Morgunblaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fáir hafaverið rík-isstjórn- inni liprari í taumi en forystumenn á vinnumarkaði, sem svo eru nefndir. En hinn óbilandi stuðn- ingur, undanlátssemi og að- dáun er ekki jafn áberandi og áður. Það virðist vera að það hafi komið þessum forystu- mönnum á óvart að ríkis- stjórnin hefði frá fyrsta degi svikið því sem næst allt sem hún hafði lofað þeim. En af hverju átti að gilda eitthvað annað um loforð sem ASÍ og SA fengu en þau loforð sem aðrir fengu? SA og ASÍ þótti gott að Steingrímur J. sviki heilög loforð sín og flokks síns um Evrópusambandið. Slík svik voru eins og snýtt út úr nösum þeirra sjálfra og því aðdáunarverð svik. En það var einu sinni sagt: Vertu trúr yfir litlu og þér verður trúað fyrir miklu. Var ekki líklegt að maður sem þegar hafði svikið það sem ólíklegast var að hann sviki ætti létt með framhaldið? ASÍ og SA hafa þó fengið það umfram seðla- bankastjórann að á ríkis- stjórnarbænum er kannast við að samtökunum hafi verið gefin loforð. Þau hafi bara ekki verið svikin. Ríkis- stjórnin sendi frá sér langa yf- irlýsingu um aðgerðir sínar í atvinnumálum í tilefni af orð- um forseta ASÍ. Sú langa yf- irlýsing er að meginefni til skrá um aðrar yfirlýsingar sem ríkisstjórnin segist áður hafa gefið um atvinnumál. Og það má reyndar segja ríkis- stjórninni til hróss að á þann lista vantar all- margar yfirlýs- ingar sem ríkis- stjórnin hefur gefið um sama efni. En ASÍ var ekki að kvarta undan skorti á yf- irlýsingum, eins og ríkisstjórnin virðist halda. Skorturinn liggur í aðgerðum af hennar hálfu og snýr ein- göngu að yfirlýsingafjöld- anum að því leyti sem fæstar þeirra hafa verið efndar að neinu leyti. Efnahagsmál, sem önnur mál sem mestu skipta um þessar mundir, hafa verið flutt úr forsætisráðuneytinu eftir að Jóhönnu Sigurðar- dóttur skolaði þangað fyrir duttlunga örlaganna. Tími yf- irlýsinganna var kominn og þá virtist litið svo á að við þau tímamót hefði tími athafna, ákvarðana og aðgerða stöðv- ast því sem næst samstundis. Um leið hvarf almenn upplýs- ingagjöf og gegnsæi í opinber- an almyrkva en „yfirlýsingar“ upplýsingafulltrúa og spuna- meistara sem ráðnir voru í heimildarleysi urðu tákn þess tíma sem upp var runninn. Það er von að forsætisráð- herra sem lifir í lokuðum heimi, sem hefur ekki aðrar leiðarstjörnur á sínum myrkv- aða himni en þær systur í tví- buramerkinu, Látalæti og Lygi, verði forviða þegar full- orðnir menn og allsgáðir gefa til kynna að enn vanti fleiri yf- irlýsingar. Vanþakklætið ríð- ur vissulega ekki við einteym- ing, en valdamenn þjóðarinnar munu ekki láta það slá sig út af laginu. Um það er margra yfirlýsinga að vænta innan skamms. ASÍ virðist ekki skilja að yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar draga úr atvinnuleysi í ráðuneytunum} Yfirlýst ríkisstjórn Dagur B. Egg-ertsson, varaformaður Samfylkingar- innar og oddviti flokksins í Reykja- vík, hefur allt að því útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokk- inn í borginni eftir kosningar. Þetta voru viðbrögð Dags við niðurstöðu skoðanakönnunar sem gerð var fyrir Morgun- blaðið og gaf til kynna að Sam- fylkingin fengi tvo borgarfull- trúa, Sjálfstæðisflokkurinn fimm, Vinstri grænir einn og Besti flokkurinn sjö. Með afstöðu sinni útilokar Dagur því að vera í meirihluta eftir kosningar nema með Besta flokknum. Sú var tíðin að forystumenn Samfylking- arinnar töluðu gegn átakastjórn- málum en með samræðustjórn- málum. Nú er öld- in önnur og Dagur stofnar til átaka um meiri- hlutamyndun áður en gengið er til kosninga. Forystumenn annarra flokka, ekki síst borgarstjór- inn, hafa frekar talað fyrir góðri samvinnu um stjórn borgarinnar. Ef marka má skoðanakannanir er ljóst að á næsta kjörtímabili verður meiri þörf en nokkru sinni fyrr á því að borgarfulltrúar hafi vilja til að vinna saman. Af- staða Dags er ekki gott inn- legg í þá samvinnu sem bíður borgarfulltrúa. Dagur kýs sundur- lyndið en aðrir hall- ast að samvinnu } Samvinnu eða sundurlyndi? Á forsíðu Morgunblaðsins í gær birtust myndir af þeim frambjóð- endum til borgarstjórnar í Reykjavík sem ná myndu kjöri samkvæmt skoðanakönnun blaðsins. Í efri röð voru myndir af sjö fram- bjóðendum Besta flokksins og í þeirri neðri myndir af átta frambjóðendum hinna flokk- anna. Þarna gafst hinum fjölmörgu lesendum Morgunblaðsins tækifæri til að sjá á mynd þá sjömenninga sem sumir segja að svo hættu- legt sé að greiða atkvæði sitt á laugardag. Það verður að segjast eins og er að fram- bjóðendur Besta flokksins virðast ósköp venjulegir á mynd. Bara manneskjur, rétt eins og frambjóðendur hinna flokkanna. Þeir virka alls ekki á mann eins og úr félagsmenn úr Rauðu herdeildunum eða öðrum hryðjuverka- samtökum. Af þeim stafar ekki ógn. Þetta sýnist vera fremur greindarlegt fólk og nokkuð íhugult, enda lista- menn þar á meðal. Það sést reyndar nokkuð vel á mynd- unum að þetta er fólk sem er líklegt til að fá hugmyndir. Sumum kann að þykja það verra. Þarna er til dæmis Ótt- arr Proppé, sem þeir sem þekkja vita að er hæfi- leikaríkur, hugmyndaríkur og ríkur að gáfum. Það er engin ógæfa að slíkur maður verði borgarfulltrúi. Það er alveg sama hvernig kosningarnar fara. Besti flokkurinn hefur unnið kosningabaráttuna. Atvinnu- stjórnmálamennirnir hafa ekki haft neitt fram að færa annað en fremur máttleysisleg viðbrögð við tilvist Besta flokksins. Stjórnmálamennirnir eru nánast lamaðir vegna þess að ýmislegt bendir til að borgarbúar ætli að fara sínu fram, án tillits til þarfa stjórnmálamannanna, og riðla skipu- laginu. Það sést á svip stjórnmálamannanna hvað þeir eru að hugsa. Sem er: Hvað hefur eiginlega komið yfir kjósendur? Allt er þetta nú skondið og skemmtilegt, þótt ekki sé öllum skemmt. Merkilegast er að fylgjast með buslugangi þeirra sem fá reglu- bundin geðvonskuköst vegna tilveru Besta flokksins og úthúða kjósendum og kalla fram- bjóðendurna fífl og asna. Það fólk sem svona talar gerir það vegna þess að það er í eðli sínu fullt af pólitísku ofstæki. Það er að verja hagsmuni síns flokks, hvort sem sá flokkur heitir Sjálfstæðisflokkur, Samfylking eða Vinstri grænir. Þessu fólki finnst að skapandi ein- staklingar úti í bæ eigi engan rétt á því að æða upp á hið pólitíska dekk og þykjast eiga þangað erindi. Því finnst það tiltæki nánast þjóðarskömm. Tilvera Besta flokksins er eitt það besta sem hent hef- ur í íslenskri pólitík í langan tíma. Stjórnmálamennirnir eru að átta sig á því að þeir geta ekki haldið áfram að starfa eins og þeir hafa gert. Nú þýðir ekki lengur að tala eins og hollur flokksgæðingur því kjósendur nenna ekki að hlusta á slíkt froðusnakk. Stjórnmálamennirnir munu þurfa að breyta sér, láta af flokksskaki og fara að vinna af heilindum fyrir kjósendur. Sem hefði auðvitað átt að gerast miklu fyrr. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Ógnin mikla STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Deilt um reiðleiðir og hvort loka eigi slóðum FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is T öluverðar deilur virðast í uppsiglingu um umferð innan Vatnajökulsþjóð- garðs ef marka má við- brögð jeppamanna og hestamanna við tillögum í verndar- áætlun Vatnajökulsþjóðgarðs um lok- un ýmissa leiða innan vébanda þjóð- garðsins. Morgunblaðið hefur fjallað um gagnrýni á þá tillögu stjórnar Vatna- jökulsþjóðgarðs að loka Vonarskarði fyrir umferð ökutækja og hrossa. Sú leið er þó alls ekki sú eina sem lagt er til að verði lokað og segir Ágúst Birgisson, formaður ferða- frelsisnefndar Ferðaklúbbins 4x4, að klúbburinn muni m.a. mótmæla lokun á leiðum um Jökulheimasvæðið, Heinabergsdal og Vikrafellsleið við Öskju. Í verndaráætluninni eru taldir upp þeir vegir sem verða opnir al- mennri umferð en aðrar leiðir verða lokaðar „þótt þær séu greinilegar á yfirborði og án tillits til þess hvort þær eru merktar inn á kort eða upp- drætti annarra en Vatnajökulsþjóð- garðs“ segir í tillögunni. Eydís Indriðadóttir, oddviti Ása- hrepps og varaformaður í svæðisráði vestursvæðis þjóðgarðsins, segir að ekki sé verið að loka slóðum sem hafa verið á skipulagi sveitarfélagsins. Hins vegar telji margir að grisja þurfi þessa slóða. „Það á ekki að loka öllum slóðum og það er haft að leiðarljósi að hafa opnar hringleiðir til að komast á áhugaverða staði svo sem Heljargjá og Dór,“ segir hún. Um tillögu sé að ræða og hún hvetur fólk til að senda inn rökstuddar athugasemdir. Lok- anirnar á þeim slóðum sem liggja um sand og hraun snúist ekki um að verj- ast varanlegum náttúruspjöllum heldur fremur um ásýnd landsins og að koma skipulagi á aksturinn. Leyfi fyrir fleiri en 20 hross Í tillögu að verndaráætlun eru einnig taldar upp reiðleiðir innan þjóðgarðsins og jafnframt kveðið á um að leyfi þjóðgarðsvarðar þurfi fyr- ir hópferð um þjóðgarðinn, þar sem fleiri en 20 hestar eru í för. Anna Kristín Ólafsdóttir, formaður stjórn- ar Vatnajökulsþjóðgarðs, segir að umrædd fjöldatakmörkun sé í sam- ræmi við ákvæði í reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð og sé ætlað að koma í veg fyrir að stór stóð séu rekin um viðkvæm svæði. Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, segir að sambandið muni m.a. mót- mæla því að sérstakt leyfi þurfi fyrir fleiri en 20 hross. Í hestaferðum um hálendið þurfi hver maður 3-5 hesta og ekki hefði verið óeðlilegt að miða við 30-50 hross í þessu sambandi. Á hinn bóginn geti vel verið að ein- hverjar takmarkanir séu við hæfi á ákveðnum svæðum. Þá segir Haraldur að það sé „gjörsamlega út úr korti“ ef hesta- umferð um Vonarskarð verður bönn- uð líkt og tillaga að verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs gerir ráð fyrir. Þarna hafi verið riðið á hrossum frá landnámi og ekkert komið fram um að þau valdi skemmdum. „Mér finnst miklu nær að menn komi sér saman um skynsamlegri reglur heldur en að vera með einhver bönn,“ segir hann. Hesturinn sé snar þáttur í sögu Ís- lendinga og menningu. „Og ef menn ætla að fara að útiloka hestinn úr náttúru Íslands, ja það er bara fárán- legt.“ Í verndaráætluninni sé lagt til að fleiri reiðleiðum verði lokað og Landssambandið muni gera ítarlegar athugasemdir við þau áform. „Við viljum hafa sátt og frið um hlutina og hafa reglur, og passa upp á landið en við viljum ekki loka því.“ Ljósmynd/Dagur Bragason Vakur Vikrafellsleið liggur frá Dyngjufjalladal og yfir á fjallveginn að Öskju. Myndin var tekin í mælingaferð 4x4 og Landmælinga í fyrrasumar. Gísli Ólafur Pétursson, jeppa- maður og félagi í 4x4, segir að sumt af þeim leiðum á Jökul- heimasvæðinu sem standi til að loka, samkvæmt tillögunni, séu rannsóknarvegir tengdir borhol- um og hraunrannsóknum sem hafi verið mikið eknir undan- farin 60-70 ár. Þar með talið séu leiðir um Gjáfjöll með hríf- andi útsýni, einnig leiðir um Heljargjá með ótrúlegt hrauna- kraðak. Allt eyðimerkurleiðir um afar fjölbreytt landslag. Þetta séu grátlegar tillögur. Mikið eknir í 60-70 ár 4X4 MÓTMÆLA Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.