ÁFRAM Í ÖRFÁ DAGA
Youth in Revolt kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.14 ára
Brooklyn‘s Finest kl. 6 - 9 B.i.16 ára
Date Night kl. 6 - 8 - 10 B.i.10 ára
Un Prophéte kl. 6 B.i.16 ára
The imaginarium of Dr. P kl. 9 B.i.12 ára
Oceans kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ
Snabba Cash kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára
Robin Hood kl. 6 - 9 B.i.12 ára
The Back-Up Plan kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ
Robin Hood kl. 6 - 9 B.i. 12 ára
The Back-up Plan kl. 8 - 10 LEYFÐ
Húgó 3 kl. 6 LEYFÐ
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI,
SMÁRABÍÓ OG BORGARBÍÓ
Stórskemmtileg teiknimynd fyrir alla
fjölskylduna með íslensku tali
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG REGNBOGANUM
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
UNGLINGUR Í UPPREISN
Frábær gamanmynd með Michael Cera úr Juno og Superbad
Þegar hann kynnist draumastúlkunni
er mikið á sig lagt til að missa sveindóminn
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND
FRÁ LEIKSTJÓRA “THE TRAINING DAY”
REGNBOGANUM
Hafið er framandi
heimur fyrir flestum en
nú gefst þér einstakt
tækifæri til að ferðast
um undirdjúpin.
HHH
„Með öllum líkindum einhver ferskasta
unglingamynd undanfarinna ára... Cera
sýnir loksins á sér nýja hlið.”
T.V. - Kvikmyndir.is
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann m