Morgunblaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010 ✝ Sigvaldi Ingi-mundarson fædd- ist á Svanshóli í Bjarnarfirði í Strandasýslu 29. jan- úar 1944. Hann and- aðist á Sjálfsbjarg- arheimilinu 17. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ingibjörg Sigvalda- dóttir húsfreyja f. 20.10. 1912 og Ingi- mundur Ingimund- arson, bóndi á Svanshóli, f. 30.3. 1911, d. 22.7. 2000. Systkini Sig- valda eru : 1) Stúlka, f. 15.10. 1942, d. 3.12. 1942. 2) Ingimund- ur f. 29.1. 1944, kvæntur Ragn- heiði E. Jónsdóttur, f. 13.8. 1947. 3) Pétur f. 2.5. 1946, kvæntur Margréti H. Ingadóttur, f. 9.9. 1948. 4) Svanur, f. 7.7. 1948, kvæntur Önnu Ingu Grímsdóttur, f. 6.12. 1955. 5) Ólafur, f. 3.12. 1951, kvæntur Hallfríði F. Sig- 18.8. 1971. Börn þeirra eru El- ínrós Birta, f. 11.05. 1997 og Sig- valdi Ingimundur, f. 22.11. 2007. 3) Gunnar, f. 13.3. 1978, kvæntur Katrínu Jakobsdóttur, f. 1.2. 1976. Synir þeirra eru Jakob, f. 3.12. 2005 og Illugi, f. 31.12. 2007. Dóttir Sigvalda er Helga Ingi- björg, f. 29.6. 1965, maki hennar er Lexi Leban, f. 7.2. 1966, dóttir þeirra Ada Sóllilja Helgudóttir Leban, f. 14.9. 2005. Móðir Helgu er Herdís Skarphéðinsdóttir, f. 6.3. 1948. Sigvaldi var íþróttakennari að mennt og kenndi lengst af við Fellaskóla í Reykjavík. Síðustu árin starfaði hann sem leiðbein- andi á líkamsræktarstöð. Hann vann ötullega að ýmsum félags- og íþróttamálum og var þjálfari til margra ára, meðal annars frjálsíþrótta- og körfuboltaþjálf- ari hjá ÍR og Knattspyrnufélag- inu Val. Sigvaldi var um langt skeið virkur golfáhugamaður. Hin síðari ár var hann félagi í Oddfellowstúkunni Þorfinni karlsefni. Útför Sigvalda fer fram frá Digraneskirkju í dag, 27. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 15. urðardóttur, 17.10. 1954. 6) Uppeld- issystir, Guðrún Ólafsdóttir, f. 27.10. 1941, gift Björgvini Skúlasyni, f. 11.11. 1940. Sigvaldi kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Sig- urrós Gunn- arsdóttur, f. 28.04. 1945, hinn 1.6. 1968. Foreldrar hennar voru Kristín Stef- ánsdóttir húsfreyja f. 28.9. 1919, d. 27.1. 1988 og Gunnar Björgvinsson, versl- unarmaður f. 24.6. 1912, d. 1.12. 1958. Börn Sigvalda og Sig- urrósar eru: 1) Þóra Kristín, f. 12.5.1967, gift Garðari Halli Sig- urðssyni, f. 11.11. 1963. Synir þeirra eru Haraldur, f. 23.2. 1997 og Hákon, f. 22.7. 2003. 2) Jón Ingi, f. 10.1. 1972, kvæntur Val- borgu Sigrúnu Jónsdóttur, f. Elsku pabbi minn, það er erfitt að skilja af hverju þú varðst svona veik- ur. Við vorum búin að tala um að þú kæmir eftir nokkur ár og yrðir hluta ársins hjá okkur Lexi í Kaliforníu. Við ætluðum að spila golf. Þið Rósa ætluðuð að slappa af og hafa það gott í veðurblíðunni. Það hefði verið gam- an. Þið komuð til að sjá Sólu þegar hún var alveg splunkuný. Það var yndislegt að fá að hafa ykkur. Marg- ar góðar minningar. Þú komst með fallega ljóðið sem þú samdir um hana Adu Sóllilju. Ég á eftir að horfa oft á vídeóið sem var tekið af þér, þegar þú söngst ljóðið til hennar. Við börnin þín erum mjög ólík. Við erum ekki með sama svipinn eða sama lagið, en eitt er víst að við erum öll með löng augnahár, eins og þú og amma Inga. Annað sem við Þóra Kristín, Jón Ingi og Gunnar höfum sameiginlegt er að okkur finnst gott að fara í bað. Ást okkar á vatni höfum við sjálfsagt frá afa Munda eins og þú. Þér fannst afar frískandi að fara í bað og upp á síðkastið vildirðu