Morgunblaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Ólafur og Kolbrún leiða H-lista framboð um heiðarleika Hlynur Orri Stefánsson Sigurður Bogi Sævarsson Mjög misjafnt er hversu miklu fé flokkarnir sem bjóða fram til sveitar- stjórnarkosninga nú hafa varið í auglýsingar. Sam- fylkingin hefur eytt mestu og Sjálfstæðisflokkurinn næstmestu, samkvæmt tölum frá Creditinfo, og komast aðr- ir flokkar vart með tærnar þar sem þessir flokkar hafa hælana. Áður en kosningabaráttan hófst sammæltust Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð um að eyða ekki meiru í auglýs- ingar, hvort heldur í blöðum, á net- inu eða í ljósvakanum, en 11 milljónum króna á tímabilinu frá 29. apríl og fram að kosningum 29. maí. Besti flokkurinn var ekki með í því samkomulagi og er því ekki í samantekt Creditinfo. Að sögn Gauks Úlfarssonar, fjölmiðlafulltrúa flokksins, er auglýsingakostnaður framboðsins nú 600 þús- und kr. og fer ekki yfir eina milljón. Tölur Ceditinfo ná fram á sl. mánudag og hafði Samfylkingin þá eytt 7,4 milljónum í aug- lýsingar, sem eru 67,1% af 11 milljóna króna há- markinu. Ætla má þó að kostnaður Samfylkingar sé orðinn meiri. Flokkurinn gaf út átta síðna fylgiblað með Frétta- blaðinu á miðvikudag. Auk þess birt- ust t.d. tvær auglýsingar frá flokkn- um í Fréttablaðinu á þriðjudag. Munu ekki fara yfir hámarkið „Við fylgjumst vel með þessu og pössum mjög vel upp á að fara ekki yfir þessa upphæð,“ segir Sigrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sam- fylkingar. Þá segir hún blaðið sem fylgdi Fréttablaðinu í gær vera „fylgiblað, ekki auglýsingu“. Hún hafði í gær ekki tölur um kostnað sem eru nýrri en frá mánudegi. Sjálfstæðisflokkur hafði á mánudag eytt 4,7 milljónum sem eru 42,5% af hámarkstölu. Gera má ráð fyrir að kostnaður Sjálfstæðisflokks hafi einnig hækkað síðan á mánudag, enda birtist t.d. auglýsing frá flokkn- um í Morgunblaðinu í gær. Fylgja settri birtingaráætlun Jónmundur Guðmarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks, segir að eftir að flokkarnir gerðu með sér áðurnefnt samkomulag hafi sjálfstæðismenn sett sér birtingar- áætlun í samræmi við það. „Við höf- um fylgt og munum áfram fylgja þeirri áætlun svo ég á ekki von á öðru en að kostnaður okkar komi til með vera töluvert innan markanna.“ Hann hefur ekki tölur sem eru nýrri en þær frá Creditinfo. Athygli vekur hversu langt Framsóknarflokkur og Vinstri græn eru frá samþykktum hámarkskostn- aði. Kostnaður Framsóknar var á mánudag ekki nema 3,9% af 11 millj- óna hámarkinu en kostnaður VG 14,1% . Mikill munur á auglýsingakostnaði  Samfylking auglýsti mest fyrir sveitarstjórnarkosningar Auglýsingafé flokkanna Samtals, með vsk 8 7 6 5 4 3 2 1 0 M ill jó ni r kr ón a Sjálfstæðis- flokkurinn Framsóknar- flokkurinn Samfylkingin Vinstri grænir Besti flokkurinn Samtals: 4.669.919 Samtals: 430.868 Samtals: 7.376.585 Samtals: 1.548.115 Samtals: 600.000* Blöð Sjónvarp Útvarp Netmiðlar Hlutfall af 11 milljóna hámarki 42,5% 3,9% 67,1% 14,1% 5,5% *Sundurgreining liggur ekki fyrir Tölurnar Hjá Besta flokknum eru tölurnar frá flokknum sjálfum, en í öðrum tilvikum eru þær fengnar frá Creditinfo. Hjálmar Sveinsson, frambjóðandi í 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík, sagði í RÚV í gær að hann teldi óhjákvæmilegt að Steinunn Val- dís Óskarsdóttir, alþingismaður og fyrrverandi borgarstjóri, segði af sér. Ástæðan er styrkir sem hún fékk vegna prófkjöra fyrir sveitarstjórnar- kosningar 2006 og alþingiskosningar 2007. Hjálmar sagði að þetta særði réttlætiskennd fólks „og réttlætis- kenndin er heilög“, sagði hann. Steinunn Valdís fékk alls 8,1 millj- ón frá lögaðilum vegna prófkjörs fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Hún fékk 4,65 milljónir að auki vegna próf- kjörs til alþingiskosninganna. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar- innar í Reykjavík, fékk 5,6 milljónir í styrki fyrir sama prófkjör fyrir borg- arstjórnarkosningar, þar af þrjár frá lögaðilum. Morg- unblaðið spurði Hjálmar hvers vegna hann gerði ekki sömu kröfu til Dags og Stein- unnar Valdísar um afsögn. Hjálmar sagði að hann teldi að þær háu fjárhæðir sem Steinunn Valdís fékk á skömm- um tíma, tæpar 13 milljónir, hefðu sært réttlætiskennd fólks. „Ég get líka sagt að mér finnst það of mikið sem Dagur fékk“ Honum þótti ekki rétt að bera sam- an sérstaklega styrki til þeirra Dags og Steinunnar Valdísar vegna próf- kjörsins sem þau tóku bæði þátt í en undanskilja styrki til Steinunnar vegna alþingisprófkjörsins. „Það er þessi ofboðslega háa upp- hæð sem öllum, og ég held meira að segja henni sjálfri, finnst að hafi verið of há. Ég get líka sagt að mér finnst það of mikið sem Dagur fékk,“ sagði Hjálmar. Hann sagði að sér þætti bæði skynsamlegt og virðingarvert af Degi að hann skyldi hafa sett sér þá reglu að taka ekki við meira en 500 þúsund krónum frá hverjum þeim sem styrkti hann. Hjálmar sagði að sér þætti mikill munur á því að þiggja 500 þúsund frá einhverjum og að þiggja tvær milljónir frá þeim sama. „Munurinn liggur í því að Steinunn Valdís fékk tæpar 13 milljónir á einu ári og Dagur fékk 5-6 milljónir. Það finnst mér mjög mikill munur,“ sagði Hjálmar. gudni@mbl.is Mikill munur á 5-6 milljón- um og nærri 13 milljónum Hjálmar Sveinsson Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Við einbeitum okkur að því nú hvernig við getum haldið Landsmót hestamanna árið 2010. Það er ekkert annað uppi á borðinu,“ sagði Har- aldur Þórarinsson, formaður Lands- sambands hestamannafélaga. Sem kunnugt er hefur skæð hestapest herjað víða um land og ógnað undirbúningi landsmótsins. Það á að hefjast á Vindheimamelum í Skagafirði 27. júní. Haraldur sagði margar hugmyndir á kreiki um hvernig ætti að bregðast við vand- anum sem hestapestin ylli. Á meðal hestamanna ganga sögusagnir um að landsmótinu verði frestað um ár eða tvö. Haraldur sagði það vonbrigði að hestapestin væri ekki að gefa neitt eftir eins og dýralæknar höfðu talið að hún myndi gera. „Hún átti að veikjast eins og aðrar flensur þegar kæmi fram á sumarið. Það virðist ekki ætla að ganga eftir og þeir eru ekki búnir að finna hvaða veira þetta er. Það eru óþægilega mörg ef í þessu öllu saman,“ sagði Haraldur. Hann sagði marga gera sér grein fyrir því nú hve mikið væri í húfi fyr- ir þá sem hefðu atvinnu af íslenska hestinum og ekki síst ferðaþjón- ustuna að landsmótið yrði haldið. „Við verðum að vera alveg 100% viss ef á að blása landsmótið af. Við ætl- um að halda okkar striki og meta stöðuna á mánudaginn kemur. Þá förum við yfir þetta og látum okkar færustu sérfræðinga meta stöðuna,“ sagði Haraldur. Fundur var haldinn í sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneytinu annan í hvítasunnu með hags- munaaðilum, yfirdýralækni og dýralækni hrossasjúkdóma. Fundurinn á mánudaginn verð- ur í húsi ÍSÍ í Laugardal og þar kemur saman stærri hópur en í ráðuneytinu. Á morgun verður formannafundur allra hestamanna- félaganna og þar verður farið yfir hvernig pestin hef- ur leikið hvert land- svæði um sig og á hvaða stigi hún er á hverjum stað. Stefna að lands- móti þrátt fyrir hósta og hik Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Vindheimamelar Undirbúningur fyrir landsmótið stendur sem hæst. Afar mikilvægt er að fyrir- byggja sýkingar í kjölfar hóstapestarinnar sem lagst hefur á hesta víða um land. Á vef Matvælastofnunar (www.mast.is) segir að sýk- ingar í kjölfar pestarinnar virðist magnast hratt upp í hesthúsum. Því sé áríðandi að hafa hrossin eins mikið úti og í eins hreinu umhverfi og hægt er. Óhætt er að sleppa hrossum sem ekki bíða sérstök verkefni og draga þannig úr smitálagi í hest- húsunum. Nauð- synlegt er að hvíla hestana um leið og vart verður við fyrstu einkenni veikinnar. Tamningamenn segja að svo virðist sem hestar séu alla jafna fljótir að ná sér eftir veikindin. Útiveran góð FYRIRBYGGJA Á SÝKINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.