fara í vatn oft á dag. Elsku pabbi minn, ég á eftir að sakna þín. Það hefði verið gaman ef Sóla hefði getað heimsótt afa oftar í Lækjasmárann, getað kynnst þér betur og fengið fleiri tækifæri til að njóta munnuhörpuleiksins hans afa. Ástarkveðjur, þín dóttir, Helga Ingibjörg Sigvaldadóttir. Ég kynntist Sigvalda fyrst þegar ég mætti í jólaboð með Gunnari manni mínum fyrir bráðum sex ár- um. Gunnar var þá formlega að kynna mig fyrir fjölskyldu sinni og var mér tekið með kostum og kynj- um frá fyrstu tíð. Valdi og Rósa reyndust betri tengdaforeldrar en nokkur getur óskað sér, ávallt til staðar og mikið fjölskyldufólk. Valdi var stoltur af börnum sínum og barnabörnum og naut samvista við þau. Hann og Rósa fögnuðu því manna mest þegar fréttist að við ættum von á okkar fyrsta barni og báðir synir okkar hafa verið þeim nánir alveg frá fæðingu. Sigvaldi var íþrótta- og sundkenn- ari og að mörgu leyti var hann ung- mennafélagsmaður af gamla skólan- um. Hann var Strandamaður, alinn upp á Svanshóli í Bjarnafirði, og hafði sótt Reykjaskóla í Hrútafirði áður en hann menntaðist til íþrótta- kennara á Laugarvatni. Ljósmyndir á heimilinu af Valda á yngri árum með bræðrum sínum í íþróttum minntu á þennan uppruna og hann mótaði um margt lífsviðhorf hans. Hann var ættjarðarvinur og íþrótta- maður sem mat fjölskylduna ofar öllu. Minnisstæð er ferð okkar með eldri son okkar þegar við eyddum helgi með Valda og Rósu að Hóli við Svanshól. Það var ómetanlegt að fræðast um staðhætti í Bjarnarfirði þó að það kæmi raunar í ljós að það sem Reykvíkingnum þótti kannski merkilegast eða fallegast hafði aldr- ei þótt merkilegt fyrir norðan. Valdi var ötull golfari og eyddi drjúgum tíma við þá íþróttaiðkun. Hann hafði gaman af tónlist og söng löngum stundum með barnabörnun- um. Hann treysti foreldrunum fyrir uppeldi barnabarnanna en lýsti þó iðulega þeirri skoðun að mikilvægt væri að ala þau upp við tónlist og hreyfingu. Ávallt vildi hann ræða þjóðmálin og stjórnmálin þar sem við vorum iðulega ekki sammála um allt en gátum þó sameinast í ung- mennafélagsanda. Ég mun sakna Valda og ekki síst eiga synir mínir eftir að sakna afa síns sem alltaf var hlýr og góður og ljómaði upp í hvert skipti sem þeir ruddust inn í Lækjasmárann. Katrín. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elsku afi. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Þú hvattir okkur áfram í íþróttunum og tónlistinni. Ef við vor- um í vafa um eitthvað gastu alltaf hjálpað okkur og leiðbeint. Takk fyr- ir allar góðu stundirnar og að vera til staðar fyrir okkur. Þínir afastrákar, Haraldur og Hákon. Elsku afi Sigvaldi, þó að þú sért dáinn þá lifir þú ávallt í hjarta mér. Ég sakna þín samt óskaplega mikið en man þá eftir öllum góðu stund- unum sem þú gafst mér. Það var allt- af svo gaman að syngja með þér og knúsa þig og ég held að ég sakni þess mest. Tónlistaráhugi minn kemur al- farið frá þér vegna þess að þú kynnt- ir mig fyrir heimi tónlistarinnar og þeim tækifærum sem tónlistin býð- ur. Þakka þér fyrir það. Ég var ekki nema fjögurra ára smástelpa þegar þú spurðir mömmu hvort þú mættir skrá mig í kór og þú gerðir það og allt fyrsta árið fórstu með mig á kór- æfingu og beiðst svo eftir mér þegar hún var búin. Þegar þú baðst mig einhvern tíman að syngja við jarð- arförina þína þá bjóst ég ekki við að þurfa að gera það svo fljótt. Þú aft- urkallaðir samt þá bón í vetur vegna þess að allir héldu að þú yrðir eldri, en sú varð því miður ekki raunin. Hvíldu í friði, elsku afi minn, og takk fyrir allar stundirnar með þér. Ég elskaði þig eitt sinn, elska þig enn. Hef alltaf gert og alltaf mun. Þín sonardóttir, Elínrós Birta Jónsdóttir. Elsku Sigvaldi minn Með þessum fáu orðum langar mig að þakka fyrir allar góðu stund- irnar sem ég var svo lánsöm að fá að eiga með þér í gegnum tíðina. Frá fyrstu stundu fann ég hve vel- komin ég var inn í líf ykkar Rósu. Stuðningur þinn og einlægni hefur verið ómetanlegur og fæ ég hann aldrei að fullu þakkað. Minningin um kjallarann í Kögurseli mun lifa um ókomna tíð, en eins og allir vissu var enginn kjallari þar. Barnabörnin voru lánsöm að eiga afa eins og þig, alltaf með áhuga á því sem þau voru að gera og vilja til að hafa þau með og kenna þeim. El- ínrós Birta mun alltaf búa að hlýju þinni og trú þinni á framtíð hennar. Sigvaldi Ingimundur er lánsamur að hafa fengið þessi rúmlega tvö ár með þér, hann er alveg með Sigvalda afa á hreinu og þykir afar vænt um þig. Með kærleikskveðju, þín tengda- dóttir, Valborg Sigrún. Ferjan hefur festar losað, farþegi er einn um borð, mér er ljúft af mætti veikum mæla nokkur kveðjuorð. Þakkir fyrir hlýjan huga, handtak þétt og gleðibrag, þakkir fyrir þúsund hlátra, þakkir fyrir liðinn dag. (J. Har.) Látinn er mágur minn, langt um aldur fram, aðeins 66 ára gamall, eft- ir snarpa baráttu við manninn með ljáinn. Fyrir tæpu ári fékk hann höf- uðmein sem dró hann svo til dauða. Þegar sótt er í minningabankann, kemur fyrst upp í hugann stóra syst- ir með sinn myndarlega mann að koma í Eldborg til mömmu og kynna hann. Hann var aufúsugestur enda maður góður og hefur reynst systur minni vel. Sigvaldi átti fyrir mynd- ardótturina Helgu sem ég var svo lánsöm að kynnast vel á seinni árum. Frumburður Rósu og Valda, eins og Sigvaldi var alltaf kallaður heima hjá mér, var hún Þóra Kristín, ég pass- aði þessa skottu oft og þurfti að svara endalausum spurningum hennar, hún þurfti að vita allt, ekki bara sumt heldur allt og hún var sko skemmtileg skotta. Síðan eignuðust þau Jón Inga og Gunnar Örn, ég varð líka þeirrar gæfu aðnjótandi að passa þá. Myndarbörn eins og efni standa til. Samheldni hefur verið mikil í fjölskyldunni og hjálpast að á öllum stöðum. Þegar flutt hefur ver- ið á milli húsa í borginni hefur ekki staðið á hjálpinni og endalaust hlegið og gantast að fólki sem segir að það eigi nú ekki að eiga meira í lífinu en það geti borið á bakinu. Í gleði og sorg hefur verið staðið saman og fyr- ir það skal þakka. Þau Valdi og Rósa unnu mikið og stóðu vel saman og uppskáru vel. Á seinni árum hefur Valdi getað sinnt áhugamálum sín- um betur, en hann unni golfi og öll- um íþróttum, harmonikkuleik og var virkur í félagsstarfi. Hann samdi líka texta við þekkt lög og flutti afkom- endum sínu á ógleymanlegan hátt. Afahlutverkið var honum mikils virði, þar fór hann á kostum, fylgdist vel með og hvatti börnin til dáða, hvort heldur sem var á íþróttasviði eða í tónlist. Það veit ég að í huga Haraldar og Elínrósar Birtu mun afi eiga stóran sess, afabörnin sem yngri eru munu líka eiga sínar góðu minningar. Já, minninganna banki er ríkur og þangað er sótt til að ylja sér um hjartarætur við tækifæri sem gefast. Þegar síðan mein það sem lagði Valda að velli er í minninga- bankanum sjálfum er erfitt um vik, en lundarfar þess einstaklings sem fyrir meininu verður skiptir þá sköp- um. Valdi var æðrulaus og tókst á við það með ótrúlegu jafnaðargeði að hvert vígið á fætur öðru féll. Ég votta Ingibjörgu Sigvaldadóttur, móður hans, sem og bræðrum og þeirra fjölskyldu, mína dýpstu sam- úð. Einnig votta ég systur minni, Rósu, og börnunum Helgu, Þóru Kristínu, Jóni Inga og Gunnari ásamt fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð, megi algóður guð styðja þau og styrkja um ókomna tíð. Guðrún Erla Gunnarsdóttir. Mér brá þegar mér barst sú fregn að Sigvaldi frændi minn frá Svans- hóli væri látinn. Sá sem þessar línur ritar varð þeirra gæfu aðnjótandi að kynnast honum á æskuárum, því mikill samgangur var á milli heimila okkar á uppvaxtaárum mínum. Ég minnist þess hve Valdi var alltaf boð- inn og búinn til að hjálpa hvort sem var í leik eða starfi. Þó við höfum ekki haft mikil sam- skipti eftir að við komumst á fullorð- insárin minnist ég alltaf og vil þakka fyrir þegar ég kom til Reykjavíkur í vinnu í fyrsta sinn, „algjör sveita- lubbi“, og hitti þar fyrir Valda frænda sem tók mér opnum örmum og leiðbeindi mér í vinnunni og lauk upp fyrir mér leyndarmálum og lystisemdum borgarinnar. Og þegar ég byrjaði í KÍ haustið eftir var ekki við annað komandi en að lána mér gömlu skólabækurnar sínar með öll- um glósunum. Bjartsýni, jákvæðni og gott skap kom vel í ljós í ógleym- anlegu vídeótökunámskeiði á vegum KÍ. Ég votta fjölskyldunni og aldraðri móður samúð mína um leið og ég þakka Sigvalda viðkynninguna. Jón Ólafsson. Góður vinur og félagi er fallinn frá, langt um aldur fram, einmitt þegar eftirlaunatímabilið var að hefjast og tími frjálsræðis og hugð- arefna framundan. Íþróttasinnaðir tvíburabræður komu til náms að Reykjaskóla um 1960 og hófust þá kynni sem aldrei síðan hefur borið skugga á. Tvíbura- bræðurnir, Sigvaldi og Ingimundur, voru íþróttamenn af guðs náð, enda aldir upp undir merkjum ungmenna- félagsandans norður í Bjarnarfirði þar sem öll skilyrði voru fyrir hendi til að þroska heilbrigða sál í hraust- um líkama. Ekki er nokkur vafi í mínum huga að umhverfið og upp- eldisáhrif foreldranna hafa markað þá bræður alla frá Svanshóli, sem gerðu þá að góðum og gegnum þjóð- félagsþegnum. Sigvaldi helgaði sig íþrótta- kennslu og þjálfun allt fram á síð- ustu ár, er hann söðlaði um og starf- aði við sundlaugarvörslu og leiðsögn á líkamsræktarstöð, eða allt þar til hann kenndi sér ólæknandi meins er dró hann til dauða. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að mega heimsækja hann heima, í Sjálfsbjargarheimilið eða Líknar- deildina, spjalla við hann, fara í gönguferðir þegar þrekið leyfði eða fara í bíltúr, rétt til þess að brjóta upp daglega inniveru. Reyndi ég að koma eins oft og frekast var vegna vinnu, en oft var þetta daglega þegar svo bar undir. Ræddum við allt milli himins og jarðar, um áætlanir til að byggja upp þrek hans aftur, áhuga Sigvalda á hástökkstækni, körfu- boltaþjálfun og öðru tengdu íþrótt- um. Ræddi hann oft um barnabörnin og m.a. hvernig hann vildi leiðbeina dóttursyni sínum í körfubolta og byggja upp áræði og stökkkraft hjá honum. Einnig fór Sigvaldi með fjölda vísna sem hann hafði ort eða vísur annarra um menn og málefni. Hann átti ekki langt að sækja hag- mælskuna. Vonandi verður vísum hans haldið til haga fyrir komandi kynslóðir. Sigvaldi vígðist í Oddfellowregl- una 1992 og vann þar af heilindum og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörf- um. Þar endurnýjuðust kynnin og veit ég að stúkubræður sakna góðs félaga og vinar. Eins og áður er getið helgaði Sig- valdi sig íþróttakennslu, en þegar ár- unum fjölgaði og kraftur æskuár- anna dvínaði, tók hann þátt í frjálsíþróttamótum öldunga sem og garpasundi. Ásamt Ingimundi tví- burabróður sínum og tveimur öðrum félögum settu þeir Íslandsmet í sín- um aldursflokki í 4x50 m skriðsundi á garpamóti fyrir nokkrum árum. Þetta met stendur enn. Alltaf var talað um að halda áfram þegar heils- an leyfði. Sigvaldi stundaði einnig golf af kappi hin síðari ár. Heilsunni verður náð í öðrum lendum og þar verður þráðurinn aftur tekinn upp þegar sá tími kemur að við, sam- ferðamenn Sigvalda, söfnumst til feðra okkar. Góðs félaga er sárt saknað. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem mér auðnaðist að vera með Sigvalda síð- ustu mánuði. Þeim tíma var vel varið og gaf hann mér mikið. Sárastur er þó söknuður fjölskyldunnar, aldr- aðrar móður sem dvelur á hjúkrun- arheimilinu á Hólmavík og bræðr- anna fjögurra sem eftir lifa. Við Guðjóna vottum öllum aðstandend- um samúð okkar og þökkum fyrir þann tíma sem við áttum sameigin- legan með Sigvalda í lifanda lífi. Páll Ólafsson. Bekkjarbróðir okkar og vinur, Sigvaldi Ingimundarson íþrótta- kennari, er látinn eftir baráttu við ólæknandi mein. Það var haustið 1960 sem hópur ungmenna hóf nám í 1. bekk Reykjaskóla í Hrútafirði. Þar hófust góð kynni og vinátta með- al nemendanna, sem hefur haldist æ síðan. Þeir vöktu athygli okkar og aðdáun tvíburabræðurnir frá Svans- hóli í Bjarnarfirði, Sigvaldi og Ingi- mundur. Þeir voru glæsilegir og sköruðu fram úr í sundi og frjálsum íþróttum, og ekki minnkaði aðdáunin þegar við kynntumst þeim betur. Stærstur hluti þessa hóps átti samleið í 3 vetur í Reykjaskóla og að dvelja svo lengi á heimavistarskóla, eins og Reykjaskóli var á þeim tíma með miklum aga og reglusemi, mót- aði ungt fólk fyrir lífstíð og batt vin- áttubönd sem endast alla ævi. Þá var kennt 6 daga vikunnar og auk þess að sitja saman í kennslustundum voru sameiginlegir lestímar síðdeg- is, 2-3 tíma á hverjum degi. Aðeins voru gefin 2 helgarfrí yfir veturinn auk jóla- og páskafrís, þannig að samveran var mikil og nemendur kynntust vel innbyrðis og lærðu að taka tillit til annarra á svo stóru heimili. Við sem útskrifuðumst frá Reykjaskóla vorið 1963 höfum hist reglulega á bekkjarmótum, fyrst á 10 ára fresti og nú í seinni tíð höfum við hist árlega. Þegar við komum saman í nóvember sl. vissum við að Sigvaldi hafði greinst með mein í höfði. Hann bar sig samt mjög vel og vildi lítið gera úr því, hann vildi held- ur nota tímann til að rifja upp gamla daga og syngja, en hann hafði mik- inn áhuga á tónlist og ljóðum. Við þökkum Sigvalda fyrir alla hans vináttu og tryggð og sendum fjölskyldu hans innilegar samúðar- kveðjur. Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys, hnígur að Ægi gullið röðulblys. Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd, og báran kveður vögguljóð við fjarð- arströnd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. – Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. (Jón frá Ljárskógum.) F.h. bekkjarfélaga í Reykjaskóla, Melkorka Benediktsdóttir. Gunnar Kvaran. Sigvaldi Ingimundarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.